Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ lltargtiiiMtKfeffe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í iausasölu 125 kr. eintakið. FYRIRHEIT UM LÆKKUN HITA- YEITUGJALDA Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir um helgina, að hita- veitugjöld yrðu lækkuð um 5% frá 1. júní nk. og um önnur 5% frá næstu áramótum, hljóti flokkurinn endurnýjað umboð til þess að fara með meirihlutastjórn í Reykjavík. Þetta er mikilvæg stefnuyfirlýsing, sem vert er að veita | athygli. Það er mjög fátítt, ef ekki einsdæmi, að gjaldskrár opin- berra fyrirtækja lækki. Yfirleitt hafa þessar gjaldskrár hækk- að verulega umfram aðrar verðhækkanir, að ekki sé talað um laun. Gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur er tengd vísitölu á sama tíma og laun notenda hitaveitunnar eru ekki vísitölu- tengd og einkafyrirtæki geta ekki hækkað verð á vöru og þjónustu samkvæmt neinum vísitölum. Aðstöðumunur opin- berra fyrirtækja, sem hafa í raun einkarétt á sínu starfs- sviði, og einkafyrirtækja er því mikill. Hitaveita Reykjavíkur hefur verið rekin með miklum hagn- aði árum saman, en hefur líka þurft að standa undir mikilli uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Nú er svo komið sam- kvæmt því, sem fram kemur hjá Árna Sigfússyni, borgar- stjóra, í Morgunblaðinu í dag, að Hitaveitan greiðir upp skuldir sínar á þessu ári. Þess vegna er tímabært, að eigend- ur Hitaveitunnar og notendur njóti góðs af þeirri gífurlegu uppbyggingu, sem orðið hefur hjá þessu mikla orkufyrirtæki á undanförnum áratugum. Áhyggjur af því, að stjórnvöld mundu leggja jöfnunar- gjald á hitaveituna, hafa hingað til orðið til þess, að borgar- yfirvöld í Reykjavík hafa ekki beitt sér fyrir lækkun hita- veitugjalda. Árni Sigfússon telur hins vegar gerlegt að stíga þetta skref nú. í því felst kjarabót fyrir launþega og fyrir- tæki, alla viðskiptavini Hitaveitu Reykjavíkur. Hér er ekki um stórar upphæðir fyrir hvern og einn að ræða, en allar upphæðir skipta máli, ekki sízt á krepputímum, þegar at- vinnuleysi og kjaraskerðing veldur margvíslegum vandamál- um hjá fólki. Sú stefnubreyting, sem felst í því að lækka gjaldskrá opinbers fyrirtækis er einnig mikilvæg í þessu sambandi. Með henni hefur ísinn verið brotinn og full ástæða til þess að ýta undir það, að önnur opinber fyrirtæki fylgi í kjölfar- ið, þar sem möguleiki er á því vegna afkomu fyrirtækjanna. Raunar hefur alltof lítið verið gert af því að herða aðhald í rekstri opinberra fyrirtækja. A.m.k. hefur það ekki verið gert í sama mæli og gerzt héfur hjá einkafyrirtækjum á undanförnum samdráttarárum. Lækkun hitaveitugjalda mun spara viðskiptavinum Hita- veitunnar um 270 milljónir króna á næsta ári. Það eru tölu- verðir fjármunir, sem þannig skila sér í þeirra vasa. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni R-Iistans, er af einhverjum ástæðum ekki ýkja hrifin af þessu fyrirheiti Sjálf- stæðisflokksins. í samtali við Morgunblaðið í dag lýsir hún þeirri skoðun, að frekar sé ástæða til að lækka hitakostnað fólks með því að draga úr notkun heita vatnsins enda sé heitt vatn ekki óþijótandi orkulind. Hún telur jafnframt, að hitaveitugjöld séu varla íþyngjandi fyrir gjaldendur. Nú er auðvitað full ástæða til, að Hitaveita Reykjavíkur vinni að því að uppfræða viðskiptavini sína um leiðir til þess að takmarka notkun heits vatns og draga þar með úr hitaveitukostnaði enda hefur Hitaveitan unnið að slíku fræðslustarfi. En það getur ekki komið í staðinn fyrir þá stefnumörkun, sem felst í yfirlýsingu sjálfstæðismanna að snúa af þeirri braut, að gjaldskrár opinberra fyrirtækja hækki stöðugt á sama tíma og annað verðlag stendur í stað eða lækkar. Hér er komið að grundvallarmun í viðhorfi sjálfstæðis- manna og vinstri manria, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði vissulega mátt vera dugmeiri við að fylgja fram stefnu sinni í þessum efnum. Yfirlýsing frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins um lækkun hitaveitugjalda lofar góðu. Hún er vísbending um viðhorf og afstöðu, sem væntanlega kemur til fram- kvæmda á fleiri sviðum opinbers rekstrar, hljóti Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur næsta kjör- tímabil. HAFNARFJÖRÐUR Jóhanna Engil- bertsdóttir Ingvar Yiktorsson Bryndís Guð- Magnús mundsdóttir Gunnarsson Magnús Jón Ámason af INNLENDUM VETTVANGI Heldur hefur hitnað í kolunum í kosningabar- áttunni í Hafnarfirði. Áslaug Ásgeirsdóttir lítur á helstu málefnin Hart deilt um skuldir bæjarins sem brenna á frambjóð- endunum Aukin harka hefur færst í kosningabaráttuna í Hafn- arfirði undanfarna daga og er mál málanna þar í bæ skuldastaða bæjarsjóðs og hvernig beri að draga úr skuldasöfnuninni. Alþýðuflokksmenn sem fara með völd- in í þessu tæplega 17 þúsund manna bæjarfélagi eru sakaðir um að hafa safnað of miklum skuldum, en mikil uppbygging hefur verið í bæjarfélag- inu. Vilja andstæðingar núverandi meirihluta taka á fjármálunum og gera raunhæfari fjárhagsáætlanir í framtíðinni. Atvinnumálin tengjast fjárhagsmálunum, en stefna meiri- hlutans hefur verið að halda uppi at- vinnu með miklum framkvæmdum. Ekki hefur verið ágreiningur um skóla- .og leikskólamál, en næsta mál á dagskrá er að undirbúa viðtöku sveitarfélagsins á rekstri skólanna. Einnig þurfi að stefna að einsetnum skóla. Alls eru rúmlega 11 þúsund manns á kjörskrá í Hafnarfirði. í síðustu kosningum hlutu Alþýðuflokksmenn hreinan meirihluta, fengu sex menn í bæjarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn en Alþýðubandalag einn. Framsóknarflokkurinn náði engum manni inn. I ár býður Kvenna- listinn einnig fram. Hann bauð síðast fram árið 1986, en náði ekki að koma manni að. Skoðanakannanir sem birtar hafa verið undanfarið sýna að líkur eru á að enginn flokkur hljóti hreinan meirihluta. Baráttan virðist standa á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks og stefnir Alþýðubandalagið að því að vera í oddaaðstöðu varð- andi myndun nýs meirihluta í bænum eftir kosningar. Kvennalistanum hef- ur einnig verið spáð einum manni og að lítið vanti upp á að Framsókn nái einum inn og Álþýðubandalagið öðrum manni. Magnús Jón Ámason, oddviti G- listans, segir að G-listamenn séu opnir fyrir öllum möguleikum í sam- starfi, málefnin verði látin ráða. Ing- var Viktorsson, bæjarstjóri og efsti maður A-lista, segir að sögulega séð þá hafi Alþýðuflokkurinn alltaf unnið með Alþýðubandalaginu en Magnús Gunnarsson, efsti maður D-lista seg- ir að sjálfstæðismenn séu opnir fyrir öllu. Ef Kvennalisti og Framsókn kæmu að manni hafa báðir þessir flokkar áhuga á meirihlutasamstarfi ef samstaða næðist um málefni. Jó- hanna Engilbertsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, segist vona að tveir flokkar stjórni bænum að lokn- um kosningum, það sé slæmur kost- ur að einn flokkur sitji við stjómvöl- inn og ráði pólitískan bæjarstjóra. Miklar framkvæmdir Það eru fjármál bæjarins sem eru helsta deilumálið í kosningunum. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri á rekstri bæjarsjóðs eru skuldir bæjar- ins um 2,2 milljarðar króna. Sjálf- stæðismenn segja að einnig beri að telja þær 200 milljónir sem holræsa- og leiguíbuðasjóður skulda hvor um sig og þá nema skuldir bæjarins um 2,6 milljörðum króna. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri seg- ir að Hafnarfjörður sé ríkt sveitarfé- lag og því þurfi ekki að óttast þessa skuldasöfnun. Mikið hafi verið fram- kvæmt á kjörtímabilinu, það hafi verið stefna bæjaryfirvalda að halda uppi atvinnu með framkvæmdum og reyna þannig að vinna gegn þeim doða sem ríkir í atvinnulífi lands- manna. „Á meðan ástandið í landinu er svona, þá eiga sveitarfélögin að reyna það sem þau geta,“ segir hann. En hinir flokkamir fjórir hafa meiri áhyggjur af skuldasöfnuninni. Magnús Gunnarsson, efsti maður D-listans og bæjarstjóraefni flokks- ins segir mikilvægt að vinna mark- vissar fjárhagsáætlanir. „Það er úti- lokað að stöðva framkvæmdir," segir hann. „Við verður að vinna okkur út úr þessum erfiðleikum á lengri tíma. Framkvæmdir þurfa að haldast í hendur við tekjur bæjarsjóðs." Kvennalistinn, Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn vilja að ráðist sé í skuldbreytingar óhag- stæðra lána og að fjárhagsáætlunin verði nothæft stjómtæki. Framsókn Kvennalistinn og Sjálfstæðisflokkur- inn telja unnt að hagræða í rekstri bæjarins og Bryndís Guðmundsdóttir, oddviti Kvennalistans, segir að end- urskoða þurfí fjárhagsáætlunina allt að tvisvar á ári. Magnús Jón Ámason, efsti maður G-listans, segir að búa verði til vit- ræna fjárhagsáætlun og hún verði að standast. Hann segir að miðað við núverandi atvinnuástand sé útilokað að stíga á bremsuna, því þurfi að vinna betur að áætlunargerð. Atvinnumálin eru einnig ofarlega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.