Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 19 LISTIR KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda tón leika í Borgarleikhúsinu n.k. mánudagskvöld. Kristinn og Jónas í Borgar- leikhúsinu KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson halda tónleika í Borgarleikhúsinu n.k. mánudags- kvöld þann 30. maí kl. 20.30. Kristinn er nýkominn frá Þýska- landi, eftir þriggja vikná dvöl. Hann söng hlutverk Raphaels og Adams í Sköpuninni eftir Haydn í Musikhalle í Hamborg. Síðan lá leiðin til Dresden, þar sem hann söng hlutverk Alidorors í Öksu- busku Rossinis. Að lokum söng hann ljóðaflokkinn „Die Schöne Magelone" eftir Brahms á listahá- tíðinni í Wiesbaden. Á efnisskránni á mánudags- kvöldið verða Rellstab-ljóðin úr Svanasöng Schuberts og aríur eft- ir Rossini, Berlioz, Gounod, Mozart og Verdi. Forsala aðgöngumiða er í Borgarleikhúsinu. Skagfirska söngsveitin komin heim frá írlandi Tók þátt í aðalkeppni sönghátíðarinnar í Cork SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík er nýkomin heim úr söngferðalagi frá írlandi, þar sem hún tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni, „Cork Internat- ional Coral Festival". Dansarar og söngvarar frá ýmsum lönd- um taka þátt í hátíðinni og í ár komu 5.500 manns þar við sögu. Keppnin í ár var margþætt, segir í fréttatilkynningu frá Skagfirsku söngsveitinni. Þar komu fram skólakórar, bland- aðir kórar, kvenna- og karla- kórar og keppt var í mismun- andi greinum tónlistar. Aðalkeppni hátíðarinnar, Trophy International Compet- ition, var sá Iiður sem Skagf- irska söngsveitin tók þátt í. Af þeim tuttugu kórum sem sóttu um rétt til þátttöku í þeirri keppni, komust níu að og einn af þeim var Skagfirska söng- sveitin. Keppniskórarnir fluttu þjóðlög frá heimalöndum sín- um til að undirstrika þjóðlegan blæ. Kvöldið eftir var keppnis- dagskráin flutt og fékk Skag- firska söngsveitin mjög góðar undirtektir á öllum tónleikun- um, segir ennfremur. Auk þess að taka þátt í sjálfri keppninni, sungu allir kórarnir víðsvegar um borgina; á götum úti, í stórmörkuðum og í kirkj- um. Einnig ómaði allt af hljóm- sveitarleik og dansi, þannig að borgin iðaði öll af söng og dansi og mikilli gleði. Vetrarstarf Skagfirsku söngsveitarinnar hefur verið mjög öflugt í vetur og búið er að halda 15 tónleika á starfsár- inu. Auk þess er stefnt að út- gáfu geisladisks með haustinu, sem verið er að vinna að þessa dagana. E g bið að heilsa TÓNLIST Islcnska ópcran EINSÖNGUR Einsöngur: Sigríður Ella Magnús- dóttir. Píanóleikari: Jónas Ingi- mundarson. Islensk einsöngslög. 24. maí 1994. TÓNLEIKAR Sigríðar Ellu Magnúsdóttur og Jónasar Ingi- mundarsonar vpru haldnir undir yfirskriftinni „Ég bið að heilsa“ og hugsaðir auk þess sem af- mælisgjöf, vegna 50 ára afmæl- is endurreisnar lýðveldis á Is- landi. Efnisskrá tórtleikanna var sótt til 20 íslenskra tónskálda, með sönglagasnillinginn Sig- valda Kaldalóns í heiðurssæti, með fimm lög. Um valið á lögunum ritar söngvarinn í efnisskrá eftirfar- andi: „Það er vandi að velja lög- in sem ég syng í kvöld. Sum hef ég ætlað að syngja árum saman en ekki komið í verk, önnur eru uppáhaldslögin mín og nokkur eru lítt þekkt og því forvitnileg. Val mitt er ekki ætlað sem yfirlit eða gæðamat á íslenskum sönglögum, aðeins lög úr ýmsum áttum sem mig langar að flytja ykkur þessa kvöldstund.“ Það var einmitt þessi „löng- un“, sem einkenndi tónleikana, að syngja og tjá það litróf til- finninga, sem býr í ljóði og lagi. Ást söngkonunnar á söngvum þessum kom hvað sterkast fram í Ég bið að heilsa eftir Inga T. Lárusson, sem var upphafslag tónleikanna, Draumalandinu eftir Sigfús Einarsson og Nótt eftir Áma Thorsteinsson, er var afburða fallega sungið. Önnur lög, sem voru eftirminnilega vel flutt, mætti tiltaka t.d. Máskin eftir Eyþór Stefánsson, Við Vatnsmýrina eftir Sigfús Hall- dórsson, Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal, Vísur Vatnsenda- Rósu og af lögum Sigvalda, Svanasöngur á heiði, Vorvísur (ekki rétt ljóð í efnisskrá) og síðast en ekki síst, Betlikerling- in. Glaðlegri og leikrænni lögin voru skemmtilega sungin en þar mætti til nefna Afa gamla eftir Atla Heimi Sveinsson, smellið lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem ber nafnið Hagamús, og Spjallað við spóa eftir Karl O. Runólfsson, en eftir hann söng Sigríður Ella einnig söngperluna I fjarlægð. Eitthvað, sem kalla mætti raddlegt ósætti, ein- kenndi söng Sigríðar Ellu í lagi Jórunnar Viðar, Gestaboð um nótt, og Lágnætti eftir Sigu- svein D. Kristinsson. Sama má segja um lag Leifs Þórarinsson- ar, við vögguvísuna frægu Þei og ró ró eftir Jóhann Jónsson. Jónas Ingimundarson píanó- leikari átti stóran hlut í fagurri tónmótun laganna og það er gróinn siður að þakka af alúð fýrir góðar gjafir, sem þessir tónleikar voru og biðja fyrir kveðjur, eins og Jónas Hall- grímsson forðum, er hann bað þröstinn, vorboðann ljúfa, bera kveðju sína heim til Islands. Jón Ásgeirsson Tímarit ■ ANNAÐ hefti Tímarits Máls og menningar (2/1994)er komið út. Uppistaðan í tímaritinu er að þessu sinni þríþætt. 1) Þijár greinar sem tengjast ljósmyndum og eðli þeirra á einn eða annan hátt. 2) Þijú ávörp sem flutt voru þegar stílverðlaun Þórbergs Þórð- arsonar voru afhent Þorsteini Gylfasyni 30. mars sl. 3) Nýtt og afar ítarlegt viðtal við franska heimspekinginn Jacques Derrida. í fréttatilkynningu segir: Derrida er einn af þekktustu hugsuðum samtímans, en hann kom hingað til lands síðastliðið haust í boði Háskóla íslands og hélt m.a. fyrirlestur fyrir troðfullu Háskólabíói. Derrida kemur víða Við í viðtalinu og veltir fyrir sér ýmsu sem er daglega til umræðu nú um stundir, s.s. fréttum, frétta- mati fjölmiðla, þjóðerni og kyn- þáttahatri. Páll Skúlason, prófess- or í heimspeki við HÍ, skrifar aðf- araorð að viðtalinu við Derrida. Af öðru efni í vorhefti TMM má nefna ljóð eftir palestínska og lett- neskar skáldkonur, ljóð eftir T.S. Eliot og einn af síðustu textum Samuels Becketts, en þeir Beckett og Eliot eiga það sameiginlegt að hafa hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels. Loks má nefna grein eftir Gyrði Elíasson rithöfund um velska skáldjöfurinn John Cowper Powys. TMM frumbirtir að vanda tölu- vert af íslenskum skáldskap, s.s. tvö ljóð eftir Sjón til minningar um Dag_ Sigurðarson, ljóð eftir Kristján Árnason, Árna Ibsen, Jón Stefánsson, Lárus Má Björnsson, Hallgrím Helgason og sögu eftir ungan höfund, Þórarin Torfason. Auk þess eru vandaðir ritdómar á sínum stað. Verk á forsíðu TMM er eftir Halldór Ásgeirsson myndlistar- mann. Ritstjórí Tímaríts Máls og menningar er Fríðrík Rafnsson. Það er 120 bls., unnið íPrentsmiðj- unni Odda hf. TMM kemur út fjór- um sinnum á ári og kostar ársá- skrift 3.300 krónur. Gunnar Bragi Arnór Guðni Halla KOPAVOGSBUAR Við erum á kosningaskrifstofu okkar í Hamraborg 1,3. hæð , alla daga, enda nóg að gera. Þið eruð velkomin í létt spjall og ávallt er heitt á könnunni. Á kosningaskrifstofunni eru veittar allar upplýsingar um tilhögun kosninganna 28. maí. Á kjördag keyrum við þá sem þess óska á kjörstað, pantið keyrslu í síma 644332. Símar kosningaskrifstofunnar eru 40708, 40805, 644327, 644328, 644329, 644331, og fax 40708. X-D Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.