Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ1994 31 BORGARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Barnsfeður R-listans ÞAÐ VORAÐI skyndilega í ár — birt- an flæddi yfir land og lýð, margt varð aug- ljósara en áður og mörgum varð erfiðara að forðast þessa mis- kunnarlausu birtu, ekki síst þeim sem höfðu eitthvað að fela. Úrkostir hinna ljós- fælnu urðu færri og færri. Fyrir tveimur árum var svo komið, að for- ustuliði Alþýðubanda- lagsins varð ljóst að fylgishrun blasti við og að „ekki dugði að hjakka í sama farinu“, þeir hlutu að koma með eitthvað nýtt, ný andlit og „nútímalegt viðhorf“. Leið félagsbræðra þeirra í Rúss- landi var ófær hér á landi, en eins og vitað er, þá hófu fyrrverandi valdaklíkur kommúnista í Rúss- landi ábatasama glæpastarfsemi, komu upp voldugri „mafíu". Hér á landi var tekið á það ráð að smeygja sér inn í ríkisstofnanir og vinna að því að hremma bráð- ina, sem var ríkisvaldið með aðstoð einfeldninga úr öðrum flokkum. Þeim tókst að læða sér inn í ríkis- stjórn um tíma og meðan setið var þar, var unnið ótæpilega að því að fjölga sem mest starfsfólki í ríkisgeiranum. Einn ráðherra þeirra vann að því að fjölga um 1.600 manns innan skólakerfisins, ekki kennurum, heldur skriffinn- um og öðru óþörfu starfsliði. Þann- ig átti að afla sér atkvæða og tryggja öruggt setulið flokksins innan ríkisgeirans. Svo tók að líða að borgarstjórn- arkosningum í Reykjavík. í eitt og hálft ár var unnið að því að koma á samfýlkingu vinstri afla og loks tókst að sjóða saman R-listann í svartasta skammdeginu. For- ustulið Alþýðubanda- lags, sem er jafnframt forustulið Kennara- samtakanna, Náttúru- skoðarafélagsins, BSRB og BHMR, stóð að þessari skötusköp- un ásamt hinni svo- nefndu ’68 kynslóð og öldruðum hippum fyrri tíðar. Og fylgilið- ið var blauthyggju- söfnuður úr Alþýðu- flokki, Framsóknar- flokki og blauthyggjukonur af Kvennalista. Þessu liði var slegið saman við barnsmæður R-listans í Alþýðubandalagi sem voru settar í framsveit listans. Þannig var tryggt liði stjúpsona Stasi og vina- fólks Nikolae Ceausescus tryggt lykilvald á lista þessum og þar með hugmyndafræði Alþýðu- bandalagsins. Nú er stutt til kosninga og það kemur alltaf betur og betur í ljós hvaðan málfar baráttusveitar R- listans er ættað og því meir sem þær tala því gleggri verður til- gangurinn með þessu framboði. Hann er að sigla Alþýðubandalag- inu undir fölsku flaggi og koma á Alþýðubandalagsvænni borgar- stjórn í höfuðborg lýðveldisins. Hin opna borg, borgarstjórn sem tryggir borgarbúum frelsi og stendur vörð um grundvallarrétt- indi og persónulfrelsi til athafna í anda vestrænnar menningar, er eitur í beinum hinna Alþýðubanda- lagsvænu. Áhrifa barnsfeðranna gætir beint, þeirra hugarheimur er sá sami og baráttuaðferðirnar Siglaugur Bryn- leifsson Markmið R-listans, seg- ir Siglaugur Brynleifs- son, er að koma á Al- þýðubandalagsvænni borgarstjórn! þær sömu sem iðkaðar hafa verið af sameignarsinnum undanfama áratugi, reyndar undir ýmsum flokksheitum. Þeirra stefna er söm, með þessu framboði R-list- ans, að loka úti vorbirtuna, iðka söguburð Leitis-Gróanna með gamalkunnum rógi og draga vetr- arhettu forpokaðra hugmynda- fræðikenninga fram yfir eyrun og tuldra. Opinn hugur og „nóttlaus voraldar veröld" er erfið hinum ljósfælnu barnsfeðrum og þeim, sem hafa glæpst til fylgilags við þetta ömurlega svartálfakyn. Höfundur er rithöfundur. in S S LSSSSSYUES'vSEE Suðurveri, Stigahlið 45. sími 34852 m rrí fílnm > Amlúlcíirk- Ljósmyndastofa Gunnars Ingimarssonar Sumarskólinn sf. Sumarönn fró 30. mai-30. júní 1994 Nám fyrír framhaldsskólanemendur. Yfir 60 áfangar eru í boði. Námið er yfirleitt matshæft mflli skóla. Þetta er kjöriö tækifæri fyrir þá sem vilja flýta sér í námi eöa bæta fyrir gamlar syndir! Taka má tvo áfanga. Verð kr. 16.900. Nám fyrír starfsmenn fyrirtœkja í markaðs- irsmr frœðunyjffjjflstrarhagfrœði, stjórnun, sölu- tœkni og þjóðhagfrceði. Námiö er ætlaö þeim sem litla þekkingu hafa á þessu efni. Verð kr. 16.900. Tölvunám fyrir starfsmeni&tfyrírtœkja í Windows, Word Og Exc<$ NAmið er ætlað þeim sem litla eöa enga tölvukunnáttu hafa. Verð kr. 16.900. Nám fyrhþÁfaglœrt fólk á sjúkrahúsum í líf- fœrai$j£%gi\ífeðlisfrceði, heilbrigðisfrœði og skyndihjálp. Námið er matshæft í framhaldsskóla. Verð kr. 16.900. Nám fyrir ahnq00s$> í aðhlynningu aldraðra og sjúkra í heimahúsum. Verð kr. 11.900. Nám í uppeldisfræði fyrir foreldra, dcuukiffiur og aðstoðarfólk á leikskólum. Verð kr. fir.900. Reyndir kennarar eru í öllum námsgreinum. Innritun er í Fjölbrautaskólanum í Breibholti 17.-30. maí fró kl. 16:00-18:00. hH 50 ÁRA AFMÆLIS LÝÐVELDISINS vmmi ŒjöiHfom CfltJtdórsson • ifiiAhlJfortlieim * &</d! ólyjsson f infiHin fjunnamdóUir • Ólyjlir fótHirín.uon • dujn 'in CfljáhnUjxdóllir Utgáfa í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. CAPRICATARINA: Björgvin Halldórsson STÍNA Ó STÍNA: Bubbi Morthens ÞÚ EINA HJARTANS YNDIÐ MITT: Björgvin Halldórsson ÁSTARDÚETT: Egill Ólafsson og Guðrún Gunnarsdóttir í GRÆNUM MÓ: Sigrún Hjáhntýsdóttir UNDIR STÓRASTEINl: Björgvin Halldórsson UNDIR BLÁHIMNI: Ólafur Þórarinsson BRÉFIÐ HENNAR STÍNU: Guðrún Gunnarsdóttir ERLA: Egill Ólafsson ÍSLANDSLAG: Sigrún Hjálmtýsdóttir DAGNY: Björgvin Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.