Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Y eg-alagiiing um Gilsfjörð Opið bréf til líffræðinganna Guðmundar A. Guðmundssonar og Kristins H. Skarphéðinssonar I MORGUNBLAÐINU 29. mars birtist grein eftir tvo líffræðinga sem jafnframt eru félagar í Fuglavernd- arfélagi íslands. Höfundar leggja til við stjórnvöld að hætt verði við vega- lagningu við Gilsfjörð. Nú er það réttur hvers og eins að hafa á því skoðun hvort og þá hvernig þvera eigi Gilsfjörð og ekki ætlan mín að gera lítið úr þeim rétti. Þegar ein- staklingar hins vegar skrifa undir áskorun til stjórnvalda í nafni vísind- anna er ekki óeðlilegt að gera kröfu um að ástunduð séu vísindaleg vinnu- brögð. Eg geri þá kröfu til áðumefndra líffræðinga að þeir svari með grein í Morgunblaðinu spumingum mínum sem fram koma síðar í greininni. Geri þeir það ekki verða titlar og félagatöl lítils virt við síðari athugun réttbærra stjómvalda vegna svara við athugasemdum við auglýsingu á vegstæði fyrir Gilsfjörð. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gils- fjörður samgöngulega verulegur far- artálmi, gildir einu hvenær árs er. Á vetmm em snjóalög mikil og skefur í stóra skafla þar sem vegurin liggur í múla. Snjóflóð falla oft í firðinum. Gróthmn gerist nær daglega og oft falla aurskriður. Vegurinn um fjörð- inn eins og hann er í dag er afar lélegur og oft gleymist í umfjöllun um samanburð á kostnaði að gerð varanlegs vegar eins og hann liggur nú mun kosta nokkur hundmð millj- ónir króna. Samgöngubót sú sem Alþingi hef- ur samþykkt að framkvæma skuli með þvemn Gilsfjarðar er mjög mik- il og áhrifa hennar mun gæta til hagsbóta fyrir alla Vestfirðinga. Hér er því um mikið hagsmunamál að ræðafyrir íbúa Vestfjarða og eðlilegt að við Vestfirðingar unum því ekki að skorað sé á stjómvöld að þau hætti við fyrirhugaða framkvæmd. Athuganir vegagerðarinnar Vegagerð ríkisins hefur um árabil látið kanna lífríki Gilsfjarðar vegna fyrirhugaðrar þvemnar. Líffræði- stofnun Háskólans hefur unnið þær rannsóknir. Annars vegar með for- könnun á lífríki fjarðarins og kom út skýrsla um niðurstöður hennar áríð 1989, fjölrit nr. 26. Hins vegar vom gerðar athuganir á rauðbryst- ingum í Gilsfirði í maí 1990 og kom út skýrsla með niðurstöðum þeirra árið 1990, fjölrit nr. 29. í fy'ölriti nr. 26 segja þeir Agnar Ingólfsson og Jömndur Svavarsson sem dvöldu við talningu á fuglum í Gilsfirði sumarið 1988 alls fímm sinnum, þ.e. 26. maí, 3. júní, 1. júlí, 29. júlí og 11. september á bls. 14 „notaður sterkur sjónauki með 20x eða 40x stækkun". Á bls. 19 stend- ur: „Rauðbrystingar sáust aðeins að ráði tvo talningardaga, 26. maí, þeg- ar alls töldust 3.934, og 29. júlí þeg- ar þeir vom 199.“ I hinni skýrslunni sem vísað er til, þ.e. athuganir á rauðbrystingum í Gilsfirði í maí 1990, kemur fram að dvalist var við athuganir dagana 6., 7., 11., 12., 13., 16., 17., 18., 22., 23., 24., 28. og 29. maí 1990. Á bls. 2 í skýrsl- unni segir: „Fjöldi rauðbrystinga sem nýttu Gilsfjörð til fæðuöflunar hélst svo yfirleitt á bilinu 3.000-6.000 allt til 25. maí.“ Þið fullyrðið 20.000. Er ekki dálítið sem á milli ber? Á bls. 22 í fjölriti nr. 26 segir um botndýralíf: „Áð meðaltali fundust 17,9 tegundir/stöð á botni Gilsfjarð- ar, sem verður að teljast fremur lág tala.“ Á bls. 23 segir: „Ekki verður séð að dýralíf botnsins sé búið neinum þeim eiginleikum er gefi því sérstakt náttúru- verndargildi." Þið talið um gífurleg náttúru- spjöll. Hvaða lýsingar- orð notið þið þegar átt er við eitthvað sem hef- ur náttúmverndargildi? Um fjömlíf segir í fjöl- ritinu á bls. 23: „Fjöru- líf í Gilsflrði verður að teljast fremur snautt, bæði hvað varðar magn lífvera og tegundafjöl- breytni." Um leimrnar í Gilsfirði segir í fy'ölriti 26: „Meginhluti þessara leira eru gófar, sand- og malarblendnar, og er sú leimgerð fremur fátíð hérlendis. Á slíkum leir- um er oft mikiil kræklingur (Myrtilus Eðlilegt er, að mati Bjarna P. Magnús- sonar, að ófaglærðir leiti álits vísindamanna um sérhæfð svið, sem þeir hafa þekkingu á. edulis), sem aftur skapar skilyrði fyrir ýmsar aðrar lífvemr. Það vekur nokkra undmn, að krækling vantar að heita má alveg í Gilsfirði." Um nýtingu rauðbrystinga á Gils- firði innan veglínu segir í fjölriti nr. 29 (Athuganir á rauðbrystingum í Gilsfirði í maí 1990) að áætlaður áttími hvers einstaklings af hverri 12,5 klukkustunda sjávarfallasveiflu sé 1,5 klukkustundir. Á bls. 3 stend- ur: „Fáir rauðbrystingar koma áður en um hálftími er til háfjöru, þannig að segja má að Gilsfjörður sé að mestu rauðbryst- ingslaus í um 6 stundir af hveijum 12,5. Meg- inþorri rauðbrystinga kemur inn í Gilsfjörð um það bil sem þar er háfjara, en þá hefur verið að falla að við Króksfjarðarnes í rúm- lega þijár stundir.“ Það fer því ekki á milli mála að Gilsfjörð- urinn er ekki höfuð- matarkista rauðbryst- ings við KróksQarð- ames heldur nokkurs konar viðbót. íbúar við Gilsfjörð vita að þau kollupör sem verpa í eyjunum á fírð- inum koma sér hið snarasta út úr fírðinum eftir að ungamir hafa kom- ið úr eggi og segir það sína sögu um mikilvægi Gilsfjarðar sem fæðu- staðar fyrir æðarkollur. Ætla verður að út frá því sjónarmiði muni þvemn engu breyta um æðarvarp í firðinum. Hvað amarvarpið áhrærir þá verður að ætla að núverandi vegur hafí mun meiri áhrif á öminn en ef vegurinn verður fluttur og umferð um fjörðinn nær aflögð. Spurningar til líffræðinganna 1. Hafíð þið talið rauðbrystinga í Gilsfírði með því að nota kíki frá landi? 2. Er talan 3.934 rauðbrystingar eða talan hámark 6.000 rauðbryst- ingar hjá Agnari Ingólfssyni o.fl. rangar tölur? 3. Ef kæling verður vegna vega- gerðarinnar verður þá ekki einnig líklegt að um hitun verði að ræða á sumrin? 4. Er ekkert mark takandi á Líf- fræðistofnun Háskólans? Bjarni P. Magnússon 5. Hve lengi og hve oft hafíð þið dvalið við rannsóknir á fjörum í Gils- firði? 6. Hafíð þið kannað leirurnar? Er meira líf í þeim en Líffræðistofnun telur vera? 7. Getið þið skilgreint nákvæmlega hvað þið eigið við þegar þið talið um eyðileggingu fjarðar? 8. Hvað eigið þið við þegar þið notið orðið náttúruspjöll? 9. Hversu oft hafið þið komið í Gilsfjörð 'og hvenær ársins? Hafíð þið t.d. komið í janúar? Eða febrúar? Eða mars? Eða nóvember? Eða des- ember? 10. Hver er ykkar uppáhaldsstað- ur í Gilsfirði? 11. Getið þið nefnt nokkur kenni- leiti í Gilsfírði? 12. Hvers vegna nota rauðbryst- ingar aðeins 1,5 stundir að meðal- tali til fæðuöflunar I Gilsfirði þegar þeim bjóðast 4 eins og þið staðhæfíð í grein ykkar? Niðurlag Ábyrgð okkar sem eigum að fjalla um málið er vissulega mikil og því eðlilegt að við sem ekki emm vísinda- menn spyijum þá sem það teljast spömnum úr. Fullyrða má að ekkert svæði hafi verið jafn vel rannsakað vegna vega- gerðar sem Gilsfjörðurinn og það af okkar fæmstu vísindamönnum sbr. Agnari Ingólfssyni. Við íbúar Reykhólahrepps eigum allt okkar undir samskiptum við nátt- úru svæðisins, við ætlum okkur að vemda hana og virða. Þess vegna erum við sátt við að vísindalega sé staðið að könnunum sbr. vegna fyr- irhugaðrar vegagerðar. Við getum hins vegar illa sætt okkur við að til- fínningar séu látnar ráða meiru en skynsemi í mati á gildi framkvæmda og víst er að verði þvemn Giisfjarðar stöðvuð vegna gífuryrða tveggja líf- fræðinga þá er illa fyrir okkur kom- ið sem þjóð og erfitt að spá fyrir um til hvers það leiðir. Höfundur er sveitarstjórí Reykhólahrepps. Islenskt hugvit og handverk PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU Vesfurgafa 3 sími 20376 Safnahuslóð - Lýðveldisgarður ÁGÆTU starfsbræður! Vegna skrifa ykkar fínnst mér þörf á að gera nokkrar athugasemd- ir. Fyrst vil ég játa að virða ber stöðu ykkar í umræðunni um staðsetningu dómhúss Hæstaréttar. Haraldur er meðstarfsmaður við hönnun hússins á teiknistofunni Granda, Tryggvi var fulltrúi Arkitektafélagsins í dóm- nefndinni, sem valdi teikninguna, og Þorvaldur var sem embættismaður Borgarskipulags ráðunautur dóm- nefndarinnar. Ykkur er því af per- sónulegum ástæðum málið skylt. Það réttlætir þó ekki málflutning ykkar, sérstaklega hrokann í garð almenn- ' ings. Látum liggja á milli hluta rætn- ar ásakanir í garð okkar starfs- systkinanna fyrir það að hafa aðrar meiningar í málinu en þið. Þorvaldur lýsir yfír íhaldssemi al- mennings og ótta við nýjungar og þekkingarleysi til að meta aðstæð- urnar. Tryggvi hefur áhyggjur af að nú sé að komast á sú „hefð að þegar á að byggja í miðbænum skuli skynsemi viss hóps fólks víkja fyrir smá- smugulegri íhalds- semi, stagli og orð- hengilshætti. ..“ Har- aldur ræðir skilnings- og þekkingarleysi mót- mælenda og skort þeirra á forsendum til að byggja á yfirvegaða niðurstöðu. Samfara slíkum yf- irlýsingum þrástagast menn á því að hinn sami almenningur skuli ekki fyrr hafa andmælt hinum fyrirhuguðu breyt- ingum. Til að taka af allan vafa skal hér í eitt skipti fyrir öll lögð höfuð- áherzla á þetta: Verið er að mót- mæla að byggt verði á auða svæðinu sem markast af Safnahúsinu, Þjóð- leikhúsinu, Amarhváli og Arnarhóli. Mótmælin byggjast á sameigin- legri afstöðu yfirgnæfandi meiri hluta almennings til þess, að þessu svæði skuli haldið óbyggðu. Þar ræð- ur almenn skynsemi fólksins og til- finning fyrir því rými, sem þar er. Nú er komin fram tillaga um að þarna verði gerður svokallaður Lýð- veldisgarður, búinn tijám, runnum, STRIKAÐI flöturinn sýnir það rými, sem nýtt Hæstaréttarhús tæki á svæðinu milli Arnarhvols og Safnahússins, séð frá Arnarhvoli. Skúli Norðdahl blómabeðum, styttum og bekkjum, almenningi til ánægju. Slíkur garður yrði stækkun á útivistar- rými Amarhóls, en að búnaði andstæða við hól- inn til að tengja saman byggingamar sem það umlykja. Nokkur orð um fullyrðinguna að alltaf hafi verið ætlað að byggja á þessum „norðurhluta lóðar Safnahússins" f greinargerð forstöðu- manns Borgarskipulags- ins, Þorvaldar S. Þor- valdssonar, hinn 8. febrúar 1993 segir ,að „svæðið allt að Amarhóli verði meðhöndlað sem torg og tengt hólnum“, enda er það í samræmi við staðfest deiliskipulag frá 1986. Hinn 16. júní 1993 hafnaði skipu- lagsstjóri erindi Borgarskipulags Reykjavíkur, þar sem þess var óskað að skipulagsstjórn staðfesti án aug- lýsingar breytingu á þvi deiliskipu- lagi til að heimila byggingu dómhúss á lóðinni nr. 2 við Lindargötu. Hinn 10. janúar 1994 staðfesti umhverfísráðherra hina umbeðnu breytingu á skipulagi við Lindargötu. Var það gert eftir að skipulags- nefnd, byggingamefnd og borgar- Mótmælendur hafa ver- ið að fjalla um rýmið milli hinna stílhreinu húsa, segir Skúli Norðdahl, Safnahúss- ins, Þjóðleikhússins, Hæstaréttarhúss núver- andi, Arnarhvols og austurbrekku Arnar- hóls. stjórn Reykjavíkur höfðu í desember 1993 með lögboðnum hætti búið til lóðina nr. 2 við Lindargötu með því að skipta lóð Safnahússins.. Mér er ekki kunnugt um hvort ráðamenn Safnahússins hafí fengið að fjalla þar um, eins og lög gera ráð fyrir. I þessu ljósi má með fullum. rétti halda því fram, að fullyrðingin um að þama hafí alla tíð verið ætlunin að byggja, sé einber vitleysa. Það hefur nýverið sézt á prenti að óhæfa væri að kasta á glæ þeim kostnaði, sem þegar hefur verið lagð- ur í undirbúningsframkvæmdir. Illu heilli var ekki numið staðar, þegar hin almennu mótmæli komu fram, heldur haldið áfram að hanna húsið. Að auki var svo bætt við kostnaðinn ■ með sýningu og tölvumyndagerð til andsvars við mótmælin. Þar var ekki verið að fjalla um gildi rýmisins, samspil þess við byggingarnar, sem skapa það rými, og samspil og form- spil húsanna. Þar var röksemdin sú, að skaðinn af nýbyggingunni væri ekki alvarlegur, þar sem götubreidd- arbil væri báðum megin nýbygging- arinnar. Hún væri þar að auki slík gersemi að stíl og útliti, að hreint menningarslys yrði, ef hún yrði ekki reist á þessum stað. Höfundar hússins sögðu í viðtölum og yfírlýsingu í Mbl.: „húsið verður ekki flutt á annan stað“. Það skal fúslega viðurkennt. En eins og að framan er sagt, höfum við mót- mælendur verið að ijalla um rýmið milli hinna stílhreinu húsa, Safna- hússins, Þjóðleikhússins, Hæstarétt- arhússins núverandi, Amarhvols og austurbrekku Amarhóls. Ég hef talið að annan vettvang* 1 þurfi til að ræða um stíl og ágæti hugmyndarinnar um nýbyggingu Hæstaréttar. Ég hef hafnað því að Iáta leiða mig í þá umræðu, sem er að vísu forvitni verð, en ekki á þess- s um vettvangi. Höfundur er arkitekt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.