Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 41
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSIMINGARNAR 28. MAÍ
Til ungra kjós-
enda í Reykjavík
SUMIR hafa haldið
því fram að ungt fólk
hafi almennt lítinn
áhuga á pólitík og láti
sér það því í léttu rúmi
liggja að kosningar til
sveitarstjórna nálgist
óðfluga. Ekki veit ég
hvort þessi staðhæfing
sé rétt, en ef svo væri,
þá er það áhyggjuefni.
Og hvers vegna þá? Jú,
í fyrsta lagi væri það
slæm vísbending um
lýðræðislegt sinnuleysi
meðal þeirra, sem sízt
skyldi, og í öðru lagi
væri áhugaleysi hinna
ungu klár áfellisdómur
Gunnar Ingi
Gunnarsson.
á stöðu stjórnmála dagsins.
í þessum pistli ætla ég að segja
þér, ungi kjósandi, hvers vegna ég
tel afar mikilvægt að þú takir þátt
í væntanlegum kosningum til borg-
arstjórnar Reykjavíkur og einnig,
hvemig ég tel að þú getir komizt
næst því að ákveða
rétt útspil við kjör-
borðið.
Hvers vegna kjósa?
Eina leiðin til að
geta kallast raunveru-
lega virkur borgari er
að koma skoðunum
sínum og vilja á fram-
færi við aðra. Viljirðu
hafa áhrif á mótun
lífsskilyrða þinna, þá
skaltu þjóna vilja þín-
um og kjósa. Lýðræð-
islegar kosningar gera
í raun siðferðilegt til-
kall til þín og þær
gefa þér mikilvægt
áhrifavald sem þú mátt ekki snið-
ganga. Stjómendur Reykjavíkur eru
auðvitað ekkert afsprengi náttúru-
lögmála. Þeir eru settir til valda.
Og í raun em það ekki „þeir“ sem
öllu ráða heldur þú og við hin. Bara
ef þú vilt. Þess vegna skaltu kjósa.
Skuggagengið
ÞÚ, SAMBORGARI
minn góður, getur geng-
ið út frá því sem vísu
að Skuggagengið, þ.e.
R-listinn eins og það kýs
að kalla sig, er ekki til
orðið fyrir okkur, reyk-
vískan almenning. Það
er aðeins til orðið fyrir
sjálft sig, sex eða fleiri
litlar klíkur, sem aðeins
hugsa um völd sér til
handa, og þeir kæra sig
kollótta þótt þeir hafi
með hegðan sinni mis-
boðið mörgu góðu fólki
sem hingað til hefur sett T ,
x-ið sitt við A-, B-, V- Leo Ingason
eða G-lista o.fl. „
Úlfur í sauðargæru
Seint og um síðir hefur Skugga-
gengið gert sér grein fyrir því að
það mun aldrei öðlast traust og trún-
að reykvísks almennings með venju-
legri pólitískri baráttu. Og þess
vegna er gripið til blekkinga og
óheiðarlegra aðferða af ýmsu tagi.
Skuggagengið veit að einungis með
slíkum hætti hefur það einhveija von
til að ná meirihluta í borgarstjóm
Reykjavíkur.
fengin var Ingibjörg
Sólrún til að vera
nokkurs konar andlit
eða gríma út á við.
Borgarstjóraefnið hef-
ur margt til branns að
bera umfram gengis-
meðlimi, t.d. það að
hafa munninn fyrir
neðan nefið, sem vitan-
lega er góður eigin-
leiki. En hún er komm-
únisti að lífsskoðun,
hún er greind og dug-
leg manneskja sem af
einurð hefur haldið
fram hugsjónum sín-
um. Þetta ber að virða
hana fyrir, og ég vona
að hún sé þess umkomin að koma
til dyranna eins og hún er klædd í
nýbyijaðri kosningabaráttu. En þetta
réttlætir engan veginn að við, hinir
almennu Reykvíkingar, leyfum
Skuggagenginu að gera borgina sem
okkur þykir svo vænt um, að ein-
hveiju pólitísku skálkaskjóli.
Það er aðeins einn heil-
steyptur heiðarlegur
flokkur í framboði, segir
Leó Ingason. Sjálf-
stæðisflokkurinn x-D!
Þetta er úlfur í sauðargæra. Þetta
gengi er jafnfjarlægt grandvöra fólki
í eigin „aðstandendaflokkum" og það
er Sjálfstæðisflokknum. Þá munar
ekkert um að kasta nú fyrir róða
stefnuskrám og „heilögum baráttu-
málum" einstakra flokka og flokks-
brota sí svona. Þá þyrstir í völd, og
það svo sárlega að Skuggagengið er
nánast til í að gera hvað sem er til
að ná þeim.
Gríman og það sem á bak við
leynist
Óttin við það að Reykvíkingar
hafni Skuggagenginu varð til þess
M unið trúlofunarhringa
litmyndalistann
(guUXé>íliuvtj/í
Laugavcgi 35 • Sínii 20620
Valkostir þínir
Ég skora á þig, samborgari góð-
ur, að lesa það kostulega plagg sem
þau nefna „Stefnuyfirlýsingu
Reykjavíkurlistans". Þvílíkt safn
sápukúlna, óáþreifanlegra yfirlýs-
inga og yfirboða hef ég ekki barið
augum fyrr. En það er best að hver
Reykvíkingur fyrir sig lesi þetta fals-
rit, og beri síðan saman við það sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram-
kvæmt til þessa, er að gera um þess-
ar mundir og ekki síst'það sem hann
ætlar sér að framkvæma í náinni
framtíð. Lestu tillögur Sjálfstæðis-
flokksins fyrir komandi borgarstjórn-
arkosningar. Þú sérð strax að hér
standa óheilindi Skuggagengisins
gegn hinum sanna flokki Reykjavík-
ur, Sjálfstæðisflokknum, með sitt
einvalalið um borð.
Reykvíkingar góðir, það yrði stór-
slys með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um ef Skuggagengið kemst að.
Skuggagengið er ekki Kvennalisti,
það er heldur 'ekki Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag eða Framsóknar-
flokkur, né Nýr vettvangur eða Birt-
ing, Samtök Marx-Lenínista eða her-
stöðvaandstæðinga og heldur ekki
Samtökin ’78 og hvað þetta heitir
nú allt saman. Þetta er einungis klíka
örfárra valdagráðugra og sjálf-
hverfra einstaklinga sem aðeins
hugsar um eigin hagsmuni. Niður-
staða þessarar umfjöllunar er því sú
að það er aðeins einn heilsteyptur
heiðarlegur flokkur í framboði: x-D!!!
Höfundur er cand. mag. í
sagnfræði og bókasafns- og
upplýsingafulltrúi.
Kjósa hvern?
Tveir listar eru í framboði og þitt
er valið. Áður en þú ákveður hvom
listann þú velur til að gæta hags-
muna þinna við stjórn Reykjavíkur
næstu ljögur árin skaltu m.a. íhuga
eftirfarandi spurningar:
- Hvor listinn er líklegri til að
veita forgang þeim almennu hags-
munamálum, er varða ungt fólk í
Reykjavík, í stað þess að þjóna sér-
hagsmunum forréttindahópa?
- Hvor listinn er líklegri til að
sinna betur hagsmunum ungra smá-
barnaíjölskyldna?
- Hvor listinn er líklegri til að
R-listinn er kjörinn mál-
svari unga fólksins,
segir Gunnar Ingi
Gunnarsson.
standa betur vörð um alit það er
varðar manngildishugsjónina og
setja mannúð og réttlæti ofar stein-
geldri sýndarmennsku?
- Hvor listinn á meiri samleið
með alþýðufólki í Reykjavík, sem
hafnar því gildismati auðhyggjunn-
ar, sem m.a. kemur fram í áformum
um einkavæðingu í heilbrigðisþjón-
ustunni?
- Hvor listinn er líklegri til að
sýna skilning á og raunhæf viðbrögð
við því böli, sem hijáir unga atvinnu-
lausa Reykvíkinga?
Að lokum
Eins og þú sérð af þeim fáeinu
spurningum sem ég hef sett fram
þá er alls ekki sama hvorn listann
þú kýst. Því hvet ég þig til að íhuga
þær vel og bæta jafnvel fieirum við.
Þitt er síðan að svara og velja. Ég
hef sjálfur svarað þessum spurning-
um fyrir löngu. Þess vegna mun ég
klárlega kjósa Reykjavíkurlistann.
Ég held að þú verðir mér sammála,
því hann er kjörinn málsvari ungra
kjósenda í Reykjavík.
Höfundur er læknir og
stuðningsmaður R-lista í
Rcykjavík.
Maður framtíðar-
innar - styðjum hann
FLEST eram við fólk
hinnar líðandi stundar
— horfum ekki langt
fram á leið.
Langtum færri eru
menn framtíðarinnar,
en þeir horfa víðar yfir,
hafa metnað og þor —
vilja og getu og koma
mörgu í verk.
Slíkir einstaklingar
takast á við verkefni
sem horfa til heilla,
þótt ekki séu þau öll
vænleg til frama og
vegsauka. Þeir hrífa
aðra með sér, eru for-
ingjar í eðli sínu.
Við höfum þörf fyrir
slíka menn af því að þeir eru sjald-
séðjr.
Ámi Sigfússon kom að grunn-
skólum Reykjavíkur á þennan hátt
— bar með sér hressan andblæ inn
í umhverfi sem skólastjórar í
Reykjavík muna vel eftir. Hann
leiddi nýjan metnað inn í skólamál
borgarinnar.
Afgreiðsla mála breyttist við
komu Árna, varð skilvirkari og
markvissari en áður. Aukin hreyfmg
komst á margt. Mikið hefur verið
byggt af skólahúsnæði, bekkj-
ardeildir eru að meðaltali fámennari
en áður, skólarnir voru tölvuvæddir
með myndarbrag og farið inn á
nýjar brautir með heilsdagsskól-
anum svokallaða — lengdri viðveru
nemenda í grunnskóla.
Framundan bíður einsetning í
skólum borgarinnar. Enginn vafi
leikur á að Árni Sigfússon gengur
að henni með sömu atorku og mynd-
arskap og stofnun heilsdagsskólans,
enda er yfírlýst að hún verði fram-
kvæmd á næstu fáum áram.
Stefnt er að því að Reykjavíkur-
borg taki algerlega við rekstri
grunnskólans sumarið 1995. Þá
skiptir sköpum hvort skólinn á
traustan bakhjarl í ráðamanni sem
setur markið hátt, hefur ríkan metn-
að gagnvart menntun
nýrrar kynslóðar og
þekkir gjörla hvað skól-
inn þarf til þess að
dafna og eflast.
Mér hefur þótt nota-
legt að hugsa til Áma
Sigfússonar í borgar-
kerfinu síðan ég kynnt-
ist forystu hans í skóla-
málum; ég fínn að í
honum eiga skólar
borgarinnar þann bak-
hjarl sem þeir þarfnast,
þann eindregna skiln-
ing og velvild sem
stundum hefur skort.
Ég tel það mikið
hagsmunamál fyrir
grunnskóla borgarinnar, foreldra og
nemendur, að Árni Sigfússon hafí
völd og aðstöðu til að styðja þá á
Árni Sigfússon er mikill
sæmdarmaður, segir
Björn Jónsson og bætir
við að í honum eigi skól-
ar borgarinnar þann
bakhjarl sem þeir
þarfnast.
komandi árum, þvi að sannast sagna
kem ég ekki auga á neinn keppi-
naut í kapphlaupinu sem virðist lík-
legur til að leggja frama sinn að
veði fyrir menntamál borgarinnar
líkt og Árni hefur gert.
Eitt er ótalið enn: Ámi Sigfússon
er mikill sæmdarmaður og sannar,
það hveijum þeim sem kynnist hon-
um. Styðjum hann til stórra verka.
Höfundur er skólastjóri í
Hagaskóla.
Björn Jónsson.
Andvirði
tveggja ráðhúsa!
ÞAÐ HEFUR vakið
sérstaka athygli í þess-
ari kosningabaráttu,
að vinstri flokkarnir,
sem nú bjóða fram
sameiginlega til borg-
arstjórnar, mega ekki
heyra á það minnst,
að þeir stjórnuðu borg-
inni 1978-82. Hvers
vegna skyldi það vera?
Getur verið að þeir séu
sjálfir ekkert sérlega
ánægðir með þetta
stjórnartímabil sitt í
borginni? Höfðu sjálf-
stæðismenn e.t.v. rétt
fyrir sér, þegar þeir
gagnrýndu vinstri
stjórnina í Reykjavík fyrir stjórn-
leysi þeirra á þessum áram?
Fyrri störf hræða
Þegar menn bjóða fram vinnu
sína eða þjónustu, þykir þeim yfír-
leitt fengur að því að geta bent á
reynslu sína af fyrri störfum, til að
sýna fram á að þeir séu hæfir til
verksins, sem þeir sækjast eftir.
Þannig var það t.d. með umsækj-
endur um stöðu seðlabankastjóra
nýlega. Maður skyldi því ætla, að
vinstri flokkarnir notuðu nú tæki-
færið og bentu Reykvíkingum á,
hversu vel þeim tókst til við að
stjórna borginni á árunum
1978—82. Þá varð breyting eins og
þeir hvetja nú til. Það er ekki trú-
verðugt, að bjóða sig fram til þjón-
ustu en vilja ekki kann-
ast við fortíð sína. Það
Vekur efasemdir og
spumingar.
Skattar hækkaðir
Það er vel skiljanlegt
að vinstri flokkarnir
óska þess, að Reykvík-
ingar séu t.d. búnir að
gleyma því, að eitt af
fyrstu verkum þeirra,
þegar þeir komust til
valda í Reykjavík, var
að hækka fasteigna-
skattana um 18,7% og
útsvarið um 8%. Maður
sem í dag greiðir
60.000 í fasteigna-
skatt, myndi þurfa að greiða 71.200
samkvæmt sköttum vinstri flokk-
anna. Þegar sjálfstæðismenn kom-
ust aftur til valda 1982, lækkuðu
þeir þessa skatta í það sama og
þeir vora áður en vinstri flokkarnir
komust til valda.
Andvirði tveggja ráðhúsa
Ef sjálfstæðismenn hefðu ekki
lækkað þessa skatta, væru Reyk-
víkingar búnir að greiða hærri
skatta á þessum 12 árum, sem nem-
ur andvirði tveggja ráðhúsa! Þetta
eru miklir peningar, sem vinstri
flokkarnir ættu að kannast við, því
ekki hafa þeir svo sjaldan haft stór-
yrði um hið dýra ráðhús. Ráðhúsið
var hins vegar byggt án þess að
skattar væru hækkaðir á borgarbú-
Eitt fyrsta verk vinstri
fiokkanna þegar þeir
komust til valda í
Reykjavík, segir Magn-
ús L. Sveinsson, var
að hækka fasteigna-
skatta um 18,7% og út-
svar um 8%.
Framkvæmdaleysi
Þessi mikla skattahækkun vinstri
flokkanna stafaði ekki af því, að
þeir stæðu í sérstökum framkvæmd-
um, sem réttlætti svo mikla skatta-
hækkun, öðru nær. Allur valdatími
þeirra einkenndist af framkvæmda-
leysi. Þeir gátu einfaldlega ekki rek-
ið borgina af sömu tekjustofnum og
sjálfstæðismenn, þess vegna hækk-
uðu þeir skattana sem nemur and-
virði tveggja ráðhúsa! Eru þetta
breytingarnar, sem vinstri flokkarnir
biðja nú um að fá umboð til að frai^i-
kvæma eftir kosningar eins og þeir
gerðu 1978? Sjálfstæðismenn vilja
að þeir séu dæmdir af verkum þeirra
í borgarstjóm þegar menn ganga
til kosninga. Það vilja vinstri flokk-
amir hins vegar ekki. Fyrri störf
þeirra hræða.
Höfundur cr forseti
borgarstjógpm, _
Magnús L.
Sveinsson