Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 26

Morgunblaðið - 26.05.1994, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Heilsuverndarstöð Reykja- víkur - Hvað er nú það? sér seint og „sést í því sem sést ekki“ eins og sagt hefur verið. Allt bendir til að heilsugæslan fari aftur til sveitarfélaga á næsta ári. En hvort sem af því verður eða ekki varðar hún íbúa hvers sveitarfélags miklu, þar sem þjónustan er þeim ætluð, enda hafa sveitarstjórnir þijá menn af fimm í stjórnum heilsu- ÞEGAR Heilsu- vemdarstöð Reykjavík- ur tók til starfa fyrir rúmum 40 árum, var markið sett hátt. Þar skyldu færustu sér- fræðingar í hverri grein veita bestu þjónustu sem þekking leyfði. Þetta var á tímum mikillar sérhæfingar og var byggingin og starfsemin skipulögð með það í huga. Heilsu- vemdarstöð Reykjavík- ur kom upp útibúi í Langholti þegar í upp- hafi, síðar í Árbæ og Breiðholti eftir því sem þau hverfi byggðust. Á Heilsuverndarstöðinni var sinnt almennri heilsuvemd og heimahjúkrun, en heimilislæknar störfuðu á sínum stofum úti um bæinn. Hugsunarhátturinn breytt- ist, og tími þess, sem kallað hefur verið „heildræn“ þjónusta rann upp, og rétt þótti að sameina störf heim- ilislækna, og heilsuvernd. Nú skyldi hætta að hugsa um menn sem einstök líffæri, sjúkdóm eða vandamál, hveijum og einum ætti að sinna, með allar sínar þarfir líkamlegar, andlegar og félagslegar. Ekki ætti að senda menn milli staða, eftir því hvert tilefnið væri, þjónust- an ætti að vera í hverfinu sem fólk- ið byggi. Með þetta að leiðarljósi m.a. var heilsugæslustöðvum komið á fót og tóku lög um heilsugæslu- stöðvar gildi þann 1. janúar 1974. Fyrsta heilsugæslustöðin í Reykja- vík tók til starfa árið 1977, Heilsu- gæslustöðin í Árbæ. Síðan tóku þær til starfa, hver á fætur annarri, nú er ætlunin, að þær verði níu, auk Heilsugæslustöðvarinnar á Seltjarn- amesi, sem þjónar stórum hluta Vesturbæjar. Reykjavík hefur því verið skipt í jafn mörg svæði, og hafa heilsu- gæslustöðvar tekið til starfa á þeim öllum, nema Voga- og Heimahverfi. Þar þjónar Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur ennþá, ásamt sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Stöðin þjónar enn fremur til bráðabirgða hluta af svæðum nokkurra heilsu- gæslustöðva. Reynslan af heilsu- gæslustöðvum er góð og íbúamir virðast ánægðir með þjónustu þeirra. Nú þegar heilsugæslustöðvamar hafa þegar, eða em í þann mund að taka við hlutverki Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavíkur, hvað á þá að gera við hana? I Reykjavík er örðug- ara að fylgja lögunum eftir og kerf- ið flóknara en annars staðar á land- Bergljót Líndal inu. Ástæður era marg- ar en fyrst og fremst þær, að margra kosta er þar völ, þar era margar heilsugæslu- stöðvar, þar era sjálf- stætt starfandi heimilis- læknar, íjöldi sérfræð- inga, sjálfstætt starf- andi hjúkranarfræðing- ar og sérfræðingar í hjúkran og síðast en ekki síst Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur. í lögum um heil- brigðisþjónustu er Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur ekki ætlað neitt hlutverk. Hún starfar skv. bráðabirgðaákvæði, og hefur gert í 20 ár og sl. 10 ár hefur það verið framlengt aðeins um eitt ár í senn. Er þetta orðið óviðunandi. Stöðin var sett undir forsjá ríkisins eins og aðrar heilbrigðisstofnanir, þegar lög um breytta verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga tóku gildi árið 1990. Þá þegar var skipuð þriggja manna bráðabirgðastjórn fyrir Heilsuvemdarstöðina til eins árs. Stjórninni var m.a. ætlað að koma með tillögur um framtíðarhlutverk stöðvarinnar og hún skilaði tillögun- um í árslok 1990. Þáverandi heil- brigðisráðherra Sighvatur Björg- vinsson samþykkti þær og úr þeim var síðan unnið framvarp sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1993. Þar segir m.a.: Heilsuyemdarstöð í Reykjavík skal starfrækt sem sérstök heilsu- vemdarstofnun fyrir landið allt og er hlutverk hennar eftirfarandi: 1) Umsjón með heilsuverndar- starfi í landinu og samræming heilsuvemdar. 2) Þróun heilsuverndarstarfs, rannsóknir og kennsla heilbrigðis- stétta á sviði heilsuvemdar. 3) Að annast tiltekna þætti heilsugæslu og heilsuvemdar í Reykjavíkurlæknishéraði - og Reykjaneslæknishéraði skv. sam- komulagi við stjórnir heilsugæslu- stöðva í þeim héraðum og að fengnu samþykki ráðherra. 4) Að annast forvarnarstarf og hýsa opinbera starfsemi á því sviði skv. ákvörðun ráðherra. Framvarpið náði ekki fram að ganga og hlaut töluverða gagnrýni, ekki síst frá landsbyggðinni. Stjórnir heilsugæslustöðvanna í Reykavík vora þó almennt jákvæðar í garð þess. Hjúkranarfélögin sem þá vora tvö sendu umsögn sameig- inlega. Þar er lögð áhersla á að Þörf er fyrir Heilsu- vemdarstöð Reykjavík- ur áfram, segir Berg- ljót Líndal, því lifandi starfsemi er skilyrði fyr- ir rannsóknum og þró- unarstarfi. hjúkranarfræðingar hafa verið í far- arbroddi í uppbyggingu heilsuvernd- ar hér á landi og gegna þar enn lykilhlutverki. Því veldur það vonbrigðum að nánast ekkert heyrist frá hjúkran- arfræðingum um málið, aðeins einn hjúkrunarforstjóri á landsbyggðinni sendi umsögn. Heilsuvemdarstöðin hefur þrátt fyrir þetta enn miklu hlutverki að gegna. Auk þeirra verkefna sem hún sinnir, er mikið leitað til hennar eink- um af heilsugæslustöðvunum bæði af landsbyggðinni og í Reykjavík. Hún hefur staðið fyrir mikilli út- gáfustarfsemi, fræðslustarfi, nám- skeiðum o.fl., enda margir á þeirri skoðun að hún eigi að hafa einhvers konar forystuhlutverk, vera miðstöð fyrir heilsugæslu, móta stefnu, o.s.frv. Þá vaknar spurningin, sem allt málið snýst um. Er þörf á því, er ekki nóg að hafa heilsugæslustöðv- arnar, landlæknisembættið og heil- brigðisráðuneytið? Á tímum hinnar gífurlegu þekk- ingar og framfara sem við nú lifum er nauðsyn að hafa sérfræðinga jafnframt því að hafa markmið heilsugæslunnar um hina alhliða þjónustu í huga. Á Heilsuverndarstöðinni sinna starfsmennimir sérhæfðri þjónustu og eru flestir sérfræðingar á sínu sviði. Á heilsugæslustöðvunum sinnir sami starfsmaðurinn yfírleitt alhliða þjónustu. Skilyrði þess að unnt sé að sinna rannsóknum, þróunarstarfi, kennslu o.fl. er að fram fari lifandi starf- semi, því hlýtur að vera þörf fyrir Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur áfram. Hún á að vinna með heilsu- gæslustöðvunum, vera stoð fyrir þær, landlæknisembættið og heil- brigðisráðuneytið, en ekki ógnvekj- andi yfirvald sem svo margir virðast óttast. Heilsuvernd er þess eðlis að óvíða er meiri þörf fyrir yfirsýn og samræmingu, þar sem hún er lítt áþreifanleg og sýnileg og erfitt að mæla hana og vega. Árangur skilar gæslustöðva. Nú er stutt í sveitar- stjórnarkosningar. Frambjóðendur, eru afar þögulir um mál Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur. Ólafur Magnússon, sjálfstætt starfandi heimilislæknir og 9. maður á lista Sjálfstæðisflokksins er nánast sá eini sem sýnt hefur Heilsuverndar- stöð Rvíkur áhuga, en lítið verið um viðbrögð. Frumvarp um Heilsuverndarstöð Reykjavíkur verður aftur lagt fram haustþingi, með smávægilegum breytingum og hnökrar skornir af. Erfitt er að una við það að mál þessarar gamalgrónu og virðulegu stofnunar séu ekki leyst. Eftir þá óvissu sem verið hefur sl. 20 ár og þá einkum sl. 10 ár er mælirinn fullur. Miðað við fyrri reynslu er alls óvíst að frumvarpið verðl af- greitt í haust og þótt svo verði er eftir að útfæra það með reglugerð, þar sem engan veginn verður séð af lagatextanum, hvemig fram- kvæmdin á að vera. Spumingin er hvað á að gera við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og hversu lengi á að bíða eftir að ákvörðun verði tekin? Höfundur er hjúkrunarforstjóri Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Jóhanna Sigurðardóttir misbeitir valdi sínu NÚ í VOR fóru fram kosningar um samein- ingu Helgafellssveitar og Stykkishólmskaup- staðar. Kjörstjórn Helgafellssveitar gerði svofellda athugasemd í gerðabók, þegar kosn- ingin fór fram: „Hjá einum kjó- sanda ónýttist at- kvæðaseðill, óskaði hann eftir að fá nýjan seðil til að kjósa á og tók kjörstjóri við ónýta seðlinum og snéri (svo) sér undan um leið því atkvæðaseðlar vora úr svo þunnum pappír að sjá mátti í gegnum hann og vafði kjörstjóri ónýta seðlinum inn í brúnan þykkan pappír, síðan var kjósanda fenginn nýr seðill til að kjósa á. Tveir kjós- Haraldur Blöndal endur neituðu að setja atkvæðaseðil sinn í kjörkassann nema hann væri hulinn og aðrir tveir hikuðu við, kjörstjóm varð góðfús- lega við því að skýla hjá við op kassans með kjörskrám sínum.“ Eftir kosninguna ákvað kjörstjórnin sjálf að kæra hana, þar sem hún taldi seðlana of þunna. Jóhanna Sig- urðardóttir, félags- málaráðherra, kvað upp úrskurð 13. maí sl. um þessa kæra, og Úrskurður félagsmála- ráðherra, segir Harald- ur Blöndal, er ekki lög- fræðilegur heldur póli- tískur. Er íslenskan mál alþýðunn- ar eða sljómsýslunnar? Á HÁTÍÐLEGUM stundum hreykja menn sér yfir fegurð og orð- kynngi íslenskunnar, dýrmætasta þjóðar- arfsins. Þótt tungan hafí breyst frá land- námi halda gömul orð velli, mannanöfn, ör- nefni og staðamöfn og ný orð bætast við. Hefur löggjafinn heimild til að breyta tungunni? Ég veiti þinginu umboð til að stjóma landinu en hef ég veitt því umboð til að ráða því hvað ég skíri börn mín eða til Bergþóra Guðrún Þorbergsdóttir að nota númerakerfíð og landsmenn fái ráðið nöfnum sveitarfélaga sinna? Mér finnst eftirsjá í nöfnunum Mosfell og Garðar í stað Mosfells- bæjar og Garðabæjar. Mér þykir verra ef Kópasker verður síðar Kópaskersbær og að Reykjavík heiti Reykjavíkurbær. Mun rismeira fínnst mér að búa undir Jökli en í Snæfellsbæ en smekk- ur íbúa vestast á Snæ- fellsnesi (undir Jökli) fær ekki ráðið hvað Er ekki einfaldara fyrir möppudýrin, spyr Berg- þóra Guðrún Þor- bergsdóttir, að nota númerakerfið, og lands- menn fái ráðið nöfnum sveitarfélaga sinna? að breyta staðamöfnum? Stefnt er að því að öll sveitarfé- lög heiti nöfnum sem enda á -byggð, -hérað, -sveit eða -bær. Er ekki einfaldara fyrir möppudýrin sveitarfélagið heitir. Þetta minnir á yfirgang stjómenda Reykjavíkur þegar ákveðið var að kalla hana borg og bæjarhlutana borgarhluta. Ólíkt tungutak alþýðu og stjórn- sýslu lýsti sér vel er strætisvagn merktur Hlemmur-Miðborg var tómur dag eftir dag því Reykvíking- ar vissu ekki hvar þessi Miðborg var. Það fer ekki vel að tala marg- ar tungur í þessu landi og ég tel tungu alþýðunnar mína tungu. Höfundur er kennari. segir í úrskurðinum: „Ráðuneytinu barst sýnishorn af atkvæðaseðli þeim sem notaður var við atkvæðagreiðsluna 16. apríl 1994. Ljóst er að atkvæðaseðillinn er úr þannig pappír að mögulegt er að sjá skrift í gegnum hann ef grannt er skoðað." Og enn segir: „Með hliðsjón af framangreindu er það niðurstaða ráðuneytisins að of þunnur pappír hafi verið í at- kvæðaseðlum þeim sem notaðir vora við atkvæðagreiðslu um sam- einingu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar 16. apríl 1994, og er það ámælisvert. Að mati ráðu- neytisins er sá galli þó eigi slíkur að ætla megi að hann hafí haft áhrif á úrslit atkvæðagreiðslunnar sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaganna nr. 8/1986.“ Og niðurstaða ráðherrans er, að atkvæðagreiðslan hafi verið gild. „Á kjörfundi í félagsheimilinu Múla 25. júní 1978 bókar kjörstórn í upphafi fundar að kjörseðill sé úr of þunnu efni, þar sem sjáist í gegn- um hann:“ Síðar segir dómarinn: „Þegar gerð kjörseðilsins er skoðuð kemur í ljós, að hann er úr svo þunnu efni að sér í gegnum hann. Þótt hann sé brotinn saman einu sinni svo sem venja er til, eft- ir að atkvæði hefur verið greitt, Þvert á dóm Hæstaréttar Nú vill svo til að Hæstiréttur Islands hefur fjallað um hvaða af- leiðingar það hafi ef kjörseðill er of þunnur. Félagsmálaráðuneytinu er sá dómur kunnur, enda var ráðu- neytið aðaláfrýjandi í málinu: Þetta mál snerist um gildi kosninga í Geithellnahreppi 1978 og var m.a á því byggt að kjörseðill hefði verið of þunnur. Hrafn Bragason, þáver- andi borgardómari, en núverandi forseti Hæstaréttar, sagði í dómi sínum: má án erfiðleika sjá hvað kosið hefur verið. Verður ekki fullyrt að kjörstjómarmenn og.aðrir þeir sem vora viðstaddir kosninguna, hafi ekki getað fylgst með, hvað stór hluti kjósenda kaus, og kosningarn- ar þannig ekki leynilegar. Þegar þetta er virt, þykja hér hafa orðið svo veruleg mistök við framkvæmd þessara kosninga, sem til þess eru fallin að hafa áhrif á útkomu þeirra, að ógilda beri þær þegar af þessari ástæðu." í dómi Hæstaréttar segir: „Fallast ber á þá úrlausn héraðs- dómara, að kjörseðill hafi eigi verið svo úr garði gerður sem lög áskilja ... og tryggi ekki að kosning sé leynileg. Akvæði 15. gr. 1. mgr. laga nr. 158/1961 (þágildandi sveitarstjómarlög innsk. m.), er býður að kosningar þessar skuli vera leynilegar, er vissulega meðal grandvallarákvæða í íslenskum lög- um um opinberar kosningar.“ Hér þarf ekki frekar vitnanna við. Úrskurður Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðhera, er gegn niðurstöðu Hæstaréttar í algjörlega hliðstæðu máli. Úrskurður hennar er ekki lögfræðilegur heldur póli- tískur. Hnan er henni til vanza. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.