Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
OECD sefirir vmisleert benda til breytinera í
Áfram að moka góði, vorið kemur ekki fyrr en árið 2000 ...
Verð íbúða við Miklubraut lægra vegna mengnnar og hávaða
Verið er að kanna
hávaðamengxin við
götur borgarinnar
FORSTÖÐUMAÐUR borgar-
skipulags, Þorvaldur S. Þorvalds-
son, segir að verið sé að kort-
leggja borgina og skoða hávaða-
mengun við götur og hvað Miklu-
braut snerti verði reynt að leggja
bestu og skynsamlegustu tillögur
fram til úrbóta. Endanleg ákvörð-
un sé hins vegar af pólitískum
toga. Björn Stefánsson, fasteigna-
sali hjá Þingholtum, segir ekki
óalgengt að lækka þurfi verð
Lögregla um viðbrögð við árás á nýstúdent
Bílsins var leit-
að um nóttina
FRIÐRIK G. Gunnarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að sér
virðist sem viðbrögð lögreglumanna sem sendir voru á vettvang
þegar ráðist var á tvítugan nýstúdent, Viðar Þór Guðmundsson,
við heimili hans aðfaranótt sunnudags, hafi verið eðlileg miðað við
þær upplýsingar sem þá lágu fyrir.
Friðrik segir að hins vegar hefði
mátt hefja rannsókn málsins strax
á mánudag þegar ljóst var að
meiðsli Viðars voru meiri en talið
vár í fyrstu. Guðmundur Sigurðs-
son, faðir Viðars, hefur gagnrýnt
að lögreglan hafi sýnt litla tilburði
til að finna árásarmennina og
rannsóknin hafi farið hægt af stað.
Friðrik G. Gunnarsson segir að
skýrslur lögreglumannanna beri
með sér að bíls árásarmannanna
hafi verið leitað strax um nóttina
en án árangurs. Hins vegar telji
hann að þegar í ljós kom á mánu-
dag að Viðar var meira meiddur
en í fyrstu var talið hefði verið
ástæða til að hefja rannsókn máls-
ins af krafti. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gæf er Viðar
m.a. rifbrotinn, talinn kinnbeins-
brotinn og með sjóntruflanir eftir
að ókunnir menn réðust á hann,
börðu og óku bíl á hann í þann
mund sem stúdentsveislu var að
ljúka við heimili hans.
Aðspurður sagðist Friðrik ekki
getað útilokað þann möguleika að
þeir lögreglumenn sem sendir voru
á staðinn hafi vanmetið alvöru
málsins.
Yfirheyrslur í málinu hófust í
gær og var þá tekin skýrsla af
Viðari, auk þess sem árásarmenn-
irnir höfðu verið boðaðir til yfir-
heyrslu en vitað er hveijir þeir eru.
íbúða við götuna töluvert til þess
að þær seljist.
Þorvaldur segir að gert hafi
verið ráð fyrir að hluti umferðar
sem nú fer eftir Miklubraut færi
eftir Fossvogsbraut, sem fram-
kvæmdir hafa frestast við um
óákveðinn tíma. Segir hann hafa
verið skoðað að grafa Miklubraut-
ina niður en það kosti mikla pen-
inga. Aðspurður hvort til greina
komi að ráðast í dýra framkvæmd
íbúanna vegna segir Þorvaldur:
„Ekki nema maður sæi það sem
hluta af stærri heildarmynd, að
bæta allt íbúðarsvæði Hlíðanna.
Það þarf að meta þetta allt sam-
an, ekki bara út frá peningunum.
Ég vona að það sjónarmið verði
ekki allsráðandi," segir hann.
Meðvitaðra um mengun
Björn Stefánsson fasteignasali
segir að verðmunur á íbúðum við
Miklubraut og annars staðar í
Hlíðunum sé mikill. Til dæmis
gæti 180 m2 íbúð á þessum slóðum
selst á níu milljónir. „Þetta er van-
kantur. Það hefur verið gífurlega
erfitt að selja á þessum stað und-
anfarið. Við fyrstu sýn virðast töl-
urnar ekki háar en þessar íbúðir
eru kannski 30-40 m2 stærri en
fengjust fyrir sama verð annars
staðar. Annars er þetta orðið
svona á fleiri stöðum, til dæmis
við Bústaðaveginn. Fólk er að
verða sér _ meðvitaðra um þessa
mengun. Ég er búinn að vera í
þessu í 13 ár, það var ekki minnst
á mengun fyrir um 10 árum,“ seg-
ir Bjöm loks.
Formaður Heimilis og skóia
Vinnutími
kennara verður
að breytast
Unnur Halldórsdóttir
Við verðum að
einsetja skólana,
fjölga kennslu-
stundum og
semja við kennarastéttina
um breyttan vinnutíma ef
við ætlum okkur að fá
góða skóla og gott skóla-
starf, segir Unnur Hall-
dórsdóttir formaður sam-
takanna Heimili og skóli,
en einsetinn skóli og lengri
viðvera er eitt þeirra mála
sem hæst ber í kosninga-
baráttu framboðslistanna
til sveitarstjórna. Hún
bendir á að lausnin felist
ekki eingöngu í fleiri
skólastofum ef bæta á
innra starf skólanna.
Brýnast væri að taka upp
samningaviðræður við
kennarastéttina hið fyrsta
um breyttan vinnutíma.
Það mætti ekki dragast
lengur ef takast ætti að
einsetja grunnskólana.
„Við viljum ekki að
kosningaloforð um einsetinn skóla
verði eins og nýr en stærri pottur
með sömu súpunni," sagði Unnur.
„Við fögnum því að skólamál skuli
vera komin inn í umræðuna og
teljum það enga tilviljun. For-
eldrahreyfmgin er að eflast og
styrkjast og fólk gerir kröfur um
betri skóla.“
Unnur sagði að ef takast ætti
að koma á einsetnum skóla yrði
að taka upp samningaviðræður
hið fyrsta við kennara um breytt-
an vinnutíma og fjölgun stöðu-
gilda. „Það eru þau grundvallar-
atriði sem allt strandar á,“ sagði
hún. Benti hún á að í Mýrarhúsa-
sköla á Seltjarnarnesi hefði skól-
inn verði einsetinn síðastliðin tvö
ár og að þar væru kennarar ein-
ungis í 75% starfi, þar sem öll
börn eru farin úr skólanum fljót-
lega eftir hádegi. Fullt starf fyrir
kennara væri ekki í boði. Þess
vegna yrði einnig með einsetnum
skóla að lengja skóladaginn og
skapa með nýjum samningum
svigrúm fyrir kennarana til að
vinna í skólunum.
Breyttur vinnutími
„Við viljum að vinnutíma þeirra
verði breytt á þeirri forsendu að
kennsluskyldan mun minnka í
kennslustofunum, en viðvera
kennarana eykst *ȇ
vinnustað," sagði
Unnur. „Þegar því er
náð verður vonandi
hægt að tala um góða
skóla. Eins og fyrir-
komulagið er núna gengur það
ekki. Skólastjórar hafa ekki um-
boð til að biðja kennara um að
lengja viðveru sína í skólanum,
þar sem slíkt stangast á við þeirra
kjarasamninga."
Að sögn Unnar er markmiðið
betri skóli og til þess að ná því
yrði að líta á kennslu sem fullt
starf. í einsetnum skóla hefði
kennarinn umsjón með einum
bekk og gæti því sinnt betur hverj-
um einstaklingi. Sagði hún að með
auknu samstarfi kennara sköpuð-
ust möguleikar til fjölbreyttari
kennsluhátta. „Sveitarstjórnir
vilja fá skólana til sín og þar með
þessi yfirráð," sagði hún. „Ég hef
ágæta trú á því en ég tel ekki
gott að skólinn verði afhentur í
því ástandi sem hann er. Sveitar-
félögin eru misvel undirbúin og
sum jafnvel ekki nægilega meðvit-
uð um hvað það þýðir að taka við
► UNNUR Halldórsdóttir er
fædd 3. júní 1953. Hún lauk
prófi í uppeldisfræði frá Há-
skólanum í Lundi í Svíþjóð árið
1983 og hefur starfað sem
kennari og bóndi. Hún hefur
verið formaður landssamtak-
anna Heimilis og skóla frá því
að samtökin voru stofnuð fyrir
um tveimur árum síðan, en fé-
Iagatal samtakanna er nú um
10 þúsund manns. Unnur er
gift Hirti Árnasyni og eiga þau
fjögur börn.
skólunum. Stærri sveitarfélög eins
og Reykjavík geta gefið tóninn
um það hvernig til tekst ef þau
hafa framsækna skólastefnu."
Heilsdagsskóli þörf viðbót
Unnur sagði að samtökin Heim-
ili og skóli fyndu fyrir því að al-
menningur væri ekki nægilega vel
upplýstur um einsetinn skóla.
Sumir teldu að með heilsdags-
skóla væri bjömin unninn en svo
væri ekki raunin. Hann væri þörf
viðbót en kennslustundum þyrfti
að fjölga.
Hún segir að heilsdagsskólinn
komi vel á móti þörfum fólks. Með
tilkomu hans hafi málin hreyfst
úr kyrrstöðu og hjólin
farið að snúast. Með
einsetnum skóla verði
svo mun auðveldara að
skipuleggja heilsdags-
skólann, því eins og
málum væri háttað nú þá væri
ekki jafnræði til náms. Til dæmis
hæfi barn sem væri í heilsdags-
skólanum fyrir hádegi, skóladag-
inn um hádegi, þá úrvinda.
Unnur segir að heilsdagsskól-
inn eigi svo eftir að þróast og
batna og að verða sambland af
námi og skemmtun.
„Við viljum sjá í einsetnum
skóla með lengdum skóladegi að
þar sé svigrúm að hafa skemmti-
legheitin. Þá verður hægt að búa
til almennilegan skóla með fjöl-
breyttu skólastarfi,“ segir hún.
„Þegar að kennsluvikan er ekki
nema 23 stundir á viku, þá þarf
kennarinn að halda vel á spöðun-
um til þess að komast yfir skradd-
urnar. Hann má ekki einu sinni
stelast út í Öskjuhlíð með börn-
in.“ Þegar ekki veiti af tímanum
í námið finnist krökkunum oft
leiðinlegt í skólanum.
Markmiðið
er betri
skóli