Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 18

Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 26/MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ PFAFF ÞAR SEM HEIMILISTÆKIN FÁST CANDY PVOTTAVÉL 14 þvottakerfi, 5 kg, 800sn.vinda og sparnaðarrofi. ► CANDY ÞURRKARI. Snýst i báðar áttir. 5 kg. Timarofi 0-120 mínútur. CANDY KÆLI/FRYSTISKÁPUR. Kælir 225 Itr. frystir 92 Itr. Mál.T63x60x60 CANDY UPPPVOTTAVÉL Hljóðlát og sparneytin 8-12 manna, 5 kerfi CANDY TR(Ó Eldavél 4 hellur, ofn/grill og uppþvottavél 6 fnanna, (einu tæki. Upplýsingar um umboðsaðila hjá Gulu línunni ! frll v^--Y rriió'h?! FrV> PFAFF ; BORGARTÚNI 20 sími 626788 'A'/1 SAV‘A LISTIR Norðurljós í fimmtíu ár Norðurljós í fímmtíu ár er yfirskrift sérstakrar menn- ingardagskrár sem haldin verður í London í maí og júní í tilefni lýðveldisaf- * mælis Islands. Það er Jakob Magnússon, menn- ingarfulltrúi, sem staðið hefur að undirbúningi há- tíðarinnar. Á hátíðinni kemur fram fjöldi íslenskra listamanna en hún stendur frá 26. maí. Sverrir Guðjónsson FYRSTA atriði hátíðarinnar er opnun á sýningu sex íslenkra kvenna í The Barbican Concourse Galleris. Það eru þær Hulda Há- kon, Ráðhildur Ingadóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Inga Þórey, Svava Björnsdóttir og Sólveig Að- alsteinsdóttir sem taka þátt í sýn- ingunni. Hún ber titilinn Visions eða Sýnir og eru bæði málverk og skúlptúrar á henni. Sautján ungir listamenn halda samsýninguna Outlawed í Shad Thames Galleries sem opnar mið- vikudaginn 1. júní. Titill sýningar- innar kemur til af því að margir þátttakendanna búa erlendis, í Englandi, Skotlandi og Hollandi. Á sýningunni kennir ýmissa grasa. Þar verða m.a. höggmyndir, kvik- myndir, myndbönd, bækur og ljós- myndir. Helgi Valgeirsson og Steinunn Helgadóttir sýna saman í Shad Thames Galleries og hefst sýningin fimmtudaginn 9. júní. Sveinn L. Björnsson hefur samið tónverk sem ber titilinn Ripples eða Gárur til að flytja með verkum Steinunnar. Guðni Franzson leikur tónverkið við opnun sýningarinnar. Sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar, Daða Guðbjörns- sonar og Sigurðar Árna Sigurðs- sonar verður í The Cork Street Galleries.-Hún opnar 14. júní og ber titilinn Well of Light. Hafdís Bennet og Helga Lára Haralds- dóttir opna sýningu með verkum sínum sunnudaginn 19. júní. Sýn- ingin verður í St. Martin’s Crypt Gallery og er nefnd íslenskar list- konur í London. Tónlist Á meðan á hátíðinni stendur mun Langholtskirkjukórinn undir stjórn Jóns Stefánssonar halda tónleika víðsvegar um Bretland en tónlist er stór hluti af menningardag- skránni. Edda Erlingsdóttir, píanó- leikari, verður með tónleika föstu- daginn 3. júní. Hún mun m.a. flytja verk eftir íslensk tónskáld eins og Jón Leifs, Hjálmar Ragnarsson, Atla Ingólfsson og Hafliða Hall- grímsson. Sigríður Ella Magnús- dóttir syngur í St. John’s Smith Square sunnudaginn 5. júní og Bjöm Steinar Sólmundsson orgel- leikari leikur í St. Martin’s in the Fields miðvikudaginn 8. júní. Cap- ut ensemble leikur í Wigmore Hall sama dag. Það eru þau Guðni Franzson klarínettleikari, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari sem flýtja efni eftir íslensk samtímaskáld. Trio Nordica sem að standa Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, og Mona Sandst- rom píanóleikari halda tónleika í St. Martin’s in the Fields föstudag- inn 10. júní. Sama dag leikur Blás- arakvintett Reykjavíkur í Wigmore Hall. Miklir tónleikar verða síðan haldnir í Regents Park sunnudag- Einar Jóhannesson inn 12. júní og koma þar fram margir íslenskir listamenn. Mið- vikudaginn 22. júní flytja síðan Sverrir Guðjónsson, tenór, og Snorri Örn Snorrason, flautuleik- ari,_ miðaldatónlist í St. Martin’s. Áhangendur rokktónlistar fá einnig eitthvað fyrir sinn snúð af því að hljómsveitin The Bubbleflies spilar í the Soundshaft Club mið- vikudaginn 15. júní. Tónlist verður jafnframt stór hluti af skemmti- dagskránni á þjóðhátíðardaginn sjálfan 17. júní. AUÐUR Hafsteinsdóttir, Mona Sandstrom og Bryndís Ýmislegt Hluti af hátíðinni fer fram um borð í skipinu Leifi Eiríkssyni. Búið er að breyta skipinu þannig að hægt er að halda bæði tónleika og sýningar um borð og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á meðan á hátíðinni stendur. Arthúr Björgvin Bollason heldur gamansaman fyrirlestur um ís- lensku þjóðina í Cinema 3, Barbic- an Centre 15. júní. Honum til að- stoðar verður leikkonan Jórunn Sigurðardóttir. Þessi fyrirlestur verður ekki eina atriðið í kvik- myndasölum Barbican Centre. Kynning á myndum Hrafns Gunn- laugssonar verður þar 18.-20. júní. I tengslum við hátíðina verður rekin útvarpsstöð, Radio Reykja- vík, milli 10. og 26. júní. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt í útvarp- inu og eingöngu verður flutt ís- lensk tónlist. Dagskrá hátíðarinnar heldur eitthvað áfram í júlí með tónleikum með íslenskum listamönnum. Allir verða tónleikamir haldnir í St. Martin’s in the Fields. Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daniel Halldórsson píanóleikari leika þar föstudaginn 15. júlí, Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari mánudag- inn 18. júlí, Örn Magnússon píanó- leikari þriðjudaginn 19. júlí og Hallfríður Olafsdóttir flautuleikari föstudaginn 22. júlí. Kiósið réttu plönturnar! stendur í blóma Limgerðisplöntur, skógarplöntur, tré, sumarblóm, áburður, trjákurl, verkfæri og margt fleira. Nýtt: Lífmold, ljúf til ræktunar. Opið 8-19 - um helgar 9-17 SKI rEYXJAV STOFNAÐ 194® SKÓGRÆKTARFÉLAG REYKJAVÍKUR Fossvogsbletti 1, fyrirneðan Borgarspítalann, sími 641770. Beinn sími söludeildar 641777

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.