Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 19 Að hrökkva eða stökkva FRÁ tónleikum Langholtskirkjukórsins í Barbican Centre. Vel heppnuð tón- leikaferð til Bretlands AÐ SÖGN Sigrúnar Stefánsdóttur, formanns kórsins, sungu kórfélag- ar vítt og breitt um Suður-England fyrstu tvær vikurnar í júní. Kórinn hóf ferðina með því að halda minn- ingarathöfn um Jón Karlsson, hjúkrunarfræðing, sem var skotinn til bana í Afganistan, en hann var í kórnum. Minningarathöfnin var haldin í kirkjunni sem Jón kvæntist í á Bretlandi. Settu markið hátt Að sögn Jóns Stefánssonar, stjórnanda, hefur það staðið til í 10 ár að fara í kórferðalag til Bret- lands. Kórnum bauðst að syngja í Barbican Centre, en forráðamenn þar báðu um upptöku með kórnum fyrir tveimur árum. Sigrún sagði að forráðamenn Barbican Centre hefðu ekki viljað renna blint í sjó- inn. Þeir hefðu sín viðmið og viljað hafa vaðið fyrir neðan sig. Kórinn hefði sett markið hátt og stefnt að því að syngja í virtum sölum í Bret- landi. Tvennir tónleikar kórsins voru í tengslum við íslenska hátíðardag- skrá, Norðurljós í 50 ár, sem boðið er upp á í London vegna lýðveld- isafmælisins. Sigrún sagði að allt skipulag og frumkvæði hefði komið frá kórnum. Það hefði verið tilviljun að söngferðalagið væri á afmælis- ári lýðveldisins. Það hefði þó verið síst verra, þar sem kórinn hefði notið góðs af athyglinni sem beind- ist að íslenskri menningu í Bret- landi. Að sögn Jóns fékk Langholts- kirkjukórinn æðislegar móttökur. Kórinn var með ólíkar efnisskrár, allt frá veraldlegu skemmtiefni til hákirkjulegrar tónlistar. Sam- kvæmt ráðleggingum frá breskum umboðsmanni, sem kórinn réð til að sjá um skipulag söngferðarinn- ar, hafði kórinn söngleikjatónlist og negrasálma á efnisskránni á sumum tónleikum. Umboðsskrif- stofan sem þessi umboðsmaður Langholtskirkjukórinn var á tónleikaferðalagi í Bretlandi fyrstu tvær vikur júní. Kórinn hélt m.a. tónleika með The English Chamber Orchestra í Barbican Centre og fékk mjög jákvæða gagnrýni í The Times. starfar fyrir sérhæfir sig í hópum, hljómsveitum og kórum. Skrifstof- an hefur haft ýmis þekkt nöfn á sínum snærum, t.d. Vínardrengja- kórinn, sem er Islendingum að góðu kunnur. Jón sagði að það hefði verið ótrú- leg reynsla að vinna með The Engl- ish Chamber Orchestra, sem væri ein af bestu kammersveitum heims. í henni væri úrvalið af úrvalinu og allir í sveitinni þekktir einleikarar. Hann sagði að hann hefði ekki sofið mikið fyrir fyrstu æfinguna með kammersveitinni, en meðlimir hennar hefðu síðan reynst hinir mestu ljúflingar og unnið með kórnum á jafnréttisgrundvelli. Sig- rún skaut því inn að fyrir æfinguna hefði kórfélögum liðið eins og íþróttamönnum sem væru að fara að spila við sterka andstæðinga og bera of mikla virðingu fyrir þeim. Jákvæð gagnrýni Þrír gagnrýnendur hlustuðu á tónleika kórsins í Barbican Centre. Á þeim flutti kórinn H-moll messu Bachs. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Signý Sæ- mundsdóttir, Michael Goldthorpe og Michael George. Gagnrýnend- urnir þrír voru frá The Times, The Gurdian og menningartímaritinu The Stage. Sigrún sagði að flott hefði verið að fá þijá gagnrýnendur og ljóst hefði verið að fólk var spennt fyrir efni tónleikanna. Jón bætti við að það hefði verið æðisleg tilfinning þegar bravó dundu við að tónleikunum loknum. Hópur af íslendingum sem var með kórnum hefði komið til hans eftir tónleik- anna til að fullvissa hann um að það hefði ekki verið hann sem stóð fyrir fagnaðarlátunum. Umfjöllun gagnrýnanda The Times, Hilary Finch, hefur þegar birst og er hún mjög jákvæð. Hún var nýverið á íslandi og var við frumflutning á Niflungahringnum á Listahátið í Reykjavík. Finch seg- ir m.a. að á tónleikunum í Barbican Centre hefði verið „margt sem mátti gleðjast yfir við fjölbreyttan hljóm og lit raddanna undir styrkri og óhagganlegri stjórn Jóns Stef- ánssonar". Kvenraddirnar í kórnum vöktu sérstaklega athygli Finch. Jón útskýrði að þetta væri vegna þess að í breskum kórum syngi karlmenn altraddir en í íslenskum kórum séu það konurnar sem syngi alt- og sópranraddir. Telja í buddunni Aðspurður um tónleikahald á næstunni sagði Jón að í haust tæki kórinn þátt í flutningi á Eddu-órat- oríu Jóns Leifs í Islensku óper- unni. Annars væri næst á dagskrá að telja í buddunni, af því að dýrt væri að reka þá menningarstefnu að flytja stór verk. Sú hefð hefur skapast hjá Langholtskirkjukórn- um að flytja ákveðin verk með reglulegu millibili, um jól og páska, og sagði Jón að kórfélagar hefðu fundið mjög sterk viðbröðg síðustu páska þegar tónleikum var sleppt á föstudaginn langa vegna væntan- legrar Bretlandsferðar. Fólk hefði haft samband og verið vængbrotið vegna þess að engir tónleikar væru. KVIKMYNPIR Bíóborgin ANGIE ★ +Vi Leikstjóri Martha Coolidge. Tónlist Jerry Goldsmith. Aðalleikendur Ge- ena Davis, Stephen Rea, John Gan- dolfini, Phil Bosco. Bandarísk. Warn- er Bros 1994. ANGIE (Geena Davis) er ung stórborgarkona sem hefur ekki átt í teljandi erfiðleikum en skyndilega fara þeir að hellast yfir hana. Tími örlagaríkra ákvarðana framundan. Hún kemst að raun um að hún er barnshafandi af völdum kærastans (Gandolfino), þvert á vilja allra slítur hún trúlofuninni og hefur ástríðu- fullt samband við írskan lögmann (Stephen Rea). Það varir stutt,' eða fram að fæðingunni, sem verður Angie sannkallað reiðarslag af ýms- um ástæðum. Hún hefur ætíð sakn- að móður sinnar sem yfirgaf feðgin- in á meðan Angie var enn á unga aldri og hefur alist upp hjá ástríkum föður sínum (Phil Bosco) og stjúpu. En nú skal leita rótanna, annað- hvort að hrökkva eða stökkva. Það er engin spurning að Geena Davis vinnur hér enn einn leiksigur og tekst að skapa trúverðuga mann- KVIKMYNPIR B í ó h ö 11 i n ÞRUMU-JACK (THUNDER JACK) -kVi Leikstjóri Simon Wincer. Aðalleik- endur Paul Hogan, Cuba Gooding Jr., Beverly D’Angelo, Pat Hingle, L.Q. Jones. Ástralía 1993. ÞAÐ ER ekki nóg að hafa gam- anið sáraeinfalt, sauðmeinlaust og gamaldags til að tryggja að útkoman verði eitthvað í líkingu við Krókódíla- Döndí. Það ætti Paul Hogan að vera deginum ljósara eftir hörmungina Almost an Angel og þessa nýjustu afurð sína, sem þó er illskárri. Hog- an hitti naglann á höfuðið með Döndí karlinum en Þrumudjakk er sviplaus og lítið spennandi þó leikarinn sé geðslegasti náungi. Maður hefur á tilfinningunni að myndin hafi verið gerð í þeim tilgangi einum að full- nægja þeirri hvöt stjörnunnar að sjá sjálfan sig á hvíta tjaidinu í Döndí- hlutverki í Viilta vestrinu — og látið einfaldiega verða af því. Þrumudjakk hefur verið útlagi og meðreiðarsveinn Colebræðra og ann- arra frægra manndrápsmanna og raufara og kemst einn af úr bankar- áni. Sér þá í blaðagrein, hvar hann er talinn af, að farið er um.hann eskju úr hinni ofurmæddu Angie og koma stjórn á allt það yfirgengilega tiifinningaflóð sem dembist yfir og umhverfis persónuna. Úr öllum átt- um, það hálfa væri nóg fyrir flestar dauðlegar manneskjur. Leikstjórinn Martha Coolidge, sem á að baki a.m.k. eina, athyglisverða mynd, Rambling Rose, hefði svo sannarlega lent í vandræðum án hennar. Að öllum líkindum staðið uppi með mi- stök. Hlutverk Angie er óvenju krefj- andi og blæbrigðaríkt, spannar allan tilfinningaskalann og þess utan umfangsmikið. En Davis er treyst- andi og gerir myndina athyglisverða þrátt fyrir hina fjölmörgu, drama- tísku hápunkta. Aukahlutverkin eru mörg og í góðum höndum, enginn þó betri en gamli, góði Phil Bosco, pabbinn verður í meðförum hans, önnur eftirminnileg og hlý persóna í myndinni. Angie er sannkölluð kvennamynd þar sem viðfangsefnið er konan í samþjöppuðum erfiðleikum þeirra tíma er hún verður að taka virkilega á honum stóra sínum í fyrsta sinn og þær Coolidge og einkum Davis valda engum vonbrigðum. Það mætti kannske ætla að ofanrituðu að myndin sé einn táradalur, svo er alls ekki því hún lúrir líka á góðum húmor og bjartsýni, þrátt fyrir allt. Sæbjörn Valdimarsson heldur niðrandi orðum. Safnar því kröftum, ákveðinn í að reka af sér slyðruorðið. Sér til aðstoðar fær hann einmana og munaðarlaust ung- menni (Cuba Gooding Jr.) og saman brugga þeir bankarán aldarinnar. Sem fyrr segir er Hogan aðlað- andi og á í engum erfiðleikum með að bera uppi grínið. Það er hins vegar handritshöfundurinn Hogan sem er í kröggum með efnisþráð, persónur og setningar, en hann hef- ur skrifað öll sín hlutverk frá upp- hafi. Sagan í Þrumu-Jack segir ekk- ert nýtt, gömul lumma í grínökt- ugum stíl um orðheppinn(?), byssu- glaðann og kaldan karl og hans treg- gáfaða fylgdarsvein í bland við álappalega ástarsögu hetjunnar og hórunnar með gullhjartað. Sem hér er engin önnur en Beverly D’Ang- elo, er ríður nú öllu haltara hrossi en á sinni blómatíð í Miðgarði í Hárinu. Þrumu-Jack á ekkert skylt við eldingar né brennistein, þetta er góðleg meinleysisvitleysa sem aldrei nær flugi en má eiga það að maður bregður upp brosi, svona stöku sinn- um. Besti hlutinn jafnvel eftir sögu- lok, þegar Johnny Cash kyijar gamla slagarann hans Bobs Dylans, Wanted Man, á sinn sérstæða hátt. Þeir sem áttu Johnny Cash at San Quentin eru örugglega á sama máli. Sæbjörn Valdimarsson Krókódílamissir Afleiðingar ofbeldis VÉLGENGT glóaldin A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess, í þýðingu Veturliða Guðnasonar, verður sýnt hjá Sumarleikhúsinu við Hlemm í sumar. Vélgengt gló- aldin hefur aldrei verið sýnt á ís- landi en bæði bókin og kvikmyndin vöktu umtal á sínum tíma. Leikritið fjallar um Alex, sam- viskulausan ungan sadista sem mis- þyrmir fólki sér til skemmtunar. Þegar hann gengur of langt, grípa yfirvöld inn í og reyna að umbreyta honum með efnafræðitilraunum i nytsaman þjóðfélagsþegna. I leik- ritinu eru neikvæðar hliðar ofbeldis og afleiðingar þess fyrir einstakl- inga og samfélagið í heild skoðaðar. Sumarleikhúsið er starfrækt í samvinnu við íþrótta og tómstunda- ráð Reykjavíkur. Það er hugsað sem atvinnu- og listskapandi sumar- verkefni fyrir framhaldsskólafólk sem annars væri án atvinnu. Nú eru starfandi hjá Sumarleikhúsinu um 30 manns, bæði leikarar og tæknifólk. Leikstjóri sumarverkefn- isins er Þór Túliníus. Stefnt er að frumsýningu í lok júlí. .. _ _ Alþjóðlegur styrktaraðlli HRAÐLESTIN BeINT-I-BiLINN, SUÐURLANDSBRAUT 56. OPIÐ 10:00-23:00 HM1994USA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.