Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 49

Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 49 BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Sjálfstæðisflokkurinn og mjúku málin í Grafarvogi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ, Fram- sóknarflokkurinn, Kvennalistinn, Al- þýðuflokkurinn og fleiri sem nú mynda R-listann hafa haldið því fram að mjúku málin séu ný fyrirbrigði hjá sjálfstæðismönnum í Reykjavík, en því fer víðs fjarri. Til staðfesting- ar á þessu eru hér teknir saman nokkrir málaflokkar úr hinum svo- kölluðu mjúku málum í einu nýjasta hverfí borgarinnar, Grafarvogi, sem er þrisvar sinnum stærri íbúabyggð en t.d. ísafjörður, höfuðstaður Vest- fjarða, og byggst hefur á síðustu tíu árum. Mikill stuðningur við íþróttastarf Forsvarsmenn borgarinnar undir stjóm sjálfstæðismanna hafa styrkt uppbyggingu á félagsstarfi í Fjölni með beinum framlögum, með húsa- leigustyrkjum gert rekstur þess á íþróttahúsinu að Viðarhöfða mögu- iegan og síðan byggt stórt og hent- ugt íþróttahús með félagsaðstöðu við Dalhús. Á árinu 1992 var síðan geng- ið frá samningi við félagið um bygg- ingarstyrki til sex ára sem gerði fé- laginu kleift að marka betur mark- mið sín varðandi uppbyggingu íþróttasvæðisins. Nýtt skátaheimili Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa á síðustu árum aukið verulega fram- lög til uppbyggingar á aðstöðu fyrir skátafélög í borginni og fyrir skömmu var opnað nýtt skátaheimili að Logafold 106 í Grafarvogi og af- hent skátafélaginu Vogabúum til afnota. Með tilkomu þessa nýja skátaheimilis og annarra sem eru í byggingu í borginni er brotið blað í þessum efnum. Stuðningxir við sumarstarf æskulýðsfélaganna í flestum hverfum borgarinnar hafa fijálsu félögin boðið upp á sumarstarf fyrir böm og unglinga. Þetta á t.d. við Umf. Fjölni og skátafélagið Vogabúa sem stóðu saman að þessum námskeiðum síðastliðið sumar. Reykj avíkurborg styrkti þessa starfsemi félaganna í formi rekstrarstyrkja og/eða launa til starfsmanna á Veg- um félaganna og verður því haldið áfram. Samstarf æskulýðsfélaga, skóla og félagsmiðstöðvar Allt frá því að félagsstarf í Grafar- vogi fór að eflast, hefur verið mikið og gott samstarf á milli frjálsu félag- anna og starfsemi borgarinnar í hverfinu. Forsvarsaðilar skóla og félagsmiðstöðvarinnar í hverfínu hafa ávallt tekið vel í að bjóða fram aðstöðu fyrir fijálsa starfsemi og þegar aðstaða félaganna byggðist upp snerist dæmið við eins og sjá má í félagsaðstöðu Fjölnis þar sem Húsa- skóli hefur fengið inni fyrir heils- dagsskóla. Tvö ný íþróttahús Á síðustu árum hafa verið byggð upp tvö íþróttahús í hverfinu, íþróttar miðstöðin við Dalhús og íþróttasalur við Hamraskóla. Með tilkomu þeirra var brot- ið blað, bæði í skóla- og íþróttamálum í hverfínu Styrkur til húsnæðiskaupa tónlistarskólans Tónlistarskólinn í Grafarvogi hefur notið mikilla vinsælda allt frá upphafí. Til þessa hefur starfsemin verið í leigu- húsnæði, en með aðstoð Reykjavíkurborgar sér fyrir endann á því og í haust flytur skólinn í eigið húsnæði að Hvera- fold 1-3. Leikskólar og opin leiksvæði Búið er að opna fímm leikskóla í hverfínu á kjörtímabilinu og sjálf- stæðismenn hafa staðið fyrir upp- byggingu á fjölmörgum opnum leik- svæðum í Grafarvogi sem ætluð eru bömum og unglingum. Ný skíðalyfta í vetur var opnuð ný skíðalyfta sem staðsett er austan við Kotmýri milli Folda- og Húsahverfis. Með opnun hennar er verið að efla að- stöðu þar sem öll fjölskyldan hefur möguleika á að vera saman. Gróður og göngustígar Sjálfstæðismenn hafa lagt mikið upp úr markvissu skipulagi göngu- stíga og frágangi opinna svæða í Grafarvogi. Árangurinn má meðal annars sjá þegar Grafarvogsbúar sjást ganga eða skokka meðfram Sveinbjörn Sigurðsson Fimm leikskólar hafa verið opnaðir í Grafar- vogi á kjörtímabilinu, segir Sveinbjörn Sig- urðsson, og staðið hef- ur verið fyrir uppbygg- ingu á íjölmörgum opn- um leiksvæðum. voginum. Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur í gegnum árin verið mikil hjálp- arhella varðandi frágang og fegrun á útiaðstöðu frjálsu félaganna. Þeirra framlag er gott dæmi um samstöðu borgarinnar, fijálsu félaganna og íbúa hverfisins í að gera nánasta umhverfi sitt sem best úr garði. Borgarbókasafnið í hverfið Ákveðið hefur verið að borgar- bókasafn verði með útibú í hinni nýju og glæsilegu kirkju sem er að rísa í Grafarvogi. Þetta mun án efa styrkja uppbygginguna á þessari fal- legu kirkjubyggingu og gera Rana að þeirri miðstöð menningar og fræðslu sem þörf er á í hverfi eins og Grafarvogi. Fj ölskyldugolfvöllur Sjálfstæðismenn í Reykjavík stefna ótrauðir á áframhaldandi upp- byggingu á aðstöðu fyrir almenning í hverfínu sem m.a. má sjá í nýjum ijölskyldugolfvelli sem á að koma í Gufunesi. Hugsað um eldri borgara Þegar árin færast yflr eykst þörf- in fyrir sérhæft umhverfi og aðgang að hentugri þjónustu. Nýja Hjúkrun- arheimilið Eir í Grafarvogi kemur til móts við þarfír Reykvíkinga í þessum efnum, en Reykjavíkurborg hefur í gegnum árin átt mikið og gott sam- starf við áhugasamtök um uppbygg- ingu á aðstöðu fyrir eldri borgara í Reykjavík. Fimm skólar í Grafaivogi hefur orðið mikil uppbygging á skömmum tíma og til að mæta þeirri þörf sem við það skapast í skólamálum hafa verið byggðir Tjórir skólar í Grafarvogi á tíu árum. Það má deila um hvort hraðar hefði mátt byggja upp í skóla- málum hverfisins, en allir eru líklega sammála um að uppbyggingin hafi hvergi verið hraðari en í Grafarvogi. Mjúku málunum hefur ekki verið hampað Það sem talið hefur verið upp hér að ofan er aðeins hluti af þeirri markvissu uppbyggingu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur staðir fyrir í gegnum árin í því sem sumir kalla mjúku málin. Þessum málum hefur kannski ekki verið hampað mikið í gegnum árin, en nú er það gert til að sína fram á þann tvískinnung og rökleysu sem er í málflutningi R-list- ans. Það eru sjálfsagt ekki margir Grafarvogsbúar sem telja að Ingi- björg Sólrún sem á sínum tíma hafn- aði Grafarvogi sem góðum valkosti til íbúabyggðar, Sigrún Magnúsdótt- ir sem sagði hverfið of lítið til að matvöruverslun þrifist þar (íbúarnir og verslunareigendur virðast á öðrif" máli) eða Alfreð Þorsteinsson sem barðist hatrammlega gegn því að Fjölnir fengi úthlutað íþróttasvæði í í hverfinu, muni standa betur að málum en sjálfstæðismenn hafa gert. Undirritaður skorar því á Grafar- vogsbúa að skoða verkin sem tala og láta það mat ráða ferðinni í kjör- klefanum í komandi borgarstjórnar- kosningum. Höfundur er íbúi í Grafaryogi og starfar að félagsmálum. Reykjavíkurlistinn; víð- tæk málefnaleg samstaða í ÞEIRRI vinnu sem fram hefur farið við stefnumótun og mál- efnaundirbúning fyrir framboð Reykjavíkur- listans hefur best kom- ið í ljós hin mikla sam- staða og eindrægni þeirra sem að Reykja- víkurlistanum standa. Sá hópur sem komið hefur að stefnumótun listans undanfarnar vikur skiptir mörgum tugum flokksbundinna og óflokksbundinna Reykvíkinga. Allir þeir sem að stefnumótun- inni hafa komið starfa þar sem einstaklingar og er iðulega ekki kunnugt um hvaða flokkum hver og einn samverka- manna þeirra tilheyrir. Með stefnuskrá Reykjavíkurlist- ans er bryddað upp á nýjum leiðum til úrbóta í helstu málaflokkum og ber stefnuskráin vott um að hún er samin af fjölda venjulegra Reykvík- inga sem knúnir eru áfram af vilja til að vinna borginni sem mest til heilla. Samvinna þessara einstakl- inga hefur gengið með þvílíkum ágætum að hver hefðbundin stjórn- málasamtök væru fullsæmd af. Gild- ir það bæði um agaða málefnavinnu og hugmyndaflæði sem hefur verið eins og best gerist í samtökum af þessu tagi, þar sem einstaklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu leggja saman og stuðla að framförum í eigin þágu og annarra. Tími til að breyta Menn þurfa ekki lengi að fylgjast með borgarmálum í Reykjavík til að átta sig á að þar er ekki allt með felldu. Efnistök og afgreiðsla mála bera þess óhjákvæmilega vott að þar hefur um langa hríð einn flokkur setið að völdum. Sést það best á því að ekki er alltaf gerður greinarmun- ur á hveijir eru hags- munir borgarinnar og hveijir hins ráðandi flokks. Flokksgæðing- um er hyglað og til þess notaðir íjármunir borgarbúa purkunar- laust og hagsmunir flokksmanna eru látnir sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum borg- arbúa. Um þetta vitna ótal atvik umliðinna ára og til að átta sig á hverskonar mál hér er um að ræða mætti nefna nokkur dæmi. Verktakar og vinnu- vélaeigendur, stórir og smáir, eiga velflestir mikið undir því að fá verkefni hjá borginni. Þessir menn vita vel hvað til þeirra friðar heyrir og ekki fer á milli mála að Flokkurinn hefur kom- ið þeim skilaboðum áleiðis til þeirra með ágætum árangri. Staðsetning söluturna veldur miklu um arðsemi þeirra og því skipt- ir miklu að fá bestu lóðirnar. Úthlut- un þeirra virðist fremur fara fram í reykmettum bakherbergjum á skrif- stofum Flokksins heldur en að aug- lýst sé meðal borgarbúa eftir þeim sem áhuga hafa á slíkri starfsemi. Þegar sérstakir flokksgæðingar láta af störfum, líkt og var um þann sem síðast gegndi framkvæmdastjóra- stöðu þingflokksins, þá vílar Flokk- urinn ekki fyrir sér að breyta sam- þykktu skipulagi til að útvega honum lóð undir söluturn. Kröftug mótmæli íbúa í Grafarvogi og yfirvofandi kosningar gátu þó hindrað að Flokk- urinn héldi málum þar til streitu. Loks eru dæmi um að borgin kaupi afdankaða söluturna af flokksmönn- um á uppsprengdu verði líkt og um verðmætar húseignir væri að ræða, þrátt fyrir að húsin hafí verið í niðun- íðslu og staðið auð um langa hríð. Frumsaminn Ieikþáttur verður að Stefnuskráin ber vott um að hún er samin af fjölda venjulegra Reyk- víkinga, segir Bolli Héðinsson, og sá hópur var knúinn áfram af vilja til að vinna borg- inni sem mesttil heilla. víkja af hátíðardagskrá í Ráðhúsinu því höfundur þáttarins átti ekki upp á pallborðið hjá ráðamönnum Flokks- ins. Engu breytti þó búið hafí verið að greiða fyrir þáttinn og kaupa yrði nýjan þátt af öðrum þóknanlegum höfundi. Sjálfstæðisflokkurinn er nú í þeirri aðstöðu í borginni að hafa orðið að „breiða yfir nafn og númer'1, kú- venda í öllum helstu stefnumálum sínum, láta nýjan borgarstjóra sveija af sér liðna tíð og losa sig við óþægi- lega fólkið af framboðslistanum, allt til að forða því að missa völdin í borginni. Örvæntingin er mikil, þess ber gleggstan vott það auglýsinga- flóð sem yfir okkur hellist. Fyrir okkur Reykvikinga er nú komið að því að veita nýjum mönnum umboð til að stjórna eða endurnýja umboð þeiira sem þar eru fyrir. Við getum valið um það hvort við viljum að spillingaröflin sitji áfram að völd- um og hvort áfram verði stjórnað með þeim hætti sem ég hef hér á undan lýst. En er það þannig sem við Reykvíkingar viljum að borginni okkar sé stjórnað? Höfundur er hagfræðingur og hefur starfað að stefnumótun og málefnavinnu fyrir R-listann. Bolli Héðinsson Heilsdagsskóli, tilraun sem enn er í mótun HAUSTIÐ 1992 hófst tilraun með heils- dagsskóla í 5 grunn- skólum borgarinnar. Undanfari tilraunarinn- ar var að skólamálaráð Reykjavíkur undir for- ystu Áma Sigfússonar borgarstjóra hafði farið yfír og skoðað kannanir sem gerðar vom árin 1991-1992 bæði af kennaranemum og sál- fræðingum. Þar hafði m.a. komið fram, sem og í viðræð- um við starfandi skóla- stjóra, að líkur væru á að hluti barna á aldrin- um 6-9 ára væm ein heima í 2-5 klst. á dag. Markvisst starf Niðurstöður ofangreindrar tilraun- ar voru mjög jákvæðar og því óskaði skólamálaráð eftir því að allir gmnn- skólar borgarinnar færu af stað með heilsdagsskóla haustið 1993. Skólastjórum var gefið fijálst val um hvernig þeir stæðu að fram- kvæmdinni í sínum skóla enda eru þeir ásamt kennurum og foreldrum hæfastir til að meta þarfir nemenda og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til þess að mæta þeim. Nú þegar þessum fyrsta vetri er að ljúka og horft er til baka er ekki annað að sjá en að í skólum borgarinnar hafi verið unnið markvisst starf af því fólki sem starfað hefur við heilsdags- skólann en það er að mestu leyti kennarar viðkomandi skóla. Skólatími lengist Skólamálaráð og stjórn borgarinn- ar hafa fylgst grannt með fram- kvæmd og útkomu þessarar tilraunar og þegar ljóst varð hversu vel foreldr- ar tóku heilsdagsskól- anum og jafnframt hversu vel skólamir virtust leysa verkefnið ákvað meirihluti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn með Árna Sigfússon, frumkvöðul hugmyndarinnar, í for- svari að stuðla enn frek- ar að tilurð heilsdags- skóla í borginni. Því var samþykkt að frá og með haustinu 1994 greiði borgarsjóður 2 kennslu- stundir á viku, umfram lögboðnar skyldur, í 1., 2. og 3. bekk og 1 kennslustund á viku fyrir 4. bekk og mun því kennslutími skólabarna í Reykja- vík lengjast sem þessu nemur. Við framangreint bætist svo lengd við^ vera með ýmsum valmöguleikum. Sj álfstæðisflokkurinn hefur brotið blað í þróun skólamála í borginni, segir Kristjana M. Kristjánsdóttir, og þorað að fara ótroðnar slóðir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hér brotið blað í þróun skólamála borg- arinnar og líkt og áður þorir að fara ótroðnar slóðir til að koma með nýjar hugmyndir og mæta þörfum borg- arbúa á þessu sviði sem öðrum. Höfundur er skólasijóri í Reykjavík og skipar 12. sætið á D-lista í Reykjavík. Kristjana M. Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.