Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 37
Morgunblaðið/Kristinn
TALSVERÐAR deilur risu
þegar framkvæmdir í miðbæ
Hafnarfjarðar hófust.
á baugi í Hafnarfirði eins og um land
allt. í bænum eru nú um 430 manns
atvinnulausir og eru oddvitar listanna
sammála um að eitthvað verði að
gera í þeim málum. Ingvar Viktors-
son segir að brýnt sé að leggja fé til
Atvinnueflingar hf., en fyrirtækið
ræður yfir áhættufjármagni og fé til
nýsköpunar. Einnig væri bæjar-
stjómin að stuðla að kaupum á 1.000
tonnum af rússafiski. Magnús Gunn-
arsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn
vilji lækka álögur á fyrirtæki og
reyna að skapa þeim sem best rekstr-
arskilyrði.
Magnús Jón Amason segir að
vænlegast sé að reyna að fá meiri
fisk til bæjarins, bærinn þurfi að
gangast í að fá fisk á markaði og
einnig að útvega meiri kvóta. Jó-
hanna Engilbertsdóttir, oddviti B-
listans, segir að byggja þurfi upp
hafnarsvæðið og reyna að fá meiri
fisk til bæjarins. Einnig vilji Fram-
sókn setja á stofn atvinnuþróunarsjóð
sem ynni að nýsköpun og reyndi að
fá ný fyrirtæki í bæinn.
Jóhanna og Bryndís benda einnig
á ferðaþjónustu sem vænlegan vaxta-
brodd og hlúa þurfi að uppbyggingu
hans.
Umdeildur miðbær
Á síðasta ári hófst bygging rúm-
lega 11.000 fermentra verslunar- og
skrifstofuhúsnæðis í miðbæ Hafnar-
fjarðar. Miklar deilur urðu vegna
byggingarinnar og skrifuðu um 5.300
Hafnfirðingar undir mótmæli gegn
framkvæmdunum. Var byggingin
lækkuð í kjölfarið, en framkvæmdir
hafnar og er stefnt að því að ljúka
hluta byggingarinnar í byrjun nóvem-
ber.
Bryndís segir að mikið skipulags;
slys hafí verið unnið í miðbænum, í
stað þess að Hafnarfjörður hefði yfir-
bragð notarlegs fiskibæjar væri nú
komið óaðlaðandi stórhýsi í miðbæinn.
Jóhanna Engilbertsdóttir segir að hún
hefði viljað að efnt hefði verið til sam-
keppni um miðbæinn, en fyrst byrjað
sé að byggja þar, verði ekki aftur
snúið. Ingvar Viktorsson er bjartsýnn
á að það takist að fylla allt það versl-
unar- og skrifstofurými sem skapast,
en þegar er búið að úthluta stórum
hluta þess húsnæðisins. Aðrir fram-
bjóðendur eru ekki eins bjartsýnir og
segja allir að þeir voni að það gangi
að fá starfsemi í húsið, annað væri
hörmuleg tilhugsun.
Roman Herzog, sem kjörinn
var forseti Þýskalands sl.
mánudag, er sextugur að
aldri, kristilegur demó-
krati og kaldhæðinn íhaldsmaður,
sem kemur þó stundum á óvart með
„barnalega ftjálslyndum" skoðun-
um svo notuð séu hans eigin orð.
Svo oft hefur hann vakið furðu
landa sinna sem stjómmálamaður
og forseti hæstaréttar, að þeir eru
alls ekki vissir um hvernig hann
verði sem forseti landsins.
Blaðamenn lýsa Herzog gjarna
sem „óútreiknanlegum“ en víst er,
að hann mun segja skoðun sína
umbúðalaust eða að því marki, sem
honum leyfist sem forseti. Það verð-
ur hins vegar ekki auðvelt fyrir
hann að taka við af Richard von
Weizsácker, sem hefur verið vinsæl-
asti stjórnmálamaður Þýskalands í
10 ár vegna baráttu sinnar gegn
kynþáttahatri. Sjálfum varð Herzog
næstum hált á þeim málum í ann-
ars tilþrifalítilli kosningabaráttu
þegar hann sagði í einu af mörgum
viðtölum, að útlendingar, sem vildu
ekki þýskan borgararétt, ættu að
fara úr landi.
Reitti frjálsa demókrata til reiði
Frjálsir demókratar, samstarfs-
flokkur kristilegra demókrata, urðu
Ihaldsmaður með „barnslega
frjálslyndar“ skoðanir kjörinn fyrsti
forseti í sameinuðu Þýskalandi
Næsti forseti Þýskalands
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og Roman Herzog voru bros-
mildir og bjartsýnir fyrir þriðju og síðustu umferðina í kjörmanna-
samkundunni enda hefur Kohl líklega vitað, að samstarfsflokkur
kristilegra demókrata í stjórn, frjálsir demókratar, myndu ekki
skerast úr leik.
ROMAN
HERZOG
æfír yfir þessum ummælum en
vegna þess, að forsetinn er ekki kjör-
inn í almennum kosningum, heldur
af kjörmannasamkundu, gátu þeir
ráðið því hvor yrði fyrir valinu,
Herzog eða Johannes Rau, frambjóð-
andi jafnaðarmanna. Urðu nokkrir
til að hvetja til, að flokkurinn styddi
Rau. Minnti þetta mál á misheppnað
val Helmuts Kohls kanslara á fyrsta
frambjóðandanum i forsetaembætt-
ið, Steffen Heitmann, sem varð að
hætta við allt saman vegna óvinsam-
legra ummæla um útlendinga.
Herzog kvaðst hins vegar hafa verið
misskilinn og gagnrýnendur hans
áttu ekki auðvelt með að útmála
hann sem öfgafullan hægrimann
vegna skoðana hans að mörgu öðru
leyti. Frjálsir demókratar studdu
hann því þegar á hólminn var komið
og er það talið vera mikill sigur fyr-
ir Helmut Kohl kanslara.
í þriðju og síðustu umferðinni á
mánudag fékk Herzog 696 atkvæði
og Rau 605. Eftir aðra umferðina
dró Hildegard Hamm-Brúcher,
frambjóðandi fijálsra demókrata,
framboð sitt til baka en áður höfðu
helst úr lestinni Jens Reich, sem
bauð sig fram fyrir Samfylkingu 90,
flokk austur-þýskra lýðræðissinna
og græningja, og Hans Hirzel, fram-
bjóðandi Repúblikanaflokksins,
öfgafullra hægrimanna. Þetta eru
10. forsetakosningarnar frá stofnun
Sambandslýðveldisins 1949 og þær
fyrstu í sameinuðu Þýskalandi.
Forseti Þýskalands er ekki kjörinn
í almennum kosningum eins og fyrr
segir, heldur af 1.324 kjörmönnum
og til fimm ára í senn. Þingkosning-
ar eru hins vegar á fjögurra ára
fresti og því geta þær aðstæður
komið upp, að vilji meirihluta kjós-
enda sé allur annar en hann var í
þingkosningunum. Þannig er það nú
því að samkvæmt skoðanakönnun-
um vilja 75% kjósenda jafnaðar-
manninn Johannes Rau sem forseta
en aðeins 19% Roman Herzog. Af
þessum sökum krefjast þess margir,
að teknar verði upp beinar forseta-
kosningar.
Vill standa vörð um þá sátt, sem Þjóðverjar
hafa samið við sjálfa sig eftir stríð, og segir
Þýskaland eiga að gegna sínu hlutverki á al-
þjóðavettvangi með óþvinguðum hætti
Weizsácker og Herzog
RICHARD von Weizsácker, forseti Þýskalands, ásamt Roman
Herzog, sem tekur við embættinu 1. júlí nk. Með þeim eru eiginkon-
ur þeirra, Marianne Weizsácker og Christiáne Herzog. Standa þau
fyrir framan forsetabústaðinn, Schloss Bellevue.
Ruglaði gagnrýnenduma í
ríminu
Herzog gat sér orð fyrir hörku
1982 þegar hann var innanríkisráð-
herra Baden-Wúrttembergs en þá
lagði hann til, að þeir, sem tækju
þátt í setuverkföllum, yrðu látnir
greiða kostnaðinn við lögregluað-
gerðir þeirra vegna. Sem hæstarétt-
ardómari kom hann síðan gagnrýn-
endum sínum á óvart með því að
úrskurða, að ekki væri hægt að
banna mótmælaaðgerðir aðeins
vegna þess, að ofbeldisfullur minni-
hluti kynni að vilja að misnota þær.
Herzog varð forseti hæstaréttar
Þýskalands 1987 en hann lét það
aldrei standa í vegi fyrir pólitískum
yfirlýsingum um ýmis mál. Hann
var til dæmis mjög óánægður með
þá tilhneigingu þýsku stjórnmála-
flokkanna að láta hæstarétt skera
úr um viðkvæm mál eins og það
hvort þýskir hermenn skuli taka
þátt í friðargæslu á vegum Samein-
uðu þjóðanna erlendis og 1992 sner-
ist hann gegn stefnu sins flokks,
kristilegra demókrata, í innflytj-
endamálum og hvatti til, að útlend-
ingum í landinu yrði gert auðveld-
ara með að gerast þýskir ríkisborg-
arar.
Ekki var laust við, að Herzog
væri skjálfraddaður þegar hann
þakkaði fyrir sig að lokinni at-
kvæðagreiðslu í kjörmannasam-
kundunnf. Kvaðst hann mundu sem
forseti standa vörð um það besta í
fari Þjóðveija og ekki síst þá sátt,
sem þeir hefðu samið við sjálfa sig
eftir stríð. Sagði hann, að Þjóðveij-
ar yrðu að gegna sínu hlutverki í
alþjóðamálum með óþvinguðum
hætti og án yfirgangs og lýsti sam-
einingu Þýskalands sem krafta-
verki. Sagði hann einnig, að Vestur-
Þjóðveijar væru ríkari vegna þess,
að Bandaríkjamenn hefðu hjálpað
þeim eftir stríð en Austur-Þjóðveij-
ar hefðu fengið yfir sig kerfi, sem
hefði rænt þá arðinum af vinnunni.
Nokkrir úr flokki jafnaðarmanna
hafa gagnrýnt þau ummæli
Herzogs, að hann vilji, að Þjóðveijar
séu í sátt við sjálfa sig og telja, að
það geti þýtt, að Þjóðveijar eigi að
gleyma fortíðinni. Kvaðst Rudolf
Scharping, leiðtogi Jafnaðarmanna-
flokksins, vona, að Herzog yrði betri
forseti en fyrsta ræða hans hefði
gefið til kynna.
Hörð viðbrögð Kohls
Kohl brást hart við þessum um-
mælum og sagði, að þau lýstu því
einu, að jafnaðarmenn kynnu ekki
að taka ósigri. Þá kallaði hann það
hræsni þegar Scharping ýjaði að
því með óbeinum hætti, að rétt
væri að taka upp beinar forseta-
kosningar í stað kjörmannasam-
kundunnar. Sagði hann, að í stjóm-
arskrá Þýskaiands eftir stríð hefði
verið kveðið á um kjörmannasam-
kundu beinlínis til að koma i veg
fyrir mistökin í Weimar-Iýðveldinu
þegar Paul von Hindenburg forseti
skipaði Adolf Hitler kanslara 1933.
Seharping réðst raunar einnig á
frjálsa demókrata, .sem hann sagði
hafa „selt sig“ kristilegum demókr-
ötum en jafnaðarmenn horfa vonar-
augum til samstarfs við fijálsa
demókrata eftir þingkosningarnar
16. október í haust. Hann neitaði
því hins vegar, að stjórnarmynd-
unarkostir jafnaðarmanna hefðu
þrengst vegna samstöðu stjórnar-
flokkanna í forsetakjörinu.
Herzog er sérfræðingur í alþjóða-
rétti og talar móðurmálið með
greinilegum, bæverskum hreim.
Hann er mótmælendatrúar en ekki
kaþólskur eins og flestir íbúar Bæj-
aralands, kvæntur og á tvo upp-
komna syni. Hann tekur við forseta-
embættinu af Weizsácker 1. júlí
næstkomandi.
Forsetaembættið í Þýskalandi er
að mestu valdalaust en kosningin
nú skiptir þó verulegu máli í pólitík-
inni því að á þessu ári eru samtals
19 kosningar í ýmsum fylkjum
landsins og loks almennar þingkosn-
ingar. Kohl kanslari hefur verið að
draga á Rudolf Scharping í skoð-
anakönnunum og því mun samstaða
stjórnarflokkanna um Herzog verða
til að styrkja hann.