Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 11
!: .h4 MORGUNBLAÐIÐ SVEITARSTJÓRNARKOSINIINGAR f-ííií! 1 / \r n:: Sj' U »/j (i JTJ/ 171 J' l * * f í’IMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 11 Mýrasýsla i Laugardalshreppur Kosið í samein- uðu sveitarfélagi Borgarnes. Morgunblaðiö Hlutbundin kosn- ing í fyrsta sinn ÞAÐ SEM setur svip sinn á kosn- ingarnar i Mýrasýslu er kosning nýrrar níu manna sveitarstjórnar fjögurra sveitarfélaga í Mýra- sýslu sem ákváðu að sameinast. Þau eru Hraunhreppur, Norður- árdalshreppur, StaÖioItstungna- hreppur og Borgarnesbær. Fjór- ir flokkar bjóða fram og eru upphéraðsmenn ofarlega á list- um sjálfstæðismanna, framsókn- armanna og Alþýðubandalags en listi Alþýðuflokksins er aðeins skipaður Borgnesingum. Annað sem er merkilegt við þess- ar kosningar er að flokkarnir ganga að vissu leyti bundnir til þeirra að því er varðar þá viljayfirlýsingu sem gerð var milli sveitarstjórnanna við sameininguna. Meðal annars er ákveðið að leggja 20 milljónir á þessu ári til sérstaks átaksverkefnis til bættra samgangna í dreifbýlinu. Á kjördag munu kjósendur taka afstöðu til nafns á hinu sameinaða sveitarfélagi. Eftirtalin nöfn voru valin úr 60 tillögum sem bárust í skoðanakönnun sem efnt var til, Borgarbyggð, Borgarfjarðarbær, Borgarfjarðarbyggð, Borgarfjarð- arþing, Borgarnesbyggð, Borgar- þing og Mýrabyggð. Atvinnumál efst á baugi Helstu mál flokkanna eru at- vinnumálin, einnig eru mál Hita- Fljótsdalshérað Skoðana- könnun um sam- einingu Vaðbrekku, Jökuldal - Á sameig- inlegum fundi hreppsnefnda Jökul- dalshrepps, Hlíðarhrepps og Tungu- hrepps nú á vordögum var sam- þykkt að fram fari óbundin skoð- anakönnun um sameiningu þessara hreppa samhliða sveitarstjórnar- kosningunum 28. maí. í haust var felld tillaga umdæma- nefndar um sameiningu alls Fljót- dalshéraðs í eitt sveitarfélag með miklum mun í þessum hreppum. Þrátt fyrir þessa miklu andstöðu við stóru sameininguna í haust þótti hreppsnefndarmönnum full ástæða til þess að gefa íbúum í þessum hreppum kost á að segja hug sinn T þessum efnum. Með því kemur í Ijós hvort mönnum hugnist betur smærri sameining eða hvort menn vilji hreint enga sameiningu. ----♦ ♦ ♦--- Opið hús í Verzlunar- * skóla Islands OPIÐ hús verður í Verzlunarskóla íslands laugardaginn 28. maí nk. kl. 14—17. Nýútskrifuðum grunn- skólanemum og aðstandendum þeirra gefst þá kostur á að skoða húsakynni skólans og ræða við kennara og nemendur um skólalífið. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og for- eldra þeirra og nemendur skólans kynna félagslíf sitt og nám. Bóka- safn skólans, sérkennslustofur og íþróttahús verða til sýnis fyrir gesti sem og tækja- og tölvubúnaður skólans. veitu Akraness og Borgarfjarðar, HAB, ofarlega hjá öllum flokkum, enda greiða notendur eitt hæsta orkuverð hérlendis og skuldastaða HAB er alls ekki góð. Guðmundur Guðmarsson skipar efsta sætið á lista framsóknar- manna. Að hans sögn leggja fram- bjóðendur B-listans höfuðáherslu á þrjú mál í kosningunum. Atvinnu- málin skipti höfuðmáli fyrir byggð- arlagið. „Við leggjum ríka áherslu á að sú úrvinnsla á landbúnaðaraf- urðum sem er í sveitarfélaginu verði þar áfram og vaxi og dafni,“ segir hann. „Einnig leggjum við áherslu á að þau iðnfyrirtæki sem eru í sveitarfélaginu búi við sem bestar aðstæður." Þá leggur Framsóknar- flokkurinn áherslu á að sameiningin sem stendur fyrir dyrum takist sem best. í þriðja lagi stefnir flokkurinn að því að hefja vinnu í skipulags- Sigrún Símon- Guðmundur ardóttir Guðmarsson málum, bæði í þéttbýlinu og við svæðisskipulag alls héraðsins í sam- vinnu við önnur sveitarfélög. Sigrún Símonardóttir, forseti bæjarstjórnar og fyrsti maður á lista sjálfstæðismanna, sagði eftir- farandi um áherslumál sjálfstæðis- manna í komandi kosningum: „Sjálfstæðismenn leggja áherslu á að öll vinna vegna sameiningar sveitarfélaganna takist sem best og til hennar sé vandað. Við munum setja atvinnumál og umhverfismál í forgang á næsta kjörtímabili, auk þess að lausn fáist á allra næstu mánuðum á málefnum Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, en það er mikið hagsmunamál fyrir íbúa Borgarness.“ Laugarvatni - í fyrsta skipti fer nú fram hlutbundin kosning í Laugardalshreppi. í framboði eru þrír listar en aðeins 174 eru á kjörskrá. K-listi er listi sitjandi hreppsnefndar, L-listi er listi áhugafólks um breyttar áherslur og vinnubrögð og M-listi er listi lýðræðisbandalagsins en á honum eru tveir frambjóðendur. Laugdælingar fá nú að velja í fyrsta skipti um mismunandi lista í hreppsnefndarkosningum um næstu helgi. Hingað til hefur allt- af verið um að ræða óhlutbundnar persónukosningar. Listarnir sem hér um ræðir eru þannig skipaðir: K-listi: Þórir Þorgeirsson, odd- viti, Árni Guðmundsson, garð- yrkjubóndi, Guðmundur Rafnar Guðmundsson, skólastjóri, Fanney Gestsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Halldóra Guðmundsdóttir, hús- stjórnarkennari, Snæbjörn Þor- kelsson, byggingafulltrúi, Guðný Grímsdóttir, bóndi, Pálmi Hilmars- son, húsbóndi og Haraldur Har- aldsson, járnsmiður. L-listi: Elsa Pétursdóttir, bóndi, Kári Jónsson, framkvæmdastjóri, Theodór J. Vilmundarson, fram- kvæmdastjóri, Kjartan Lárusson, umsjónarmaður, Jóna Gestsdóttir, umsjónarmaður, Hjördís Ásgeirs- dóttir, garðyrkjubóndi, Yngvi Páll Þorfinsson, menntaskólakennari, Lóa Ólafsdóttir, snyrtifræðingur, Hrafnhildur Eyþórsdóttir, starfs- stúlka og Hilmar Bragason, menntaskólakennari. M-listi: Hreinn Ragnarsson, menntaskólakennari og Ólafur Sigurgeirsson, menntaskólakenn- ari. Kjörstaður verður á skrifstofu Laugardalshrepps frá kl. 10 til 22. fimmtudag til sunnudags 30 stjúpur (í bakka) aðeins IIIII (kr. 33,33 stk.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.