Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 52

Morgunblaðið - 26.05.1994, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Smáfólk NQTHERE1/5EDT0 5B A CAMP6R01/NP P0WN5TREAM, m IT'5 NOT THERE(/ANYMORE Öí Nei, einu sinni var tjaldstæði hér niður með fljótinu, en það er ekki þar lengur. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1102 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Hveijar eru fyrir- myndir ungvið- isins? Frá Ólafi Stefánssyni: í UMRÆÐUNNI undanfarið hefur mikið verið fjallað um reykingar og skaðsemi þeirra. Forvarnir til þeirra mála hafa aukist gífurlega og fjármunir því tengdir einnig. Ekki ætla ég að mæla á móti því, síður en svo og eru stórvirki unnin í þessum málum og allt gott um það að segja. Mig langar til að láta skoðun mína í ljós, á bæði forvömum gegn áfengi og vímu- efnum og því vandamáli sem snýr að því. Mér hefur fundist það vera útundan í umræðunni, þótt í raun sé stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar á ferð ásamt reyking- um og liggur það í tölum á borðum þeirra SAA-manna. Blað brotið með stofnun SÁÁ Alir þeir sem hafa kynnt sér þessi mál, vita að blað var brotið í áfengismálum þegar SÁÁ, sam- tök áhugafólks um áfengisvanda- málið voru stofnuð fyrir sautján árum og vissulega hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan. Þess vegna hefur það vakið furðu hjá mér að fjárstyrkir frá ríkinu hafa minnkað til þessara brýnu mála hlutfallslega frá fyrri árum, þrátt fyrir að aðstæður í þjóðfélaginu hafí versnað. Áfengisneysla hefur aukist og meira frjálsræði ríkir meðal al- mennings í þessum málum, t.d. með tilkomu bjórsins og aukinna vínveitingaleyfa. Það má segja að þessar ákvarðanir okkar og stjórn- valda, hafi verið undanfari að þeim vanda sem við blasir núna. Aldur áfengisneytenda hefur lækkað síðustu árin, segir í greininni. Aldur vímuefnaneytenda hefur lækkað Aldur þeirra sem neyta áfengis hefur lækkað og þekkt er að ungl- ingar allt niður í tólf ára leiti sér hjálpar vegna áfengis- og vímu- efnavandamála. Ætlum við að láta spamað ráða ferðinni þegar um líf eða öllu heldur eyðileggingu á lífí er að ræða. Þvílíkt sinnuleysi er óviðunandi í heilbrigðu og hugs- andi þjóðfélagi. Nýjustu stað- reyndir sýna að um þrjú hundruð manns voru í meðferð frá 1991-93 sem sprautuðu sig og þar af stór hópur unglinga. Hefur tíðni þeirra sem sprauta sig, aðallega með amfetamíni, aukist frá árunum ’83-’93. Úr einu tileflli upp í þijú hundruð. Mun eyðni nú mjög sennilega tvöfaldast á skömmum tíma að sögn sérfræðinga og þarf ekki að fara fleiri orðum um það. SÁÁ voru’ nú með sína árlegu álfasölu, nú til styrktar ungu fólki og forvamarstarfi í þeirra þágu og var nú þarft til málanna að leggja. Því spyr ég, er ekki kominn tími til að snúa blaðinu við og gerast betri fyrirmynd komandi kynslóða og láta okkur þessi mál varða meira en við höfum gert, með vakningu í þessum málum? ÓLAFUR STEFÁNSSON, Spóahólum 8, Reykjavík. Göngum yfir brúna Frá Gerði Einarsdóttur: MIÐVIKUDAGINN 11. maí, um kl. 14 lá leið mín um miðbæinn og hugðist ég fara í Ráðhús Reykjavíkur. Þar sem ég kom gangandi frá Fríkirkjuvegi og framhjá Iðnó lá beinast við að fara yfír göngubrúna, sem ég og gerði. Þegar ég átti eftir ófarna örfáa metra í Ráðhúsið komst ég ekki lengra þar sem þar voru tveir Ijósmyndarar að störfum, sem voru að mynda fjögurra manna hóp með Ráðhúsið í baksýn. í þess- um hópi voru tveir karlmenn og tvær konur og var önnur þeirra Sigrún Magnúsdóttir frambjóð- andi R-listans. Þegar ég hafði beð- ið stutta stund stöðvaði ljósmynd- arinn vinnu sína og hugðist hleypa mér fram hjá, þessu mótmælti Sigrún Magnúsdóttir harðlega og sagði orðrétt ac) ég gæti nú alveg snúið við og farið annars staðar inn í Ráðhúsið, allranáðarsamleg- ast var mér þó hleypt í gegn fram hjá fýldum frambjóðenda R-list- ans, og þakka ég fyrir það. Hitt er svo annað mál að ég sem íbúi hér í borg hef jafnmikinn rétt til notkunar á gönguleiðum og borgarfulltrúinn Sigrún Magnús- dóttir. Að lokum þetta, Sigrún Magn- úsdóttir, sá hroki sem þú sýndir mér, með því að gera tilraun til að hefta för mína í Ráðhúsið sl. miðvikudag hefur gert mig afhuga að kjósa R-listann sem ég þó hugð- ist gera. Er það von mín að Reykavíking- ar kjósi ekki yfir sig fólk sem sýn- ir meðborgurum sínum slíkan hroka. GERÐUR EINARSDÓTTIR, Bergstaðastræti 46, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.