Morgunblaðið - 25.05.1994, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 47
BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNIIMGARNAR 28.MAÍ
Markviss atvinnustefna í Hafnarfirði
FRAMBJÓÐENDUR
minnihlutaflokkanna
hér í Hafnarfirði kepp-
ast nú um að yfirbjóða
hver annan með kosta-
boðum um varanlegar
lausnir atvinnuvand-
ans. Kjósið okkur,
segja íhaldsmenn á
biðilsbuxum, og þá fáið
þið meiri vinnu_en þið
komist yfir. Ábyrgir
menn vita sem er að
uppbygging atvinnu-
lífs er ekki mál sem
leyst verður á kosn-
ingafundi eða með
skrautlegum kosn-
ingabæklingi, heldur er það langt
ferli sem tekur langan tíma, hug-
rekki og samheldni atvinnulífs,
bæjaryfirvalda, ríkisvalds og fleiri
aðila.
Hafnarfjörður hefur ekki farið
varhluta af þeim erfiðleikum sem
við er að etja í atvinnulífi lands-
manna. Nú virðist hinsvegar heldur
vera að rofa til í þeim efnum, eins
og sést best á því að atvinnulausum
fer nú ört fækkandi í bænum og í
sumar fá um 800 manns, einkum
skólafólk, vinnu hjá bænum og
stofnunum hans. Hins vegar hefur
íbúum í bænum fjölgað það mikið
á síðustu árum, að erfiðara er en
ella að finna öllum störf.
Mikið átak hefur verið gert í at-
vinnumálum í Hafnarfirði á undan-
fömum mánuðum og misserum. Við
framkvæmdirnar í miðbænum, sem
ráðist var í fyrir kjark og framsýni
Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, hafa
skapast hundruð árs-
verka. Þegar fram-
kvæmdunum er lokið,
og fýrirtæki hafa tekið
til starfa í bygging-
unum sem verið er að
reisa, munu um 100
ný framtíðarstörf
skapast í miðbæ Hafn-
arfjarðar.
Fleira er gert í Hafn-
arfirði fyrir frumkvæði
bæj arstj órnarmeiri-
hlutans. Vegafram-
kvæmdir við Asbraut
eru unnar á kostnað
bæjarins þótt um sé að
ræða þjóðvegafram-
kvæmdir sem ætti að greiða úr rík-
issjóði. Full endurgreiðsla kemur
ekki fyrr en eftir nokkur ár.
Á síðustu fjórum árum hefur
bæjarstjórn varið með beinum og
óbeinum hætti mörgum tugum
milljóna króna til eflingar atvinnu-
starfsemi í Hafnarfirði. Nægir að
nefna að um fimmtíu milljónir króna
hafa verið settar í verkefni á vegum
hlutafélagsins Atvinnueflingar og
svona mætti lengi telja.
Meirihluti Alþýðuflokksins í
bæjarstjórn beitti sér á sínum tíma
fyrir stofnun fiskmarkaðar við
Suðurhöfn, smábátahöfnin var
stækkuð og bætt verulega, hafnar-
bakkar í Suðurhöfn voru lengdir
og athafnasvæðið aukið. Allt hefur
þetta stuðlað að traustari stoðum
atvinnulífsins í Hafnarfirði - og
veitti ekki af eftir viðskilnað íhalds-
ins fyrir átta árum, tímabil sem
Hafnfirðingar kalla ísöldina.
Raunhæf og markviss
atvinnustefna bæjar-
stjórnarmeirihlutans í
Hafnarfírði verður
auðsæ í sumar, segir
Ingvar Viktorsson,
sem boðar, að allir
grunnskólanemar, sem
til þess hafi aldur, fái
vinnu.
Helsta afrek Sjálfstæðisflokksins
í atvinnumálum var að klúðra starf-
semi Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
þar sem áður unnu hundruð manna,
þannig að 5000 tonna kvóti var
fluttur til Akureyrar og togarar
bæjarins með, allt í nafni einkavina-
væðingar. Örlög Bæjarútgerðarinn-
ar eru minnisvarði um atvinnu-
stefnu íhaldsins í verki.
Raunhæf og markviss atvinnu-
stefna núverandi bæjarstjórnar-
meirihluta verður greinileg í bænum
í sumar. Allir grunnskólanemar,
sem til þess hafa aldur, fá vinnu
hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Þar
er um að ræða 450 8. og 9. bekkjar-
nema, 150 10. bekkjarnema og 150
til viðbótar 17 ára og eldri. Þar
fyrir utan eru um 60 manns í vinnu
á vegum bæjarins á þessu ári.
En Alþýðuflokksmenn í Hafnar-
firði láta sér ekki nægja að bregð-
ast við þeim tímabundna vanda sem
nú er við að etja. Við horfum einn-
ig til framtíðar. Verið er að vinna
skipulagsvinnu Orkugarðs á
Straumsvíkursvæðinu, þar sem fyr
irhuguð er aðstaða fýrir orkufrekan
iðnað. Þar er nánast allt til staðar
sem þarf fyrir slíka starfsemi, gnótt
landrýmis, rafmagn og flutningslín-
ur, stutt í háhitaorku, fyrsta flokks
hafnaraðstaða og góðar vegasam-
göngur við stærsta markaðssvæði
landsins.
Fjölmargt fleira er í undirbúningi
á vegum bæjaryfirvalda í Hafnar-
firði sem of langt yrði upp að telja
hér. Ástæða er þó til að minna á
hugsanlegan vatnsútflutning en
fróðum mönnum ber saman um að
hvergi á landinu séu aðstæður fyrir
slíka starfsemi betri en einmitt í
Hafnarfirði, þar sem samgöngur á
sjó og landi eru góðar - og vatnið
óvíða betra.
Það hvarflar þó ekki að mér að
halda fram að Orkugarður og
vatnsútflutningur muni leysa at-
vinnuvanda Hafnfirðinga til fram-
búðar fyrir kosningarnar eða strax
eftir þær: skyndilausnir og yfirboð
í þessum efnum eru ekki einasta
ábyrgðarlaust bull, þær eru
óheiðarlegar og hættulegar.
En það vita Hafnfirðingar. Þeir
vita að hvítt er ekki svart - og
láta ekki blekkjast af áróðri íhalds-
ins og yfirboðum. Þeir hafna nýrri
ísöld.
Höfundur er bæjarstjóri í
Hafnarfírði.
Ingvar Viktorsson
Unga fólkið á vinnu skilið
í DAG eru um 500 Hafnfirðing-
ar á atvinnuleysisskrá. Það eitt er
nógu slæm tíðindi, ef ekki blasti
við sú staðreynd að á næstu dögum
og vikum mun trúlega jafn fjöl-
mennur hópur hafnfirskra skóla-
nema á aldrinum 16-20 ára bæt-
ast í hópinn. Þetta er sá aldurshóp-
ur sem á ekki vísan aðgang að
sérstökum verkefnum hjá bæjarfé-
laginu og þessir unglingar sjá jafn-
framt fæstir fram á að komast í
störf á hinum almenna vinnumark-
aði.
í nýlegri samantekt félagsmála-
ráðuneytisins um atvinnuástandið
í landinu komu fram sláandi tölur
um atvinnuleysi ungs fólks. Sam-
kvæmt þeim voru unglingar og
fólk á þrítugsaldri langfjölmenn-
asti hópur atvinnulausra. Sömu
sláandi niðurstöður komu í ljós í
úttekt sem gerð var í Hafnarfirði
sl. vetur. Það er unga fólkið sem
stendur verst að vígi. Það er unga
fólkið sem hefur síst von um
trygga vinnu. Hún er því miður
hvorki björt né glæsileg sú framtíð
sem bíður þeirrar kynslóðar sem
erfir landið.
Hér verður að bregðast við og
það skjótt. Það verður að tryggja
þessu unga fólki störf nú í sumar
og þar verða bæjaryfirvöld að
leggja sitt af mörkum. G-listinn í
Hafnarfirði hefur skýrar og mark-
vissar tillögur frma að færa í þess-
um efnum. Við leggjum höfuð-
áherslu á, að nú þegar verði gerð
skipuleg skráning
meðal ungs fólks í
bænum á raunveru-
legu atvinnuástandi.
Jafnhliða verði undir-
búin og skipulögð fjöl-
þætt verkefni sem eru
bæði þroskandi og
hvetjandi fyrir þessa
ungu bæjarbúa til að
tryggja þeim bæði
verðug viðfangsefni
og um leið tekjur til
að kosta áfram skóla-
nám sitt og létta undir
á heimilum sínum, sem
trúlega er víða brýn
þörf á.
Meðal þeirra verkefna sem blasa
við eru m.a.:
• Skógræktarátak á lýðveldisári.
Gjöf bæjarins til komandi kynslóða
með gróðursetningu og ræktunar-
störfum á helstu útivistarsvæðum
bæjarins.
• Gerð göngustíga í samræmi við
skipulagstillögur um framtíðarúti-
vistarsvæði sem kynntar voru í
nýjasta fréttablaði Skógræktarfé-
lags Hafnarfjarðar.
• Vinnuhópar ungs fólks fái
fijálsar hendur með hönnun og
endurskipulagningu á opnum leik-
svæðum yngstu borgaranna,
gæslu- og róluvöllum.
• Sett verði á laggirnar sérstök
vinnustofa ungs fólks, þar sem því
sé gefinn kostur á að vinna að fjöl-
breyttri listsköpun. Árangur
sumarstarfsins verði
framlag til sérstakrar
mennta- og menning-
arhátíðar ungra Hafn-
firðinga í haust.
• Tengsl atvinnulífs
og skóla verði gerð að
veruleika með því að
hafa opnar vinnustof-
ur í bæði Flensborg
og Iðnskólanum þar
sem þeir sem vilja
spreyta sig á ýmsum
sérverkefnum, s.s.
hönnun, hugverka-
smíði og annarri ný-
sköpun og þróunar-
vinnu, fái tækifæri til
að starfa undir leiðsögn.
Hér hafa aðeins verið nefndar
nokkrar af þeim hugmyndum sem
liggja á borðinu, en fjölmargar
aðrar mætti nefna. Það sem skipt-
ir mestu er að taka á þessu brýna
vandamáli strax, bretta upp erm-
arnar og hefjast handa.
Einhver kann að spyija. Kostar
þetta ekki stórfellda fjármuni og
hvar á að taka þá? Ekki hafa
bæjaryfirvöld gert ráð fyrir því að
tryggja þurfi með einum eða öðrum
hætti atvinnu fyrir unga fólkið I
sumar. Það liggur hins vegar fyrir
að skrautvinnan í miðbæ'num ein-
um á samkvæmt samþykktum
meirihluta Alþýðuflokks að kosta
ekki undir 60 milljónum í sumar.
Þar er hvergi til sparað og unnið
jafnt daga sem nætur til að koma
Lúðvík Geirsson
G-listinn er með skýrar
tillögur um lausn á at-
vinnuvanda unga fólks-
ins, segir Lúðvík Geirs-
son, og mun hrinda
þeim í framkvæmd
strax og hann fær tæki-
færi til.
einhverri mynd á allt umrótið fyrir
kosningar. Þær tillögur sem hér
hafa verið kynntar kosta ekki
nema brot af því grjóti sem hlaðið
er í miðbæinn.
G-Iistinn er með skýrar tillögur
um lausn á atvinnuvanda unga
fólksins og mun hrinda þeim í
framkvæmd um leið og hann fær
tækifæri til. Það verður hins vegar
ekki nema Hafnfirðingar, allir sem
einn, sameinist um að tryggja G-
listanum það brautargengi í kom-
andi kosningum, að hann fái í það
minnsta tvo menn kjörna og um
leið lykilhlutverk við myndun nýs
meirihluta í bænum. Oft var þörf
en nú er nauðsyn. Tryggjum unga
fólkinu í bænum farsæla framtíð
en látum gijótið bíða betri tíma.
Höfundur er blaðamaður og
skipar 2. sæti & G-lista
Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði
við komandi bæjarstjórnar-
kosningar.
DU PONT bflalakk notað af
fagmönnum um land allt.
Er bfllinn þinn
grjótbarinn eða
rispaður ?
DU PONTlakk
á úðabrúsa er
meðfærilegt og
endingargott.
Faxafeni 12. Sími 38 000
HOaiOCK
Garðúðarar
Slöngutengi
Garðslöngur
Slöngustatív
Áburðardreifarar
Greinaklippur
Limgerðisklippur
Klórur - Sköfur
Skófiur - Gaflar §
-s
ÁRMÚLA 11 - SÍMI 681500
BlLDSHÖFÐA 16
SlMI 672444 • FAX 672580
Sterkir plastkassar og skúffur.
Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti.
Hægt að hengja á vegg, eða stafla
saman.
Öar stærðir gott verð.
I fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
J|L Vantar allar geróir bifreióa á skrá og á staóinn - Mikil sala Jl
„ SIMI670333
MMC Lancer 4x4 GLX, árg. '89, hvítur,
ek. 87 þ. km, sumar-/vetrardekk.
Verð 730 þús. stgr.
Cherokee Laredo 4,0 L, árg. '91, blár, ek.
41 þ. km, sjálfsk., Verð 2.190 þús.
Einnig: Cherokee Laredo 4,0 L, árg. '91,
grænsans, ek. 91 þ. km, sjálfsk. Verð 1.950 þús.
Dodge Grand Caravan SE, árg. '90, brúnsans,
ek. 45 þ. km, sjálfsk., rafm. í rúðum, central-
læs., cruise control, álfelgur, aukadekk á felg-
um, 7 manna. Verð 1.850 þús., sk. á ód.
MMC L-300 4x4, árg. '93, grár/tvilitur, ek. 5
þ. km, 5 g., sæti fyrir 8. Verð 2,3 millj.
Mazda 626 2,0i, GLX, árg. '92, vínrauöur, ek.
112 þ. km, sjálfsk. Verð 1.400 þús., sk. á ód.