Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 43

Morgunblaðið - 26.05.1994, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 43 MINNINGAR hér en hann ólst upp í stórum systk- inahópi, auk uppeldissystkina. Gott veganesti hlýtur Sigbjörn að hafa fengið í föðurgarði og oft sagði hann frá margvíslegum heilræðum föður síns. Sigbjörn var enda fast- heldinn á gamlar dyggðir og þreytt- ist seint á að boða gömul gildi eins og ráðdeild og sparsemi. Hann sagðist snemma hafa tileinkað sér að hvorki skyldi þiggja lán né taka. Eftir þessu lífsmottói lifði Sigbjörn og reyndist honum vel, því hann var alla tíð efnalega sjálfstæður maður og heppinn fjármálamaður. Hann mun nokkuð snemma hafa farið til sjós eins og títt var um unga menn á þeim dögum og stund- aði sjómennsku á smærri bátum öll sín unglingsár. Þó stefndi hugur hans til annarra starfa og þá ekki síður til verslunar- og viðskipta- starfa. Um tvítugsaldur lagði hann leið sína til Reykjavíkur, mitt í kreppunni, og hóf nám við Verslun- arskólann. Það hlýtur að hafa verið mikið átak fyrir ungan og efnalítinn mann af landsbyggðinni á þeim erfiðu tímum. Reyndi þá á ráðdeild- arsemina og úrræðagæðin og sem dæmi hér um var tiltæki þeirra fé- laga Sigfúsar í Heklu og Sigbjörns, en þeir leigðu saman, að auglýsa tímakennslu í bókfærslu en þá voru þeir báðir heldur stutt komnir í námi. Sigbjöm sagðist alveg hafa verið á nálum út af þessu tiltæki þeirra en allt hefði blessast vel og þá aðallega vegna Sigfúsar. Í Verslunarskólanum hlaut Sig- bjöm staðgóða menntun í viðskipta- greinum, sögu, íslensku og tungu- málum og varð honum þessi þekk- ing happadijúg á lífsleiðinni. En þrátt fyrir menntun sína til verslun- ar- og viðskiptastarfa, sem hugur hans hefur vafalaust staðið til, hög- uðu atvikin því að starf hans varð farmennska og starfsvettvangur lengst af fragtskip Eimskipafélags íslands. Sigbjöm hóf siglingar hjá Eimskip skömmu fyrir stríð og sigldi sleitulaust þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá orðinn sjötugur að aldri. Hafði hann þá siglt um heimshöfín hátt í fimm áratugi og var þegar hann lét af störfum sá farmaður sem lengstan hafði siglingartímann hjá Eimskip. Ekki fór Sigbjörn mikið á milli skipa, var lengi á gamla Brúarfossi og sigldi á honum öll stríðsárin. Einnig var hann lengi á Goðafossi II, Gullfossi og að lokum á Bakka- fossi II. Sigbirni var ekki sama með hverjum hann silgdi og fylgdi gjarn- an þeim skipstjórum sem hann bar traust til. Skulu þar nefndir til þeir Kristján Aðalsteinsson, Arngrímur Guðjónsson og Þór Elísson meðal margra traustra skipstjórnar- manna. Sigbjörn hlaut heiðursmerki Sjómannadagsráðs árið 1988. Það hefur löngum þótt einkenna gamla sjómenn að raupa um sjó- mennskuævintýri sín. það var Sig- birni þvert um geð, minntist hann varla á siglingar sínar öll stríðsárin sem hafa þó orðið mörgum far- manninum frásagnarefni. Hins veg- ar voru honum ofarlega í huga þeir dýrðartímar sem hann upplifði í Metrópólitan-óperunni í New York á stríðsárunum en þangað var nær einvörðungu siglt. Kom þar til að Sigbirni voru hinar fögru listir ákaf- lega ofarlega í huga og voru reynd- ar hans höfuðáhugamál. Sérstak- lega var þar klassísk tónlist, en einnig klassískur ballett og bók- menntir. Má segja að þessi áhuga- mál hans hafí komið þeim mjög á óvart sem aðeins þekktu Sigbjörn sem skipsfélaga. Dvöl í erlendum höfnum sem á árum áður var oft löng svo skipti vikum varð Sigbirni notadijúg til að tileinka sér það besta sem á boðstólum var í listum. Mikið var siglt til New York, m.a. öll stríðsár- in, en einnig sigldi hann mikið á Kaupmannahöfn og Hamborg. Varð hann hagvanur í óperuhúsum þess- ara stórborga. Annað áhugamál Sigbjörns tengdist sögu og stjórnmálum, lönd- um og þjóðum. Hann var ágætlega vel lesinn í sögu og fylgdist með stjórnmálaþróun af miklum áhuga. Þar fetaði hann sínar eigin leiðir og var sjaldnast sammála því glamri sem meirihlutinn hafði uppi. Sig- björn gerði víðreist á yngri árum, var meðal þeirra alfyrstu, um og upp úr 1960, sem tóku með sér eigin bifreið á meginlandið. Ferðað- ist hann vítt og breitt um alla Vest- ur-, Mið- og Suður-Evrópu, en einn- ig fóru þau hjón til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins snemma á 7. áratugnum. Honum var Þýska- land og þýsk menning ætíð hug- stæð, en jafnhliða þótti honum ákaflega mikið til allrar rómanskrar menningar koma. Hér deildu þau sínum áhugamálum hjónin, en Sig- björn var kvæntur mikilli sóma- konu, Sigrúnu Hansen, deildar- stjóra í Landsbankanum, en hún lést hinn 30. júlí á sl. ári. Eiginkon- an bjó honum sérlega glæsilegt heimili, vel búið af fágætum og verðmætum húsgögnum og skrýtt bestu listaverkum. Hlýtur það að hafa verið Sigbirni mikil hvíld í fáum og stuttum fríum á sínum siglingarárum að njóta kyrrðar og smekkvísi á sínu heimili. Við félagar hans frá sjómennsku- árunum og vinir hans síðan kveðjum þann mæta mann Sigbjörn Þórðar- son með söknuði. Megi minning hans lifa. Ólafur Örn Klemensson, Tómas ísleifsson. í dag verður til moldar borinn Sigbjörg Þórðarson frá Einarsstöð- um. Við andlát hans horfum við sem hann þekktum á eftir miklum drengskaparmanni; hugljúfa þeirra er honum kynntust. Sigbjörn var gæfumaður. Hann átti ástríka og trausta eiginkonu, Sigrúnu Hansen, og nú fylgir hann henni á vit hins óþekkta eftir að- eins nokkurra mánaða aðskilnað. Sigbjörn var ákaflega einmana eft- ir fráfall Sigrúnar og það var sem lífsgleðin hefði yfírgefíð hann. Engu að síður fylgdi hann eftir hugðarefni sínu, áheyrn fagurrar tónlistar, fram til hinsta dags. Sigbjörn sigldi um heimins höf í starfi sínu sem farmaður hjá Eim- skipafélagi íslands og naut þess að drekka í sig heimsmenninguna í hverri höfn, þar sem kastað var akkerum. Þá naut þessi fagurkeri lista, þess að skoða söfn og sækja tónleika. í einni slíkri för var staldrað við í Hamborg. Þar fór Sígbjörn á veit- ingastað til að snæða kvöldverð og þar sem þröng var á þingi var hon- um vísað til borðs hjá ókunnugum manni. Þessir tveir heiðursmenn tóku tal saman og fór svo vel með þeim að Sigbirni var upp frá því ætíð boðið að dvelja á heimili þessa manns og fjölskyldu hans er hann hafði viðkomu í Hamborg. Og viti menn, hinn umræddi ókunnugi maður reyndist vera enginn annar en borgarstjóri Hamborgar. Á þessu menningarheimili var geymd gestabók með áritun tónskáldsins dáða, Jóhannesar Brahms, og má nærri geta að í slíku umhverfí hafí Sigbirni liðið vel. Þessi litla frásögn er lítil dæmi- saga um hvaða mann Sigbjörn hafði að geyma. Undirrituð spurði Sigbjöm, er hann sagði henni frá þessu yfír kaffibolla í eldhúsinu, hvort hann hefði sagt áhöfn skips- ins frá þessari lífsfreynslu, en svo var ekki. Þannig var Sigbjöm, hinn hæg- láti og hógværi heiðursmaður. Undirrituð vill með þessum fátæk- leg-u orðum fýrir hönd fjölskyldu sinnar þakka Sigbirni Þórðarsyni fyrir alla vinsemdina og þá bless- uðu minningu um manngæsku hans og hugulsemi, sem börnin hennar þrjú fá í veganesti um ókomin ár. Anna Júlíana Sveinsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Sigbjörns Þórðarsonar. Það var söngurinn sem leiddi okkur saman, — unun beggja af því að hlusta á fagran söng. Bjössi var mikill áhugamaður um sönglistina, og færi ég á söngtónleika, var nán- ast víst að þar yrði Bjössi. Ég hafði gaman af vangaveltum hans um þessa eðlu kúnst, og þá sem hana stunda, — hann var ákaflega vel heima í öllu því er að söngnum lýt- ur. Hann gerði stundum lítið úr þessum lifandi áhuga sínum, og sagðist þá bara vera gamall sjóari. En hann átti þá líka til að segja sögur af því þegar hann á yngri árum heyrði heimsfræga söngvara syngja í stórborgum heimsins, og þær sögur voru skemmtilegar, og færðu mann einhvern veginn inn í fortíð, sem ljómi stafar af. Jarmíla Novotna var í uppáhaldi hjá Bjössa, þessi glæsilega tékkneska söng- kona, sem söng á Metropolitan um miðja öldina. En áhugi Bjössa var hreint ekki bundinn fortíðinni. Við hittumst síðast niðrá Lækjartorgi á sunnudaginn fyrir rúmri viku. Þá var hann að fara að hlusta á nem- endur Söngskólans á tónleikum. Góðan félaga átti Bjössi í mági sín- um Halldóri Hansen, sem er manna fróðastur um sönglistina, og hefur Bjössi án efa notið góðs af. Ég votta Halldóri og öðrum ástvinum samúð mína, og þakka Bjössa ánægjulega samfylgd, og hlýhug í minn garð og minna, og megi him- insins englar allir syngja sína feg- urstu söngva honum til unaðsauka. Bergþóra Jónsdóttir. Verzlunarskóli Islands STOFNAÐUR 1905 Einsetinn skóli Bekkjakerfi Nemendur af öllu landinu Samfelldur skóladagur Bókasafn íþróttahús FRAMHALDSSKOLI Verslunarpróf eftir 2 ár Réttindi fyrir verslunarleyfi Stúdentspróf: Málabraut Hagfræðibraut Stærðfræðibraut Verslunarmenntapróf: Verslunarmenntabraut jgjiiji'á$§as&!' ÖLDUNGADEILD ámsZ6J,:npln Áfangakerfi Stök námskeið Starfsmenntun Verslunarpróf Stúdentspróf TÖLVUHÁSKÓLI j Kerfisfræði 60 einingar | Tveggja vetra nám eftir stúdentspróf Kerfisfræðingar TVÍ J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.