Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 31 GUÐLA UGUR JAKOBSSON + Guðlaugur Ja- kobsson var fæddur 24. septem- ber 1916 að Sogni í Kjós. Hann lést 20. júní síðastliðinn. Foreldrar Guð- laugs voru hjónin Jakob Guðlaugsson bóndi í Sogni, f. 7. júní 1885, d. 27. maí 1959, og kona hans Þorbjörg Jónsdótt- ir, bónda í Vindási á Rángárvöllum, f. 25. ágúst 1884, d. 27. febrúar 1981. Guðlaugur ólst upp hjá foreldr- um sínum í Sogni ásamt þrem alsystkinum og einum hálfbróð- ur, syni Þorbjargar af fyrra hjónabandi hennar. Systkini Guðlaugs voru: Sigurjón, f. 27. júlí 1914, d. 9. mars 1988; Krist- ín, f. 17. febrúar 1918; og Ólaf- ur Ragnar, f. 27. júlí 1922. Hálfbróðir Guðlaugs var Guð- mundur Arni Jónsson, f. 30. september 1907 d. 19. mars 1989. Guðlaugur kvæntist 22. júní 1945 Katrínu Krisljáns- dóttur, f. 26. ágúst 1922. Katrín er dóttir Kristjáns Guðmunds- sonar, sem bjó á Hvítanesi og í Blöndholti í Kjós, og konu hans Lilju Jónasardóttur frá Sandi í Kjós. Guðlaugur og Katrín eignuðust fjögur böm. Þau eru: 1) Guðmundur Jakob, f. 5. ágúst 1946, kvæntur Mar- gréti Möller og eiga þau fjórar dætur. 2) Lijja, f. 8. desember 1951, gift Hirti Gunnarssyni og eiga þau tvö börn. 3)Kris1ján, f. 16. apríl 1961. Hann var kvæntur Kristínu S. Ingimars- dóttur, þau slitu samvistir, barnlaus. 4) Þorbjörg, f. 24. maí 1963, gift Grími E. Ólafs- syni. Þau eiga tvær dætur og dreng af fyrra hjónabandi Gríms. Guðlaugur nam renni- smíði í Vélsmiðjunni Jötni. Að námi loknu hóf hann störf á járnsmíðaverkstæði Rafmagns- veitu Reykjavíkur. Þar vann hann allan sinn starfsaldur, lengst af sem verksljóri. Utför hans verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag 29. júní kl 13:30. AÐ loknum ævidegi vinar leita minningar á hugann. Minningar um góðan dreng sem ávallt hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá sviðsljósinu. Mann sem var viðkvæmur og ljúfur en samt fastur fyrir og traustur. í handtaki hans kom fram túlkun á hans innra svo að um var talað. Guðlaugur var greindur og hafði marga góða hæfileika. Eftir að hafa lokið námi frá Iðnskóla Reykjavíkur og Vélsmiðjunni Jötni, útskrifaðist hann sem sveinn í rennismíði árið 1946. Fljótlega að loknu námi gerðist hann starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar sem verkstjóri nær allan sinn starfsald- ur, eða þar til fyrir ári að hann lét af störfum. Það lýsir Guðlaugi vel sem yfirmanni, að ávallt var h'ann reiðubúinn að taka þátt í erfiðustu störfum verkstæðisins. Það kom líka glögglega fram, hve húsbænd- ur og vinnufélagar Guðlaugs mátu hann mikils. Guðlaugur var afar fær fagmað- ur og bjó yfir mikilli þjálfun og þekkingu. Bóngóður var hann með afbrigðum og gott var til hans að leita þegar mikið lá við. Mér er ofarlega í minni allt það fórnar- starf, sem hann vann fyrir sumar- starf KFUK í Vindáshlíð á þess byrjunar- og erfiðleikaárum. Guðlaugur hafði góða söngrödd og næmt tóneyra og tók þátt í kóra- starfsemi. Sem ungur maður átti hann harmonikku sem hann lífgaði með uppá fábreytileikann í sveit sinni, því ekki var mikið um að vera í þá daga. A þeim árum var hann virkur félagi í UMF Dreng í Kjós og um skeið formaður þess félags. Síðustu árin, þegar heilsan tók að gefa sig og hann varð að hægja á lífs- ferð sinni, settist hann oft við orgel sitt og átti þar sínar góðu stundir. Bæði nutu hjónin þess að skoða og kynn- ast landi sínu, hvort heldur farið var með ströndum fram eða um hálendið. Voru þá jafn- an teknar ljósmyndir og glaðst við þær eft- irá. Hugur hans var þó mest bundinn æsku- stöðvunum, Kjósinni. Þar byggðu hjónin sér sumarbústað við Laxárvog. Síðustu árin eyddu þau flestum sínum frístundum þar og þar andaðist Guðlaugur. Guðlaugur var einlægur trúmað- ur. Hann var kirkjunnar maður. Einnig var hann virkur félagi i þeim armi kirkjunnar sem er KFUM. Þar verður hans saknað sem eins hinna trúföstu félaga. Þann boðskap sem Jesús kenndi, að enginn kæmist til föðurins nema fyrir hann, skildi Guðlaugur vel og tileinkaði sér. Þessum orðum lýk ég með þakklæti til Guðs fyrir kynni mín af Guðlaugi og bið Guð að hugga og styrkja Katrínu konu hans og ástvini. Aðalsteinn Thorarensen. Nú er hann elsku afi okar farinn. Hjartkær minning okkar um afa mun þó ávallt lifa í hjörtum okkar. Nú þegar okkur langar til að lýsa tilfinningum okkar og kærleik til hans verður fátt um orð. Sorgin herjar á okkur öll sem þekktum afa, en tárin eru þó í raun gleðitár minninganna um hann. Við iriunum vel eftir því þegar amma og afi í Hjálmó, eins og við sögðum alltaf, komu í heimsókn. Þá faðmaði afi okkur alltaf þétt og innilega og hvíslaði einhveijum fal- legum orðum í eyru okkar sem að- eins við geymum í hjörtum okkar með öllum hinum yndislegu minn- ingunum um Lauga afa. Hann var hrein gersemi, vildi öllum vel og hjálpaði öllum þeim sem á þurftu að halda ef hann mögulega gat. Þegar við komum í heimsókn á Harðbala, paradís afa og ömmu, þá sáum við hve honum og ömmu leið vel saman þarna við sjóinn með fuglasöng í eyrum og fallega nátt- úruna fyrir augum. Elsku afí, við þökkum þér fyrir allt það sem þú gafst okkur. Við munum geyma dásamlegar minn- ingar um þig í hjörtum okkar á ókominni lífsleið okkar og minn- umst þess sérstaklega hvernig þú sýndi okkur ástúð þín í faðmlögum, orðum og brosi. Góður Guð, kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga afa í öll þessi ár. Viltu blessa hann og vernda, og styrkja um leið elsku ömmu og okkur öll í sorg okkar. Hvíl þú í friði, elsku afi okkar. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Ásta, Katrín, Lilja og Lea Kveðja frá Vindáshlíð Á björtum sumardegi dimmdi yfir er andlátsfrétt Guðlaugs Jak- obssonar barst. Andlát hans bar að er hann var við störf fyrir utan sumarbústaðinn sinn í Kjósinni. Hann og eiginkona hans, Katrín Kristjánsdóttir, voru þar að hlúa að lífi og gróðri. Þau eru bæði fædd og uppalin í Kjósinni og þrátt fyrir búsetu í Reykjavík hefur sveitin átt hug þeirra og hjarta alla tíð og hefur það komið fram á margvísleg- an hátt. Guðlaugur Jakobsson tengdist sumarstarfi KFUK í Vindáshlíð frá upphafi. Eiginkona hans var í fyrstu stjórn sumarstarfs KFUK og starf- aði í henni í meira en tvo áratugi og frá henni og móður hennar, Lilju Jónasdóttur, kom hugmyndin að leita eftir landi í Kjósinni fyrir sum- arbúðastarf KFUK og fékkst land keypt í Vindáshlíð. Framkvæmdir hófust þar 1949 og lagði Guðlaugur fram krafta sína, þekkingu og verksvit frá fyrstu byijun, m.a. í nánu samstarfi við nafna sinn, Guðlaug Þorláksson, en báðir voru þeir sérstakir ■ velunnarar Vindás- hlíðar. Guðlaugur Jakobsson var verklaginn og vinnusamur, útsjón- arsamur og ósérhlífinn. Hann var mjög bóngóður og þægilegur í sam- starfí og því var oftar en ekki leitað til hans og oft sá hann fyrr en aðr- ir, hvað gera þurfti og vann verkin þegjandi og hljóðalaust. Guðlaugur var Vindáshlíð stoð og stytta og liðveisla hans var ómetanlegt öryggi fyrir starfið þar. Skammt frá sumarbúðunum byggðu þau hjónin sér sumarbústað, sem þau dvöldu í nær hveija helgi í fjölda mörg ár áður en þau færðu sig um set í sveitinni. Þau voru góðir grannar og það var vitað fyrir víst, að alltaf myndi Guðlaugur koma við áður en þau færu aftur í bæinn til að sjá hvort allt væri í lagi. Verkefni hans voru ótrúlega fjöl- breytt, byggingarvinna, vatnsveita, ljósavél, rafmagn, girðingarvinna, kæli- og frystiklefasmíði, vatns- tengingar vor og haust og þannig má lengi telja. Ekki má gleyma hlut hans í kirkjuflutningnum, þeg- ar gamla kirkjan á Saurbæ á Hval- fjarðarströnd var flutt í Vindáshlíð árið 1957. Það er ekki auðvelt að koma með tæmandi lista yfir verk hans í Vindáshlíð enda hefði það ekki verið honum að skapi. Vinna hans, öll í sjálfboðavinnu, var unnin í kærleika og af heilum hug eins og Drottinn ætti i hlut (Kól 3.23). Seinni árin, eftir að úr störfum hans dró fyrir Vindáshlíð, kom glögglega í ljós að hann fylgdist með framkvæmdum og umbótum sem unnið var að þar og gladdist jrfir hveijum nýjum áfanga. I upp- hafi sumarstarfsins 29. maí síðast- liðinn var Guðlaugur ásamt konu sinni mættur að vanda við guðs- þjónustu og kaffisölu. Handtakið var þétt og brosið hlýtt eins og ævinlega. Sumarstarf KFUK í Vindáshlíð þakkar af alhug fyrir öll störf hans og trúmennsku og sendir eiginkonu hans og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðlaugs Jakobssonar. Fyrir hönd sumarstarfs KFUK í Vindáshlíð, Betsy Halldórsson, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Kristín Sverrisdóttir. Margar góðar minningar leita á huga minn nú er ég frétti að Guð- laugur Jakobsson hafi látist að Harðbala síðastliðinn fimmtudag. Ég hafði fyrst spurnir af Guðlaugi hjá Helgu Magnúsdóttur. Þær voru bræðradætur Katrín Kristjánsdótt- ir, eiginkona Guðlaugs, og Helga. Seinna áttum við Guðlaugur oft eftir að takast þétt í hendur. Hand- tak Guðlaugs var einstaklega hlýtt og þétt og sagði mikið um dreng- skap og heila vináttu. Guðlaugur er mér sérstaklega minnisstæður fyrir framúrskarandi fórnfúst og gott starf í Vindáshlíð, þar sem KFUK rekur sumarbúðir á hveiju sumri. Það mæðir mikið á húsum og húsbúnaði öllum á stað eins og Vindáshlíð. Börn og ungl- ingar ganga mishratt um en þótt vel sé gengið um kemur það af sjálfu sér að mikið mæðir á um viðgerðir og viðhald þar sem mörg hundruð ungmenni dvelja yfir sum- artímann. Þarna kom Guðlaugur um margra ára skeið til þess að vinna í sjálfboðavinnu. Hann vann einkum að viðgerðum á vatns- og hreinlætislögnum, hann gat unnið við hvað sem var á þessum stað. Hann var líka verkstjórinn sem vissi skil á því hvemig best var að vinna verkið. Þegar notast var við raf- magn frá díselrafstöð fyrir staðinn var hann sífelt beðinn um að koma og veita hjálp þegar eitthvað gekk illa með rafstöðina. Það var ómetan- leg hjálp sem hann veitti starfsfólk- inu þegar eitthvað fór úrskeiðis. Hann átti stóran hlut að því að flytja gömlu kirkjuna frá Saurbæ og koma henni fyrir í Vindáshlíð og þegar keyptir voru litlir vinnu- skálar til þess að auka við hús- næðið í Hlíðinni, þá var hann þar fremstur í flokki við að koma Fell- unum á sinn stað. Við getum spurt sem svo hvað kom til að Guðlaugur lét sér svo annt um starfið í Vindáshlíð? Ég hygg að svarið sé: Trú og kærleik- ur. Guðlaugur var trúaður og þráði að hjálpa til á þessum stað þar sem bömum og unglingum var sagt frá Guði og Jesú Kristi. Þannig tók hann þátt i kristilegu starfi bæði í kirkjunni og í KFUM og K. Þau vom samstiga í þessum áhuga Guðlaugur og Katrín kona hans. Katrín sat i stjórn Sumar- starfs KFUK frá upphafi starfsins í Vindáshlíð og um langt árabil. Þau sungu einnig saman í kórum, Katr- ín altrödd og Guðlaugur tenór. Guðlaugur hafði góða söngrödd og söng lengst af tenór í Blönduðum kór KFUM og K. Hann söng einnig í kirkjukórum. Ef Guðlaugur lofaði einhveiju þá stóð hann við það. Hann var fram- úrskarandi samviskusamur, stund- vís og orðheldinn. Hann mætti ávallt með þeim fyrstu á söngæfing- amar. Þannig var hann tryggur og trúr, enginn hávaðamaður. Hann gat brosað og haft gaman af þegar honum fannst einhver láta mikinn en sjálfum var honum það fjarri skapi að fara með hávaða. Það var gott að leita til Guð- laugs, bæði um góð ráð og ef leitað var eftir hjálp þá var hann fús að hjálpa. Þannig minnist ég hans sem góðs vinar sem ávallt var skemmti- legt að hitta sökum glaðlyndis og ljúfmennsku. Maður fann ávallt að hann hafði gott vit á því sem hann talaði um, enda átti hann góðar gáfur. Eins og fram kemur í þessum línum þá rek ég helst þær tninning- ar sem ég á um góðan félaga og vin í KFUM og K. Það er áreiðanlega ósk margra að fá að hverfa frá lífinu hér án þess að verða fyrst vesæll og ósjálf- bjarga. Kallið kemur oft alveg að óvörum. Við vitum ekki hvenær það kemur en mikils er um vert að eiga góða heimvon og öll höfum við ástæðu til að þakka Guði fyrir frels- ara okkar og fyrirheitin sem okkur eru gefin fyrir hann. Stórt er skarðið eftir elskulegan og ljúfan heimilisföður. En góðar minningar vekja þakklæti í huga og gott er að vera ríkur af slíkum minningum. Kæra Katrín, ég og fjölskylda mín sendum þér og ykkur öllum einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Bjarni Ólafsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristín og Pétur. Kveðja frá KFUM í Reykjavík. Við andlát Guðlaugs Jakobssonar kemur fyrst upp í hugann þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast ljúf- um dreng og njóta samvista við hann. Sjálfur man ég hann ekki nema tvo áratugi. I þeirri minningu er hann traustur félagi með góðlegarí"»- svip og hlýtt handtak, ósérhlífinn og viljugur til aðkallandi verka. í dymbilviku fyrir tæpum tuttugu árum héldu félagar úr Kristilegum skólasamtökum mót í Vindáshlíð. Á þeim árum kostaði talsverða fyrir- höfn að gera aðstöðuna boðlega til dvalar að vetri til. Guðlaugur lagði þar sitt af mörkum. Honum var víst aldrei almennilega þakkað fyrir það enda fjarri honum að ætlast til hróss eða viðurkenningar. Áratugum saman var hanij*-* ómissandi þegar þýðar og þroskað- ar karlraddir vantaði í kóra í félags- starfinu. Síðasta vetur sá hann einnig um undirleik á fundum AD KFUM og taldi ekki eftir sér að koma með eigið hljóðfæri þegar svo bar undir. Þannig var hann mikilvægur liðs- maður í ýmsum starfsgreinum tengdum KFUM. Aldrei tranaði hann sér fram en mikið var alltaf gott að vita af honum. Þótt heilsan bilaði var áhuginn og viljinn samur til síðasta dags. Hann átti bjargfasta trú á Jesúm Krist. Sú trú var haldreipi hans í lífinu og von hans í dauðanum þeg- ar frelsarinn mætti honum og sagði^. „Gott, þú góði og trúi þjónn ... Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ (Matt. 25:21.) Samúð votta ég eftirlifandi eigin- konu, börnum og öðrum aðstand- endum. Huggun okkar felst í orðum Jesú: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25.) Ólafur Jóhannsson. RONALD MICHAEL KRIS TJÁNSSON + Ronald Michael Kristjáns- son var fæddur á Norðfirði 10. maí 1951. Hann lést á Borg- arspítalanum 9. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 20. júní. FIMMTUDAGINN 9. júní fengum við hjónin upphringingu frá Islandi. Okkur voru tjáðar þær sorgarfréttir að Ronni, okkar besti vinur og fé- lagi, hefði látist um kvöldið. Við kynntumst Ronna fyrir um 18 árum þegac-við unnum á Bif- reiðastöð Steindórs. Við áttum margar góðar stundir saman í ár- anna rás og eignuðumst á því tíma- bili okkar eigin fjölskyldur. Ronni giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Auðbjörgu Stellu, og áttu þau tvær dætur saman, Jóhönnu Bellu og Eddu Rós. Ronni átti einnig eina dóttur, Ellen Mjöll, frá fyrra hjóna- bandi. Við hjónin fluttum til Banda- ríkjanna fyrir fimm árum. Þó að við værum stödd i sitthvorri heims- álfunni héldust tryggðaböndin óslit- in. Við hittum Ronna fyrir þremur árum þegar við komum heim til að eignast okkar þriðja barn. Og eins og alltaf var okkur tekið opnum örmum. Heimili Ronna og Stellu stóð ávallt opið. Og við gátum leit- að til þeirra hvenær sem var. Ekki grunaði okkur að þetta yrði í hinsta sinn sem við myndum sjá Ronna. Elsku Stella mín, Ellen Mjöll, Jó- hanna Bella, Edda Rós, Babs og Helgi, við sendum okkar samúðar- kveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Ykkar vinir, Anný, Guðmundur og börn, Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.