Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 39

Morgunblaðið - 05.06.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚNÍ 1994 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Mismunandi rök fyrir og eftir klukkan fimm Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: UNDARLEG eru oft rök rökþrota manna. Ólafur Karvel Pálsson for- maður Skotveiðifélags íslands grætur sáran í fjölmiðlum yfír sam- þykkt Alþingis á villidýrafrum- varpinu svokallaða. Hann vill að skotveiðimenn fái nánast algjört sjálfdæmi í að meta „veiðiþol“ flestra villtra dýra á íslandi og fái að haga sér eftir því. - Það eru einmitt svo miklar líkur á því að veiðimenn muni sjálfir hafa frum- kvæði að því að stöðva veiðar á gæsinni, lundanum og rjúpunni þegar þessir stofnar minnka eða hálfklárast vegna síaukinnar ásóknar þessa dýraníðingalýðs sem ekkert kvikt virðist mega sjá í náttúrunni án þess að fyllast óum- ræðilegri þörf á að drepa það. Enda sannar sagan það svo vel (eða hitt þó heldur) eins og lesa má út úr áliti veiðiformannsins að veiðimenn hafi alltaf dregið svo mjög úr veiðum sínum þegar nærri dýrastofnum hafi verið gengið. Það sést m.a. best á þeim þremur hvalastofnum hér við land sem veiðimönnum á hafi úti tókst að útrýma. (Allir hvalastofnar sem eftir eru við ísland nema ef til vill hrefnan eru í útrýmingarhættu að mati vísindanefndar alþjóðahval- veiðiráðsins. Miðað við að stofnar séu komnir undir 56% af uppruna- legri stofnstærð svo slík viðmið séu tekin gild.) Umdeilanleg rök En það er fleira á spítunni. Fyrr- nefndur formaður Skotveiðifélags íslands, Ólafur Karvel Pálsson, heldur því fram á kvöldin og í frí- tímum sínum í tengslum við stytt- ingu ijúpnaveiðitímabilsins að óheftar veiðar veiðilýðsins (um- bjóðenda hans) á rjúpunni hafi nákvæmlega alls engin áhrif á stærð rjúpnastofnsins. - Það eru vægast sagt umdeild rök svo ekki sé nú meira sagt. Af ummælum hans má líka draga þá ályktun að veiðimönnum sé best treystandi til að setja veiðitímabilinu skorður. Eins og það sé nú svo líklegt til að skila réttu aðhaldi á ofveiðina og annað í þeim efnum. Á sama tíma á virkum dögum á milli klukkan níu til fimm heldur Ólafur Karvel Pálsson fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun því fram að alls ekki megi veiða fleiri bröndur úr þorskstofninum góða hér við land en ákveðið hafi verið, þar sem stofninn þoli alls ekki meiri minnkun en orðið er! Þar hefur sem sagt veiði áhrif á stofnstærð þorsksins. En ekki í ijúpnastofninum í kvöldrökum formannsins. — Hvernig á maður svo að skilja svona málflutning eiginléga? Á þá samkvæmt „eftir-klukkan- fimm“ - rökum fiskifræðingsins ekki bara að gefa fiskimönnum og útgerðum sjálfdæmi í að ákvarða og eða takmarka sókn í þorskstofn- inn þar sem „þeim sé best treyst- andi til þ ess sjálfum“ sbr. ijúpna- veiðirökin? Hér vantar allan botn- inn í röksemdafærsluna. Nei, Ólafur. Þessi hringrök þýð- ir ekki að bjóða hugsandi fólki upp á. Og það þrátt fyrir að við búum í veiðimannasamfélagi sem kaupir nánast alla rökleysuna í kringum veiði og meiri veiði og ennþá meiri veiði á öllu sem hér dregur lífsand- ann á landinu, fyrir utan manninn sjálfan. Rök veiðisinna eru að verða slá- andi lík og jafn mótsagnakennd og rök þrælahaldins í Suðurríkjum Bandaríkjanna um miðja síðustu öld gegn rökum norðanmanna sem heimtuðu samkvæmni í málflutn- ingi sunnanmanna, og meiri mann- úð í garð þessa litaða fólks sem deilt var um. Því segjum við núna við veiðilýð- inn allan eins og hann leggur sig: Það þýðir ekkert að halda svona rökleysu fram og reyna að varpa skikkju vísindalegrar gagnrýni yfir hana. Því sá keisari er ekki í neinu. Meiri mannúð í garð dýra og náttúrunnar er það sem verður að koma, eigum við að geta lifað hér áfram um ókomin ár. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. Athugasemd við ádrepu um málfar í fréttum Utvarps Frá Ara Páli Kristinssyni: ÞEIR ERU sem betur fer mjög margir sem bera hag íslenskrar tungu fyrir bijósti og leggja m.a. á sig að skrifa greinar og ádrepur í blöð til að brýna samferðamenn sína til dáða í málfarsefnum. Fyrir kemur að starfsmenn Ríkisút- varpsins fá ábendingar frá hlust- endum sínum hér á síðum Morgun- blaðsins. Þá aðstoð við starf mitt ætla ég síst af öllu að. vanþakka enda sé réttilega bent á misfellur - og ég veit manna best að starfs- menn Ríkisútvarpsins taka leið- réttingum vel og eru þakklátir fyr- ir leiðbeiningar. Ég fer víst ekki í grafgötur um að starfsmönnum Ríkisútvarpsins getur skotist þótt skýrir séu. En það getur hent fleiri. í ádrepu frá Jóni Einarssyni, Saurbæ, í Mbl. 28. maí sl., „Þágu- 1 fallssýki og aðrar ambögur", er I því haldið fram að sagt hafi verið ( „þeim langar" í frétt Útvarps um margæsir. Hið rétta er að í pistli um margæsir, sem lesinn var í hádegisfréttum 21. maí sl., stóð þetta: „Og þeim sem langar til að kynnast margæsum af eigin raun skal bent á að Fuglaverndarfélag íslands verður með vettvangs- I I ( ( ( ( Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. fræðslu...". Hér er að sjálfsögðu ekkert athugavert við beygingar; í gömlu skólamálfræðinni hefði verið sagt að tilvísunarfornafnið „sem“ stæði í þolfalli (=„hveija“) en „þeim“ stendur vitaskuld með „skal bent á“. Jón Einarsson víkur réttilega að því í ádrepu sinni að Ríkisútvarpið hafi stuðlað að málvöndun og málhreinsun. Þá leggur hann til að tilteknir fréttamenn verði tekn- ir á námskeið í málvöndun og meðferð móðurmálsins. Ég er sam- mála því að rétt er að herða enn róðurinn í þessum efnum. En Jóni Einarssyni og „öðrum sem langar“ að fréttamenn Ríkisútvarpsins fái tiltal og leiðbeiningar um málfar má þó benda á að reynt er að sinna málvöndun eftir föngum á báðum fréttastofum Ríkisútvarpsins með leiðréttingum fyrir útsendingu, at- hugasemdum og leiðbeiningum eftir á og á vikulegum starfs- mannafundum um málfar. ARIPÁLL KRISTINSSON, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins. Kvenréttindi Frá Þóru Hjartar Blöndal: KOMIÐ hefur fram hjá kvenna- listakonum að sú öra þátttöku- aukning kvenna í stjórnmálum í kjölfar framboðs þeirra 1982 hafi nú eitthvað hægt á sér. Spurt er hvers vegna? Getur verið að stjórn- málaflokkarnir hafi ákveðið að reyna að slá á þessa bólgu sem kvennalistinn var með því einfald- lega að setja konur á lista sína til þess eingöngu að sýna fram á að konur ættu þar líka sæti. Það er mín skoðun. Með þeirri skoðun er ég ekki að setja niður hæfar konur sem hafa raunverulegt erindi í stjórnmál. Ég vil hins vegar vekja á því athygli að konur eiga ekki rétt á sætum á framboðslistum stjórn- málaflokka vegna kynferðis frekar en karlar. Það hlýtur að vera mark- miðið að framboðslistar stjórnmála- flokka tefli fram hæfu fólki, ein- staklingum en ekki kynverum. Kvennalistinn er í dag miklu meira en bólga, meira en þau gras- rótarsamtök sem þeirra upphaflega hugsjón virðist hafa verið. Með sj(ófpup pvennalistans var leyst úr læðingi stjórnmálalegt afl. Afl sem ef til vill stjórnar ferð kvennanna í stað kvennanna að stjórna ferð þess. Þetta afl hefur á allan hátt ýtt undir kvenréttindi og í skjóli þess ýtt undir forréttindabaráttu sem gengur þvert á allar hugmynd- ir um jafnan rétt kynjanna. Mín skoðun ér sú að okkar samfélag eigi að þroska einstakl- inginn til þess að verða hæfur sam- félagsþegn. Einstaklingnum á að vera gert kleift að sýna hæfni sína burt séð frá kynferði. Nú í dag stöndum við ef til vill á tímamótum. Vissulega er búið að vinna ákveðið brautryðj- endastarf en við megum ekki leyfa okkur að halda áfram á þeirri braut kvenforréttinda sem mörkuð hefur verið heldur styrkja möguleika ein- staklingsins til þess að taka þátt í stjórnmálum. Það er einstaklingur- inn sem er undirstaða samfélags- isns. Án einstaklinganna er ekkert samfélag. ÞÓRA HJARTAR BLÖNDAL, Bauganesi 38, Reykjavík. n i8T 1 Spennandi nám fyrir framsýnt fólk # Ferðamálaskóli íslands, Menntaskólanum í Kópavogi. Skólinn er skipulagður á þann hátt að nemendur sækja sjálfstæð námskeið þar sem farið er yfir afmarkaða hluta ferðafræðinnar eða taka tvær heildstæðar annir. Nemendur geta því sjálfir ráðið fjölda námskeiða sem þeir vilja sækja og hversu hratt námið sækist Fjölbreytni námsins hefur aukist ár frá ári og á næsta námsári verða enn nýir áfangar í boði. Ferðamálaskóli Islands mun standa fyrir I 7 fjölbreyttum og sþennandi áföngum á sviði ferðaþjónustu. Hikið ekki við að hringja í síma 643033 og fá nánari uþplýsingar. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9:00-14:00 virka daga. Sumarleyfi verða frá 15. júní til 2. ágúst # Leiðsöguskóli íslands Námið er tveggja anna nám á háskólastigi. Inntökuskil- yrði eru stúdentspróf eða sambærileg menntun auk hald- góðrar málakunnáttu. Kennsla hefst í september. Tekið verður við umsóknum í ágúst Upplýsingasími 643033. # Endurmenntun Endurmenntun fyrir starfandi leiðsögumenn hefst í lok september. Skróning stendur yfir í síma 74309. fiI9#CBKHntSINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.