Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BORGAR- OG SVEITARSTiÓRNARKOSIMIIMGARIMAR 28. MAÍ
Svo skal
böl bæta..!
NÚ NÝVERIÐ
horfði ég á fréttir á
þeirri ágætu Stöð 2.
Þar komu til viðræðna
við fréttamann þær
Guðrún Ágústsdóttir
fyrir hönd Reykjavík-
urlistans og Jóna Gróa
fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins. Ein af
spurningum frétta-
manns var tengd hag
ungra Reykvíkinga og
hvað framboðin hefðu
í hyggju varðandi
þeirra hagsmuni. Jóna
Gróa var fljót að svara
því til að fjölga þyrfti
leigubílum í miðbænum um helgar,
þá sérstaklega með ungt fólk í
huga! Guðrún Ágústsdóttir taldi
brýnustu þörfína liggja í því að
eyða atvinnuleysi meðal ungs fólks.
Eg spyr: „Er stefna Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík virkilega svo
tilviljanakennd að svarið sem borg-
Ungir Reykvíkingar
hafa valkost um stein-
steypta stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, segir
Grímur Atlason, eða
manneskjuna í öndvegi.
arbúar fá þegar spurt er um mál-
efni ungs fólks, sé á þá leið að
fjölga þurfi leigubílum?“
Það hefur einnig farið þó nokkuð
fyrir þeim fullyrðingum að leiðir
til bjargar atvinnumálunum í borg-
inni séu engar hjá Reykjavíkurlist-
anum. í Morgunblaðinu, nánar til-
tekið í Reykjavíkurbréfi dagsettu
21. maí, segir: „Hér var það Árni
Sigfússon, borgarstjóri og oddviti
Sjálfstæðisflokksins, sem setti
fram raunhæfar hugmyndir í at-
vinnumálunum, sem nú eru orðnar
að veruleika en Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir sem boðar í orði athafn-
ir R-listans gagnvart aðgerðarleysi
Sjálfstæðisflokksins, situr nú eftir
án þess að hafa einu sinni sett á
blað hugmyndir, sem hægt er að
notast við.“
Hvernig er hægt að segja þetta
í ljósi þess að í Reykjavík einni eru
3000-4000 einstaklingar án at-
vinnu. Eru þetta kannski hinar
raunhæfu hugmyndir Árna Sigfús-
sonar sem nú eru orðnar að veru-
leika?
í þessu sama
Reykjavíkurbréfi er
rætt um kosningabar-
áttu Reykjavíkurlist-
ans: „Af þessum sök-
um hafa þeir gripið til
þess ráðs, sem vinstri
menn hafa alltaf talið
ógeðfellt, þ.e. til per-
sónudýrkunnar. Kosn-
ingabarátta þeirra hef-
ur algjörlega snúizt
um Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur en öðrum
frambjóðendum haldið
til hlés.“
Það er alveg ljóst
að hér getur ekki ann-
að verið en nafnaruglingur á ferð-
inni því persónu Árna Sigfússonar
hefur nær eingöngu verið haldið á
lofti í baráttu þeirra „hægri
manna“ til að viðhalda ólýðræðis-
legum stjómarháttum hér áfram.
Auglýsingar nú undanfarið eru
gott dæmi _um dýrkunina þar sem
myndir af Árna og konu hans hafa
birtst í blöðum með undirskriftinni:
„Við treystum Árna og Bryndísi."
Sjálfstæðismenn treysta Árna og
Bryndísi til að fara ein borgarmálin
ein útaf fyrir sig. Hvergi hef ég
séð auglýstan stuðning við aðra
sem eru á þessum lista Sjálfstæðis-
manna og má því segja að Sjálf-
stæðismenn treysti aðeins Árna af
listanum og síðan utanaðkomandi
aðila honum til hjálpar - konu hans.
Hvað er persónudýrkun ef ekki
þetta?
Reykjavíkurlistinn hefur komið
fram með málefni og leiðir sem ég
tel að höfundur(ar) Reykjavíkur-
bréfs og aðrir hægrimenn ættu að
kynna sér áður en þeir koma með
fullyrðingar um annað. Leið Sjálf-
stæðisflokksins er nú sem áður sú
að rægja mótframbjóðendur sína,
í von um að kjósendur blindist af
ljótleika áróðursins og sjái ekki
staðreyndir lífsins hér í borg. Orð
eins af borgarskáldunum eiga vel
við um kosningabaráttu Sjálf-
stæðismanna: „Svo skal böl bæta
að benda á eitthvað annað.“
Ungir Reykvíkingar á öllum aldri
standa frammi fyrir tveimur val-
kostum: Að kjósa yfir sig stein-
steypta stefnu Sjálfstæðisflokksins
í ljögur ár til viðbótar eða lýðræðis-
lega stjóm Reykjavíkurlistans þar
sem manneskjan er í öndvegi og
talað er um atvinnusköpun en ekki
„leigubíla"!
Höfundur er nemandi í
Þroskaþjálfaskóla íslands.
Grímur Atlason.
Ingibjörg Sólrún á móti
frjálsri samkeppni og
rýmri afgreiðslutíma
A SIÐUSTU árum
hafa reglur um af-
greiðslutíma verslana í
Reykjavík verið rýmk-
aðar til muna. Kaup-
menn og neytendur
hafa tekið þessum
breytingum vel og nú
þurfa Reykvíkingar
ekki lengur að fara í
önnur bæjarfélög ef
þeir vilja versla á
kvöldin og um helgar.
Fyrir átta árum rýmk-
uðu sjálfstæðismenn í
borgarstjórn, með
Áma Sigfússon í
broddi fylkingar, af-
greiðslutíma verslana í
Reykjavík. Rök þeirra voru meðal
annars þau að breyttir atvinnuhætt-
ir kölluðu á breytingar. Sífellt færri
konur ynnu heima við og því þyrfti
að gera fólki kleift að gera innkaup
á kvöldin eftir langan vinnudag.
Þá væri þetta einnig réttlætismál
fyrir vaktavinnufólk.
Gegn hagsmunum kvenna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóraefni R-listans, barðist
harðlega gegn öllum tillögum sjálf-
stæðismanna um rýmri verslunar-
tíma og þar með gegn hagsmunum
kvenna. í borgarstjórnarumræðu
um rýmri verslunartíma árið 1986
sagði hún meðal annars: „Ástæðan
fyrir því að ég hafnaði því er að
ég er ekki sannfærð
um að þetta sér spor í
rétta átt að taka þessa
reglugerð upp og
rýmka verslunartím-
ann.“
Neyðarverslun
einokunarinnar
í stað þess að rýmka
afgreiðslutíma vildi
Ingibjörg Sólrún að
borgaryfirvöld kæmu á
fót „neyðarverslun í
Reykjavík" þannig að
„á einhveijum einum
stað sé hægt að versla
eftir lokunartíma.“
Sem fyrirmynd að
þessari neyðarverslun nefndi hún
verslun á aðaljárnbrautarstöðinni í
Kaupmannahöfn sem margir Is-
lendingar þekkja. Ef Ingibjörg Sól-
rún hefði verið borgarstjóri árið
1986 hefði hún því að öllum líkind-
um leyst umrætt vandamál með því
að stofna nýtt borgarfyrirtæki, ein-
okunarverslun sem hefði verið opin
utan hefðbundins afgreiðslutíma,
sem þá var frá 9-18.
Á móti samkeppni
Fáir velkjast í vafa um að stór-
aukin samkeppni í verslun á höfuð-
borgarsvæðinu hafi leitt til lægra
vöruverðs og meira vöruúrvals. Með
því að búa verslun og öðrum at-
vinnugreinum sem best skilyrði í
Stóraukin samkeppni í
verslun hefur lækkað
vöruverð, að mati Þórð-
ar Þórarinssonar, sem
segir Ingibjörgu Sól-
rúnu andstæðing
frjálsrar verslunar.
Reykjavík telja sjálfstæðismenn að
tryggt sé að samkeppni fái notið
sín neytendum til hagsbóta. Ingi-
björg Sólrún hefur hins vegar verið
andstæðingur fijálsrar samkeppni
eins og sannaðist til dæmis þegar
hún reyndi að bregða fæti fyrir
byggingu Kringlunnar í borgar-
stjórn. Arið 1987 tók hún hins veg-
ar af allan vafa um viðhorf sitt til
samkeppni en þá lét hún þessi orð
falla í borgarstjórn: „Ég held að
samkeppni sé dýr og almennt til
leiðinda." Reykvíkingar þurfa ekki
borgarstjóra sem kann ekki að
svara kalli tímans um aukið fijáls-
ræði í verslun og viðskiptum með
þeim hætti sem Ingibjörg Sólrún
gerði í borgarstjórn árið 1986.
Höfundur er varaformaður
Heimdallar, Félags ungra
Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Þórður
Þórarinsson.
Hvað er nýtt við
Reykjavíkurlistann?
EINA nýjungin á
„Reykj avíkurlistan-
um“ er nafngiftin. Þar
bjóða sig enn einu sinni
fram sömu gömlu and-
litin og undanfarin ár
og áratugi hafa lýst sig
til þjónustu reiðubúin.
Hver trúir því að nú
sé á ferð ný og betri
stefna; slæmir voru
þeir hver í sínu lagi en -
margfeldið af fjórum
slæmum er ekki einn
góður heldur
íjórslæmur eða m.ö.o.
alvondur. Einar S.
Á sama tíma og níu Hálfdánarson
þúsund Reykvíkingar
völdu nýjan lista með
nýju fólki með ferskar
hugmyndir voru vinstri
flokkslínurnar, hver í
sínu horni, að velja sína
frambjóðendur. Þar
var greinilega gott fólk
fyrir á listunum því að
gamla settið var allt
dregið fram en Sólrún
fengin af Alþingi þar
sem flokkssystur henn-
ar hafa haft hana í
pólitískri sóttkví út af
EES. Hún vill augljós-
lega flest til vinna að
losna þaðan, meir að
Gamla settið var dregið
fram og Sólrún fengin
af Alþingi, segir Einar
S. Hálfdánarson,
og framboð í felulitum
varð til.
segja að draga framsókn að landi.
Astæða er til að hvetja kjósendur
í borginni til að ná sér í lista með
nöfnum hugsanlegra borgarfull-
trúa „Reykjavíkurlistans" þótt hon-
um sé skiljanlega ekki mikið haldið
á lofti. Og mér er spurn: Ef þið
gátuð ekki treyst þeim áður en
þeir fóru í feluíitina, hvers vegna
þá að treysta þeim núna?
Höfundur er lögfræðingur og
löggiltur endurskoðandi.
l
I
I
I
)
I
>
)
)
\
>
)
)
)
)
I
I
D — þá borgin dillar
sér...
MINNIHLUTAFLOKKARNIR í
borgarstjóm hafa nú ruglað sam-
an spilunum sem hver um sig hafði
á hendi og eru nú í óða önn að
leggja sinn sameiginlega kosn-
ingakapal, sem gengur ekki upp.
Það er vegna þess að t.d. spaða-
drottningarnar eru allt í einu orðn-
ar fjórar og þá er spurningin,
hvaða vægi hver um sig á að hafa?
Kóngamir hafa fjórfaldast éfns og
drottningamar og fyrirsjáanleg er
mikil togstreita og skoðanaágrein-
ingur um ákvarðanir. Það er ekki
gott að búa við rifrildi og ágrein-
ing.
Hlýtt og bjart um bæinn
Reykjavíkurborg hefur þroskast
og dafnað á undanförnum ámm
enda ekki þurft við það að búa
R — þá fer verr
að taka út mikilvægt
vaxtarskeið undir
álagi ósamkomulags
og þrætu. Þvert á
móti. Enda er hún orð-
in bráðmyndarleg.
Mikil áhersla hefur
verið lögð á að fegra
hana og prýða. Gróð-
ursetningarátak, fjöl-
skyldugarður, hreins-
un strandlengjunnar,
Elliðaárdalur, göngu-
stígar, endurnýjun
skólalóða, uppbygging
miðbæjarins, („af
bemskuglöðum hlátri
strætin óma“), hafn-
arsvæðið, með mót-
Margrét
Theodórsdóttir
á Perluna í Öskjuhlíð-
inni, sem er mikið að-
dráttarafl lands-
manna jafnt sem út-
lendinga.
Áfram Reykjavík
Samstilltur hópur
sjálfstæðismanna hef-
ur unnið af krafti að
þessum málum og
öðrum. Það var gott
að starfa undir for-
stu Markúsar Arnar.
starfi borgar-
stjórnarflokksins
duldist mér ekki, að
Markús er afar vel að
sér um málefni borg-
töku fyrir skemmtiferðáskip,
Tjarnarsvæðið . .. og svo glampar
arinnar. Hann hefur yfir mikilli
reynslu að búa, bæði sem stjórn-
málamaður og embættismaður og
hann vann sér virðingu samverka-
fólksins á stuttum tíma. Á þessum
þremur árum sem hann sat í borg-
arstjórastólnum kynntist hann
vinnubrögðum hvers og eins.
Hjartatromp
Markús kaus að víkja fyrir Árna
Sigfússyni. Hann gerði það með
mikilli reisn. Sem reyndur stjóm-
málamaður sá hann eflaust mpnna
best hvers var að vænta af Árna.
Ámi Sigfússon vinnur
mjög skipulega,
segir Margrét
Theodórsdóttir, setur
fram skýr markmið og
nær árangri.
Manni sem hann hafði unnið náið
með að mörgum merkum upp-
byggingarmálum í borginni, s.s.
atvinnumálum og skólamálum.
Markús lagði mikið traust á hinn
glæsilega frambjóðanda til borg-
arstjóra í Reykjavík. Árni stendur
fyllilega undir því trausti.
Meira í dag en í gær |
í skólamálum hefur Árni sýnt I
djörfung og dug. Heilsdagsskól-
inn, tölvuvæðing, öflugt forvarn-
arstarf með unglingum („Tilver-
an“), en Reykjavíkurborg greiðir
sem svarar tveimur kennslustund-
um á viku til þessa verkefnis, þró-
unarsjóður hefur verið stofnaður
sem veitir styrki til þróunarverk-
efna í skólum borgarinnar, mark-
visst hefur verið unnið að áætlun
um einsetningu skólanna og aukið
sjálfstæði skóla er keppikeflið.
Ámi vinnur ákaflega skipulega að
sínum málum. Hann setur fram
skýr markmið — og stefnir ótrauð-
ur að því að ná árangri í því sem
hann tekur sér fyrir hendur.
Undir áframhaldandi styrkri og
samhentri stjórn sjálfstæðismanna
tekst að láta Reykjavík brosa út
að eyrum!
Höfundur er varaborgarfulltrúi
og situr í skólamálaráði
Reykjavíkur.