Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 21 LISTIR Bílaeltinga- leikurinn lifir ELÍN Guðmundsdóttir og Svava Bernharðsdóttir. Norræna húsið Leikið á ástarvíólu Kvikmyndir Laugarásbíó og Stjörnubíó EFTIRFÖRIN, „THE CHASE“, ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur: Ad- am Rifkin. Framleiðendur: Brad Wyman og Cassian Elwes. Tónlist: Richard Gibbs. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Kristy Swanson, Henry Roll- ins, Ray Wise. Capitol Films. 1994. BÍLAELTINGALEIKSMYND- IR eru sérkapítuli í kvikmyndasög- unni. Þær voru uppá sitt besta þegar Tónabíó sýndi „Gone in 60 Seconds" fyrir um tuttugu árum, sem státaði af flestum árekstrum kvikmyndasögunnar. Einna elst og best var Á ofsahraða eða „Van- ishing Point“ í Nýja Bíói, sem tókst að sameina svo ólíka hluti sem bílaeltingarleiki og hippamenn- ingu með eftirminnilegum hætti. „Convoy“ var önnur, sem sýnd var að manni fannst í heilan manns- aldur í Hafnarbíói og seinna Regn- boganum. „Smokie and the Band- it“ myndirnar í Laugarásbíói mörkuðu upphafið á endalokum Burt Reynolds. Svo dó þessi merka tegund eiginlega út - eins og Reynolds - þar til allt í einu dúkk- ar nú upp í Stjörnubíói og Lauga- rásbíói mynd sem heitir Eftirförin KVIKMYNPIR Bíóborgin KROSSGÖTUR (INTERSECTION) ★ Vi Leikstjóri Mark Rydell. Tónlist Ja- mes Newton Howard. Kvikmynda- tökustjóri Vilmos Zsigmond. Aðal- leikendur Richard Gere, Sharon Stone, Lolita Davidovich, Martin Landau, David Selby. Bandarísk. Paramount 1994. KVIKMYNDAGERÐARMENN í Vesturheimi hafa oftar en ekki hagnast á þeirri einföldu formúlu að klæða franskar myndir í amer- ískan búning. Dæmið gengUr ekki upp hvað snertir Krossgötur og ástæðurnar margar. Fyrst og fremst hittir efnið ekki í mark hjá þeim sem sækja kvikmyndahús í dag, hádramatískar grátmyndir hafa ekki verið hátt skrifaðar hjá ungu fólki síðan einhverntíman á fyrri hluta aldarinnar. Þá er per- sónusköpunin ótrúlega laus í reip- unum og efniviðurinn allur flatn- eskjulegur. Krossgötur segir af miðaldurs- kreppu arkítekstsins Vincents Eastmans (Richard Gere), sem vegnar vel í vinnunni en einkalífið er hinsvegar í molum. Hann er að skilja við konu sína (Sharon Stone) og hefur í hyggju að yfirgefa hana og 13 ára dóttir sína fyrir viðhald- ið (Lolita Davidovich). En áður en eða „The Chase“ með Charlie She- en og er einn bílaeltingarleikur út í gegn. Reyndar er öldin nú talsvert önnur. í stað t.d. tilvistarkrepp- unnar í „Vanishing Point“ er kom- in heilalaus diskókynslóð sem fíl- aði best indjánann eða eitthvað í „Village People". Og hún má ekki vera að því að vera í uppreisn við kerfið af því hún þarf svo mikið að tala um og vorkenna sjálfri sér. Sheen leikur mann sem er rang- lega dæmdur fyrir glæp. Hann flýr og rænir fyrir tilviljun ríkisbubbadóttur, sem Kristy Swanson leikur, og heldur í æsilegan þjóðvegahasar með henni á nýja BMW-inum sem pabbi hennar gaf henni. Þau stefna til Mexíkó en vegat- álminn bíður þeirra og hreint út sagt fáránlegur endir. Það besta við myndina - fyrir utan sæmilegar svið- setningar á bílveltum og sprengingum - er kald- hæðnisleg lýsingin á fjöl- miðlafárinu sem eltingar- leikurinn veldur. Sjónvarpsfrétta- menn fríka gersamlega út og reyna með ráðum og dáð að ná myndum og viðtali jafnvel á 150 kílómetra hraða. Eins er gaman að myndatökuliði inní einum löggubílnum sem vill svo til að er aðgera „raunsanna" heimildar- mynd um löggulífið þegar ósköpin dynja yfír. Josh Mostel er annar lögreglumannanna í bílnum og er ásamt félaga sínum frábærlega kómískur á sinn „raunsanna“ hátt. Það eru minni hlutverkin sem halda myndinni uppi, eins og Ray Wise í hlutverki föður stúlkunnar og jafnvel Cary Elwes sem bros- mildur fréttaþulur. Þannig er húmorinn í lagi en þegar myndin dettur í þá gryfju að taka sjálfa sig of alvarlega verður hún ekki upp á marga fiska. það gerist kippa forlögin í taum- ana. Það er ekki nokkur lifandi leið til að taka þessa mynd alvarlega, hún snertir mann allavega ekki sem áminning þess að víða liggja vegamót, engin viti sína ævina fyrr en öll er. Þvert á móti er Krossgötur væminn, sálarlaus samsetningur þar sem gjörsam- lega skortir alla dýpt í persónurn- ar svo hægt sé að taka þær alvar- lega. Manni gæti ekki staðið meira á sama um þennan mannskap. Þetta er ekki leikurunum að kenna, Stone' er þó augljóslega í kolröngu hlutverki. Davidovich stendur sig best sem viðhaldið og er sú persóna myndarinnar sem er hvað jarðbundnust. Gere reynir sit besta en er í lausu lofti með þennan illa útskýrða arkitpkt, hon- um vegnaði mun betur sem þung- lyndissjúklingurinn í Iíerra Jones, sem vildi ekki missa af hæðunum sem fylgja sjúkdómnum. Var það hlutverk þó fjarri því að teljast vel skrifað. Agætisleikarinn og radd- þjálfarinn góðkunni, Martin Land- au, er lítið áberandi í tilgangslausu hlutverki. Eina ástæðan til að sjá Krossgötur er afar vel gert árekstraratriði (tekið af hinum snjalla Vilmos Zsigmond) og tón- list James Newton Howards er eyrnakonfekt, líkt og fyrri daginn. Sæbjörn Valdimarsson SVAVA Bernharðsdóttir vióluleik- ari, Elín Guðmundsdóttir sembal- leikari og Matej Sarc óbóleikari halda tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 26. maí klukkan 20.30. Svava leikur á ástarvíólu, „víólu d’amore", á tónleikunum og verður það í fyrsta sinn sem það er gert hér á landi. Á tónleikunum verða m.a. flutt verk eftir Milandre, Benda, Petzold og Teleman. Svava Bernharðsdóttir lauk doktorsprófi í víóluleik frá Julliard- tónlistarskólanum í New York 1989. Síðustu árin hefur hún num- ið á barrokkfiðlu, ástarvíólu, gömbu og miðaldafiðlu í Basel í MYNPLIST Nýlistasaíniö BLÖNDUÐ TÆKNI Sonný Þorbjörnsdóttir Opið kl. 14-18 daglega til 5. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur stundum verið sagt, að eftir því sem einstaklingurinn læri meira, þess betur geri hann sér grein fyrir hversu lítið hann veit í raun og veru. Sumir taka þessa líkingu lengra og halda því fram að sérhæfing felist í því að vita meira og meira um minna og minna, þar til menn vita nær allt um nær ekki neitt. Vegna þessa má ætla að það sé hið rétta jafnvægi sem skiptir öliu, í listnámi sem á öðrum vett- vangi. Listnám er ef til vill ólíkt öðru námi að því leyti að eðlilegt er að ætla að viðkomandi tileinki sér þar fyrst og fremst þá verk- tækni sem þarf til að útfæra eigin hugmyndir og eigin myndsýn; hins vegar virðist vaxandi tilhneiging til að lengra listnám feli einnig í sér hugmyndamótun, sem ungt li- stafólk tileinkar sér gagnrýnislítið, og á þannig sinn þátt í að skapa eins konar akademíska list' hins nýja tíma. Á 'síðustu áratugum hafa ýmis afbrigði hugmyndalistar og naum- hyggju (minimalisma) verið mest áberandi á myndlistarsviðinu, og þá einnig meðal kennara lista- skóla; því má vænta þess að ýms- ir ungir listamenn taki sín fyrstu spor á listabrautinni undir þessum hatti. Sonný Þorbjörnsdóttir fylgir þessum farvegi. Hún útskrifaðist frá MHÍ 1987, en hefur síðan stundað nám í Dússeldorf og Berl- ín, auk þess að hafa dvalið á síð- asta ári í Marfa í Texas, þar sem Donald Judd var yfirmaður merkr- ar listastofnunar. Hér er á ferðinni fyrsta einkasýning hennar á ís- landi, en hún hefur m.a. áður sýnt í Þýskalandi. Verk hennar hér markast af Sviss og starfað m.a. með sinfóníu- hljómsveitum þar. Elín Guðmundsdóttir lauk píanó- kennaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1970 og ein- leikaraprófí á sembal frá sama skóla árið 1975. Hún hefur komið fram á fjölda tónleika, einkum sem semballeikari í kammertónlist. Matej Sarc nam óbóleik í Slóve- níu og við tónlistarháskólann í Frei- burg, Þýskalandi. Hann hefur m.a. tekið upp á geisladisk konserta Telemanns fyrir óbó d’amore. Hann hefur leikið kammertónlist víðs vegar um Evrópu. anda þeirra ríkjandi stefna, sem eru nefndar að ofan; hún setur þau fram í fjórum heildum, sem á viss- an hátt vinna saman, en eru þó sjálfstæðar einingar hver fyrir sig. Efniviðurinn er einfaldur; ljós- myndir, teikningar, pappír og pappi, en viðfangsefnin virðast öðru fremur markast af minning- um listakonunnar um það sem lið- ið er. Það fyrsta sem ber fyrir augu áhorfandans eru einfaldar línu- teikningar af andlitum, sem eru merktar „Um tvær dánar vinkonur mínar“. Þessar minna um margt á fræga teikningu af Jónasi Hall- grímssyni, og tengjast þannig ótímabæi-um dauða hinna ungu og efnilegu. Ljósmynda- og pappírs- verk í efsta sal eru kunnuglegar þreifíngar á því sem lítið er, en átta formverk úr pappa minna talsvert á vandlega útfærð verk Donalds Judd í ómerkileg efni, og lögunin leiðir hugann að dularfull- um skrínum og kistlum ævintýr- anna. Þrátt fyrir ólík efni er það grám- inn og lífleysið, sem setur mestan svip á sýninguna; merkingar eru engar, og einblöðungur sem lista- konan hefur lagt fram er einnig merki sinnuleysis um það sem snýr að sýningargestum, því þar er aðeins að finna lágmarksupplýs- ingar. Hér er því lítið gert til að vekja áhuga þeirra sem koma, og árangurinn hlýtur að verða eftir því. Það hefur um langa tíð verið aðalsmerki Nýlistasafnsins að þar eigi ungt listafólk aðgang með nýstárlegar tilraunir á ýmsum sviðum myndlistar. Hins vegar er nú nokkuð um liðið síðan þar var uppi eftirminnileg sýning nýliða, og hlýtur sú staðreynd að vera forráðamönnum safnsins áhyggju- efni; á sér engin áhugaverð end- urnýjun stað í íslensku listalífí nú um stundir, eða kemur hún fyrst fram annars staðar en innan veggja Nýlistasafnsins? Eiríkur Þorláksson Stjórn Sambands íslenskra mynd- listarmanna * Askorun til Hafn- firðinga Á AÐALFUNDI Sambands íslenskra myndlistarmanna þann 4. maí sl. var samþykkt eftirfarandi áskorun og send báðum framboðslistum vegna nk. borgarstjórnarkosninga í Reykja- vík: „í samræmi við miklar umræður sem fram hafa farið undanfarin ár um stjórnskipan menningarmála skorar aðalfundur SÍM á forráða- menn nýs borgarstjórnarmeirihluta að gera hið fyrsta gagngerar skipu- lagsbreytingar á stjórn menningar- mála á vegum borgarinnar. í fram- haldi af þeim skipulagsbreytingum verði skipuð sérstök stjórn yfir Lista- safn Reykjavíkurborgar sem í eiga sæti fagmenn á sviði myndlistar.“ I bréfí frá formanni f.h. stjómar SÍM er þeirri skoðun lýst að vel hafi tekist til með uppbyggingu menning- armála í Hafnarfirði undanfarin ár. Beri þar hæst gestavinnustofurnar í Straumi, Listahátíð í Hafnarfirði, Myndlistaskóla Hafnarfjarðar, Al- þjóðlega höggmyndagarðinn, Kammersveit Hafnarfjarðar, Hafn- arborg, Portið ofl. í bréfinu er lögð áhersla á að árangur- megi þakka samvinnu listamanna úr öllum list- greinum og skilningsríkra bæjaryfír- valda, eins og það er orðað. í bréfinu er skorað á Hafnfirðinga að hafna framkomnum hugmyndum um stofnun menningarmálanefndar, varað við miðstýringu og afskiptum pólitískra menningarmálanefnda, en mælt með frelsi og frumkvæði lista- manna um eigin málefni í samvinnu við stjórnmálamenn. ♦ ♦ ♦----- Nýjar bækur ■ MÁL og menning hefur und- andarin ár gefið út flokk smábóka sem vakið hafa athygli og meðal annars hlotið verðlaun frá Samtökum iðnaðarins og verið tilnefndar til Menningarverðlauna DV fyrir hönn- unarvinnu og kápumyndir Jóns Reykdals myndlistarmanns. Nú bæt- ast fjórar bækur í þessa ritröð: Orð um Norðurland geymir skáldskap sem lýsir stöðum og mannlífi á Norð- urlandi, allt frá V-Húnavatnssýslu til N-Þingeyjarsýslu. Hildur Her- móðsdóttir og Sigurður Svavarsson söfnuðu efninu. Orð um dýrin hefur að geyma skáldskap og þjóðfræða- efni s_em tengist dýrum af öllu tagi. Árni Óskarsson tók efnið saman. Orð um fegurð sýna vel hversu afstæð fegurðin er, hvort heldur litið er til náttúrunnar eða hinnar innri fegurð- ar. Ólöf Eldjárn safnaði efninu. Jón Reykdal hannaði kápur á bækurnar. Prentun og bókband var unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Orð um.. bækurnar eru nú orðnar 12 talsins. Hver bók er 64 bls. og kost- ar 690 krónur út úr búð. Sýningu Hlíf- ar að ljúka SÝNINGU Hlífar Ásgrímsdóttur, „Sólartákn“ í Stöðlakoti lýkur nú um helgina. Sýningin er opin frá kl. 14-18. -----♦ ♦ ♦---- Sýningu Guð- rúnar að ljúka SÝNINGU Guðrúnar Marinósdóttur á þrívíðum textílverkum, sem staðið hefur frá 14. maí í Norræna hús- inu, lýkur sunnudaginn 29. maí. Charlie Sheen fer með aðalhlut- verkið í Eftirförinni. Arnaldur Indriðason í lífsins táradal Minningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.