Morgunblaðið - 29.06.1994, Page 4

Morgunblaðið - 29.06.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Loftfim- leikar í Perlunni VANDAVERK er að þrífa gluggana á Perlunni í Oskjuhlíð en það er gert einu sinni á ári. Þrír menn eru eina viku að vinna verkið og síga þeir úr köðlum sem bundnir eru í festingar á hvolfþakinu auk þess að vinna það úr stigum. Frá vinstri á myndinni eru Elfar Jóhannsson, Davíð Diego og Páll Diego. ---------♦ ♦ ♦-- Skipstjóri Blika Norðmenn klipptu til myndband YFIRMENN norska strandgæslu- skipsins Senja hafa með því að klippa úr myndbandi af sönnum atburðum látið líta svo að Bliki frá Dalvík sigli að skipinu og ekki hafi verið siglt fyrir íslenska skipið eins og raunin hafi verið, segir Gestur Matthíasson, skipstjóri á Blika. Gestur segir að myndbandið sé tekið af Senja meðan mest hafi gengið á. Bliki stefni að skipinu. Ekki vegna þess að reynt hafi verið að keyra á það, heldur vegna þess að Senja hafi siglt fram fyrir ís- lenska skipið. Gestur segir að í umræddri sjónvarpsfrétt sé talað um að Rauðinúpur stefni beint á Senja. „Það er eftir að skipherrann á Senja fer framhjá mér. Hann fer næst á Rauðanúpi, stefnir á bak- borðssíðuna á honum, fer beint fyr- ir framan hann og myndar eins og hann stefni á sig. Hins vegar vissum við ekkert hvoru megin skipið, sem myndin er tekin frá, kom. Þetta er bara brot úr atburðarásinni," sagði Gestur. Skipherra Senja hefur sagt að Bliki hafi reynst strandgæslunni erfiðastur. „Það er vegna þess að ég reif mest kjaft við hann. Senni- lega af því að ég var bestur í ensk- unni. Maður reyndi auðvitað að vera ekki dóni en sagði það sem manni fannst.“ „ÞAÐ kom okkur verulega á óvart hversu margir íbúar voru ekki með innbú sín brunatryggð og ef þetta er þverskurður af því hversu vel íslendingar brunatryggja þá er aðgerða þörf,“ sagði Guðu- mundur R.J. Guðmundsson for- maður neyðarnefndar Rauða- “krossins á Suðurnesjum. En í ljós hefur komið að af 28 íbúðum í „stórublokkinni sem brann aðfar- nótt 10. júní s.l. voru 18 sem ekki voru með innbú sín brunatryuggð. Guðmundur sagði að nú hefðu safnast rösklega 4 milljónir í fjár- söfnuninni handa íbúunum. Búið væri að skipa þeim í forgangsröð efir fjárhagsþörfum og yrðu bæt- ur greiddar út fljótlega. Guð- mundur sagði að endurbygging blokkarinnar gengi vel og reikna mætti með að fyrstu íbúar gætu flutt inn innan mánaðar en hætt væri við að þær íbúðir sem verst urðu úti yrði ekki tilbúnar fyrr en í haust. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, starfsmanns mótanefndar hjá Knattspymusambandi íslands, átti dagurinn í dag að vera aðalleikdag- ur í 32ja-liða úrslitum bikarkeppn- innar og var búið að raða á hann 9 leikjum. Vegna þess hve margir eru að fara að keppa á Esso- og Shell-mótunum fékkst ekki fiug fyrir alla leikmenn. Geir segir að tekist hafi að koma öllu fyrir og að það hafi farið betur en á horfð- ist en þrír leikir voru fluttir til, ýmist fram eða aftur um einn dag. Margir fara í útsýnisflug Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri Islandsflugs, segir mikið vera að gera í innanlandsfluginu. Vegna veðurblíðunnar sæktust ferðamenn mikið eftir því að komast í útsýnis- flug og svo væru knattspyrnuliðin á leið á mót. íslandsflug flýgur t.d. í dag með um þijúhundruð knattspyrnumenn frá Bakkaflug- velli í Landeyjum yfir til Vest- mannaeyja og aftur til baka á sunnudagskvöld. Bætt við aukavélum vegna anna Páll Halldórsson, forstöðumaður innanlandsflugs Flugleiða, segir erfíðleika hafa komið upp með að koma öllum farþegum á áfanga- stað vegna þess hve fótboltanum var raðað þétt niður á dagana. Þess utan er nú háannatími í inn- anlandsfluginu. „Við höfum bætt við aukavélum og reynt að leysa þetta eftir bestu getu,“ sagði Páll. Pollamótin í knattspymu eru jafnan hápunkturinn í knatt- spyrnuiðkun yngstu leikmann- anna. Á Akureyri keppa strákar í 5. flokki og í Vestmannaeyjum í 6. flokki. Sem dæmi um fjöldann á þessum mótum má nefna að gert er ráð fyrir að um 900 peyjar keppi á Shell-mótinu í Vestmanna- eyjum og að íbúum bæjarins fjölgi um 1.500 meðan á mótinu stendur. Knattspyrnumenn á öllum aldri fylltu allar flugvélar Færa þurfti til leiki í bikarkeppni KSI KNATTSPYRNUMENN á öllum aldri eru mikið á faraldsfæti í dag og næstu daga. Tvö fjölmenn knattspymumót fyrir yngstu leikmennina era að hefjast, Esso-mótið á Akufeyri og Shell-mótið í Vestmannaeyjum og er bikarkeppni Knattspyrnusambands íslands í fullum gangi. Leika átti 9 leiki í kvöld í bikarkeppninni en þijá þeirra þurfti að færa vegna þess að ekki fékkst flug fyrir leikmennina. Rösklega 4 milljónir hafa safnast vegna brunans í Kefiavík Innbú meirihluta íbúðanna óvátryggt Morgunblaðid. Keflavík Álfur numinn ábrott ÁLFUR hvarf úr garði við Langholtsveg um hádegi á mánudag. Skömmu síðar frétt- ist af honum í leigubíl. Lögregl- an hafði uppi á leigubílstjóran- um, sem gat bent á tvo farþega sína, karl og konu, en þau reyndust hafa numið álfínn á brott. Álfurinn, sem er steyptur og 70 sm hár, gætti garðs við Langholtsveginn þegar hann var numinn á brott. Eftir hvarf hans vöknuðu grunsemdir um að það mætti rekja til karls og konu, sem sést höfðu fara milli garða við götuna og rífa upp blóm. Parið hafði síðan farið á brott í leigubíl og haft garðálf- inn með sér. Eftir að ' leigubílstjórinn hafði vísað lögreglunni á álfa- ræningjana var haft uppi á garðálfinum og honum komið til síns heima. Límdi veggspjöld í leyfisleysi LÖGREGLAN áminnti pilt fyr- ir að líma upp veggspjöld í miðbænum aðfaranótt þriðju- dags. Ekki er heimilt að setja upp veggspjöld nema með leyfi húseigenda eða umráðamanna húsa. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar er mjög algengt að sett séu upp veggspjöld án þess að tilskilins leyfi& sé leit- að, enda átti margir sig ekki á að slíks leyfis sé þörf. Pilturinn, sem lögreglan stöðvaði, var áminntur og hon- um gert að fjarlægja þau spjöld sem þegar voru komin upp. Kanna bíla og ökumenn LÖGREGLAN á suðvestur- horni landsins ætlar að samein- ast í umferðarátaki dagana 18.-21. júlí nk. Lögreglumenn frá hveiju lögregluembætti á svæðinu mynda saman hóp, sem tekur á ýmsu því sem bet- ur mætti fara. Að þessu sinni beinist átakið að ástandi ökutækja og öku- manna, svo og aftaníkerrum og -vögnum. Hópur lögreglu- manna frá Selfossi, af höfuð- borgarsvæðinu og af Reykja- nesi mun fara um og stöðva umferð til að kanna þessa þætti. Líkfundur í Laugarnesi LIK fannst í fjörunni við Laug- arnes sl. föstudag, um 30 metr- um austan við dælustöð Reykjavíkurborgar. Maður, sem var á göngu í fjörunni, gekk fram á líkið. Rannsóknarlögregla ríkisins var kölluð til, en samkvæmt upplýsingum hennar í gær er enn ekki vitað af hveijum líkið er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.