Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fjárlagatillögur ræddar í ríkisstjórn Stefnir í mikið tekjutap ríkissjóðs á næsta ári GERÐ fjárlaga fyrir næsta ár var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í gær og var rætt um fram- komnar tillögur ráðuneytanna. Einnig var sett upp tímaáætlun fyrir fjárlagavinnuna á næstu vikum og mánuðum. Friðrik Sophusson fyár- málaráðherra sagði að á fundinum hefði verk- efnum verið deilt niður á einstök ráðuneyti og ennfremur hefði verið fjallað um hvaða verk- efni yrðu á sameiginlegu borði ríkisstjórnarinn- ar. „Það voru engar ákvarðanir teknar um rík- isQármálin á þessum fundi,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er stefnt að því að ríkisstjórnin samþykki út- gjaldaramma ráðuneytanna um miðjan júlí og síðan fái ráðuneytin um það bil einn mánuð til að finna sþarnaðarleiðir og niðurskurðartil- lögur til að ná þeim markmiðum, en skv. heim- ildum blaðsins gera tillögur ráðuneytanna eins og þær eru nú ráð fyrir hátt í 20 milljarða króna útgjaldaaukningu frá fjárlögum yfir- standandi árs. Vandinn 2 milljörðum meiri en í fyrra Ríkisstjórnin setti sér það markmið snemma í vor að halli fjárlaga næsta árs verði ekki meiri en á yfirstandandi ári, en skv. fjárlögum er gert ráð fyrir að hann verði 9,6 milljarðar kr. Þegar fjárlagaramminn var kynntur í síðari hluta júní á seinasta ári stefndi halli ríkis- sjóðs að óbreyttu í 18 milljarða kr., en skv. heimildum Morgunblaðsins er nú talið að vandinn sé um það bil tveimur milljörðum kr. meiri. Ástæðurnar eru annars vegar þær að skatta- breytingar sem samþykktar hafa verið munu koma fram af fullum þunga á næsta ári og valda ríkissjóði verulegu tekjutapi og hins veg- ar hafa hlaðist upp mikil vandamál á fjárlögum yfirstandandi árs, sem munu færast yfir á næsta ár, ef ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Trollið skorið úr Sléttanesinu SLÉTTANES ÍS hélt áleiðis til heimahafnar á Þing- eyri í gær eftir að troll skipsins hafði verið skorið úr skrúfu þess í Reykjavíkurhöfn. Skipið var við veiðar á úthafskarfamiðunum um 500 mílur suð- vestur af Reykjanesi þegar það fékk trollið í skrúf- una aðfaranótt síðastliðins laugardags. Togarinn Snorri Sturluson tók skipið í tog og komu skipin til Reykjavíkur á hádegi í gær þar sem hafnsögu- bátar tóku við af Snorra Sturlusyni og drógu Sléttanesið inn að bryggju. Að sögn Siggeirs Stef- ánssonar, útgerðarstjóra hjá Fáfni hf. á Þingeyri, sem gerir Sléttanesið út, gekk mjög vel að skera trollið úr en það var vafið um öxul og skrúfublöð. Tók verkið um tvær klukkustundir. Engar skemmdir urðu á skipinu en trollið var sent Hamp- iðjunni til skoðunar. Sléttanes hélt af stað til Þing- - eyrar um fjögurleytið í gær með aflann, 260-270 tonn af karfa. Þaðan fer það aftur á föstudags- kvöld en að sögn Siggeirs hefur ekki verið ákveð- ið á hvaða mið það verður sent. Það myndi m.a. ráðast af fréttum næstu daga. Tannlæknar og verkfræðingar fá ekki undanþágu Ráðherra um mál Díans Vals Dentsjevs Ekki skilyrði til að fallast á kröfur DÓM SMÁLARÁÐHERRA, Þor- steinn Pálsson, hefur sent Ólafí Ól- afssyni landiækni svarbréf vegna Díans Vals Dentsjevs sem verið hefur í hungurverkfalli í 48 daga í mótmælaskyni við meðferð ráðu- neytisins á lögskilnaðarmáli hans og fyrrverandi eiginkonu. I bréfinu segir að ráðuneytið sjái ekki laga- legar forsendur til að breyta úr- skurði vegna ágreinings um um- gengnisrétt en veiti Dían Val gjaf- sókn í máli sem hann hyggst höfða til ógildingar á lögskilnaðarleyfi og skilnaðarsáttmála. Landlæknir sendi ráðherra bréf á mánudag að undangenginni læknis- skoðun á Dían Val Dentsjev þar sem lagt er til að ráðuneytið endurskoði úrskurð í kærumáli vegna ágrein- ings um umgengni Díans Vals við son sinn. Bréfi Iandlæknis fylgdi bréf frá Dían Val Dentsjev þar sem krafist er að ráðuneytið endurskoði fyrrgreindan úrskurð og ógildi leyf- isbréf til lögskilnaðar hans og eigin- konunnar fyrrverandi. Lögfræðingur skoðar málið Andri Árnason hrl. hefur sam- kvæmt beiðni landlæknis tekið að sér að skoða málið, eins og tekið var til orða, en vildi ekki tjá sig nánar um það að svo stöddu. NM í brids íslendingar langefstir ÍSLAND er langefst í opnum flokki á Norðurlandamótinu í brids með 96,5 stig eftir fyrri umferð. Allir ieikimir firam í þeirri umferð unnust. í kvenna- flokki er íslenska liðið aftur á móti í neðsta sæti. Á fyrsta degi í opnum flokki vann íslenska liðið Dani og Færeyinga og í gærkvöldi vannst sigur á Finnum 18,5- 10,5, Svíum 16-14 og Norð- mönnum 20:10. Norðmenn koma næstir íslendingum með 82 stig, Finnar hafa 81,5, Svíar 80, Danir 71 og Færeyingar 31. Kvennaliðið hefur tapað þremur leikjum gegn Dönum, Norðmönnum og Finnum en það gerði jafntefli við Svía. Finnar eru efstir með 93 stig, Danir hafa 89, Svíar 80, Norðmenn 79,5 en ísland er neðst með 46. SAMKEPPNISRÁÐ hefur synjað verkfræðingum og tannlæknum um undanþágur til þess að gefa út skilmála um verkfræðiráðgjöf og gjaldskrá vegna sjúklinga sem ekki eru tryggðir samkvæmt al- mannatryggingalögum. Runólfur Maack formaður Félags ráðgjafar- verkfræðinga segist ekki skilja að félagið megi ekki gefa út upplýs- ingar handa félagsmönnum og segir að ekki sé einungis um að ræða verðlagningarreglur. Jón Ásgeir Eyjólfsson formaður Tann- læknafélagsins segir að niðurstaða Samkeppnisráðs valdí sér von- brigðum, sérstakiega þegar það er haft í huga að um 67% af verð- skrá tannlækna sé kostnaður og því sé slæmt að geta ekki gefíð út leiðbeinandi gjaidskrá. Samkeppnisráð hafnaði á fundi 24. júní síðastliðinn beiðni verk- fræðinga um undanþágu frá sam- keppnislögum til að gefa út svo- kallaða skilmála um verkfræði- ráðgjöf. Fjalla þeir meðal annars um verðlagningu og verðmyndun en samkeppnislög heimila ekki samvinnu fyrirtækja sem starfa á sama sölustigi um þessi atriði. Runólfur Maack formaður Fé- lags ráðgjafarverkfræðinga segir skilmálana fjalla um samskipti milli ráðgjafa og verkkaupa, til að mynda um það að menn geri með sér samning, sem meðal ann- ars kveði á um hvaða réttindi og skyldur hvíli á hvorum fyrir sig. Gamla gjaldskrá Verkfræðingafé- lagsins sé höfð til hliðsjónar en þar séu gefnar leiðbeiningar um hvemig reikna megi þóknun. „Það er engin kvöð að nota skilmálana, þetta er einungis að- ferð til að reikna hvað menn fá fyrir vinnuna. Að þessu leyti finnst okkur þetta einkennilegt. Framkvæmdasýsla ríkisins notar til dæmis greinar orðrétt upp úr okkar skilmálum í sínum útboðum og einnig hefur verið stuðst við þá á skrifstofu borgarverkfræð- ings. Ég hélt að við værum að Kaffi hækkar í verði KAFFIVERÐ hérlendis hefur hækkað um um það bil 10% undanfarið vegna hækkunar á heimsmarkaðsverði á kaffi. Er búist við frekari hækkunum þegar líða tekur á sumarið. Heimsmarkaðsverð hækkaði um 'h á mánudag vegna fregna um uppskerubrest í kjölfar frosta í Brasilíu. Hefur kaffi hækkað um allt að helm- ing frá áramótum. Jón Axel Pétursson, mark- aðsstjóri Rydens-kaffís, segir hráefnisverð fara enn hækk- andi og því megi búast við frekari hækkun á kaffí. Að vísu viti menn ekki hversu mikil áhrif spákaupmennska hafi haft á verðið eftir að frétt- ist um uppskerubrest í Brasilíu á kaffí. Ekki hressir með þessa hækkun „Við erum ekkert hressir með þessa hækkun," segir hann. „Sérstaklega vegna þess stöðugleika sem er í þjóðfélag- inu. Við eigum samt ekki eftir að sjá sama verð og hingað til á kaffí.“ Hann segir að enn sé of snemmt að segja til um hvort verðhækkunin verði varanleg og hvort hún eigi eftir að hafa áhrif á neyslu kaffís hér á landi. Ólafur Johnson, markaðs- stjóri Kaffíbrennslu Ó Johnson og Kaaber hf., segir að hækk- unarinnar sé örlítið farið að gæta hér á landi og eigi verð á kaffí eftir að fara hækkandi. Verðið eigi að vísu eftir að hækka mishratt, það fari eftir birgðastöðu framleiðenda. Mikil spákaupmennska í gangi " Hann segir að hækkunin geti haft einhver áhrif á neysl- una en fólk eigi nú væntanlega eftir að halda sig við kaffíð. Ekkert sé fyrirséð um hversu mikið kaffí eigi eftir að hækka, en mikil spákaup- mennska sé nú í gangi á kaffí- mörkuðum. Ólafur segir að Suður- Ameríka sé langstærsti kaffi- framleiðandinn. Kaffí annars staðar frá hafi ekki hækkað eins mikið, en framleiðendur utan S-Ameríku hafi notað tækifærið til þess að hækka verðið hjá sér. laga okkur að nútímanum," segir Runólfur Maack. Hátt hlutfall kostnaðar Á sama fundi hafnaði sam- keppnisráð beiðni Tannlæknafé- lagsins um að gefa út leiðbeinandi gjaldskrá vegna sjúklinga sem ekki eru tryggðir. Segir Jón Ás- geir að rök Tannlæknafélagsins fyrir að fá að gefa út leiðbeinandi gjaldskrá hafí verið hátt hlutfall kostnaðar í gjaldskránni. Því sé bagalegt og ósanngjarnt að geta ekki komið leiðbeiningum um gjaldskrá til tannlækna. Hann segir að eftir sem áður sé í gildi samningur um gjaldskrá við Ti'yggingastofnun sem tannlækn- ar geti haft til hliðsjónar. Hingað til hafí lítill munur verið á þessum gjaldskrám, eða 3,16%. Hér eftir verði tannlæknum hins ^vegar í sjálfsvald sett hvort þeir miði gjöld sín við verðskrá Tryggingastofn- unnar eða ekki. r [ > í ■ I l j I l I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.