Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNIIMGAR
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 53
THEÓDÓR GUÐMUNDSSON
+ Theódór Guð-
mundsson var
fæddur að Vatni í
Haukadal í Dala-
sýslu 2. nóvember
1904. Hann Iést á
Hjúkrunarheimil-
inu Sunnuhlíð
Kópavogi 17. maí
1994. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmundur Ika-
boðsson bóndi og
Hugborg Magnús-
dóttir ljósmóðir.
Theódór eignaðist
átta systkini: Her-
dís, f. 2.3. 1887, Halldóra Ólaf-
ía, f. 24.9.1888, Pálmína Sigríð-
ur, f. 26.3. 1890, Magnús Ika-
boð, f. 20.12. 1895, Elín, f. 13.1.
1899, Guðrún, f. 15.10. 1901,
Rannveig, f. 28.5. 1907, Re-
bekka, f. 30.7. 1908. ÖIl eru
systkinin hans Iátin nema Rann-
veig, sem dvelst í Sunnuhlíð í
Kópavogi. Útför Theódórs
verður gerð frá Fossvogskirkju
í dag, miðvikudaginn 25. maí.
ER ÉG frétti andlát Theódórs Guð-
mundssonar leitaði liugurinn rösk
40 ár aftur í tímann. Þá var íbúa-
fjöldi Reykjavíkur um 55 þúsund
og færra í boði til dægrastyttingar
en nú er - og ekkert sjónvarp.
Veturinn 1951-52 leigði ég her-
bergi og var í fæði að Grundarstíg
2. Ekki hafði ég dvalið þar lengi
er augljóst varð að á laugardags-
kvöldum safnaðist hópur manna
saman til að tefla skák á vegum
húsráðendanna, Ólafs Jóhannes-
sonar kaupmanns og konu hans
Guðrúnar Sigurðardóttur. Fiestir
eða allir reyndust vera Breiðfirðing-
ar og tengdust með einhveijum
hætti Breiðfirðingafélaginu eða
skákdeild þess. Mér, leigjandanum,
leyfðist stundum að fylgjast með í
stofunni er þessir áhugasömu skák-
menn sátu yfir kappskákum sínum.
Einn af dyggustu þátttakendum var
Theódór Guðmundsson frá Skörð-
um í Miðdölum. Frétti ég síðar að
hann væri móðurbróðir eins af
kunnustu skákmönnum landsins um
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð íallegir
þær mundir, Guðmund-
ar Pálmasonar, og
hefði mjög örvað hann
og stutt til dáða á þeim
vettvangi. Varð það
ekki til að draga úr
áhuga mínum og virð-
ingu fyrir Theódóri, en
kynni okkar urðu
nokkru meiri en ann-
arra skákmanna, þar
sem við snæddum
stundum saman þarna
á Grundarstígnum.
Theódór reyndist
vera Dalamaður að ætt
og uppruna, hlédrægur
en hlýr í viðmóti og ómannblend-
inn. Hafði flutt að Skörðum í Miðd-
ölum 1913 með foreldrum sínum.
Óx þar upp og átti þar heima fram
á fertugsaldur í baðstofu, sem nú
stendur uppi í Þjóðminjasafninu.
Árið 1927 hætti faðir hans búskap
og Theódór tók við ásamt þremur
öðrum systkinum. En þegar atvinna
glæddist í Reykjavík í byijun stríðs-
ins héldu öll systkinin suður. Hann
stundaði þar fyrst daglaunavinnu,
en réðst 1946 til Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, þar sem hann starfaði
við innheimtu, álestur og skrifstofu-
störf fram til eftirlaunaaldurs 1974.
Eftir langar íjarvistir lágu leiðir
okkar Theódórs saman að nýju árið
1988 er hann flutti í þjónustuíbúð
á vegum Sunnuhlíðarsamtakanna á
Kópavogsbraut la. Þá var vinnu-
þrekið þrotið og heyrnin mjög skert,
en viðmótið og hlýjan hin sama og
við okkar fyrri kynni. Og við tókum
til við skákina eins og forðum daga,
en hann hafði alltaf gaman af að
stunda hana í þröngum hópi. Nú
hafði hann hins vegar eignast
skáktölvu, sem hann sýndi mér og
kynnti glaður í bragði töfraheima
hennar. Glímunnar við skáktölvuna
naut hann er heyrnardeyfðin varn-
aði honum tjáskipta við annað fólk
á efri árum og tölvan stytti honum
stundir í einverunni.
Eftir að Theódór flutti í þjónustu-
íbúðina við Kópavogsbrautina naut
hann í ríkum mæli alúðar og um-
hyggju frænda síns Ólafs Pálma-
sonar og konu hans Þóru Davíðs-
dóttur, sem bjuggu í næsta ná-
grenni við hann og voru hans stóð
og stytta.
Við lok leiðar eru Theódóri færð-
ar alúðarþakkir fyrir góðu kynnin
að fornu og nýju, alla vinsemd og
mikið traust, sem hann ávallt sýndi
mér í öllum okkar samskiptum.
Aldraðri systur hans og öðrum ætt-
mennum sendi ég samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hans.
Ásgeir Jóhannesson.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTÍN GÍSLADÓTTIR,
Skipasundi 70,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 26. maí kl. 13.30.
Inga B. Árnadóttir,
Guðrún B. Árnadóttir, Ragnar Benediktsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR FREYR GUÐJÓNSSON
húsasmiður,
Langholtsvegi 132,
Reykjavik,
lést í Borgarspítalanum 23. maí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
mánudaginn 30. maí kl. 13.30.
+
THEÓDÓR GUÐMUNDSSON
frá Skörðum í Miðdölum,
sem andaðist 17. maí í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn 25.
maí, kl. 1 5.00.
Vandamenn.
+
Bróðir okkar og mágur,
SIGBJÖRN ÞÓRÐARSON
frá Einarsstöðum,
Stöðvarfirði,
Háaleitisbraut 107,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. maí,
kl. 10.30.
Magnús Þórðarson,
Jakobfna Þ. Nardella,
Borghildur Þórðardóttir,
Halldór Hansen.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓHANN STEFÁNSSON,
útvegsbóndi,
Miðgörðum, Grenivík,
verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju
fimmtudaginn 26. maí kl. 14.
Gíslína Kristín Stefánsdóttir,
Gfsli F. Jóhannsson, Borghildur Ásta ísaksdóttir,
Margrét S. Jóhannsdóttir, Oddgeir ísaksson,
Stefán Jóhannsson, Þórey Aðalsteinsdóttir,
Nanna Kristfn Jóhannsdóttir,
Birgir Már Birgisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
LÁRUS M. K. GUÐMUNDSSON,
Mávahlíð 16,
Reykjavík,
er lést 17. maí sl., verður jarðsunginn
27. maí kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Jónína Nieljohníusdóttir,
Ólafur Lárusson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Lárusson, Anna Guðmundsdóttir,
Ragnar Lárusson, Eygló Óskarsdóttir,
Lára M. Lárusdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Sigríður Lárusdóttir, Þorsteinn Gunnlaugsson
og barnabörn.
salir og mjög
g()ð þjónusta.
Upplvsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HéTEL LVFTLEISIR
|
2
Látið okkur annast
erfidrykkj una.
Fyrstaflokks þjónusta
og veitingar.
Rúmgóð og þœgileg
salarkynni.
Upplýsingar í síina 29900
E R FI
DKVkkJI l{
Regína Erlingsdóttir,
Sverrir Þórólfsson, Laufey Kristjónsdóttir,
Guðrún Gyða Þórólfsdóttir, Loftur Bjarnason,
Kristfn Erla Þórólfsdóttir, Gylfi Guðmundsson,
Guðlaug Þórólfsdóttir, Sigfús Cassata,
Auður Þórólfsdóttir, Ingi Steinn Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móöiLokkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR SIGURSTEINSDÓTTIR
frá Djúpadal,
Rangárvallasýslu,
Óðinsgötu 14,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu laugardaginn 21. maí.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 30. maí
nk. kl. 15.00.
Birgir Gunnarsson,
Sigrún E. Gunnarsdóttir,
Kristfn Ó. Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson,
Sigursteinn Gunnarsson,
Ólafur Gunnarsson,
Sigurjón Ragnarsson,
Björgvin Guðmundsson,
Kristín Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
LEGSTEINAR
H€LLUHRflUNI 14. HAFNARFIRÐI, SÍMI 91-652707
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, sonar, bróður og
tengdasonar,
BJÖRNS MATTHÍASSONAR,
Grasarima 24,
Reykjavik.
Sérstakar þakkir til starfsfólks heima-
hlynningar Krabbameinsfélagsins.
Ragnheiður Gísladóttir,
börn, foreldrar, systur og tengdaforeldrar.
+
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar,
fósturmóður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
ÖNNU MARÍU EINARSDÓTTUR
frá Hellissandi.
Hans A. Clausen, Helena Clausen,
Dagmar Clausen,
Haukur Clausen,
Herluf Clausen, Kristín Sigmarsdóttir,
Guðmundur Clausen, Heiða Guðjónsdóttir,
Friðrik Á. Clausen,
Jóhanna Clausen, Trausti Gunnarsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.