Morgunblaðið - 25.05.1994, Side 68
68 MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
H
HVÍTASUNNUMÓT FÁKS
níu keppendum í úrslitum í hvorum
flokki voru aðeins tveir strákar. í
barnaflokki hafði þó annar strák-
urinn, Davíð Matthíasson, sigur
og greinilegt að hann er ekki tilbú-
inn að gefa þetta allt til stúlkn-
anna. í unglingaflokki voru stúlk-
ur í tveimur efstu sætunum, þær
Gunnhildur Sveinbjarnardóttir
sem vann sig úr sjöunda sæti í
fyrsta sætið og Saga Steinþórs-
dóttir sem varð gefa fyrsta sæti
eftir í úrslitum.
Einveldi Sigurbjörn og
Odds fallið
Snemma í vor var gefið í skyn
hér í hestaþættinum að kominn
væri fram á sjónarsviðið verðugur
keppinautur fyrir Sigurbjörn
Bárðarson og Odd frá Blönduósi
sem verið hafa svo til ósigrandi í
tölti síðustu tvö árin. Hér var átt
við hryssuna Nælu frá Bakkakoti
og Hafliða Halldórsson sem unnu
nú öruggan sigur í töltinu, náðu
100 stigum í forkeppninni og
bættu tæpum tveimur stigum við
í úrslitakeppninni. Var þar um að
ræða stórglæsilega sýningu og
flestir sammála um að ekki hafi
verið ofgefið þar.
Að þessu sinni héldu Fáksmenn
mót sitt í blíðskaparveðri. í heild
var þetta vel heppnuð samkoma
Þótt dagskráin á annan í hvíta-
sunnu hafi verið hálfgert mara-
þon.. Samfelld dagskrá frá 11 til
klukkan að ganga sex er nú
fullmikið af því góða. Vel kom í
ljós að keyra mátti dagskrána mun
hraðar í gegn. Sem dæmi má
nefna þegar skeið er riðið í úrslit-
um A-flokks fer keppandi ekki af
stað fyrr en sá sem á undan fer
hefur lokið sprettinum að fullu.
Þama mætti stytta tíma milli
ÓÐUR frá Brún stóð efstur fimm vetra stóðhesta á héraðssýn-
ingu Búnaðarsambands Kjalarnesþing með 8,17 í einkunn, knapi
er eigandinn Hinrik Bragason.
Sviptingar í úrslitum
Miklar sviptingar urðu í úrslit-
um B-flokks þar sem Orri Snorra-
son og Logi frá Skarði unnu það
fágæta afrek að vinna sig úr fjórða
sæti í sigursætið eftir spennandi
keppni við Sigurbjörn Bárðarson
og Kolskegg frá Ásmundarstöðum
og Sigurð V. Matthíasson og Odd
frá Blönduósi en þeir urðu jafnir
í öðru til þriðja sæti og var hlut-
kesti látið ráða. Þótt Fáksmenn
muni vafalítið blanda sér í úrslita-
baráttuna í B-flokki á landsmóti
virðist kandídat í sigursæti varla
þeirra á meðal á þessu stigi máls-
ins. Mörgum varð tíðrætt um
hversu mikillar reiðar er krafist í
VERÐLAUNAHAFA og fulltrúar Fáks á landsmótinu í barna-
flokki frá vinstri talið Davíð og Vinur, Bergþóra og Örvar, Við-
ar og Glaður, Þói'dís og Viðar, Sylvía og Sörli, Jóna Margrét
og Rúmur, Erla og Garpur, Þórunn og Roði og Vilfríður og Vinur.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
GÝMIR var hinn öruggi sigurvegari í A-flokki, knapi Hinrik
Bragason.
STÓÐHESTURINN Logi frá Skarði skaust úr fjórða sæti í B-
flokki í sigursætið eftir harða keppni, knapi Orri Snorrason.
eigi enn eitthvað inni sem þeir
galdra fram á næstu vikum. Gým-
ir var sá eini sem hélt sæti sínu
frá forkeppni þannig að baráttan
var einnig hörð í A-flokki þótt
ekki hafi baráttan staðið um fýrsta
sætið.
Stúlkurnar allsráðandi
Því er oft haldið fram að hesta-
mennska sé fyrst og fremst
stúlknasport. Sé keppni barna og
unglinga á hvítasunnumótinu ein-
hver mælikvarði á það þarf ekki
að fjölyrða frekar um það því af
HESTAR
Ví ðive 11 i r
HVÍTASUNNUMÓT FÁKS
19. til 23. maí.
UÓST er nú að afloknu hvíta-
sunnumóti Fáks að ekki mæta all-
ir bestu gæðingar landsins á lands-
mótið í sumar. Aldrei fyrr hefur
annar eins fjöldi góðra hesta kom-
ið fram hjá Fáki sem nú og á það
sér í lagi við um B-flokks gæð-
inga. Af 34 hestum sem þar mættu
til dóms voru aðeins þrír með ein-
kunn undir 8 og fyrsti varahestur
sem var tíundi í röð var með 8,49
í einkunn. Þá má gera ráð fyrir
að börn og unglingar frá Fáki
muni blanda sér í toppbaráttuna á
landsmótinu.
Á sjötta kílómetra á fullu gasi
úrslitakeppni og sögðu talna-
glöggir menn að riðnir séu um sex
kílómetrar og það á fullu gasi eins
og sagt er. Telja margir að þetta
sé óþarflega mikil reið og of mik-
ið á hrossin lagt eins og til dæmis
sigurvegarann Loga sem er aðeins
sex vetra gamall. En vissulega var
keppnin'skemmtileg eins og alltaf
þegar úrslit eru tvísýn.
I A-flokki stóð styrinn um ann-
að sætið því eins og fyrirfram var
reiknað með sigraði Gýmir frá
Vindheimum af öryggi enda yfir-
burða hestur. Enn sem komið er
virðist enginn hestur kominn fram
sem getur skákað Gými á lands-
mótinu í sumar en eigi að síður
má knapinn Hinrik Bragason laga
ýmislegt fram að móti til að gera
landsmótssigurinn enn glæsilegri.
Daníel Jónsson sem reið Dalvari
frá Hrappstöðum til sigurs hjá
Fáki fyrir ári sýndi í úrslitunum
nú að það var engin tilviljun er
hann vann sig upp úr fjórða sæti
í annað. Góður árangur hjá ungum
knapa sem sat upp með haltan
hesta lungann af vetrinum. Má
því ætla að þeir Daníel og Dalvar
WSTSgTgSggTBSTTgBSTlllll^
Tökum stökkid med Ama
Pétur J. Eiríksson
framkvæmdastjóri/hestamaður
Sigurður Marinusson
tamingamaður
Kristbjörg Eyvindsdóttir
hestaútflytjandi
Gunnar Bjarnason
hrossaræktarráðunautur
Hinrik Bragason
tamningamaður