Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 36

Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR Ingibjörg Sólrún í draumalandi INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir hefur oftar en einu sinni verið spurð að því hvaða möguleikar séu á því að R-listinn lifi af eitt kjörtímabil án þess að klofna aftur í frumeiningar sínar. Ingibjörg hefur nú ekki aldeilis haft ' áhyggjur af þessu og hefur bent almenn- ingi á það að allir þeir flokkar sem standi að framboði R-listans hafi lagt svo mikið undir að ekki sé nein hætta á því að framboðið klofni. Hún hefur einnig lagt á það áherslu að einstaklingarnir sem bjóða nú fram fyrir R-listann séu sammála um að kominn sé tími til að Sjálfstæðisflokkurinn fari frá völdum og það sameini þá í baráttunni. Þetta er það strá sem Ingibjörg Sólrún býður kjós- endum sínum að halda í. - Árið 1978 komust til valda í borgarstjórn þrír vinstri flokkar sem þá buðu fram sameiginlega vegna þess að þeir höfðu fengið sig fullsadda á Sjálfstæðisflokkn- um. Frambjóðendur þessa lista voru allir sammála um að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og voru sannfærðir um að það eitt myndi sameina þá. Stað- reyndin varð hins vegar sú að loks þegar búið var að koma Sjálf- stæðisflokknum frá völdum vökn- • uðu menn upp við vondan draum, þeir höfðu gleymt málefnunum eða að minnsta kosti gleymt að ná samkomulagi um málefnin. Því varð það svo að skyndilega stóð bandalag vinstri flokkanna á brauðfótum þegar Sjöfn Sigur- bergsdóttir frambjóðandi Alþýðu- flokks sagði sig óformlega úr samstarfi við sameig- inlega framboð vinstri flokkanna með því vera „óþekk“. Framhaldið er öll- um Reykjavíkurbúum í fersku minni því kjörtímabilið 1978- 1982 var eitt það versta í sögu Reykja- víkurborgar frá upp- hafi. Kjósendur létu heldur ekki plata sig aftur og árið 1982 fékk Sjálfstæðis- flokkurinn 9 menn kjörna en vinstri list- arnir 6. Þetta segir Staðreyndin varð hins vegar sú, segir Þórir Kjartansson, að loks þegar búið var að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum vöknuðu menn upp við vondan draum; þeir höfðu gleymt mál- efnunum eða að minnsta kosti gleymt að ná samkomulagi um málefnin. margt um trúverðugleika fram- boðs R-Iistanna og sannleiksgildi orða Ingibjargar Sólrúnar. Höfundur er verkfræðingur. Þórir Kjartansson Horft um öxl NÚ STYTTIST óðum í borgarstjórnar- kosningar hér í Reykjavík. Báðir listar sem í boði eru hafa lýst áhyggjum sínum vegna atvinnuástands- ins í þjóðfélaginu en höfum við kjósendur gert okkur ljóst að það er ekki aðeins þorskin- um að kenna hvernig komið er? Til kjósenda Alþýðuflokks Þegar Jón Sigurðs- son var ráðherra iðn- aðarmála í síðustu vinstristjórn reyndi hann af fremsta megni að fá erlenda aðila til að reisa hér nýtt álver sem átti að nýta raforku frá Blönduvirkjun enda var nýtt álver það eina sem réttlæti bygg- ingu virkjunarinnar á sínum tíma. En hvernig fór? Alþýðubandalagi, Kvennalista og Framsókn tókst að koma af stað illindum á milli lands- hluta um staðsetningu álvers sem töfðu málið nógu lengi til að koma í veg fyrir samninga. Hefði Alþýðuflokknum tekist að fá hér byggt nýtt álver væri at- vinnuástandið á höfuðborgarsvæð- inu allt annað og betra. Mörg hundruð ný störf hefðu orðið til í verinu sjálfu og utan þess í þjón- ustu. Alþýðubandalagið og Kvennalistinn á móti Þegar NATO óskaði eftir því á sínum tíma að fá að byggja hér radarstöðvar reyndu Alþýðubanda- lag og Kvennalisti að sjálfsögðu að koma í veg fyrir það en tókst ekki. Hjá ratsjárstofnun urðu til 62 ný störf og þá eru ekki talin störf í þjónustu sem verða til vegna starfsemi hennar. Jón Baldvin Hannibalsson á þakkir skildar fyrir hvernig hann hefur haldið á utanríkismálum okk- ar á erfiðum tímum. Honum tókst samt ekki að fá hér byggðan varaflugvöll fyrir erlent fé. Og hveijum var þar um að kenna? Jú þáver- andi samgönguráð- herra Steingrími J. Sigfússyni með dyggi- legri aðstoð Kvenna- lista að sjálfsögðu. Hefði NATO fengið að byggja hér varaflug- völl eins og þeir vildu byggja hann, en ekki þá ómynd sem nú er á Egilsstöðum heldur flugvöll með norður- suður braut, sem og austur- vestur braut. Flugvöll sem veitti þjónustu allan sólarhringinn með radarstöð, sendistöð, móttöku- stöð, VOR, TACAN, ILS, veður- stofu, snjóruðningsdeild, tækni- deild, véla- og viðhaldsdeild, þyrlu- björgunarsveit og svo mætti lengi Fylgjendum Alþýðu- flokksins ætti að vera * ljóst, segir Osvald Gunnarsson, að Al- þýðuflokkurinn á enga samleið með hinum vinstri flokkunum. telja. Þarna hefðu orðið til mörg hundruð ný störf sem öll væru greidd af erlendum ríkisborgrum NATO ríkja. En Jóni Baldvini tókst að koma í veg fyrir að niðurskurður á Kefla- víkurflugvelli yrði eins mikill og til stóð á sínum tíma og hlýtur hann fyrir það þakkir allra nema Alþýðu- bandalags og Kvennalista. Ósvald Gunnarsson Alþýðuflokkurinn á ekki samleið með vinstri flokkunum Ráðherrar Alþýðuflokks hafa staðið í ströngu í öllum ríkisstjórn- um sem þeir hafa setið í við að veija hagsmuni neytenda gagnvart landbúnaðarmafíu framsóknar og náð þar nokkrum árangri. Því hlýt- ur það að vera ömurlegt hlutskipti fyrir dyggan stuðningsmann Ál- þýðuflokksins að þurfa að kjósa maddömuna frá Höllustöðum, Al- freð, þtjár af Kvennalistanum og tvo komma bara til að koma Pétri einum að. Þvílík niðurlæging eða trúir einhver að fylgi Alþýðuflokks- ins sé þrisvar sinnum minna í Reykjavík en fylgi Kvennalistans. Hefði nú ekki verið nær að bjóða fram lista Alþýðuflokks og tilkynna kjósendum um leið að flokkurinn væri um leið tilbúinn til að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokkn- um ef svo færi að flokkurinn tap- aði borginni. Öllum kjósendum Al- þýðuflokksins hlýtur að vera löngu ljóst að Alþýðuflokkurinn á enga samleið með hinum vinstri flokkun- um í neinum þeim málum sem ein- hveiju skipta fyrir þessa þjóð, svo sem utanríkismálum, stóriðjumál- um, landbúnaðarmálum og sjávar- útvegsmálum. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að atvinnuástandið sé ekki svo mikið áhyggjuefni Al- þýðubandalags og Kvennalista, vegna þess að eftir því sem það er verra ánetjast fleiri þessum flokkum. Þarna fara nefnilega ætíð saman atkvæðamagn þessara flokka og eymdin. „Maður er jú alltaf að þroskast" Ég var að hlusta á það í útvarp- inu að okkar ástsæli forseti hefði í opinberri heimsókn til Tékklands heitið þarlendum stuðningi við ósk þeirra um inngöngu í NATO. Ég verð að viðurkenna að ég varð svo- lítið hissa en minntist þá orða Kilj- ans þegar hann var eitt sinn spurð- ur hveiju það sætti að hann væri ekki lengur kommúnisti. Hann svaraði eins og honum einum er lagið: „maður er jú alltaf að þrosk- ast.“ Höfundur er loftskeytamaður. Verður myrkur um miðjan dag í Reykjavík? Algjör bastarður!? Allt frá því að sam- þykkt var einróma í borgarráði fyrir hart- ! nær fjórum áratugum að ráðhús Reykjavíkur skyldi reist við norð- urenda Tjarnarinnar, unz bygging Ráðhúss- ins hófst fyrir sex árum, var um fátt deilt ’’ eins mikið og staðsetn- ingu þess, svo og húsið sjálft eftir að sam- þykktar teikningar lágu fyrir. Gengu öldur oft hátt, en undir það síðasta voru tveir af þremur oddvitum R- listans einna háværastir í mótmæl- unum. Mátti af málflutningi þeirra ráða, að þeir teldu byggingu á núver- andi stað hið svívirðilegasta tilræði við Reykvíkinga, lífríki Tjarnarinnar svo og gömlu Kvosina. Til að kóróna > allt, töldu ýmsir nánustu stuðnings- menn þeirra fyrirhugað mannvirki vera forljótt og reyndar algjöran bastarð til hins mesta vansa fyrir þjóðina alla, einkum Reykvíkinga. | Sem frekara dæmi um málefna- ; legan málflutning þessa mæta fólks 1 má nefna nokkur dæmi af handa- hófí um þeirra eigin orð: Krampakenndar framkvæmdir kjarklausra manna ... dapurlegt til þess að vita að svo margir [voru 38 talsins] skuli hafa eytt tíma í aðgera sam- keppnistillögu að ráð- húsi á svona vondum stað. Ráðamenn ganga í berhögg við vilja fólks- ins ... ekki á móti því að það verði byggt ráð- hús einhvern tíma á næstu öld. Ráðhúsið nýja gæti ... orðið banabiti borgarstjór,ans um aldur og ævi. Spádómsgáfa? Menn vita nú hversu forspátt þetta R-listafólk reyndist. D-listinn vann einn af stærstu sigr- um sínum í borgarstjórnarkosn- ingunum fyrir fjórum árum og for- kólfur Ráðhússins varð forsætisráð- herra ári síðar. Staðsetning hússins reyndist eftir allt saman hafa verið hárrétt. Með tilkomu Ráðhússins er Kvosin, milli Arnarhóls og Ingólfs- brekku að austan og Hóiavallar og Landakotshæðar að vestan, nú aftur orðin að miðbæ Reykjavíkur. Ing- ólfstorg — síðar Grófartorg — og Geirsgata kóróna síðan verkið þannig að hafi einhver velkst í vafa, eyðast allar efasemdir þegar göngutenging Ragnar S. Halldórsson Miðbærinn hefur verið gæddur nýju lífi, segir Ragnar S. Halldórs- son, og Reykjavík er nú fyrst höfuðstaður með reisn. gömlu hafnarinnar við Tjömina gegnum Ráðhúsið er orðin staðreynd. Miðbærinn hefur verið gæddur nýju lífi. Fegurð hússins sjálfs og listrænt gildi, m.a. með frábærri nýtingu rennandi vatns á mósagrónum vegg, hefur hlotið einróma lof innanlands sem utan. Reykjavík er nú fyrst orð- in höfuðstaður okkar íslendinga með fullri reisn. Hugleiðingar Ráðhúsið fer prýðilega þarna við norðvesturenda Tjarnarinnar í hjarta borgarinnar. Þar blasir húsið mót suðri og sól eins og sjá má á efri myndinni, tekinni á fögrum sólskins- degi skömmu eftir sólstöður í vetur. Sólin endurspeglast í gluggum (aug- um) hússins. Þannig sé ég Ráðhúsið fyrir mér núna. Neðri myndin sýnir aftur á móti ásýnd Ráðhússins, ef ofangreint úrtölu- og öfundarlið tek- ur sér bólfestu í því að afloknum kosningunum á sunnudaginn og verði þannig sál hússins. Sól sér sortna, því að augun eru spegill sál- arinnar. Áskorun Forðumst slíkt Iánleysi. Ég skora á alla Reykvíkinga að fylkja sér á sunnudaginn um D-listann, lista djörfungar og dáða. Höfundur er verkfræðingur. RÁÐHÚSIÐ baðað í vetrarsól og Tjörninni. Ljósmyndari/Margrét Dóra Ragnarsdóttir SÓL tér sortna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.