Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D 144. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fyrsti leiðtogafundur Kóreuríkjanna í Pyongyang 25. júlí Sammála um samningaleið Baráttan gegn mafíunni hafin RÚSSNESKA fjármálaráðu- neytið hefur lagt til að lagður verður á sérstakur skattur til að fjármagna baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur gefið út tilskipun sem eykur svigrúm lögregluyfir- valda til muna í baráttunni gegn mafíunni en forsetinn sagði glæpi vera farna að ógna sjálfu ríkinu. Tók tilskipunin gildi á mánudag og eru nú umfangs- miklar lögregluaðgerðir hafn- ar. A myndinni má sjá rússn- eska sérsveitarmenn á æfingu í Moskvu í gær. Panmunjom. Reuter. STJÓRNVÖLD í Suður- og Norður- Kóreu ákváðu í gær að halda fyrsta leiðtogafund ríkjanna 25. júlí nk. í Pyongyang, höfuðborg Norður- Kóreu. Auk samkomulagsins undir- rituðu samningamenn ríkjanna áskorun þar sem hvatt var til, að allt yrði gert til að „bæta viðmótið og draga úr spennu“ milli þeirra fyr- ir fundinn. „Báðir forsetarnir hafa tekið þá sögulegu ákvörðun að draga úr spennu á Kóreuskaga en ástandið þar hefur verið undantekning frá þeirri reglu, sem nú ríkir í samskipt- um ríkja, að leysa málin með samn- ingum en ekki átökum,“ sagði Lee Hong-koo, aðalsamningamaður Suð- ur-Kóreu, en samningamenn ríkj- anna munu hittast aftur á föstudag til að ganga nánar frá undirbúningi fundarins. Þótt Suður-Kóreumenn séu mjög ánægðir með þennan árangur ætla þeir ekki að gefa neitt eftir hvað varðar kröfuna um fullkomið eftirlit með kjarnorkuiðnaði Norður-Kóreu- manna. Vilja þeir ekki búa við grun- semdir um að þeir séu að vinna að smíði kjarnorkusprengju. Samningaviðræðumar um fund þeirra forsetanna, Kim Il-sungs, for- seta N-Kóreu, og Kim Young-sams, forseta S-Kóreu, voru mjög erfiðar en þá gekk loks saman þegar Suður- Kóreumenn féllu frá kröfu um, að samtímis yrði ákveðin stund og stað- ur annars fundar í Suður-Kóreu. Þess í stað verður gengið frá því á fundinum í Pyongyang. Samningaviðræðunum í landa- mærabænum Panmunjom var sjón- varpað beint heim til beggja forset- anna og gátu þeir þannig tekið þátt í þeim og gefið fulltrúum sínum fyr- irmæli eftir því sem viðræðunum vatt fram. Carter flutti fundarboðið Tillögur um fund leiðtoga Kóreu- ríkjanna hafa komið fram oft áður en að þessu sinni voru það Suður- Kóreumenn, sem áttu frumkvæðið, og Jimmy Carter, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, kom boðunum áleiðis til Norður-Kóreustjómar. Síðan hafa Norður-Kóreumenn að eigin sögn frestað kjarnorkuáætlunum sínum og hafa verið ákveðnar viðræður milli þeirra og Bandaríkjamanna. Suður- Kóreumenn hafa raunar nokkrar áhyggjur af því, að samskipti N- Kóreu og Bandaríkjanna hafí batnað svo mjög, að stjómin í Pyongyang sleppi hugsanlega við að segja alla söguna um kjamorkuáætlanir sínar. Reuter. Rættum arftaka Delors London, Brussel. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, fundar í dag með Antonio Martino, utanríkisráð- herra Ítalíu, og á morgun með utanríkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, um hver verði eftirmaður Jacques Delors, for- seta framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins. Peter Sutherland, fram- kvæmdastjóri GATT, sem oft hefur verið nefndur sem hugs- anleg málamiðlun, sagðist í gær ekki hafa neina ástæðu til að ætla að hann kæmi til greina í embættið. Hann sagði aðspurður að enginn hefði rætt við hann um þennan möguleika og að hann teldi engar líkur á að írska ríkisstjórnin myndi bjóða hann fram. Reuter Fyrstur með fimm mörk OLEG Salenko (nr. 9) braut blað í sögu úrslitakeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu í gær, er hann varð fyrstur til að gera fimm mörk í einum og sama leiknum. Salenko afrekaði það er Rússland sigraði Kamer- ún 6:1, en þrátt fyrir stóran sig- ur er óljóst hvort Rússar komist í 16-liða úrslit keppninnar. Gamla kempan Roger Milla kom einnig við sögu í gærkvöldi. Hann gerði eina mark Kamerún og varð þar með elstur til að skora í úrslitakeppni HM frá upphafi, 42 ára. ■ HM í knattspyrnu/Bl og B2 Dularfullur skipsskaði veldur olíumengun við S-Afríku Óttast um tugþúsundir sjaldgæfra mörgæsa Höfðaborg. Reuter. BJÖRGUNARSVEITIR í Höfðaborg í Suður-Áfríku bjuggu sig í gær undir að bregðast við mikilli olíumengun eftir dularfullan skipsskaða úti af vesturströnd landsins, þar sem kínverskt olíuskip fórst með 36 manna áhöfn fyrir rúmri viku, að því er talið er. Mikið af olíu er að koma upp á yfirborðið nærri Dassen-eyju, þar sem eru helstu varpstöðvar Jackass- mörgæsarinnar, sem er í útrýmingarhættu, og óttast menn að allt að 20 þúsund mörgæsir verði olíulekanum að bráð. Braki úr skipinu, sem var 131 þúsund tonn að stærð og skráð í Panama, tók að skola á land á mánudag. Renndi það stoðum undir ótta manna um að skipið hefði far- ist nokkrum klukkustundum eftir að það lét úr höfn í Saldanha Bay, sem er um 100 km norðan við Höfðaborg, 20. júní, en síðast heyrðist frá skipinu síðla þann dag. Skipið lenti strax í aftaka veðri, og mun hafa sokkið ijórum klukku- stundum eftir að það lét úr höfn. Samkvæmt upplýsingum heimildar- manna í björgunarsveitum sjóhers- ins var sent neyðarkall frá skipinu til útgerðarmanna þess í Peking, en þar voru engar ráðstafanir gerð- ar. Bruce Dyer, talsmaður suður- afrískra samtaka um verndun sjó- fugla, sagði í gær að um sjö þúsund mörgæsir útataðar i olíu væru nú í björgunarstöð samtakanna í Höfðaborg, og búist væri við að tvö þúsund myndu bætast við í dag og á morgun. Sagði Dyer að reikna mætti með að allt að 20 þúsund mörgæsir yrðu meðhöndlaðar vegna olíuslyssins. Rcuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.