Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 62

Morgunblaðið - 25.05.1994, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994 VnSTrrnTrSTSTXSTTTTTR Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 880900, 880901, 880902 og 880915. Utankjörfundar atkvæöagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík, Ármúlaskóla, alla daga kl. 10-12,14-18 og 20-22. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur aö kosningum. Aðstoö viö kjörskrárkærur. Stuðningsfólk Sjálfstæðisfiokksins! Vinsamlega látið okkur vita um alla kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k. Reyitjauík €> Sæktu um Maestro í bankanum þínum og sparisjóði! DEBETKORT __________^__ MEISTARIÁ SÍNU SVIÐI! Maestro Maestro Maestro Maestro Hcoietti B Sdotti Natuzjrf Frábært úrval af nýjum sófasettum, homsófum og stökum sófum í leðri frá ítahu. Litir í miklu úrvali. Verð við allra hœfi. ® ValhnsfföjBi raigiBÍÖslm , O O ARMULA 8, SIMAR 812275, 685375 BRIDS II m s j 6 n G u rt m . P á 11 Arnarson Sagnhafi fær þægilegt útspil gegn 6 gröndum — hjarta upp í ÁD. Hann gæti hæglega átt þrettán slagi, en þetta er sveita- keppni en ekki tvímenning- ur, svo honum ber að tryggja tólf í sem flestum legum. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 8642 V 6543 ♦ Á3 ♦ Á75 Vestur Austur Suður ♦ ÁK V ÁD2 ♦ KD9754 ♦ KD Vestur Norður Austur Suður _ - - 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 4 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartagosi. Hvemig á suður að spila? Suður á að einbeita sér að slæmri tígullegu. Honum nægir að fá fímm slagi á tígul og ætti því að þola 4-1-legu í iitnum. En tígul- ásinn er eina innkoman á laufásinn, svo það virðist vera nauðsynlegt að taka þrjá slagi á lauf áður en tíg- ullinn er prófaður. Og þá er lega af þessu tagi ban- væn: Norður ♦ 8642 V 6543 Vestur ♦ Á3 ♦ Á75 Austur ♦ DIO ♦ G9753 4 G109 * K87 ♦ 10862 llllll ♦ G ♦ G986 ♦ 10432 Suður ♦ ÁK V ÁD2 ♦ KD9754 ♦ KD Hafí sagnhafí hausað laufið þegar vestur kemst inn á tígultíu, fær vestur slag á laufgosa. Leiðin framhjá þessum vanda er að taka fýrst KD í laufi og dúkka svo strax tígull! Tígulásinn er þá enn í borði sem innkoma á nafna sinn í laufi og tígulliturinn er jafnframt frír. IDAG VELVAKANDI svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Lýst eftir Evróvision- aðdáendum VELVAKANDI fékk bréf frá ísraelskum manni, Yair Sapir, skrifað á góðri íslensku, þar sem hann m.a. er að leita eftir með- limum í klúbb Evróvision- aðdáenda. Þessi aðdá- endaklúbbur heitir OGAE og hefur um 600 meðlimi í 16 löndum, en því miður enga íslenska. Klúbbur þessi gefur út fréttabréf með ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir aðdá- endur söngvakeppninnar og í síðasta bæklingi mátti m.a. fínna allt um Dublin og tilhögun keppninnar þar. Þeim sem vilja fá nán- ari upplýsingar um OGAE, aðdáendaklúbb Söngva- keppni evrópskra söngva- stöðva, er bent á eftirfar- andi heimilisfang: OGAE, 96, rue Gambetta, F-45120 Chálette S/Loing France. Ég- vil heyra næturtónlist ANNA María Pétursdóttir þakka Ástu Bjarnadóttur fyrir að vekja athygli á næturtónlist í dálkum Vel- vakanda. Hún er henni hjartanlega sammála. Einnig segist hún, eins og fjölmargir aðrir lands- menn, sakna þáttarins Kvöldsagna á Bylgjunni. Alltof fá útskot ÞESSA dagana má heyra auglýsingar í útvarpi, sjónvarpi og dagblöðum þess efnis að fólk eigi að ferðast um landið sitt. Hvítasunnuhelgin er mikil ferðahelgi og fólk flykkist út úr bænum. Það er því fyrir neðan allar hellur hvað ferðaþjónusta hér á landi fer seint af stað. Þessa helgi, hvítasunnu- helgina, er varla að fínna nokkra ferðamannaþjón- ustu og hreinlætisaðstaða er engin. Má t.d. nefna að á Búðum var hægt að komast á salerni þó ekki væri formlega opið. Því var engin þjónusta þar og salernin vægast sagt óþrifaleg. Þess vegna fór fólk út í hraunið til að gera þarfír sínar og allir ættu að'geta vitað hvað það verður geðslegt með tímanum. Einnig þyrfti að huga að því að bæta við útskot- um á fleiri stöðum við þjóðveginn þar sem hægt er að stoppa til að teygja úr sér. Þessi útskot eru alltof fá og of langt á milli þeirra. DG Tapað/fundið Gleraugu fundust SJÓNGLERAUGU í blárri og gylltri umgjörð fundúst í Elliðaárdal fyrir nokkr- um dögum. Eigandi má hafa samband í síma 76729. Hjól tapaðist APPELSÍNUGULT og fjólublátt 18“ Jazz/Voltage reiðhjól með verksmiðjunúmerinu JI- 12003987, tapaðist frá Sílakvísl 14 fyrir röskum mánuði. Hafí einhver orðið var við hjólið er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 671098. Hjól tapaðist GULT Murrey-fjallahjól hvarf frá sundlaug Öldu- selsskóla í Breiðholti sl. fímmtudag. Hafí einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 79470. Foreldr- ar í hverfinu eru beðnir að líta eftir hjólaeign fjöl- skyldunnar. Týnt reiðhjól RAUTT Fchwinn-íjalla- hjól hvarf frá Bárugötu aðfaranótt sl. sunnudags. Hafí einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 21019 eða 12206 Sigrún. Gæludýr Kettlingar ÞRÍR fallegir kettlingar óska eftir nýju og góðu heimili. Upplýsingar í síma 73990. Kettlingar TVÆR móðurlausar, kassavanar sjö vikna læð- ur fást gefins á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 28747. Kettlingar TVEIR undurfagrir þriggja mánaða kassavan- ir kettlingar fást gefíns. Upplýsingar gefur Elísa- bet í síma 20834. Víkveríi skrifar... * Iveðurblíðu undanfarinna daga hefur landið skartað sínu feg- ursta. Auðvitað fóru fjölmargir í ferðalög eins og jafnan gerist um hvítasunnuna. Þessi fyrsta stór- ferðahelgi sumarsins virðist hafa gengið stóráfallalaust fyrir sig og er það vel. Reykjavík skartaði sínu fegursta um hvítasunnuhelgina og nutu fjölmargir Reykvíkingar úti- vistar í borginni, án þess að leggja land undir fót. Það er skemmtilegt að sjá hversu vel hefur tekist til með ýmsar endurbætur á gamla miðbæ Reykjavíkur. Kolaportið virðist hafa komið sér vel fyrir á nýja staðnum í Tollhúsinu. Víkverji var í hópi fjölmargra sem rak nefíð inn í nýja Kolaportið á annan í hvítasunnu. Sölubásamir eru fjöl- margir, og sennilega hafa einhver þúsund manna lagt leið sín þangað um helgina. Það sem kom Víkverja einna mest á óvart, þegar hann gekk um Kolaportið, var að sjá allt það samsafn af skrani, glingri, gömlum fötum og hálfgerðu drasli, sem þar hafði tekist að safna sam- an, með það að markmiði að selja. Raunar sá Víkverji ekki svo mikil viðskipti fara fram, þá stund sem hann staldraði við. Flestir virtust vera komnir til þess að skoða það sem á boðstólunum var, án þess að ætla að ráðast í stórinnkaup. En miðað við allt það flæmi sem lagt er undir sölubása í nýju húsakynn- unum, sýnist Víkverja sem Kola- portið sé tvímælalaust orðið stærsta skranvöruverslun landsins. XXX Hafnarbakki Reykjavíkurhafnar hefur tekið stórkostlegum umskiptum til hins betra og er nú hið skemmtilegasta útivistar- og leiksvæði. Börnin kunna óspart að meta þau leiktæki sem sett hafa verið upp fyrir þau. Frágangur allur er afar smekklegur og snyrti- mennskan beinlínis skín af svæðinu. Hér hafa átt sér mikil umskipti til hins betra og enginn vafi á því að þetta svæði á eftir að verða vin- sælt meðal Reykvíkinga og gesta þeirra, einkum þegar jafn vel viðrar og gerði nú um helgina. XXX á hefur ekki síður tekist vel til með frágang og endurbætur við Ingólfstorg, sem virðist ætla að taka við af Lækjartorgi sem mið- stöð í gamla miðbænum. Þar var mikið líf og fjör, þegar Víkveiji og samferðafólk hans gengu þar um síðdegis á mánudag. Fjölmennur kór ungmenna söng kirkjutónlist að hætti kristinna Suðurríkjamanna Bandaríkjanna og fjölmargir áheyr- endur slógu taktinn og klöppuðu söngfólkinu lof í lófa. Raunar fékk Víkverji ekki betur séð en nokkrir hermenn Hjálpræðishersins væru svo ánægðir með söngatriðin að þeir væru farnir að stíga nokkur létt dansspor á t'orginu, í takt við tónlistina!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.