Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 30

Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Engin ástæða til breytinga Á SÍÐASTA flokk- stjórnarfundi Alþýðu- flokksins var m.a. tek- ist á um tillögu mína um að flokksþing yrði í haust. Á þeim fundi fann ég, að eins og málum var komið, væri báðum fyrir bestu að leiðir skildu. Greindi ég fundinum frá þessari tilfinningu og gat þess jafnframt að mér fyndist sem pólítiskur vettvangur minn væri annar stað- ar, gat þess þó að að ég ætlaði ekki að rasa um ráð fram en fara til míns heima vestur á firði og gaumgæfa málið. Það hef ég gert. Síðustu árin hef ég lagt fram tillögur á flokksþingum Alþýðu- flokksins svo sem í vaxtamálum, um jöfnun kosningaréttar, fækkun þingmanna, að landið verði eitt Með vali Áma Sigfús- sonar sem borgarstjóra hefur Sjálfstæðisflokk- urinn sett umhyggju- málin á forgangslista, segir Bjarni P. Magn- ússon, sem hefur sagt skilið við Alþýðuflokk- inn. kjördæmi, að ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu o.fl. Tillögur mínar hafa engan hljóm- grunn fengið. Þótt ekki sé um þetta einhugur í Sjálfstæðis- flokknum, þá er víst að þar finn ég mér fleiri skoðanasystkini og mun vænlegar að vinna að fram- gangi málsins. Nýjar áherslur með Árna En það sem auðveldaði mér þó ákvörðun mína er sú áherslubreyting sem mér finnst hafa orðið á stefnu Sjálfstæðis- flokksins með tilkomu Árna Sigfússonar sem borgarstjóra. Þegar ég var borgarfulltrúi Alþýðuflokksins var það samdóma álit okkar, fulltrúa minni- hlutaflokkanna, að ef nokkur von væri til þess að vinna borgar- fulltrúa sjálfstæðis- manna til fylgis við okkar mál, þá væri það helst að Árni skildi hugsun okkar og gæti um margt tekið undir með okkur. Mér finnst sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi með því að velja Árna sem borgarstjóra tekið undir það sjónarmið að umhyggjumálin skuli færð ofar á forgangslistann. Ég skora á kjósendur í Reykjavík sem annars staðar á landinu að segja hug sinn til þessarar áherslubreyt- ingar, þeir sem eru sammála því að það sé af hinu góða að stærsti flokkur þjóðarinnar leggi meiri áherslu en verið hefur á velferðar- mál, þeir hafa nú kjörið tækifæri til þess og geta sýnt það í verki með því að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. Síðustu íjögur árin hef ég starf- að sem sveitarstjóri fámenns hrepps vestur á fjörðum. Leið mín liggur oft til höfuðborgarinnar. I slíkum ferðum skoða ég borgina bæði með auga gestsins og eins sem fyrrverandi borgarfulltrúi. Ég verð að segja sem er að við íslend- ingar eigum fallega höfuðborg, borg sem við megum vera stoltir af. Staðreyndin er sú að þótt ýmis- legt megi stundum betur fara, þá hefur stjórn Sjálfstæðisflokksins á borginni verið styrk og farsæl. Það er engin ástæða til breyt- inga. Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins og núverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps. Bjarni P. Magnússon Eg treysti Arna ÉG HEF undan- farin ár haft tæki- færi til þess að kynn- ast á nokkrum svið- um því hvernig Árni Sigfússon starfar og tekst á við mál sem hann fær til lausnar. Þau verkefni sem við höfum m.a. kom- ið sameiginlega að eru í tengslum við Borgarspítalann í Reykjavík og störf tengdum alþjóðleg- um samskiptum t.d. við undirbúning að starfsþjálfun nokk- Egill Skúli Ingibergsson urra hópa frá Eystrasaltslöndun- því vel til um, sem ég tengdist vegna starfa fyrir Lionshreyflnguna á íslandi, en Árni kom inn í vegna Stjórn- unarfélags íslands. Árni var alltaf röggsamur, en hlustaði á það sem aðrir lögðu til og nýtti, ósérhlífinn með gott yfirlit yfir það sem gera þurfti til að leysa hvert mál og tók á sig sinn skerf ómældan af því sem gera þurfti. Ég reysti Árna að takast á við þau Árni Sigfússon er röggsamur stjómandi, að mati Egils Skúla Ingibergssonar, sem lýsir stuðningi við hann í kosningunum. miklu verkefni sem fylgja stjórn- un Reykjavíkurborgar verði hann til þess kjörinn. Höfundur er rafmagnsverk- fræðingur og fyrrverandi borgarstjóri íReykjavík. Sumarmisseri við Háskóla Islands Svar við atvinnuleysi ÞAÐ ER að koma sumar. Námsmenn eru að ljúka vorprófum og flykkjast út á vinnu- markaðinn. En sumar- vinnan bíður ekki lengur handan hornsins, það sem mætir okkur stúd- entum í dag er atvinnu- leysi og óöryggi. Við því er aðeins eitt til ráða; við þurfum sjálf að skapa okkar eigin tæki- færi til vinnu, vinnu sem jafnt getur verið á al- mennum markaði sem í skólanum sjálfum. Sumarmisseri er hug- mynd sem stúdentar hafa sett fram til að mæta bágu atvinnuástandi. Atvinnu- lausum námsmönnum yrði gert kleift að stunda nám yfir sumartímann og þannig gefinn kostur á að stunda vinnu við að afia sér þekkingar. Þessa leið hafa fjölmörg ríki farið þegar atvinnuleysi blasir við ungu fólki. Þessa leið getum við einnig valið. Sumarmisseri við Háskóla ís- lands er einkum hugsað fyrir stúd- enta sem eru án atvinnu og nýta vilja tímann til náms. Sumarmisserið nýtist einnig þeim stúdentum sem flýta vilja fyrir sér í námi, létta sér róðurinn seinna meir eða taka sér frí til vinnu á öðrum árstímum. Með því að hvetja stúdenta til að taka sér leyfi til vinnu á öðrum árstíma mætti létta nokkru álagi af vinnumarkaðn- um yfir sumartímann og koma í veg fyrir að fimm þúsund manns flykkist út í atvinnulífið samtímis f leit að skammtímastarfi. Hins vegar mætti einnig hugsa sumar- misserið fyrir aðra hópa sem eru án atvinnu; fýrir þá gætu sumarná- mskeið í Háskólanum verið hluti af áætlun um endur- menntun fyrir atvinnulausa. Jafnframt nýtist sumamámið, eins og reyndar alit háskólanám, öllum þeim sem rifja vilja upp eða efla þekkingu sína, hvort sem það er í tengslum við starf eða vegna hreins áhuga á fræðunum. Ljóst er að hlut- ur símenntunar og endurmenntunar í háskólastarfsemi mun vaxa í fram- tíðinni, enda fjölgar þeim stöðugt sem stunda vilja nám utan hefðbund- ins vinnutíma, t.a.m. í sumarieyfinu. Á sumarmisseri yrði einkum um Brynhildur Þórarinsdóttir Fjölmörg ríki hafa boðið atvinnulausum stúdent- um upp á nám yfir sum- artímann og telur Bryn- hildur Þórarinsdóttir það góðan kost að stunda vinnu við að afla sér þekkingar. leiðbeinandi vinnu kennara að ræða en minna um eiginlega fyrirlestra. Það verður augljóslega styttra en önnur misseri skólaársins, hvert námskeið næði yfír styttri tíma, kennslan væri þéttari og meira byggðist á eigin vinnu nemenda. Þannig líta stúdentar á sumarmiss- erið sem fyrsta skrefið í átt til breyttra kennsluhátta og sjálfstæð- ari vinnubragða námsmanna. Sumarmisseri við Háskóla íslands er ný leið fyrir atvinnulaust ungt fólk. Stúdentar hafa þegar sýnt það með mikilli ásókn í Nýsköpunarsjóð námsmanna, að þeir vilja nýta sum- arið til vinnu í tengslum við námið. Nýsköpunarsjóðurinn var stofnaður af menntamálaráðherra að frum- kvæði stúdenta til að gefa náms- mönnum færi á að nýta menntun sína yfir sumartímann. Nú er komið að því að nýta þetta frumkvæði til að stíga nýtt skref gegn atvinnuleysi. Höfundur er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs ogfulltrúi stúdenta í Háskólaráði. Takið nú hlutina í réttri röð NÚ GET ég bara ekki lengur orða bund- ist yfír þessu þvaðri í sjúkraliðum undanfarn- ar vikur, sem ég hef lesið á síðum þessa ágæta blaðs allra lands- manna. í sömu grein- inni er jafnvel talað um að menntun sjúkraliða sé nú trúlega ekki minni en hjúkrunarnámið var fyrir u.þ.b. 20 árum og svo að sjúkraiiðar þurfi að standa vörð um störf sín og stöðu!! Það voru akkúrat þessar athuga- semdir sem gengu end- anlega fram af mér og ég settist niður við skriftir. Fram að þessu hafa mér ekki fundist skrif sjúkraliða vera svaraverð. En það eru nú takmörk fyrir því hvað mað- ur líður öðrum að bulla i blöðunum! „Það gefur augaleið að það er ódýrari kostur að ráða sjúkraliða en að ráða háskólamenntaða hjúkr- unarfræðinga í störf sem sjúkraliðar geta og hafa sinnt.“ Að þessi setning skuli koma fram í sömu grein og sagt er að sjúkraliðar þurfi að standa vörð um störf sín og stöðu gagnvart ófaglærðum (það hlýt- ur þá að vera ódýrara að hafa ófaglærða í störfum sjúkraliða þar sem því verður komið við) finnst mér skjóta ansi skökku «yið, svo ekki sé meira sagt!! Hvað meina þær? Sjúkraliði á að standa vörð um sín störf en á meðan mega þær vaða inn á starfsvið hjúkrun- arfræðinga, ég get ekki skilið betur en að það sé akkúrat þetta sem Anna Björgmundsdótt- ir formaður Vestfjarða- deildar Sjúkraliðafé- lags íslands sé að fara í grein sinni 3. maí sl. Og það þarf nú ekki mik- inn skilning til! Svo eru þær hissa á að hjúkrunarfræðingar séu ekki al- veg tilbúnir að sætta sig við allar greinar frumvarpsins. Eru hjúkrun- arfræðingar ekki með þessu móti að standa vörð um störf sín og stöðu?! Það er vonandi ekki einka- réttur sjúkraliða að gera það. Anna segir líka að menntun sjúkr- aliða í dag sé trúlega ekki minni en menntun hjúkrunarfræðinga fyrir 20 árum. Við svona barnalega at- hugasemd væri hægt að bæta ann- arri barnalegri athugasemd, eins og t.d. þeirri að starfstúlka sem kallast sérhæfður starfskraftur inni á stofn- un í dag (starfstúlka með öll Sókn- arnámskeiðin) sé örugglega með jafnmikla ef ekki meiri menntun en sjúkraliðanámið veitti þegar það hófst. Það væri líka hægt að bæta við enn einni barnalegri athugasemd og segja að menntun iækna fyrir um 20 árum hafi ekki verið meiri en hjúkrunarfræðinámið í Háskóla íslands veitir í dag. Svona væri Iík- lega hægt að halda endalaust áfram. En Anna; það er bara mjög óraun- hæft að tala svona. Aukin tækni og framfarir í vísindum krefjast aukinn- ar menntunar, það er ekki hægt að bera saman tæknina í dag og fyrir 20 árum og því er ekki hægt að bera saman menntun eða kröfur í dag og fyrir 20 árum!! Svona er þróunin ef einhver skyldi ekki vita það. Það sem er miðað við er hvemig staðan er í dag en ekki fyrir 20 eða 30 árum. í dag tekur það 8 ár að verða hjúkrunarfræðingur frá grunnskólaprófi en það tekur 3 ár að verða sjúkraliði að loknu grunn- Sjúkraliðar hafa vogað sér að segja að hjúkrun- arfræðingar séu með 50% hærri laun, segir Aðalheiður D. Matthí- asdóttir, en henni er hulin ráðgáta hvaðan þessar tölur eru runnar. skólaprófi. Það þarf ekki frekari útskýringar til að sjá muninn á menntun hjúkrunarfræðinga og menntun sjúkraliða. Eins og sjá má af þessu er það ákaflega barnalegt af sjúkraliðum að miða sig við hjúkrunarfræðing sem útskrifaðist fyrir 20 árum, af hverju miða þær sig ekki við hjúkr- unarfræðing sem útskrifast í dag?! Ég bara spyr. Þeim finnst kannski munurinn líka vera mikill. Svo er annað sem mér hefur fund- ist taka út yfir allan þjófabálk í þess- ari umræðu en það er umfjöllun sjúkraliða um launamismun á milli Aðalheiður D. Matthíasdóttir þessara tveggja stétta. Sjúkraliðar hafa vogað sér að segja að hjúkrun- arfræðingar séu með 50% hærri laun en sjúkraliðar. Hvar þær fá þessar tölur er mér hulin ráðgáta, en ég verð að segja að ég vildi að þær væru sannar!! Það væri jú mjög rök- rétt miðað við muninn á menntun og ábyrgð. Það er svo merkilegt að í greinum sjúkraliða undanfarnar vikur kemur alltaf fram sama tuggan, sú að þær séu ekki að reyna að komast í störf hjúkrunarfræðinga, hvers vegna snúast þá greinar þeirra svona mik- ið um samanburð á störfum hjúkr- unarfræðinga og sjúkraliða, saman- burð á launakjörum þessara stétta, að það sé ódýrara að hafa þær í störfum heldur en hjúkrunarfræð- inga o.s.frv.? Ég hef sagt það áður og segi það enn einu sinni; ef þið viljið verða hjúkrunarfræðingar þá farið þið og bætið við ykkur í menntaskóla/fjöl- brautaskóla og takið stúdentspróf, svo farið þið í Háskóla íslands og ef þið verðið svo heppnar að komast inn í numerus clausus þá getið þið lokið BS prófí í hjúkrunarfræði á 4 árum ... eftir það getið þið unnið störf hjúkrunarfræðinga en ekki fyrr. Höfundur er nemi I hjúkrunarfræði við Háskólu Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.