Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 49

Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________ MINNINGAR + Trausti Jónsson var fæddur 26. júní 1907, sonur lijónanna Jóns Run- ólfssonar og Kristínar Magnús- dóttur. Hann lést 17. maí síðastliðinn á Hrafnistu í Hafnar- firði. Trausti var kvæntur Dagbjörgu Jónsdóttur, f. 14. desember 1906, d. 9. nóvember 1949. Útför Trausta var gerð frá Fossvogs- kirkju 24. mai. í HJARTA mínu hefur sautjándi maí verið sérstakur dagur en einmitt þann dag kvaddi Trausti afí okkur. I huga mínum mun því minningin um afa tengjast gleði og hamingju og á það vel við. Trausti afi fæddist að Skógi á Rauðasandi árið 1907 en um tvítugt hleypti hann heimdraganum og hélt á vit ævintýranna. Hann kvæntist ömmu minni Dagbjörgu Jóns- dóttur 19. maí 1934 og saman áttu þau tíu börn. Það elsta lést á unga aldri en áður átti Dag- björg amma einn son. Ekkert okkar bama- barnanna átti því láni að fagna að kynnast ömmu okkar því hún lést langt um aldur fram. Það má því kannski segja að afi hafi verið á við tvo og lýsir það einmitt vel hvern hug hann bar til okkar allra, barnanna sinna, barna- barnanna, langafabarnanna og langalangafabarnanna. Þetta eru löng orð en í huga afa voru þetta börn og afabörn sem öllum þurfti að sinna jafnt og tókst honum það frábærlega vel þó hópurinn væri orð- inn mjög stór. Það er langur vegur frá torfbænum á Rauðasandi til Hrafnistu en þar bjó afi síðustu æviár sín. Það var sér- kennileg tilfinning að aka niður snar- bratta fjallshlíðina niður að Rauðas- andi en öðruvísi varð ekki komist landveginn að Skógi. Það lét ekki mikið yfir bæjarrústunum og erfitt var horfa til liðinnar tíðar og ímynda sér hvemig hefur verið að búa á þess- um afskekkta stað með engin þau þægindi sem við þekkjum í dag. En mér fannst ég kynnast afa á annan hátt með því að skoða æskuslóðir hans enda umhverfíð ólíkt því sem ég átti að venjast. Fyrst var það Brekkugatan, það var hlaupið niður klettana og inn til afa þar sem alltaf var eitthvað að fá. En enginn kom til afa öðruvísi en að vera leystur út TRA USTIJÓNSSON GYÐRÍÐUR PÁLSDÓTTIR + Gyðríður Pálsdóttir var fædd 12. mars 1897. Hún lést 15. maí 1994. Útför hennar var gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu 21. maí. HÚN GYÐRÍÐUR í Seglbúðum hefur kvatt þennan heim og leitað til ljóss- ins heima þar sem veikur líkami heft- ir ekki andann. Lokið er langri ævi góðrar og minnisstæðrar konu sem ávallt vildi öðrum vel og trúði staðfastlega á hið góða. Listfengi handa hennar og hugar var slíkt, að sama var hvort hún var að rækta blóm og runna í garðinum sínum undurfagra, fegra heimili sitt, sat við -hannyrðir eða sauma á fatn- aði, spilaði á orgel, tók á móti gestum eða hvað sem var. Við frændfólk hennar, sem ólumst upp fyrir austan á árunum 1920- 1940 minnumst þessarar fíngerðu blíðlegu konu með gleði og þökk. Viðmót hennar var ósegjanlega milt og vermandi hveiju barni, sem kom að Seglbúðum eða þar sem Gyðríður kom, gjarnan með börnin sín. Við í Fagurhlíð vorum svo heppin að Seglbúðabörnin voru á svipuðu reki og við. Þá voru gleði- og vinafundir, því auk skyldleika, teljum við óhikað að Gyðríður og Helgi í Seglbúðum og foreldrar okkar, Elín og Þórarinn í Fagurhlíð, hafi verið einlægir vinir svo lengi sem líf entist. Helgi og Þórarinn féllu báðir frá langt um aldur fram. Gyðríður og Elín ræktu sína vináttu til hárrar elli, eða svo lengi sem heilsa þeirra leyfði. Mörg ógleymanleg atvik rifjast upp þegar horft er til baka. Eitt sinn stóð Gyðríður upp á Ungmennafélagsfundi og sagðist vera búin að koma upp birkihríslu- plöntum sem hana langaði til að gefa þeim félagsmönnum sem vildu, en þar sem lítill tijágróður vex, var þetta mjög kærkomið. Nú eru þessar plöntur orðnar að stærðar tijám, þannig óx og dafnaði það sem hún gaf af gnótt hjarta síns. Á fyrstu árum útvarpsins í Land- brotinu bar það oft við, að okkur sem ekki höfðum útvarp var boðið fram að Seglbúðum til þess að hlusta á messu og sátu þá allir á heimilinu ásamt gestum, hljóðir sem í kirkju væri. Við minnumst jólaboðanna, þegar allir fóru í betri fötin eftir kvöldverk- in og foreldrarnir leiddu eða báru börnin milli bæja og heim um stjörnu- bjarta nótt. Og þegar mæður og börn gengu upp og niður lyngi vaxna hóla og lautir Landbrotsins á sólbjörtum sumardögum eða síðkvöldum (það var oftast sólskin eða stjörnubjart í ■bernskutíð). Vinkonurnar ræddu trú- mál, þjóðmál, böm og búskap og nutu þess greinilega að eiga stundir saman. Slík vinátta er dýrmæt, það skiljum við enn betur þegar við eld- umst. Okkur þótti raunar frændur og vinir vera á hveijum bæ, sem var mikils virði í uppvextinum, ekki síður þar sem sveitirnar austan sanda voru býsna einangraðar þá. Samvinna og hjálpsemi milli bæja var mikil, það fengum við meðal annars að reyna þegar faðir okkar dvaldi á sjúkra- húsi í Reykjavík sumarlangt og móð- ir okkar var ein með börn um há- bjargræðistímann. Þá var gott að eiga góða sveitunga. Að leiðarlokum færum við fram þakkir fyrir allt og biðjum Gyðríðar og afkomendum hennar guðs bless- unar. Systkinin frá Fagurhlíð. FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 49 með gjöf. Seinna keypti afi sér lítið hús á Vesturbrautinni sem hann stækkaði lítiliega og var þá eins og húsið væri komið inn í klettinn. Mörg húsin byggði afí fýrir aðra yfir ævina, meðal annars í Sandgerði. Þar bjuggu afí og amma flest sín hjúskaparár og afí síðan nokkur eftir lát hennar. Til Hafnarfjarðar flutti afi 1956 og enn hélt hann áfram að byggja en aldrei byggði hann sitt eigið hús. Hugsan- lega vegna þess að frítími hans fór í að aðstoða aðra. Öll ævintýri taka enda um síðir. Þau eru þó mislöng og þetta hefur verið nokkuð langt. Söguhetjan hefur þurft að takast á við marga raunina en alltaf staðið sterkari eftir. Það hafa verið erfiðir tímar en margar gleðistundir. Ævintýri afa er lokið en það mun lifa svo lengi sem einhver verður til að segja söguna. Elsku afi, ég vil þakka fyrir góðvild þína og hjartagæsku en það er eitt það besta veganesti sem hægt er að fá í lífinu. Gunnur Baldursdóttir. smuTiuFmm GLÆSIBÆ • S/MI812922 RAÐAUGi YSINGAR IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Skólaslit verða í Hallgrímskirkju föstudaginn 27. maí kl. 14.00. Aðstandendur nemenda og velunn- arar skólans eru velkomnir. TÓNLISMRSKÓU KÓPfcJOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Inntökupróf í söng fyrir næsta starfsár fer fram í skólanum föstudaginn 27. maí kl. 14-15. Byrjendum gefst kostur á að koma til viðtals við söngkennarann Önnu Júlíönu Sveinsdóttur á sama tíma. Boðið verður upp á ýmsa valkosti í námi, t.d. hópkennslu. Innritun og upplýsingar á skrifstofu skólans, Hamraborg 11,2. hæð, sími 41066. Skólastjóri. Prufa/casting! Sunnudaginn 29. maíkl. 14-16 fyrir væntan- lega Ameríkuferð M.A.A.I. 1995. Allir sem eru 170 cm á hæð og hærri og hafa áhuga á módelstörfum mæti með mynd- ir. Verið velkomin. .Tohn Casablancas MODELING 8 CAREER CENTER Grensásvegi 7, sími 677799. Dómkirkjusöfnuðurinn - aðalfundur Aðalfundur dómkirkju- safnaðar í Reykjavík verður haldinn þriðju- daginn 31. maí kl. 20.00 í safnaðarheimilinu við Lækjargötu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sóknarnefndin. Aðalfundur Hraðfrystihúss Hellissands hf. verður hald- inn á Hellissandi föstudaginn 3. júní næst- komandi kl. 16.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Almenna hlutabréfasjóðsins hf. verður haldinn 15. júní kl. 17.00 á Laugavegi 170-172, 3. hæð. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. Fyrir fundinn verða lagðar tillögur um að afnema sérréttindi svonefndra A-hluta- bréfa þannig að öll hlutabréf í félaginu veita sömu réttindi. Þá verður lagt tll að stjórnarmönnum verði fækkað í 3 en stjórn félagsins skipa nú 5 og 5 vara- menn. 3. Önnur mál. Stjórn Almenna hlutabréfa sjóðsins hf. Skandia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.