Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Að trúa á steinsteypu
Þegar er rætt um sparnað í heil-
brigðiskerfinu, detta manni í hug
orð rómverska ádeiluskáldsins Juv-
enalisar, sem uppi var á fyrstu öld
eftir -Krist: Difficile satira non
escribere (þ.e. erfitt að yrkja ekki
háðkvæði). Það er nefnilega bysna
erfitt að þegja. Stundum finnst
manni nær að tala um sóun en
sparnað. Herfilega sóun á verð-
mætum, bæði efnislegum - en þó
sérstaklega mannlegum verðmæt-
um. Verstu mistökin byggjast á
furðulegu sambandsleysi milli
starfsfólks og ráðamanna heil-
brigðismála. Við ætlum að
rökstyðja þessar fullyrðingar með
nokkrum dæmum.
Ráðamenn virðast stundum
halda að heilbrigðisstofnun sé fyrst
og fremst steinsteypa. Starfsfólkið
er aukaatriði. A meðan fjármunum
er fleygt - ómarkvisst - í stein-
steypu er deildum lokað yfir
sumarleyfistímann. Jafnvel deild-
um þar sem hundruð sárþjáðara
sjúklinga bíða eftir aðgerðum, svo
sem hjarta- og bæklunarsjúkling-
ar. Væri ekki nær að nýta hús-
næðið betur áður en farið er að
byggja meira?
Undanfarið hefur verið rætt um
þörf á bamadeild á Borgarspítalan-
um. Þar þarf að vera bamadeild
vegna slysadeildar og háls-, nef-
og eymaaðgerða. Það þarf einnig
að leggja böm inn eftir augnað-
gerðir á Landakotsspítala. Böm
með krabbamein þurfa að vera í
tengslum við krabbameinsbygging-
una. Úrræði stjómenda: Að byggja
steinsteypubákn - úr tengslum við
þessar stofnanir. Huga síðan að
tengslum á eftir. Á þeim bama-
deildum sem fyrir eru sjást ekki
langir biðlistar. Stefnan í bama-
lækningum er að meðhöndla bömin
án þess að leggja þau inn á sjúkra-
Mál sjúklinga SGm nú Líf við kvalræði er lítils virði
eru á biðlistum hjarta-
og bæklunardeilda hlytu
að hafa algjöran for-
gang, segja Astríður
E. Björnsdóttir, Birna
Jónsdóttir og Guðrún
Jónsdóttir, ef þeim
væri raðað á sama hátt
og gert er erlendis.
hús. Þeim líður best í umsjá foreldr-
anna. Þörfum foreldra bama með
langvinna sjúkdóma væri hægt að
mæta á annan hátt.
Erlendis er verkefnum í þessum
málum raðað í forgangsröð. Ef
slíkt væri viðhaft hér, hlytu mál
þeirra sjúklinga sem nú eru á bið-
Íistum hjarta- og bæklunardeilda
að hafa algjöran forgang. Þeim
gagnar lítt þó byggður sé barnasp-
ítali, jafnvel óvíst að bömin séu
neinu bættari heldur. Sjúkrarúmin
á barnadeildum sem þegar em til,
era ekki fullnýtt.
Það er einhver sýndarmennska
sem veldur því að ráðamenn leggja
svona þunga áherslu á veglegar
byggingar. Hér þarf að viðhafa
raunhæfa forgangsröðun sem
styðst við að leysa brýnustu þarfir
á hveijum tíma. Það er í rauninni
stöðugt verið að forgangsraða með
því að ákveða í hvað fjármunirnir
fara. Hér er það bara gert af
handahófi. Það virðast vera nógir
fjármunir til þegar steinsteypan
er annars vegar.
Helgi Hálfdanarson
ÞAÐ SEM LIFIR
BEZTU þakkir flyt ég vini
mínum Kristjáni Karlssyni fyrir
bréf í Morgunblaðinu 20. þ.m.
Ég hlýt að fallast á það sem
hann segir um orð vinar síns
ónefnds, að þau styðji mál hans
frekar en mitt. Og hvernig ætti
ég að rengja það, að Steinn
Steinarr hafí „hugsað oftar um
Jón Pálsson en nokkurn annan
mann“? Auðvitað sýnir kvæðið,
að hann gat hugsað til hans.
Og víst mátti hann hugsa bæði
oft o g vel til Jóns Pálssonar, sem
alltaf var boðinn og búinn að
gera honum hvern þann greiða
sem honum var unnt.
En ef farið væri að elta ólar
við það sem Steinn sagði um
menn og málefni, hve skemmti-
lega hann lék sér að því að
gera gys að mönnum með því
að hæla þeim og hvernig hann
gat vottað þeim fyrirlitningu
með snilldar-orðbragði um dá-
læti sitt á þeim, þá held ég að
umræðan væri komin út á held-
ur vafasama braut. Þess skal
getið, að yfirleitt var þetta
meinlaus íþrótt af hálfu Steins;
og skopsögur hans af Jóni Páls-
syni gátu varla talizt niðrandi;
til þess voru þær of ótrúlegar,
enda var þeim fremur ætlað að
lýsa ísmeygiiegri skopgáfu
Steins sjálfs en ímyndaðri
flónsku Jóns.
Það sem máli skiptir og hægt
er um að ræða, er það sem
hann lét frá sér fara á prenti,
meira að segja á kirfilega
bundnu máli, sem ekki var ætl-
að til einnar nætur, heldur birt
í ljóðabók. Hver sú túlkun á
minningarkvæðinu um hinn
„misheppnaða tónsnilling", sem
tekur mið af spjalli Steins Stein-
ars við Pétur og Pál, er með
öllu marklaus. Kvæðinu var
ætlað að Iifa eins og það er; og
það lifir illu heilli, þulið og sung-
ið í þaula, án þess nokkur snjall-
yrði Steins á kaffíhúsum verði
því til rnálsbóta.
fföu)
fyrir
steinsteypu.
A undan timanum
i 100 ár.
Léttir
meðfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirllggjandi.
varahlutaþjónusta.
w Þ. ÞORGRÍMSSON & CO 29, sími 38640
FYRIRLIG6JANDI; GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR DÆLUR
STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLÖB - Vönduð Iramleiðsla.
Þá mætti spyija: Er ekki fyrst
og fremst gamalt fóik á þessum
biðlistum? Fólk sem hætt er að
vinna og hefur nógan tíma til að
bíða? Nei, það er líka ungt fólk á
þessum löngu listum. Og þó þar
sé líka gamalt fólk á það skilið að
líða vel. Slysum fækkar ekki. Ba-
kveiki er furðu algeng meðal ungs
fólks. íslendingar stæra sig af
háum meðalaldri. En hvers virði
er líf við kvalræði? Fyrir utan and-
legar og líkamlegar þjáningar
þurfa þessir sjúklingar líka margs-
konar þjónustu, ekki aðeins sjúkra-
húspláss, heldur sjúkraþjálfun,
verkjalyf og svefnlyf. Þeir era
óvinnufærir, verða því að draga
fram lífið á sjúkradagpeningum
eða örorkubótum. Allt er þetta
kostnaður fyrir sameiginlega sjóði
landsmanna. Þarna er því þörf
aðgerða af hálfu stjórnvalda. Meiri
steinsteypa gagnast þessu fólki
lítt. Hinsvegar mætti nýta betur
það húsnæði sem fyrir er. Hætta
að loka deildum yfir sumarið með-
an biðlistar verða lengri og lengri.
Þetta er hægt ef farið væri að
veðja á starfsfólk í stað stein-
steypu.
Ástríður E.
Björnsdóttir
Verkfall til góðs
Það kann að vera hastarlegt að
varpa slíku fram. Þó hefur verk-
fall meinatækna haft eitt gott í
för með sér. Það hefur beint kast-
ljósi að ástandinu á bæklunardeild-
um Landspítalans. Það er farið að
renna upp fyrir ráðamönnum að
biðlistar era líka dýrir. Það er
dapurlegt hlutskipti bæði fyrir
sjúklinga og hjúkranarfólk að
þurfa að horfa á slíka meðferð
fjármuna. Vonandi sjá menn á
þessu hve dýr spamaður og niður-
skurður getur orðið þegar öll kurl
koma til grafar.
Það er engin tilviljun að við
grípum pennann til að láta í ljós
Birna Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
reiði okkar. Við höfum í þijú ár
fylgst með baráttu 36 ára gamall-
ar konu við kerfið. Fyrst bið eftir
rannsókn, síðan endalus sjúkra-
þjálfun, þó læknirinn játaði að
vonlaust væri um lækningu með
því móti. Hún er búin að missa
vinnuna fyrir löngu, hefur þurft
að lifa á sjúkradagpeningum og
nú síðast örorkubótum. Síðustu
upplýsingar herma að engar líkur
séu til að hún komist í aðgerð
fyrr en á næsta ári. Þessi kona
er fyrirvinna fjölskyldu sinnar.
Hennar börn era lítið betur sett
þó byggð sé ný barnadeild.
Ástríður er sjúkraliði, Bima og
Guðrún em hjúkrunarnemar.
Að þora að horfa á
raunveruleikann
Bogi Ágústsson
fréttastjóri Sjónvarps-
ins snuprar Morgun-
blaðið á þriðjudaginn
(19. apríl) fyrir „van-
þekkingu á vinnu-
brögðum á ritstjóm-
um“ (þá væntanlega á
fréttastofunni sinni)
og um „misskilning um
eðli og vinnuhætti
fréttastofu Sjónvarps-
ins“.
Fréttastjórinn neit-
ar því jafnframt að
hann sé „fulltrúi ríkis-
valdsins" í frétta-
mennskunni, og full-
yrðir jafnframt að telji
aðilar úti í bæ sig beitta misrétti
af fréttastofunni þá geti þeir hinir
sömu leitað réttar síns til yfir-
manna stofnunarinnar.
Það vill svo til að trúlega era
allar þessar Ijórar fullyrðingar
fréttastjórans rangar, ásamt reynd-
ar ýmsu öðra sem hann lætur frá
sér fara í skammargrein sinni. Þó
era fullyrðingamar misjafnlega
mikið rangar eftir umfangi þeirra
sem og huglægu mati manna á
hvaða atriði séu merkilegri en önn-
ur _í fréttamennsku.
í fyrsta lagi þá er Bogi fyrst og
fremst fulltrúi annars vegar
„ákveðins óskráðs meirihluta þjóð-
arinnar" á fréttastofunni — alveg
án tillits til réttra fréttra eða rangra
(það hefur lítil sem engin áhrif á
fréttavalið), og hins vegar fulltrúi
ríkisvaldsins í allri þess dýrð. Við
hvalavinir sem aðrir minnihluta-
skoðanahópar höfum ekki farið
varhluta af staðreyndaumsnúningi
fréttastofunnar hans þegar skoðan-
ir meirihlutans eru stundum upp á
kant við raunveruleikann.
Og ekki er þjónkunin á stofunni
minni við framkvæmdavaldið að
staðaldri en við meirihluta-skoðana-
lögreglukerfið sem Bogi og starfs-
stétt hans hefur öðrum fremur
byggt upp á Vesturlöndum og við-
haldið síðan svo dyggilega (og við
reyndar ákveðnar stjórnmálaskoð-
anir oftar en ekki einnig). Þjónkun-
in við framkvæmdavaldið birtist
einkum og sérílagi í einkar „lipurri
þjónustu" við stjórnmálamenn og
Magnús H.
Skarphéðinsson
embættismenn, í öllum
þeim fábreytileika sem
þar annars á bæ er að
finna yfirleitt. Með
hundraðum dæma væri
hægt að rökstyðja það
úr fréttum síðustu
missera og mánaða ef
menn hafa gleymt
þessum aðalatriðum.
í annan stað þá hef-
ur það nákvæmlega
ekkert að segja telji
menn sig misrétti
beitta að „leita réttar
síns“ við yfirmenn
stofnunarinnar, þ.e.
Ríkisútvarpsins.
Samtöl og bréfaskrift-
ir til fréttastofunnar hafa nákvæm-
lega alls engin áhrif þar á bæ fyr-
ir flesta sem telja sig misrétti
beitta, séu þeir annars vegar í
minnihlutahópum, eða skoðanir
þeirra falli ekki fréttastjóranum og
liði hans í geð. Það skal hér tekið
fram til að fyrirbyggja misskilnig
að sama lögmál „viðurkenndra
skoðana" er einnig í samtrygginga-
kerfi fréttastofu hinnar sjónvarps-
stöðvarinnar hér á landi þótt heldur
skárra sé þar samt, ef eitthvað er.
Endalausar bænaskrár til „yfir-
manna stofnunarinnar" í munnlegu
eða skriflegu formi hafa heldur
nákvæmlega alls engin áhrif „telji
menn sig misrétti beitta“ eins og
fréttastjóranum er svo lagið að
orða hlutina. Dragi fréttastjórinn
fullyrðingu þessa í efa skal ég
nefna honum tugi (og jafnvel
hundrað) dæma hafi hann nennu
(og þor) í sér að hlusta á slíkar
frásagnir um „misrétti" og misjafn-
lega litlar eða engar undirtektir
stofnunarinnar við allnokkrum slík-
um. Bara að biðja um það, kæri
Bogi, og ég skal biðja Moggann
um að birta þann langhund við
fyrsta tækifæri.
Að lokum gæti ég örugglega
fyllt heilt sunnudagsmorgunblað
með dæmum af uppákomum eins
og fréttastjórinn nefnir í grein
sinni, sem örugglega teldust frétta-
efni hjá hlutlausari fréttastofu en
fréttastofu Ríkissjónvarpsins er í
dag, en ekki töldust fréttaefni hjá
Boga og Co.
Hvalavinir sem aðrir
minnihlutahópar hafa
ekki farið varhluta af
staðreyndaumsnúning-j
fréttastofu RÚV, að
mati Magnúsar H.
Skarphéðinssonar,
sem segir skoðanir
meirihlutans stundum á
skjön við veruleikann.
Fréttastjórinn og kollegar hans
afsaka sig síðan alltaf gegn svona
umræðu k því „hve okkur er þröng-
ur stakkur skorinn í útsendingar-
tíma frétta" og svo framvegisrök-
semdum. En fréttastjórinn og liðið
hans Sveins veit betur. Við val á
fréttum er fyrst og fremst farið
eftir; a) aðgerðum og túlkunum
„ríkisvaldsins" í hveiju máli fyrir
sig, b) aðgerðum þungavigtarhags-
munaaðila í samfélaginu þann dag-
inn, c) hvað fólk vill fá að heyra í
fréttum að staðaldri (ekki hvað
endilega er rétt og hvað trúlega
eða örugglega er rangt), og í síð-
ast en ekki síst d) að raska ekki
heimsmynd eða „stöðugieika"
meirihlutans eða mismunandi
valdamikilla stjórnmálaflokka hans
eða annara stofnana um of.
Ég bendi hér aðeins á til fróð-
leiks hvemig lögreglusamþykktin
orðar síðasttalda atriðið; „að raska
ekki meginreglu eða valda al-
mennri blygðan", sem heitir á
mannamáli; að verða ekki uppvís
að öðravísi hegðun eða með ein-
hveijar vafasamar skoðanir minni-
hlutahópa sem krumpað gætu
heimsmynd hins fáhugsandi meiri-
hluta á hveijum tíma um of. Þá
varðstöðu stendur fréttastjórinn vel
og dyggilega, hvort sem það er
meðvitað eða ekki.
Höfundur er meðlimur m.a. í
Hvalavinafélagi tsiands.