Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
KRISTINN JÚNÍUSSON
§TÓRVINUR minn til
margra ára, Kristinn
Júníusson frá Rúts-
stöðum, er níræður
um þessar mundir.
Við þessi tímamót í
lífi hans hefi ég löng-
un til að óska honum
til hamingju með öll
liðnu árin og þakka
honum skemmtilega
og trausta vináttu. Eg
bið mitt ágæta Morg-
unblað fyrir þessi orð
gnda þótt ég viti sem
aðrir að þar þrengist
nú um bekki fyrir þes-
slags hugleiðingar. En ég læt á
reyna.
Kristinn er fæddur 23. maí 1904
á Helgastöðum í Skeiðahreppi.
Næsteistur í barnahópi foreldra
sinna, Jóhönnu Jónsdóttur og Jún-
íusar Kr. Jónssonar, sem þá voru
í húsmennsku á Helgastöðum j>ar
sem Júníus var uppalinn. Arið
1907 fluttu foreldrar Kristins með
sína fjölskyldu að Rútsstöðum í
Gaulverjabæjarhreppi og hófu bú-
skap á jörðinni hálfri, en hinn
helming jarðarinnar sátu hjónin
Gísli Brynjólfsson og Kristín Jóns-
"'cióttir, en þau fluttu nokkrum árum
síðar að Haugi í sömu sveit og tók
Június þá við allri jörðinni. A Rúts-
stöðum ólst Kristinn upp í stórri
fjöiskyldu og átti sitt heimili í 50
ár:
Ekki þarf að teygja lopann um
það, að á bemsku- og æskuárum
Kristins var þjóðfélagið ekki marg-
brotið eða bauð uppá fjölbreytileik
í menntun eða starfi. Bamafræðsla
klippt og skorin og störfín helguð-
ust heimilinu. Fljótt varð ljóst að
ftristinn var vel af Guði gerður,
greindur, tápmikill og harður af
sér. Sem uppvaxandi unglingur
skynjaði hann fljótt alvöru lífsins:
Að standa sig í hörðum heimi.
Hann fór ungur að árum að heim-
an til þess að afla fyrir heimili sitt
og kynntist leifum skútualdárinn-
ar, og síðan sjómennskunni á vél-
bátum og togurum en þess í milli
starfi landverkamannsins í ver-
stöðvum þeim er hann í áratugi
starfaði í.
Vor og haust vann hann við hin
margvíslegustu störf í héraði sínu
svo sem við skurðagerð hins merka
framtaks sem gerð Flóaáveitunnar
var á sínum tíma og stórkostlegri
flóðgarðagerð er þessari fram-
kvæmd var tengd. Nútíminn veit
raunar varla hvað hér er verið að
tala um, en þátíminn kynntist, að
um var að ræða al-
gjöra byltingu í bú-
skaparháttum og af-
komumöguleikum
heimilanna í Flóa.
Þegar Kristinn
sagði skilið við sjó-
mannsstörfin tók
hann á tímabili að afia
sér tekna við bygging-
arstörf á vorin og
haustin þegar heyönn-
um lauk heima fyrir.
Lengst starfaði hann
hjá þeim þekkta bygg-
ingameistara Kristni
Vigfússyni á Selfossi,
en hann var, sem kunnugt er af
sögunni, einn athafnamesti verk-
taki þeirra tíma. Hefi ég orð þess
merka manns fyrir því, að fáa
verkamenn hafi hann haft í sinni
þjónustu svo harðduglega, stund-
vísa og áreiðanlega sem Kristin
Júníusson. Þannig hefír hann alla
starfsævi sína þjónað húsbændum
síunum með dugnaði, stundvísi og
stakri trúmennsku í hvívetna. Þar
heffr engu skipt hvort húsbændur
hans voru með mikið umfang eður
minna. Hann er vinfastur, hrein-
lyndur og svo einarður í samskipt-
um að sérstakt er. Athugull og
gamansamur í samræðum sem
hann kann vel með að fara og
beitir á réttum stundum.
Skemmtileg voru samskipti
heimila okkar beggja úr æskusveit-
inni og má minningin geyma um
alla tíð, að þar þurfti ekki „garð
fyrir granna sætti“. Æskuminning
mín um starf Kristins í ungmenna-
félaginu Samhygð er mér björt og
þægileg í senn. Hann starfaði þar
mikið og var formaður félagsins
um tíma auk þess sem hann lagði
leiklistarstarfi félagsins öflugt lið.
Og listhæfileikar hans voru á fleiri
sviðum. í fjöldamörg ár lék hann
á harmoniku á samkomum í okkar
heimasveit og ásamt Siguijóni
bróður sínum léku þeir fyrir dansi
vítt og breitt um okkar hérað. Enn
í dag hefir hann hið mesta yndi
af að hlýða á harmonikumúsík
æfðra spilara.
Eiginkona Kristins er Margrét
Guðnadóttir frá Sandgerði á
Stokkseyri, fædd 18. júní 1906.
Margrét er mikil fríðleiks- og
myndarkona, kærleiksrík og vel-
viljuð. Hún var á sínum bestu árum
forkur duglegur og fljót til verka
að hveiju sem hún gekk. Margrét
á dóttur af fyrra hjónabandi, Vil-
helmínu Valdimarsdóttur, og hefir
Kristinn alla tíð umgengist hana
sem sitt barn og farist föðurhlut-
verkið gagnvart henni með ein-
stökum sóma. Það vill Vilhelmína,
við þessi merku tímamót í lífi hans,
þakka af heilum hug því aldrei í
uppvexti sínum né heldur síðar
hafi hún orðið annars vör en um-
burðarlyndis og trausts af Kristins
hálfu og fjölskyldu hans. Hér má
ég sem eiginmaður Vilhelmínu
gerst um vita hið einlæga gagn-
kvæma trúnaðartraust er ríkt hefir
um árin öll milli þessara persóna.
Það verður aldrei nógsamlega
þakkað.
Kristinn og Margrét hafa eign-
ast saman þijú börn. Þau _eru: Vil-
borg Fríða, gift Erlendi Ó. Ólafs-
syni iðnrekanda; Hallberg, fyrrum
iðnrekandi, kona hans var Aslaug
Ólafsdóttir, þau slitu samvistir;
Júníus Hafsteinn, sagnfræðingur.
Hann lést í blóma lífsins. Kona
hans var Guðrún Guðlaugsdóttir
blaðamaður. Hér er við að bæta,
að þau Kristinn og Margrét ólu
upp dótturson sinn, Kristin Er-
lendsson, sem nú sækir sjóinn á
einu aflahæsta frystiskipi landsins.
Hans kona er Heiðrún Ölafsdóttir.
Á vordögum árið 1957 brá Krist-
inn búi sínu á Rútsstöðum, kvaddi
hálfrar aldar lífsstarf sitt í Árnes-
þingi og flutti til Reykjavikur.
Lengst af síðan hefir hann búið í
Gnoðarvogi 20 þar í borg. Enda
þótt umhverfísbreyting yrði mikil
fyrir Kristin, svo sem fyrir öllum
er, að flytja úr sveit í borg, breytt-
ist ekkert hugarfar hans að sjá sér
og sínum vel farborða. Hann réðst
fljótlega til þjónustu hjá hinum
trausta útgerðarmanni Ragnari
Thorsteinssyni sem þá og lengi
síðar gerði út togarann Karlsefni.
Þar hófst samstarf tveggja
.traustra manna sem enginn fúi
leyndist í. Og ekki tjaldað til einn-
ar nætur því Kristinn vann hjá því
fyrirtæki alla tíð þar til það hætti
rekstri, en hann þá kominn á ní-
ræðisaldur.
Og nú horfir hann níræður að
aldri yfir sviðið. Hlutverkin hafa
verið mörg og samleikararnir
margir. Hvers einasta hlutverks
hefír hann gætt af kostgæfni þar
sem einurð, heiðarleiki og hrein-
skilni hafa setið í fyrirrúmi. Sigur-
launin eru þakkir vinanna fyrir
langa samfylgd í heiðríkju minn-
inganna um skemmtilegan félaga
og traustan vin. Megi ævikvöld
hans verða stillt og bjart.
Gunnar Sigurðsson
frá Seljatungu.
FINNBJÖRN ÞORVALDSSON
FINNBJÖRN Þorvaldsson, einn
af ástsælustu afreksmönnum ís-
lendinga í íþróttum á þesari öld,
er sjötugur í dag. Finnbjöm er
vestfírskur að uppruna, en hefur
alið mestallan sinn aldur á höfuð-
borgarsvæðinu, í Garðabæ lengst
af, en sfðustu árin í Reykjavík.
Hæfíleikar Finnbjöms á sviði
íþróttanna komu fljótt í ljós. Hann
var vel liðtækur í mörgum grein-
um. Það má t.d. nefna handknatt-
leik, en hann lék með íslands-
meistaraliði ÍR 1945. Þá vann
Dragtir
Kjólar
Blússur
Pils
Ódýr náttfatna&ur
i 12, sími 44^33.
hann til afreka í
körfuknattleik og fím-
leikum.
Finnbjöm er þó
frægastur fyrir afrek
sín í fijálsum íþrótt-
um, sérstaklega í
spretthlaupum, þar
sem hann vann fjöl-
marga íslandsmeist-
aratitla. Hann sigraði
oft í landskeppni á
íþróttaferii sínum og
Norðurlandameistari
varð hann nokkrum
sinnum. Finnbjörn
komst í úrslit í 100 m
hlaupi á Evrópumeistaramótinu í
Ósló 1946 og tók þátt í Ólympíu-
leikunum í London 1948, þar sem
hann var fánaberi. íslandsmet,
sem hann setti, voru ijölmörg,
skiptu tugum.
Prúðmennska og
drengskapur í keppni
voru einkennandi í
fari Finnbjamar.
Hann var fyrstur til
að óska sigurvegara
til hamingju og aldrei
urðu keppinautar
hans varir við hroka.
Finnbjörn er nú
sestur í helgan stein,
en hann var starfs-
maður Loftleiða og
síðan Flugleiða í ára-
tugi.
Undirritaður sendir
Finnbirni og Qöl-
skyldu hans hugheilar heillaóskir
á þessum tímamótum í ævi hans
og óskar honum alls góðs á ævi-
kvöldi. Afmælisbarnið dvelur er-
lendis um þessar mundir.
Örn Eiðsson.
NYJA SENDIBILASTOÐIN
685000
Þjónusta á þínum vegum
HRAÐSKÁKMÓTINTEL OG PCA
Kasparov vann
tölvuna í úrslitum
Skák
M ii n c h c n
TÖLVUHRAÐSKÁK
Úrslit
TÖLVUFORRIT á ofurtölvum eru
sannarlega byrjuð að setja mark sitt
á skákheiminn. Þau eru sérlega
hættulegir andstæð-
ingar í hraðskák, því
þau eru einstaklega
lagin við að notfæra sér
mistök andstæðings-
ins. Þetta máttu margir
öflugustu skákmenn
heims reyna á hrað-
skákmóti Intel og at-
vinnumannasambands-
ins PCA sem fram fór
í Miinchen fyrir helg-
ina. Þýska forritið
Fritz3, keyrt á 90 MHz
tölvu með Pentium-
örgjörva, varð óvænt
efst á mótinu ásamt
sjálfum Gary Kasparov
með 12R v., en Indveijinn Anand
varð þriðji með 12 v. Umhugsunar-
tíminn á mótinu var aðeins fimm
mínútur á skákina.
Kasparov og Fritz3 tefldu síðan
úrslitaeinvígi og þá hafði mann-
legi þátturinn mun betur. Ka-
sparov virtist hafa áttað sig á því
hvaða herfræði skyldi bejta og
vann öruggan 4-1 sigur. Úrslitin
voru geysilega öflug, þeir Nigel
Short, Englandi, Boris Gelfand,
Hvíta-Rússlandi, og Aleksei Dre-
ev, Rússlandi, urðu í 4.-6. sæti
með 11 v. Kiril Georgiev frá Búlg-
aríu, frægur hraðskákmaður, var
með IOV2 v. og ungi Rússinn Vlad-
ímir Kramnik hlaut 10 v.
Tíu skákmönnum var boðið til
þátttöku í úrslitunum, en um átta
sæti var teflt í undanrásum. Það
kom mjög á óvart að tveimur ís-
lenskum skákmönnum tókst að
komast áfram. Á mótinu fóru að
ganga sögur um að hérlendis
eyddu menn löngum vetrarkvöld-
um við að tefla hraðskákir, en það
er alls ekki raunin. Bestu skák-
menn íslands æfðu sig mikið með
því að tefla hraðskák fyrir 10-15
árum, en eru nú afar æfingarlitlir
í þeirri grein. Það kom líka í ljós
í úrslitunum, þar voru þreytu-
merki á okkur eftir erfíðar undan-
rásir. Jóhann Hjartarson hlaut 5
v. og Margeir Pétursson 4'/2.
Það virðist þó vera sem íslensk-
ir skákmenn búi að góðri undir-
stöðu í hraðskák og ættu e.t.v.
að sinna þeirri grein meira, rétt
eins og atskákinni. Röð efstu
manna í undanrásunum var þessi:
Undanrásir, A riðill:
1. Cvitan, Króatíu, 15 stig (13 v.)
2. Jóhann Hjartarson 12 stig (12‘/2
3. Wojtkiewicz, Pól., 12 stig (1116 v.)
4. P. Nikolic, Bosníu, 12 stig (11 v.)
5. Appel, Þýskalandi, 12 stig (10 v.)
6. Volke, Þýskal., 11 stig (UV2 v.)
7. Ehlvest, Eistlandi, 11 stig (11 v.)
8. Dlugy, Bandar., 11 stig (11 v.)
9. Podzielny, Þýskal., 10 stig (11 v.)
10. Ber\jamin, Bandar., 10 stig (IOV2 v.)
Neðar komu stðan afar stigaháir stór-
meistarar eins og Vaganjan frá Arme-
níu og Khalifman, Rússlandi.
Undanrásir, B riðill:
1. Kiril Georgiev, Búlg., 14 stig (13 v.)
2. Chemin, Ungv., 14 stig (12‘/2 v.
3. Margeir Pétursson, 13 stig (11 v.)
4. Dreev, Rússlandi, 12 stig (12 v.
5. Novikov, Úkraínu, 12 stig (11 v.)
6. Arbakov, Rússl., 11 stig (ll’ú v.)
7. Bischoff, Þýskal., 11 stig (UV2 v.)
8. Júdastn, lsrael, 11 stig (10V2 v.)
9. Morosevitsj, Rússl., 11 stig (10 v.)
10. Asejev, Rússl., 11 stig (9'/2 v.)
Stigaháu stórmeistararnir
Azmajparashvili, M. Gurevich,
Vyzmanavin, Christiansen og Bo-
logan komu neðar.
Heitt 0g mollulegt var á skák-
staðnum, enda voru áhorfendur
miklu fleiri en mótshaldararnir
höfðu ráð fyrir gert. Velgengni
tölvunnar vakti síðan geysilega
athygli, mótið fékk ennþá meiri
umfjöllun fjölmiðla en fulltrúar
Intel höfðu gert sér vonir um.
Við skulum líta á sögulega skák
frá úrslitunum. Gary Kasparov,
heimsmeistari atvinnumannasam-
bandsins PCA, verður að lúta í
lægra haldi fyrir tölvu. Kasparov
teflir reyndar eins og alls ekki
má gera gegn þeim. Hann hættir
öllu fyrir sóknina, fórnar fyrst
skiptamun og síðan peði. Mennsk-
ur andstæðingur hefði líklega far-
ið að skjálfa, en töl-
van lét sér hvergi
bregða, þáði allar
fómirnar og hrinti
atlögunni auðveld-
lega:
Hvítt: Gary Ka-
sparov
Svart: Fritz3 á Pen-
tium PC
Drottningarbragð
1. e3!? - d5 2. c4 -
dxc4 3. Bxc4 — e5
4. d4 — exd4 5. exd4
- Bb4+ 6. Rc3 -
Rf6 7. Rf3 - 0-0 8.
0-0 - Bg4 9. h3 -
Bh5 10. g4 - Bg6
11. Re5 — Rc6 12. Be3 — Rxe5
13. dxe5 - Rd7 14. f4 - Rb6
15. Bb3 - Bd3 16. Df3? - Bxfl
17. Hxfl - c6 18. f5 - De7
19. f6 - Dxe5 20. fxg7 - Kxg7
21. Re4 - Rd5 22. Bxd5 - cxd5
23. Rg3 - Kg8 24. Rf5 - Hac8
25. Df2 - Hc4 26. Rh6+ - Kh8
27. Bxa7 - f6 28. Rf5 - He8
29. a3 - Bel! 30. Dg2 - He4
31. Rh6 - He7 32. Hf5 - He2!
33. Hxe5 - Hxg2+ 34. Kxg2 -
fxe5 35. Bb8! - e4 36. Be5+ -
Hxe5 37. Rf7+ - Kg7 38. Rxe5
- Bd2 39. Kfl - Bcl 40. b3 -
Bxa3 41. g5 - d4 42. Ke2 -
d3+ 43. Kd2 - Bd6 44. Rc4 -
Bf4+ 45. Kc3 - b5 0-1
í úrslitaeinvíginu gerði Ka-
sparov sig ekki sekan um slíka
fífldirfsku. í annarri skákinni lét
hann tölvuna líta út eins og hlægi-
legt járnarusl:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Fritz3 á Pentium PC
Drottningarbragð
1. e3 — d5 2. c4 — dxc4 3. Bxc4
- e5 4. d4 — exd4 5. exd4 —
Bb4+ 6. Rc3 - Rf6 7. Rf3 - 0-0
8. 0-0 - Bg4 9. Be3 - a5? 10.
h3 — Bh5 11. g4-Bg6 12. Re5
- Rbd7 13. f4 - Rxe5? 14. dxe5
- De8 15. Del - Re4 16. a3! -
Bxc3 17. bxc3 — Dc6 18. Ba2 —
h6 19. f5 - Bh7 20. Bd4 - Rg5
21. De3 - Hfe8 22. h4 - Re4
23. g5! — hxg5 24. hxg5
• b 0 d • I 0 b
24. — g6 25. e6 — fxe6 26. fxe6
- He7 27. Hael - b5 28. Dxe4
- Dxe4 29. Hxe4 — b4 30. Hf7
- b3 31. Bxb3 - e5 32. Hxe7 -
cxd4 og nú loksins játuðu stjórn-
endur tölvunnar hana sigraða.
Margeir Pétursson