Morgunblaðið - 25.05.1994, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTJORNARKOSIMIIMGARNAR 28.MAI
J\Iorgunblaðið og
mistök D-listans
KÆRA Morgunblað. Þú hefur
gerst talsmaður D-listans í Reykjavík
með þeim orðum, að ekki sé hægt
að benda á nein alvarleg mistök við
stjórn borgarinnar. Önnur blöð voru
fljót til og sögðu þarna komið fram
að Mbl. væri, alltaf þegar máli skipti,
málgagn Sjálfstæðisflokksins.
- ^Mér finnst Mbl. taka þessa gagn-
rýni óþarflega nærri sér. Það er ekk-
ert ijótt við það að vera flokksblað
og Mbl. þarf ekkert að skammast
sín fyrir það. DV, sem segist óháð
og fijálst, verður ekkert betra við
það eitt.
Hinn hugmyndafræði-
legi þrengslabúskapur er
farinn að draga móðinn
úr borgarbúum og hefur
Hjörtur Hjartarson
verksins. Vandinn er nefnilega ekki
af efnahagslegum toga heldur hug-
myndafræðilegum. Rætur mistak-
anna liggja í kreddufullri hugmynda-
fræði D-listans, sem sér ekki út úr
augum fyrir þeirri delluhugmynd
sem skreytt er með nafninu „fijáls-
hyggja". (Að afneita ástinni sinni
aðeins fjórum vikum fyrir kosningar
gerir D-listann bara aumkunarverð-
an.)
Hið alvarlega er þó að þessi hug-
myndafræðilegi þrengslabúskapur er
farinn að draga móðinn úr borgarbú-
um. Maður heyrir fólk sem stutt
hefur meirihlutann hingað tii, en
ætlar ekki að brenna sig á því oftar,
segja í uppgjafartón: „Ætli það
breytist samt nokkuð." — Reykvík-
ingar eru famir að líta sleifarlagið á
dagvistunarmálum sömu augum og
meirihluta D-listans, — sem eitthvert
náttúrulögmál. Og það sem verra er,
— eiga sér tæplega hugsjón um neitt
betra.
3-f þvi &ð folk Höfundur er rafeindavirki.
R-eiður vinstri listi
EKKI þurftu þing-
menn stjórnarand-
stöðuflokkanna, það
er flokkanna á bak við
R-listann svokallaða,
mikið til að reiðast.
Þegar útsending frá
Alþingi á sjónvarps-
rásinni Sýn var rofin
9. maí reiddust þeir
svo mjög, að þeir
kröfðust þess að þing-
fundi yrði slitið. Sú
sem sat í forsetastóli
lýsti því yfir að samn-
ingur milli Alþingis og
Sýnar hefði verið rof-
inn.
Hér verður ekki
lagður dómur á meint samningsrof
Sýnar, en þessi uppákoma sýnir
fólki, hvað lítið þarf til þess að
flokkarnir, er að R-listanum
standa, R-eiða listanum, stökkvi
upp á nef sér. Hvernig verður
stjórn höfuðborgarinnar ef reiði-
köst af þessu tagi ráða þar ferð
næstu árin?
Látið ekki blekkjast, góðir borg-
arbúar. Ef listi brota-brotanna
Pálmar
SBtámars-
son
kemst til valda hér í
borginni okkar góðu
þá verður hver höndin
upp á móti annarri og
öllu, sem byggt hefur
verið upp og er í upp-
byggingu, stefnt í tví-
sýnu. Sú bóla, sem
R-listinn er, kann
skjótt að springa,
hvað sem líður kosn-
ingaloforðum, eins og
dæmin sanna. Það
segir og sína sögu að
R-eiði-listinn þoldi
ekki að okkar ágæti
borgarstjóri fengi að
sýna það um Sýn
hvernig Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur efnt kosningalof-
orð sín í höfuðborginni undir
styrkri stjórn Davíðs Oddssonar,
Markúsar Arnar Antonssonar og
nú -okkar fyrirmyndar borgar-
stjóra, Árna Sigfússonar.
Góðir Reykvíkingar! Hugsið
ykkur vel um áður en þið greiðið
atkvæði ykkar. Þið hafið um
tvennt að velja. Annars vegar
ábyrga eins flokks stjórn Sjálf-
Reykvíkingar hafa um
tvennt að velja, segir
Pálmar Smári Gunn-
arsson, ábyrga eins
flokks stjórn sjálfstæð-
ismanna eða sambræð-
ing vinstri fiokka, sem
fékk sitt stjórnunar-
tækifæri en glutraði því
niður.
stæðisflokksins, sem hefur byggt
upp borgina okkar og gert hana
að því sem hún er í dag. Hins
vegar R-eiðan lista sundurleitra
flokka, sem fengu sitt stjórnunar-
tækifæri í borginni og glutruðu
því niður.
Höfundur er fulltrúi hjá
lögreglustjóraembættinu í
Rcykjavík.
fari að líta sleifarlagið í
dagvistunarmálum sem
eitthvert náttúrulögmál.
Hins vegar fínnst mér fullyrðingin
um að ekki sé hægt að benda á nein
alvarleg mistök í stjórn borgarinnar
umdeilanleg. Ég tel að þar sé horft
út frá þröngu sjónarhomi, — t.d.
sjónarhorni góðlátlegs miðaldra
munns, sem á uppkomin böm og
skuldlaust íbúðarhús; hann hefur um
800.000 kr. í mánaðarlaun og mjög
sveigjanlegan vinnutíma. Eitthvað í
þessa áttina.
Fjölskylda með, — segjum bara tvö
böm, til að gera lífið léttara, tvær
fyrirvinnur og 230.000 kr. í mánað-
arlaun, fímm milljóna skuld vegna
íbúðarkaupa og náms; við henni horf-
ir málið öðruvísi. Frá sjónarhóli þess-
arar fjölskyldu hafa D-listanum orðið
á alvarleg mistök. (Hér látum við
þó öll dæmi um grútvenjulega spill-
ingu og valdahroka liggja milli
hluta.)
Þessari fjölskyldu fmnst t.d. blóð-
ugt að börnin skuli ekki eiga sama-
stað í borginni — sómasamlegt at-
"^arf — meðan foreldrarnir eru að
vinna fyrir lífsnauðsynjum og af-
borgunum af skuldum. Þessari fjöl-
skyldu finnst að skattpeninga — og
lántökur D-listans fyrir hennar hönd
— hefði fyrst átt að nota til þess að
svara raunverulegum þörfum, en
huga síðan að dýrðlegri umgjörð úr
steinsteypu og gleri.
Frændþjóðir okkar hafa leyst dag-
vistarmál sín fyrir löngu og þykir
sjálfum ekkert sérstakt afrek, þótt
D-listanum hafí ekki dugað mestu
uppgangstímar í sögu þjóðarinnar til
í vörubfla, vagna, rúlur
op vinnuvélar .
t*
Kannað verði -
athugað verði
Stefna R-listans í atvinnumálum felst i
að „kanna hagkvæmni..„kanna mögu-
leika á ..„athugað verði...“ og „gerð
áætlun um
HVAÐ ER góð
stefnuskrá? Nægir það
að telja bara upp fullt
af góðum málum og
ætla að skoða þetta og
hitt. D-listinn býður
kjósendum upp á tíu
lykla þar sem stefnu-
mörkun er skýr. R-list-
inn er aftur á móti ekki
með lykla heldur leyfir
kjósendum að kíkja í
gegnum skráargöt. Það
er sú framtíðarsýn sem
R-listinn getur boðið.
Hvort dymar opnast
nokkurn tímann er
óljóst, og þá allt eins
líklegt að bak við dymar leynist allt
annar heimur en kjósendur ætluðu.
Stefnuskrá framboðslista R-list-
ans segir margt um hugarfar fram-
bjóðenda, en þar koma ekki alltaf
fram hin eiginlegu áform. Stefnan
felst í því að borgin eigi að „aðstoða
við“, „kanna hagkvæmni“, „kanna
möguleika á“, „athugað verði“, „gera
áætlun um“ og fleira í þeim dúr.
Skafti Harðarson
u
Ástæðan fyrir þessu
orðalagi sem kemur oft
fyrir, er að listinn hefur
ekki mótað sér stefnu
eða komið sér saman
um hvað skuli gera. Hin
raunverulegu áform eða
stefna listans kemur
fram þegar lesið er á
milli línanna. Stefnan
er að beita opinberum
afskiptum og stuðla að
borgaiTekstri, í sam-
keppni við starfandi fyr-
irtæki. Þeir sem eru
lengst til vinstri á R-
Iistanum munu sjá til
þess að svo verði.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er aftur
á móti að borgin sinni félagslegri
aðstoð og atvinnurekstri sem aðrir
vilja ekki eða geta ekki sinnt. Fyrir-
tæki verði ekki einkavædd nema um
samkeppni geti orðið að ræða.
Óskiljanlegt og alvarlegt er að
frambjóðendur R-listans skuli
ekki treysta atvinnulífinu í borg-
inni til að takast á við ný verk-
efni. Skýringin gæti verið sú að
nánast engir frambjóðendur hafa
verið í forystu í atvinnumálum eða
atvinnurekstri. Á stefnuskrá R-
listans er áberandi umfjöllun um
svokölluð átaksverkefni, sem
stundum hafa verið kölluð at-
vinnubótaverkefni eða skamm-
tímaverkefni.
Stefnuskrá listanna skiptir
máli
Báðir framboðslistamir í Reykja-
vík setja atvinnumálin á oddinn. Listi
sjálfstæðismanna, D-listinn, hefur
lagt fram verkefnaáætlun, sem
byggist á stefnuskrá Sjálfstæð-
isflokksins. Þar eru atvinnumálum
gerð ítarleg skil auk þess sem flokk-
urinn hefur sýnt stefnu sína í verki
á undanfömum ámm. R-listinn, listi
minnihlutaflokkanna í borgarstjórn,
er einnig með stefnuskrá þar sem
atvinnumál em ofarlega á blaði. Við
lestur stefnuskrár R-listans kemur
aftur á móti upp í hugann hvort list-
inn sé eitthvað bættari með að leggja
fram þessa stefnuskrá. Innihaldið
gefur ekki tilefni til þess. Skoðana-
kannanir bentu til þess að R-listinn
fengi meirihluta atkvæða og það
jafnvel áður en stefnuskráin kom
fram og áður en kjósendur vissu
hveijir yrðu endanlega á kjörskrá
listans. Því miður em stefnuskrár
stjómmálaflokka almennt ekki vin-
sælt lesefni hjá kjósendum og breyta
oft ekki miklu um afstöðu þeirra.
Viljum við samstæða eða
fjórklofna borgarstjóm?
Sú stefna sem R-listinn boðar mun
ekki bæta lífskjör á íslandi né draga
úr atvinnuleysi. Atvinnuleysi verður
Stefna R-listans felur
hvorki í sér betri lífskjör
né meiri atvinnu, segir
Skafti Harðarson; hún
dregur þvert á móti úr
samkeppnisstyrk at-
vinnulífsins.
ekki minnkað með því að draga úr
samkeppnisstyrk íslensks atvinnu-
lífs. Hagvöxtur mun ekki aukast né
lífskjör batna með litlum atvinnu-
bótaverkefnum, með því að gera
gamlar skólastofur að ráðstefnumið-
stöðvum eða með því að Reykjavíkur-
borg flæki fyrirtæki í fyrirtækjanet-
um. Það eina sem R-listinn á sameig-
inlegt er að vera á móti núverandi
borgarmeirihluta. Það mun duga
honum skammt þegar ábyrgðin er á
hans herðum.
Launþegar og aðrir Reykvíkingar
ættu að kynna sér vel frambjóðendur
flokkanna og viðhorf þeirra. Það er
einnig fróðlegt að kynnast pólitískum
uppalendum þeirra og viðhorfum
aðstandenda og hvað þeir hafa gert
og hver stefna þeirra er. Með stuðn-
ingi við R-listann er verið að lýsa
yfir stuðningi við stefnu og frambjóð-
endur fjögurra flokka sem munu
vinna gegn hagsmunum launþega.
Með stuðningi við D-listann er verið
að styðja einn flokk og eina stefnu,
sem hefur það að markmiði að vinna
áfram fyrir alla Reykvíkinga.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Stilling
SKEIFUNNI 11 -SÍMI67 97 97