Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 5
FRÉTTIR
Ekiðá
lögreglubíl
LÖGREGLUMAÐUR meiddist í
baki þegar vörubifreið skall aft-
an á bíl hans á mótum Nes-
strandar og Barðastrandar á
Seltjarnarnesi um hádegi í gær.
Mikið högg kom á lögreglubílinn
og skemmdist hann svo að fjar-
lægja varð hann með kranabíi.
Ekki var orðið ljóst í gær hversu
mikil meiðsli mannsins voru. Þá
var farþegi í vörubílnum fluttur
á slysadeild, en meiðsli hans
munu vera minni háttar.
Morgunblaðið/Jóhann F. Guðmundsson
Lítil meiðsli
í hörkuárekstri
BETUR fór en á horfðist í hörðum
árekstri á Vesturlandsvegi á
mánudagskvöld, því alvarlegustu
meiðsli fólks reyndust vera rif-
beinsbrot.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær lenti flutningabíll inn
í hlið fólksbíls við afleggjarann að
Fitjakoti á Vesturlandsvegi. Báðir
bílarnir enduðu utan vegar. Fjórir
voru fluttir á slysadeild úr fólks-
bílnum, auk ökumanns flutninga-
bílsins.
Síðdegis í gær var kona, sem
ók fólksbílnum, útskrifuð af
sjúkrahúsi, síðust þeirra sem í
árekstrinum lentu. Meiðsli hennar
voru mest, en hún slapp þó með
rifbeinsbrot. Þykir það mikil mildi
miðað við hversu harður árekstur-
inn var og hversu illa fólksbíllinn
fór.
PERLUR AUSTURLANDA
HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS KYNNIR
Skipulag og fararstjórn:
Ingólfur Guðbrandsson
LISTA-, ÓPERU- OG SÆLKERAFERÐ
- ÞAÐ BESTA Á ÍTALÍU
15 daga listskoðun og lífsnautn ífegurstu héruðum og borgum Ítalíu. Brottför 13. ágúst.
VERÐ UNDIR
HÁLFVIRÐI
40 ÞÚSUND
Settu
sjálfa(n) þig
í réttu sporin í
þessari ferð!
LIFSKUNST A FERÐALAGI
Ummæli þátttakenda eru mjög jákvæð og mörg á þessa leið:
„Eftir listaferöina með Ingólfi um Italíu, sáum við fyrst, hvers virði
ferðalög geta verið. Ferðin var hverrar krónu virði, en að kynnast stíl
og snilli Ingólfs á ferðalögum er óborganlegt." G.A.
„Okkur finnst ferðin TÖFRAR ÍTALÍU eins og háskóli á ferðalögum, en
samtvinnuð ótrúlegri fjölbreytni og skemmtun í hópi góðra félaga, hvar
sem stansað var á hinni fögru leið. Eða kvöldverðirnir ljúfu í ekta
ítalskri stemminingu! Svona ferð stendur alltaf uppúr í minningunni."
Kærar þnkkir. Páll og firú
Ferð engri annarri likS
Ferö sem allir unnendur lista og feguröar ættu að láta
eftir sér og grípa
tækifæri FERÐASKRIFST
sem ekki
kemur
aftur.
m
FLUGLEIÐIR
HEIMSKLUBBUR INGOLFS
AUSTURSTRÆTI17, 4. hæð 101 REYKJAVIK-SIMl 620400*FAX 626564
Glæsileg gisting á
COGETA PALACE HOTELS
Grípið tækifærið:
Áður uppseld ferð
- Nú 4 forfallasæti
laus!
KRÓNA
VERDLÆKKUN
FRÁ 1992
ÞÚ VEIST EKKI HVAÐ
HEIMURINN ER FYRR EN
ÞÚ KYNNIST TÖFRUM
AUSTURLANDA:
HONG KONG - BANGKOK -
BALI (vikudvöl) - SINGAPORE
Brottför 6. september
30 sæti seldust strax upp
- 6 viðbótarsæti.
FERÐAMÁTI: Flug til og frá MÍLANÓ. Akstur um
Ítalíu í glæsilegustu gerð farþegavagna.
GISTING: Alls staðar á 4-5 stjörnu hótelum,
sérvöldum með tilliti til gæða og staðsetningar.
Hlaðborðsmoreunverður.
HELSTU VIÐKOMU STAÐIR:
l.MÍLANÓ, m.a. LA SCALA-óperan, dómkirkjan og Síðasta
kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci í Santa Maria deOe Grazie.
Gisting: BAGLIONE DORIA.
2 VERONA, hin heillandi miðaldaborg Rómeós og Júlíu og óperan
AIDA í ARENUNNI með Kristjáni Jóhannssyni og öðmm
frægustu söngvurum heimsins. Gist á splunkunýju glæsihóteli,
LEON D'ORO.
3 GARDAVATNIÐ með töfrandi fegurð og bæjunum SIRMIONE,
BARDOLINO og GARDA. Siglt á vatninu.
4 Listir og iíf í FENEYJUM, þar sem gist verður á HOTEL LUNA
við CANAL GRANDE, rétt við MARKÚSARTORG til að upplifa
töfra borgar hertoganna á nóttu sem degi.
5. ítalska hjartað — listaborgin FLÓRENS, þar sem gist er 3 nætur á
BERNINIPALACE, mitt í heimslistinni til að sjá með eigin
augum snilld endurreisnarinnar, mestu listfjársjóði veraldar í
söfnunum UFFIZI og PITTI.
6. PISA, SIENA OG ASSISI, borgirnar, sem eru sjálfar eins og
undurfagurt safn aftan úr öldum, ótrúlegri en orð fá lýst.
Gist á PERUGIA LA ROSETTA.
7 RÓM, borgin eilífa, fyrmm miðpunktur heimsins, hefur engu
tapað af þeim segulmagnaða krafti, sem dregið hefur að
ferðamenn frá öllum heimshornum í 2000 ár. Gist 4 nætur á
REGINA BAGLIONE hótelinu við sjálfa VIA VENETO.
Ef listir, saga ogfegurð höfða til þín, er þetta ferð sem þú mátt
ekki missa af. Allur viðurgerningur, matur og vín, eins og best
gerist ígósenlandi sælkera.