Morgunblaðið - 26.05.1994, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Jónas Baldursson
Verklok dragast
VERKLOK við nýja íþróttahúsið
á Grenivík áttu að vera 15. maí
síðastliðinn en fyrirsjáanlegt er
að afhending dregst eitthvað og
verður verkinu væntanlega skil-
að um mánaðamótin. I drögum
að samningi sem fylgdi útboðs-
gögnum er gert ráð fyrir dag-
sektum en ekki er ljóst hvort þær
verði innheimtar. Verklokin
dragast af ýmsum orsökum, m.a.
skorti um tíma efni og þá var
verkið stöðvað tímabundið vegna
óvissu í atvinnumálum á Greni-
vík. Framkvæmdir eru komnar í
fullan gang að nýju og hafa þeir
Haukur Eríksson, Jón Matthías-
son og Jón Björnsson verið að
vinna þar af fullum krafti síðustu
daga.
Fyrirlestur
Tími: Fimmtudagurinn 26. maí 1994, kl. 20.30.
Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti,
stofa 24.
Flytjandi: Halldóra Arnardóttir, listfræðingur.
Efni: „Minning um ítölsku borgina."
Öllum er heimill aðgangur.
Sjávarútvegsdeildin
á Dalvík-VMA
veturinn 1994-1995
m
FISKVINNSLUDEILDIN
DALVÍK
SKIPSTJÓRNARNÁM:
Kennt ertil skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs.
FISKIÐNAÐARNÁM:
Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs.
ALMENNT FRAMHALDSNÁM:
1. bekkurframhaldsskóla.
Heimavist á staðnum.
Umsóknarfrestur til 10. júní.
Upplýsingar í símum 61083, 61380,61160, 61162.
Skólastjóri.
HÁSKÓLINN
A AKUREYRI
Kosningadagskrá Leikfélags Akureyrar
Kýmar leika við
hvum sinn fíngur
LEIKFÉLAG Akureyrar verður með
opið hús á kosningadaginn, laugar-
daginn 28. maí en þá verður flutt
dagskrá í tali og tónum sem fengið
hefur nafnið „Og kýrnar leika við
hvurn sinn fíngur" og er það dregið
af ljóðlínu Halldórs Laxness.
Leikárinu er nú senn að ljúka og
verður síðasta sýning á Óperu-
draugnum á föstudagskvöld. Á
laugardag vill leikféiagsfólk þakka
Akureyringum samskiptin á leikár-
inu með því að opna dyr sínar og
bjóða til skemmtunar. Að undan-
förnu hafa leikarar heimsótt stofn-
anir og fyrirtæki og flutt stuttar
dagskrár sem nú hafa verið felldar
saman í eina heild. Þá hafa söngvar-
ar sem sungið hafa í Óperudraugn-
um æft nokkur létt lög sem þeir
munu flytja en þeir kalla sig Ó.D.
kvartettinn. Skralli trúður tekur á
móti gestum og kynnir dagskránna
með sínu lagi.
Dagkráin í Samkomuhúsinu
Vor á
Akureyri
„VOR á Akureyri", baráttufundur
Alþýðubandalagsins, verður hald-
inn í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14,
í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30.
Auk stuttra ávarpa verður boðið
upp á fjölbreytta menningar- og
skemmtidagskrá með tónlist, upp-
lestri, gamanmálum og leiklestri.
Auk frambjóðenda koma fram Þrá-
inn Karlsson, Aðalsteinn Bergdal,
Sigurþór Albert Heimisson, Jón
Laxdal og Steingrímur J. Sigfússon.
hefst kl. 16.00 á laugardaginn og
segir í fréttatilkynningu frá LA að
tilvalið sé að koma þar við á leið á
eða frá kjörstað og njóta skemmt-
unar listamannanna, en þeir sem
fram koma eru Ágústa Sigrún Ág-
ústsdóttir, Bergþór Pálsson, Marta
G. Halldórsdóttir, Ragnar Davíðs-
son, Aðálsteinn Bergdal, Dofri Her-
mannsson, Rósa Guðný Þórsdóttir,
Sigurveig Jónsdóttir, Sigurþór AI-
bert Heimisson, Sunna Borg og
Þráinn Karlsson auk leikhússtjór-
ans Viðars Eggertssonar.
Bærinn
kaupir Að-
alstræti 14
BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur
samþykkt kaup á húsinu Aðal-
stræti 14, gamla spítalanum
með fyrirvara um að samning-
ar takist við Læknafélag Ak-
ureyrar og Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga, Norður-
landsdeild um rekstur hússins.
Fyrir liggur uppkast að
kaupsamningi um húsið milli
Akureyrarbæjar og eigenda
þess og einnig liggur fyrir að
stjóm FSA kann að leggja
fram nokkra fjárhæð sem
styrk til endurbóta á húsinu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hraðakstri linni í Aðalstræti
IBUAR við Aðalstræti eru langþreyttir á hraðakstri um götuna
en í fyrrakvöld var ungur ökumaður tekinn á 95 kílómetra
hraða þar. Byggð er beggja vegna götunnar og við hana búa
mörg börn sem eru á ferðinni frani og til baka.
Ibúar við Aðalstræti langþreyttir á hraðakstri um götuna
Krafa um að dregið
verði úr ökuhraða
ÍBÚAR við Aðalstræti eru lang-
þreyttir á hraðakstri í gegnum
hverfið. Ofsaakstur ungs öku-
manns sem lögregla tók á 95 kfló-
• metra hraða í fyrrakvöld fyllti
mælinn og krefjast íbúarnar þess
að tekið verði á málum. Einar
Sveinn Ólafsson, formaður Innbæj-
arsamtakanna, segir að þeim til-
mælum hafi verið beint til bæjaryf-
irvalda að gripið yrði til einhverra
ráða til að draga úr hraðakstri um
götuna. Nefndi hann að hjá tækni-
deild Akureyrarbæjar væri búið að
hanna þrengingar á götuna og þá
lægi einnig fyrir hugmynd að um-
hverfi safnanna sem þama eru þar
sem gert er ráð fyrir einhvers kon-
ar hringtorgi sem án efa myndi
draga úr hraðakstri.
Barnafólk
Einar Sveinn nefndi að á síð-
asta ári hefði verið ekið á barn í
Innbænum „og nú viljum við að
eitthvað verði gert, við ætlum ekki
að bíða eftir að eitthvað alvarlegt-
gerist“, sagði hann. Kynslóða-
skipti hafa orðið í þessum bæjar-
hluta og þar býr nú mikið af fólki
með börn. Byggð er beggja vegna
götunnar og börnin á ferðinni fram
og til baka. „Þetta er óviðunandi
ástand eins og það er, við íbúam-
ir erum til í að gera hvað sem er
og leggja okkar af mörkum til að
bæta úr en við verðum fyrst að
fá einhver viðbrögð frá bæjaryfir-
völdum," sagði Einar Sveinn.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
SKÓLASLIT
verða í íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn
28. maí kl. 10 árdegis.
Skólameistari.