Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Af rangfærslum AÐ UNDANFÖRNU hafa hjúkr- unarfræðingar mátt sitja undir alls kjms áburði og rangfærslum frá hendi nánasta samstarfsfólks síns, sjúkraliðum, undir þeim merkjum að verið sé að beijast fyrir breyttum lögum um sjúkraliða. Af röksemda- færslum sjúkraliða má hins vegar ráða að umræðan er farin að snúast um allt annað og meira en sjúkra- liðafrumvarpið. Hver greinin og hvert viðtalið á fætur öðru hefur birst við formann Sjúkraliðafélags- ins eða aðra sjúkraliða í fjöimiðlum, þar sem settir eru fram slíkir útúr- snúningar, rangfærslur og aðdrótt- anir í garð hjúkrunar og hjúkrunar- fræðinga að undirritaður formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sér sig knúinn til að svara einhveij- um af þessum atriðum. Svo rammt hefur kveðið að að- dróttunum formanns Sjúkraliðafé- lagsins í garð hjúkrunarfræðinga að landlæknir sá ástæðu til að kalla hana til fundar við sig í fyrri viku til að gera alvarlegar athugasemdir við málflutning hennar í garð hjúkr- unarfræðinga og rangfærslur á staðreyndum. Hér verður reynt að svara nokkr- um helstu rangfærslum sjúkraliða. 1. Nútímalækningar skila sjúk- linganum mun hressari til umönn- unar og því er ekki þörf á háskóla- menntun hjúkrunarfræðinga. (Kristín Guðmundsdóttir, Abl. 13.4. 1994, Helga Sverrisdóttir, Mbl. 14.4. 1994.) Þróun í heilbrigðisvísindum og auknar kröfur samfélagsins um heil- brigðisþjónustu leiðir þvert á móti til þess að auknar kröfur eru gerðar til menntunar hjúkrunarfræðinga, eins og kemur fram í yfirlýsingum Alþjóða- heilbrigðismálastofn- unarinnar og stefnu Evrópubandalagsins um þróun menntunar hjúkrunarfræðinga í Evrópu um þessi mál. Það er mikill misskiln- ingur á hlutverki hjúkrunar að halda að þróun í heilbrigðisvís- indum leiði til einfald- ari hjúkrunar og í raun umhugsunarvert að formaður fag- og stéttarfélags sjúkraliða skuli halda slíkri markleysu fram. 2. Hjúkrunarfræðingar fara inn á starfssvið sjúkraliða. - „það er mjög óeðlilegt ... á sama tíma og það fer að koma fram atvinnuleysi hjá hjúkrunarfræðingum að þá 'sé hægt að ráðast yfir á starfsvettvang sjúkraliða.“ (Kristín Guðmundsdótt- ir, Sjónvarpið 14.4. 1994.) Félagi islenskra hjúkrunarfræð- inga er ekki kunnugt um að atvinnu- leysi ríki meðal íslenskra hjúkrunar- fræðinga og sést það best á atvinnu- auglýsingunum m.a. í Mbl. þar sem óskað er eftir hjúkrunarfræðingum til starfa. í vor útskrifast tæplega 100 hjúkrunarfræðingar frá Há- skóla íslands og Háskólanum á Akureyri og geta þeir valið úr at- vinnutilboðum. Sjúkraliðanámið var á sínum tíma sett á laggirnar m.a. fyrir til- stilli hjúkrunarfræð- inga vegna skorts á hjúkrunarfræðingum til starfa. Hjúkrunar- fræðingar hafa stýrt námi sjúkraliða og ver- ið kennarar þeirra í námsgreinum hjúkrun- ar. Sjúkraliðar hafa alla tíð verið menntaðir til starfa sem aðstoðar- fólk hjúkrunarfræð- inga. Þannig eru störf sjúkraliða innan starfs- sviðs hjúkrunarfræð- inga og eru þau unnin undir stjórn hjúkrunarfræðinga skv. lögum um sjúkraliða. Þannig er ekki um það að ræða að hjúkrun- arfræðingar fari inn á starfssvið sjúkraliða. 3. Nám sjúkraliða í dag er sam- bærilegt við nám hjúkrunarfræð- inga eins og það var fyrir 15-20 árum. (Kristín Guðmundsdóttir, Tíminn 17.12. 1993, Guðrún ída Stanleysdóttir, Mbl. 3.5.1994, Anna Bjargmundsdóttir, Mbl. 3.5. 1994.) Nám sjúkraliða í dag er ekki sam- bærilegt við nám hjúkrunarfræð- inga eins og það var fyrir 15-20 árum hvorki er varðar uppbyggingu né hugmyndafræði. Nægir þar að nefna að eiginlegt nám sjúkraliða er um þriggja anna nám í fjölbrauta- skóla, þar af er helmingurinn verk- legt nám. Nám hjúkrunarfræðinga í Hjúkrunarskóla Islands var þriggja Ásta Möller Greinar sjúkraliða að — undanfömu, segir Asta Möller, endurspegla ekki almennt viðhorf þeirra til hjúkrunar- fræðinga. ára sérhæft nám í hjúkrunarfræði. Þá má nefna að námsáfangar í hjúkrun eru þrír talsins í námi sjúkraliða í dag (alls 15 einingar) og taka mið af almennum atriðum í hjúkrun sjúkra. Námsáfangar í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarskóla íslands tóku auk þess mið af sér- greinum hjúkrunar, s.s. handlækn- inga- og lyflækningahjúkrun, fæð- ingahjúkrun, barnahjúkrun, öldrun- arhjúkrun, geðhjúkrun, heilsu- gæslu, stjórnun í hjúkrun o.s.frv. Hins vegar telst menntun sjúkra- liða á íslandi vera gott nám sem slíkt á alþjóðlegan mælikvarða og skilar það verulega góðum starfs- manni til starfa innan hjúkrunar- sviðs. 4. Aðrar heilbrigðisstéttir hafa óskað eftir að fá sjúkraliða sem aðstoðarfólk. (m.a. Anna Bjarg- mundsdóttir, Mbl. 3.5. 1994.) Sjúkraliðar hafa óskað eftir að verða aðstoðarstétt allra heilbrigðis- stétta. Hjúkrunarfræðingarnir er sátu í nefnd um endurskoðun á sjúkraliðalögum studdu það að sjúkraliðar starfí á öðrum sviðum en hjúkrunarsviði, en þá að loknu viðbótarnámi á viðkomandi sviði. Viðkomandi stéttir, t.d. sjúkraþjálf- arar og iðjuþjálfar, töldu sjúkraliða hins vegar ekki hafa þann menntun- argrunn sem þeir væru að leita eft- ir hjá sínu aðstoðarfólki. Læknar vildu geta nýtt sjúkraliða sem sitt aðstoðarfólk og töldu þá til um I þrettán atriði sem sjúkraliðar gætu starfað við á heilsugæslustöð. Ellefu þessara atriða voru störf sem þeir vinna í dag undir stjórn hjúkrunar- fræðinga. 5. Hjúkrunarfræðingar fást ekki til starfa á litlum stöðum úti á landi, þá hafa sjúkraliðar dugað. Því verði að breyta lögum um sjúkraliða | (Helga Sverrisdóttir, Mbl. 14.4. 1994.) Aðeins í örfáum tilvikum vantar * hjúkrunarfræðinga til starfa á heil- brigðis- eða öldrunarstofnunum hér á landi. Skv. 3. gr. núgildandi laga um sjúkraliða er heimilt að ráða sjúkraliða til starfa tímabundið fáist hjúkrunarfræðingur ekki til starfa og starfar hann þá undir stjórn sér- fræðings sem fer með stjóm við- komandi stofnunar. Þessari heimild I hefur einungis verið beitt tvisvar j sinnum frá því hún var sett í lög um sjúkraliða árið 1989. í frum- varpinu sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir að þessi heimild í sjúkraliðalögum falli niður og var öll nefndin, jafnt sjúkraliðar sem aðrir í nefndinni sammála um það og að hún eigi að vera í hjúkrunar- lögum, en ekki í lögum um sjúkra- liða. 6. Hjúkrunarfræðingar vilja ekki starfa við öldrunarhjúkrun. (Helga ) Sverrisdóttir, Mbl. 14.4. 1994.) j Skv. könnun sem gerð var 1992 á öidrunarstofnunum kemur í ljós að einungis 40% af stöðuheimildum sjúkraliða eru setin sjúkraliðum, en hins vegar vora 72% af stöðuheim- ildum hjúkrunarfræðinga setin. Sú staðhæfing að hjúkrunarfræðingar leiti ekki í öldrunarhjúkrun er því ekki rétt. ^ Hjúkrunarfræðingar hafa hins Fé án hirðis „ÉG ER góði hirðir- inn; góði hirðirinn legg- ur líf sitt í sölurnar fyr- ir sauðina; leiguliðinn, sem ekki er hirðir og ekki á sauðina, sér úlf- inn koma, og yfirgefur sauðina og flýr, - og úlfurinn hremmir þá og tvístrar þeim - enda er hann leiguliði og lætur sér ekki annt um sauð- ina.“ (Jóh. 10.11.) Góði hirðirinn Við þekkjum sögum- ar um góða hirðinn. Hann vakir yfir fénu daga og nætur. Hann rekur það í græna og kjarngóða haga, forðar því frá klettum og ógöngum og gætir þess fyrir ræningjum. Ef hirðirinn er ekki jafnframt eigandi færir hann hjörðina fyrir eigandann og fær lof og umbun fyrir það hve vel hún er í holdum og falleg á lagðinn. Við, hvert um sig, eram einnig fjárhirðar. Féð er mismikið, sumir reka mikið fé en aðrir minna. Við gætum fjárins, rekum það í góða haga (góða vexti) forðum því frá ógöngum (slæmri fjárfestingu) og björgum því frá ræningjum. Við er- um yfirleitt góðir hirðar, enda liggur afkoma okkar og okkar nánustu við. Þetta er okkar fé. Þjóðin í heild hagn- ast á því, hversu vel við gætum fjár- ins. Fé án hirðis Til er fé, magurt, þreytt og rytju- legt á lagðinn. Það reikar um öræfin þyrst og svangt og er auðveld bráð ræningjum. Þetta eru peningar, sem engin virðist eiga. Féð hefur reikað svo langt frá eiganda sínum að hann lítur það aldrei augum. Veit kannski ekki af eign sinni. Um allan heim hefur orðið merki- leg þróun. Æ fleiri peningar eru los- aðir úr umsjá eigenda sinna með lagaboði og settir í vörslu vanda- lausra. Þetta era allskonar sjóðir í vörslu hins opinbera, hjá atvinnulíf- inu, verkalýðshreyfingunni, stóram bönkum og alþjóðlegum stofnunum. Þessum sjóðum er ætl- að að styrkja atvinnu- lífíð, stuðla að byggða- þróun, jafna tekju- dreifingu eða sjá um tryggingar. Allt göfug málefni og góð. En féð er ijarri umhyggjusöm- um eiganda sínum. Hver atyrðir fjárhirð- inn ef hjörðin er illa haldin? Nokkur dæmi Ríkissjóður. Emb- ættismenn og ráðherr- ar flytja til og ráðskast með stóran hluta af afrakstri þjóðarinnar, setja féð í Kröflur og Blöndur, jarð- göng og flugstöðvar, búa til Atvinnu- tryggingasjóð , sértækar ráðstafanir og guð má vita hvað. Sauðunum væri betur borgið sjálfala. Féð er flutt frá blómlegum fyrir- tækjum til voniausra, frá duglegum borguram til hyskinna. Markmið ,hirðisins“ virðist vera að reka féð Ef fjármunum er hent í óarðbæra fjárfestingu verða lífskjörin slök, segir Pétur H. Blön- dal, en skynsamleg fjár- festing skapar bæði störf og verðmæti. úr iðjagrænum högum upp á gróður- vana mela og fjöil. Og stundum tek- ur hann sig til og fleygir nokkrum rollum í sjóinn. Eigandi hjarðarinnar, skattgreið- endur, þ.e. öli þjóðin horfir á og hver og einn gleðst og þakkar fyrir ef magur lambkettlingur er rekinn inn til hans. Hann gerir sér ekki grein fyrir því að þetta er hans eigið lamb og það var miklu bústnara og kannski átti hann tvö. Verst er hirt um það fé, sem smal- að er til útlanda í alþjóðlega sjóði Pétur H. Blöndal og samtök. Það reikar um gróð- urvana eyðimerkur á eirðarlausum flótta undan ræningjum. ,Hirðamir“ stinga mörgu lambinu í eigin vasa og eigandinn er víðs íjarri. Öðra hveiju berast fréttir af örlögum þessa fjár. Evrópubankinn er dæmi um það. Ýmsir opinberir sjóðir eru dæmi um fé án hirðis. (Byggðasjóður, Framkvæmdasjóður, Fiskveiðisjóður, Iðnlánasjóður, Hlutaijársjóður ...) Hér hafa ,hirðarnir“ sofið hvað fastast enda oft gert ráð fyrir því í lögum að þeir sofi á verðinum. Þess- ir ,hirðar“ eiga að beina fénu í magra haga og eyðimerkur. Auk þess bjóða þeir varginn velkominn til þess að gæða sér á lömbunum og oft hafa þeir hent einu og einu lambi fyrir björg. Lífeyrissjóðirnir eru dæmi um mikla uppsöfnun fjár. Þetta fé er í hættu nema eigandinn, þ.e. sjóðfé- laginn, líti til með því. Til þess þarf hann vitaskuld að vita af þessari eign sinni og hann þarf að hafa tækifæri til þess að líta til með henni. Á því er mikill misbrestur. Lýðræði hjá líf- eyrissjóðum er ákaflega fátæklegt og ekki eru almennt haldnir aðal- fundir. Hirðirinn færir ekki hjörðina fyrir eigandann til þess að sýna hon- um feita sauði og faliega. .Hirðirinn og lífskjörin í þrengingum síðustu ára hefur mönnum orðið ljóst hvaða áhrif góð- ar og slæmar fjárfestingar hafa á iífskjör þjóðarinnar. Þjóðin getur stritað myrkranna á milli og haft feikna tekjur. Ef tekjunum er fleygt í óarðbæra fjárfestingu verða lífs- kjörin siök. Jafnvel þeir, sem af hug- sjón hafa aðhyllst millifærslur til þess að auka jöfnuð á meðal manna, eru farnir að tala um atvinnuupp- byggingu og skynsamlegar fjárfest- ingar. x En hvernig forðumst við rangar fjárfestingar. Við verðum að finna góðu fjárhirðana. Hirða, sem setja heill eigenda fjárins ofar öðru og gæta ætíð fyrst og fremst að arðsemi fjárfestinga og láta annarlega hags- muni eða þrýstihópa ekki hafa áhrif á gerðir sínar. Góðu hirðarnir finnast, sé þess gætt að eigandinn geti og muni líta til með eign sinni og að hirðirinn beri ábyrgð gagnvart eig- andanum. Höfundur er doktor í stærðfræði. Bætt stuðning’sþj ónusta - betra líf fyrir fatlaða og fjölskyldur þeirra ENGINN efast leng- ur um rétt fatlaðra barna til fjölskyldulífs og öilum þykir sjálfsagt að fötluð börn gangi í skóla. Réttur fullorð- inna fatlaðra til að eign- ast sitt eigið heimili er heldur ekki dreginn í efa og það þykir sjálfsagt að fatlaðir hafi mögu- leika á að stunda at- vinnu. En til að gera fötluðum kleift að taka þátt í leik og starfi með ófötluðum þarf að koma til þjónusta sem styður þá til þessarar þátttöku. Eitt brýnasta verkefnið í málefnum fatlaðra nú er því upp- bygging stoðþjónustu við fatlaða og fjölskyldur þeirra. Slík þjónusta felst meðal annars í ijölskyldustuðningi, sem aðstoðar fjölskyldur fatlaðra barna við að annast börn sín heima og kemur í veg fyrir vistun þeirra á stofnun. Aðrir þættir stoðþjón- ustunnar felast meðai annars í að- stoð við fatlaða sem búa í vernduðum íbúðum og persónulegri stuðnings- þjónustu (svonefndri liðveislu), sem miðast að því að rjúfa félagslega einangrun fatiaðra og gera þeim kleift að taka þátt í menningar- og félagslífi. Það er fagnaðarefni að í tengslum við alþjóðlegu ráðstefnuna um „Eitt samfélag fyrir alla“ hafa verið fengn- ir sérfræðingar til að halda nám- skeið fyrir foreldra, fagfólk og aðra þá sem hafa áhuga á málefnum fatl- aðra. Á námskeiðinu, sem haldið verður 31. maí á Hótel Sögu, verður fjallað um helstu nýjungar í málefn- um fatlaðra, meðal annars á sviði stuðningsþjónustu og fjölskyld- ustuðnings. Auk námskeiðs um stoðþjónustu verða námskeið um tvo aðra efnis- flokka. Annars vegar um nýja aðferð til tjáningar fyrir þá sem eiga erfitt með að tala. Þessi aðferð hefur verið kölluð „tjáning með stuðningi" (á ensku „facilitated com- munication") og er sú nýjung í málefnum fatl- aðra sem hefur vakið hvað mesta athygli og umræður á síðustu árum. Hins vegar nám- skeið um heildtæka skólastefnu þar sem Ijallað verður um hvemig kenna má sam- an nemendum með ólíkar þarfir, vandamál og hæfileika. Hin gamla aðgrein- ingar- og einangrunar- stefnu, sem fólst í því að loka fatlaða inni á sérstofnunum og meina þeim -aðgang að daglegu lífi hins „venjulega“ samfélags, samræmist ekki hugmyndum okkar um jafn- rétti, mannúð og réttlæti. En til að ný stefna, sem tryggja á fötluðum Á námskeiði á Hótel Sögu verður fjallað um helstu nýjungar í mál- efnum fatlaðra, segir Rannveig Trausta- dóttir. jafnrétti og sambærileg lífskjör og öðrum þjóðfélagsþegnum, geti orðið að veruleika þarf að byggja upp og bæta stuðningsþjónustuna. Það er því mikill fengur að fá hingað til lands sérfræðinga úr röðum fatlaðra, foreldra fatlaðra, fræðimanna og fagfólks til að miðla okkur af reynslu sinni við að byggja upp slíka þjón- ustu. Frekari upplýsingar og skrán- ing er hjá Ferðaskrifstofu íslands og Landssamtökunum þroskahjálp. Höfundur starfar við rannsóknir við Rannsóknastofnun Kennaraháskóla íslands Rannveig Traustadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.