Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 17
Norska
stjórnin
verst
NORSKA stjórnin hélt velli með
83 atkvæðum gegn 80 er van-
trauststillaga fjögurra flokka
kom til atkvæða í Stórþinginu
í fyrrinótt. Deilt var á stjórnina
og þó einkum Sigbjorn Johnsen
fjármálaráðherra fyrir að skipa
Torstein Moland í stöðu seðla-
bankastjóra þrátt fyrir að ólokið
var rannsókn á meintum skatt-
svikum hans.
960 ára fang-
elsisdómur
FJÓRIR múslimskir öfgamenn
hafa verið dæmdir í 240 ára
fangelsi hver fyrir aðild að
sprengjutilræði í skýjakljúfi við-
skiptamiðstöðvar í New York í
febrúar í fyrra. Lengd dómsins
byggist á því hve langt sex
menn sem biðu bana í spreng-
ingunni voru taldir hafa átt eftir
ólifað.
Walesa tilbú-
inn að vitna
LECH Walesa
forseti Pól-
lands sagðist í
gær tilbúinn
til að segja
rannsóknar-
nefnd pólska
þingsins frá
„grimmdar-
legum sann-
leikanum" varðandi setningu
herlaga í Póllandi í desember
1981. Walesa var leiðtogi Sam-
stöðu, óháðu verkalýðssamtak-
anna, er Wojciech Jaruzelski
herstjóri greip til herlaga til
þess að bijóta Samstöðu á bak
aftur. Walesa var fangelsaður
og haldið föngnum í 11 mánuði.
Norðmaður
til SÞ
TERJE Roed Larsen, Norðmað-
ur sem átti stóran þátt í að frið-
arsamningar ísraela og Frelsis-
samtaka Palestínumanna (PLO)
varð að veruleika, var í gær
ráðinn aðstoðarframvkæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ).
Er það æðsta embætti innan
stofnunarinnar sem Norðmanni
hefur hlotnast frá því Trygve
Lie gegndi starfi framkvæmda-
stjóra.
Góma mafí-
ósa í vegg
ÍTALSKA lögreglan handtók í
gær Vincenzo Lauretta leiðtoga
næst stærstu glæpamafíu Sikil-
eyjar, Stidda. Fannst hann í
feluhólfi í húsvegg á heimili sínu
eftir að hafa farið huldu höfði
í sjö ár. Hann hefur verið kærð-
ur fyrir morð, fjárkúganir, rán
og aðra glæpi.
Leiðtogakjör í
næsta mánuði
NÝR leiðtogi Verkamanna-
flokksins í Bretlandi verður út-
nefndur 21. júlí en leiðtogakjör
hefst 10. júní. Veðmangarar
telja líklegast að annað hvort
Tony Blair, talsmaður flokksins
í innanríkismálum, eða Gordon
Brown, talsmaður flokksins í
fjármáíum, erfi leiðtogahlult-
verk Johns Smiths sem lést úr
hjartaslagi 12. maí. Þeir teljast
til hægri í flokknum en helsta
von vinstri armsins er John
Prescott, sérfræðingur flokksins
í atvinnumálum.
Walesa
Bækur með marglitum abstraktmyndum seljast eins og heitar lummur
Töfrarnir búa í
augum lesenda
London. The Daily Telegraph.
TVÆR bækur, uppfullar af marg-
litum abstraktmyndum, hafa farið
mikla sigurför um löndin að
undanförnu. í fljótu bragði virðast
þær þó ekki hafa neitt inni að
halda nema litskrúðið eitt en þær
leyna á sér. Ef horft er nógu lengi
leysast myndirnar upp og í ljós
kemur lifandi þrívíddarmynd —
t.d. andlit, dýr, blóm — sem áður
var falin í punktum og hringjum
frummyndarinnar.
Þegar menn sjá þessa ummynd-
un í fyrsta sinn verða þeir yfirleitt
furðu lostnir og fyrstu viðbrögðin
eru löngun til að deila upplifuninni
með öðrum. Þeir sjá því um að
auglýsa bækurnar útgefendum að
kostnaðarlausu.
10 vikur á toppnum
„Töfraaugað“, önnur bókanna,
var efst á lista yfir söluhæstu
bækurnar í New York í 10 vikur
og í Japan seldust 750.000 eintök
á átta mánuðum, 200.000 á einum
mánuði í Suður-Kóreu og í Þýska-
landi seljast nú um 2.000 eintök
á dag. Þá hefur hún einnig selst
vel í Bretlandi.
Mark Gregorek í Ramsey í New
Jersey, sem hefur einkaleyfi á
myndunum, segir, að allir eigi að
geta komið auga á þrívíddarmynd-
irnar fylgi þeir leiðbeiningunum
en þó tók það hann sjálfan þrjár
vikur. „Ég náði því loks þegar ég
var eins og annars hugar og starði
út í bláinn. Þá hlýt ég að hafa
beitt augunum rétt,“ sagði hann
en kúnstin er að horfa í gegnum
myndina án þess þó að stara. Sem
dæmi má nefna, að í fyrsta „Töfra-
auganu" breyttist mynd af rauðum
rósum á hvítum grunni í risastórt
hjarta í þrívídd.
Blómabarn
Maðurinn á bak við þetta allt
saman er Tom Biccel, fyrrverandi
blómabarn, trésmiður og hermað-
ur í fiughernum, en eitt af áhuga-
málum hans hefur lengi verið
þrívíddarljósmyndun.
Fyrsti fundur nýkjörins þings Suður-Afríku
Liðsmaður
Mussolinis
formaður
þingnefndar
Róm. Reuter.
MIRKO Tremaglia, 67 ára nýfas-
isti sem barðist í seinna stríðinu í
sveitum Benitos Mussolinis var
kjörinn formaður utanríkisnefndar
neðri deildar ítalska þingsins í gær.
Líklegt þykir að kjör Tremaglia
eigi eftir að valda ráðamönnum á
Vesturlöndum áhyggjum og sá efa-
semdum um ríkisstjórn Silvios Ber-
lusconis forsætisráðherra. Hann
er í harða kjarna flokks nýfasista
og í forystu þeirra sem reynt hafa
aðhalda merki Mussolinis á lofti.
Tremaglia barðist 1943-45 í sveit-
um fasistaríkisins Salo sem Mus-
solini stofnaði á hernámsvæðum
Þjóðveija á Norður-Ítalíu. ítalskir
fréttaskýrendur líta á kjör hans
sem sárabót fyrir að hann varð
ekki ráðherra.
Tremaglia var kjörinn formaður
utanríkisnefndarinnar með at-
kvæðum 24 nefndarmanna en
mótframbjóðandi hans Emma
Bonnino hlaut 23 atkvæði. Hann
olli stjórnvöldum í Slóveníu og
Króatíu áhyggjum í síðasta mánuði
með yfirlýsingum um að ítölum
bæri að fá aftur land sem þeir
misstu eftir stríð meðfram Istrian-
ströndinni og Dalmatíuströnd fyrr-
um Júgóslavíu.
aeuter
Frelsi og bætt kjör
Höfðaborg. Reuter.
FYRSTI fundur nýs þings allra kynþátta í Suður-Afríku
kaus í fyrradag Cyril Ramaphosa, framkvæmdastjóra
Afríska þjóðarráðsins, forseta stjórnarskrárþingsins en
verkefni þess verður að semja nýja stjómarskrá. Nelson
Mandela, forseti S-Afríku, hét í ræðu sinni að koma á
fót ríki, sem hefði manninn og frelsi hans í öndvegi,
og boðaði útgjöld í því skyni að uppræta afleiðingar
aðskilnaðarstefnunnar.
Stjórnarskrárþingið kom saman til síns fyrsta fundar
nokkrum klukkustundum áður en Mandela flutti sína
fyrstu ræðu á þingi en stefnt er að því að ný stjómar-
skrá liggi fyrir ekki síðar en eftir tvö ár. Kvaðst Ramap-
hosa, sem er 41 árs gamall, líta á kjör sitt sem forseta
sem mikinn virðingarvott við sig og um leið kvaðst
hann gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð, sem starfinu
fylgdi.
Mandela sagði í ræðu sinni, að stjórnin myndi tryggja
pólitísk réttindi og mannréttindi allra landsmanna og
tilkynnti, að hátt í 50 milljörðum ísl. kr. yrði varið til
að bæta heilsugæslu, húsnæðismál og menntun þeirra,
sem mest hefðu liðið fyrir aðskilnaðarstefnuna. Þá hét
að koma á ókeypis heilsugæslu fyrir börn undir sex
ára aldri og ófrískar konur á fyrstu 100 dögum stjórn-
arinnar.
Reuter
Ræða um náðun fanga
FERDl Hartzenberg, leiðtogi íhaldsflokksins í
Suður-Afríku (t.h.), ræðir við Nelson Mandela,
forseta Suður-Afríku. Þeir ræddu meðal annars
náðun hægrisinnaðra pólitískra fanga og hug-
myndir um aukna sjálfstjórn Búa.
Minnast
Títós í
Sarajevo
KONA í Sarajevo kyssir styttu
af Josip Broz Tító, leiðtoga
fyrrverandi Júgóslavíu, eftir að
hafa lagt blómsveig að stytt-
unni. Afmælis Títós var minnst
í fyrrverandi lýðveldum Júgó-
slavíu í gær en dagsins er jafn-
framt minnst í ríkjum fyrrum
Júgóslavíu sem dags æskunnar.
VONTAR *. i. í
BIL
03313 111:130
BUESH£BUR SÝNIMfiABSftlUB
Saab 9001, árg. '87, 5 gra, ek. 114 þs. km,
sóllga, álfelg. Góð kjör. Verð 650.000,-.
Subaru stw 4x4 dl,árg. '90,5 gra, ek. 71 þs.
km. Sk. mögul. Verð 930.000,-.
MMC Pajero, árg. '90, turbo, diesel, intercooler,
5 gra, ek. 79 þs. km. Góö kjör. Verö 1.650.000,-.
Nissan Micra GL.árg. '89, 5 gra, ek.
69 þs. km. Verð 480.000,-.
MMC Galant gls, árg. '88, 5 gra, ek. 94 þa. km.
Sk. mðgul. Verð 780 þs.
Mazda 626 glx station, árg. '89, sjálfsk., ek. 89
þs. km. Verö 890 þs.
Toyota Hilux, árg. '90, Double cab diesel, 5
gra, ek. 81 þs. km. V6rð 1450 þs.
Renauit Express, árg. '90, m/gluggum, ek. 80
þs. km. Wrð 620 þs.
Subaru station 4x4, árg. '88, ek. 118 þs. km.
Verð 780 þs.
Mazda E2200 diesel, árg. '88, pallbll.
Verð 390 þs.
BÍLASALAN
BÍLFANG
HÖFÐABAKKA 9
112 REYKJAVÍK
© 91 -879333