Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Fáðu Moggann til þín í fríinn Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarteyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 691122 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. - kjarni málsins! lá takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá blaðið sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu frá til □ Esso-skálinn Hvalfirði □ Ferstikla, Hvalfirði □ Sölustaðir í Borgarnesi □ Baula, Stafholtst., Borgarf. □ Munaðarnes, Borgarfirði □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. □ Hvttárskáli v/Hvttárbrú □ Sumarhótelið Bifröst □ Hreöavatnsskáli □ Brú í Hrútafirði □ Staðarskáli, Hrútafiröi □ lllugastaðir □ Hrísey □ Grímsey □ Grenivík □ Reykjahliö, Mývatn NAFN □ Söluskálar Egilsstöðum □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Víkurskáli, Vík 1 Mýrdal □ Hlíðarlaug, Úthlíð Biskupst. □ Bjarnabúð, Brautarhóli □ Verslun/tjaldmiðstöð, Laugarv. □ Minniborg, Grimsnesi □ Verslunin Grund, Flúðum □ Gósen, Brautarholti □ Árborg, Gnúpverjahreppi □ Syðri-Brú, Grímsnesi □ Þrastarlundur □ Þjónustumiðstöðin Þingvöllum □ Ölfusborgir □ Annað KENNITALA, HEIMILI___ PÓSTNÚMER_ SlMI . Utanáskriftin er: Morgunblaöiö, áskrlftardeild, Krlnglunnl 1,103 Reykjavík. ÍDAG Pennavinir ÚKRAÍNSK 52 ára gömul kona með margvísleg áhugamál. Hún og maður hennar eru bæði barna- læknar: Olga Myasoed, 320005 Ukraine, Dnepropetrovsk, per. Chemovitsky 7, TVÍTUGUR Ghanapiltur með áhuga á ferðalögum: Emmanuel Bright Mensah, Church of Christ, P.O. Box 35, Breman Esikuma, Central Region, Ghana. FERTUG rússnesk lista- kona sem safnar munn- þurkum og leikföngum úr klæði, leðri eða skinni: Larisa Gora, 453200 USSR, Bashkortostan, Salavat-15, Leningradskaya st., 53-34. Russia. Cosper MÆTTIÉG biðja um næsta dans? TÍU ára tékkneskur piltur með áhuga á ensku, skátum og dýrum: Peter Mecir, Tyrsova 367, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. FRÁ Chile skrifar piltur sem á heima suður af höf- uðborginni Santiago. Getur ekki um aldur eða áhuga- mál en segist geta skrifað bæði á spænsku og ensku: Juan Jose Rivera Sar- amillo, X Region, Lanco, Arturo Prat Nro. 117, Chile. FRÁ Ghana skrifar 26 ára stúlka, grafískur hönnuður, með áhuga á kvikmyndum, bókamenntum o.fl.: Linda Ama Hooper, P.O. Box 42, Malam, Accra, Ghana. LEIÐRÉTT Hilmar Örn á frums- amda tónlist við Bíó- daga í UMFJÖLLUN um kvik- myndina Bíódaga síðastlið- inn laugardag átti að koma fram að Hilmar Örn Hilm- arsson á alla frumsamda tónlist við Bíódaga, en önn- ur lög velur leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson. Eftirmál fyrirsagnar VILLA VAR í fyrirsögn fréttar blaðsins í gær á bls. 2 um sveitarstjórnarkosn- ingar í sameinuðum Hólma- víkurhreppi. Þar sagði: „Eftirmálar sveitarstjóm- arkosninga....", en á að sjálfsögðu að vera „ Eftir- mál....“. í orðabók Menn- ingarsjóðs segir: „Eftirmál - eftirköst, afleiðing... eftir- máli - niðurlagsorð, texti aftan við meginmál." Ljóst má vera, að eftir- máli sameiningarsögu Hólmavíkurhrepps, hvað þá margir, hefur ekki enn ver- ið ritaður. í trausti þess, að engin eftirmál verði af villunni biður Morgunblaðið lesendur sína velvirðingar. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Veiðitaska tapaðist VEGNA mistaka var veiðitaska skilin eftir á bílastæðinu við Óseyrar- brú. Sá sem hefur tösk- una undir höndum vin- samlega hringi í síma 91-19515. Leðurjakki tapaðist DÖKKBRÚNN leður- jakki tapaðist á tónleik- um Bjarkar í Laugar- dalshöll 19. júní sl. Finnandi vinsamlegast hringi í Leó í síma 13193. Gleraugu fundust GULLSPANGARGLER- AUGU í hulstri fundust á planinu við Stjömubíó fyrir nokkru. Eigandi hafi samband í síma 22678. Gæiudýr Læða í óskilum GRÁBRÖNDÓTT læða með hvíta bringu og gul- brúna bletti á baki hefur gert sig heimakomna í Hlunnavogi 14. Hún er mjög gæf og er með ólar- far á hálsinum, en enga ól. Kannist einhver við gripinn er hann vinsam- lega beðinn að hafa sam- band í síma 33751. Páfagaukar í óskilum TVEIR litlir páfagaukar flugu inn í hús nálægt Stjörnubíói við Lauga- veg. Kannist einhver við þá er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 22678. BRIDS Umsjðn (iuðm. Páll Arnarson VESTUR hittir á besta út- spilið gegn sex laufum suð- urs — tromp. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁD642 T G6 ♦ ÁG64 ♦ D9 Suður ♦ 53 V ÁK42 ♦ 3 ♦ ÁKG1087 Vestur Norður Austur Suður - 1 spaði Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 hjörtu Pass Pass 2 grönd 6 lauf Pass Allir pass 4 lauf Útspil: lauffimma. Hvemig er best að spila? Með öðru útspili væri spil- ið léttunnið með þvi að trompa tvö hjörtu í borði. Það er ekki lengur hægt, svo það lítur út fyrir að sagn- hafi þurfi að treysta á spaða- svíninguna. Einn möguleiki er að taka hjartastunguna strax og svína svo í spaðan- um upp á líf og dauða. Held- ur betri áætlun er að svína spaðadrottninguna strax. Ef vömin trompar aftur út, vinnst slemman ef spaðinn fellur 3-3: Norður ♦ ÁD642 f G6 ♦ ÁG64 ♦ D9 Vestur Austur ♦ G98 ♦ K107 T 975 IIIIH V D1083 ♦ D10875 111111 ♦ K92 ♦ 54 + 632 Suður ♦ 53 r ÁK42 ♦ 3 ♦ ÁKG1087 En spili vömin tígli eru sagnhafa allar bjargir bann- aðar. Þótt spaðadrottningin ver- ði að gefa slag, þarf ekki að svína henni með bestu spila- mennsku. Sagnhafi byijar strax á því að spila tígulás og trompa tígul. Síðan spilar hann hjarta þrisvar og trompar. Þá innkomu notar hann til að trompa aftur tígli. Eftir að hafa tekið trompin af AV spilar suður loks hjarta. Eins og spilin liggja, fær austur slaginn og neyð- ist til að spila spaða upp í gaffalinn. Víkverii skrifar... essa dagana er mikil sjón- varpsveisla daglega fyrir áhugamenn um knattspyrnu, þar sem eru beinar útsendingar frá HM í Bandaríkjunum. Víkveiji er einn þeirra sem setið hefur óhóf- lega mikið við „imbann“ þessa dagana og hyggur á enn frekari setur, þegar næsta umferð hefst, með 16 liða úrslitunum, og enn frekari, þegar að sjálfum úrslitun- um dregur. Þær útsendingar sem Ríkissjónvarpið stendur fyrir eru í sjálfu sér þakkarverðar og ekk- ert nema gott eitt um þær að segja, að því undanskildu, sem Víkverja fínnst sem íþróttafrétta- menn Sjónvarps, sem lýsa leikjun- um, tali iðulega af takmarkaðri þekkingu, bæði um íþróttina sem slíka, leikaðferðir, leikfléttur og þess háttar og einnig um leikmenn einstakra liða. xxx En þó er hálfu skondnara að fylgjast með auglýsingum Stöðvar 2 á þessu vinsæla sjón- varpsefni, HM í knattspyrnu. Eins og kunnugt er, sendir Stöð 2 ekki beint út frá HM og getur því ekki státað af slíku í auglýsingum sín- um og kynningum. Þess í stað grípur Stöðin til þess að greina frá því að áskrifendur Fjölvarpsins geti notið beinna útsendinga frá HM með því að horfa á eina rás- ina í Fjölvarpinu, Eurosport. Um þetta væri lítið að segja, ef ekki væri fyrir þá staðreynd, að út- breiðsla Fjölvarpsins hjá Stöð 2 virðist engin vera og markaðssetn- ing þess hafa mistekist með öllu. Þannig skilst Víkverja að enn sem komið er séu ekki nema örfá hundruð áskrifenda að Fjölvarpi Stöðvar 2. xxx Við þessi orð er því svo að bæta, að fjölmargir hafa fyrir tilstilli móttökudisks nú þegar beinan aðgang að erlendum sjón- varpsstöðvum í gegnum gervi- hnattarsendingar. Þar er um að ræða stöðvar eins og Sky One, Sky News, Eurosport, Film Net, MTV og fleiri. Víkveiji er í þeirra hópi og getur því notið beinna útsendinga Eurosport á knattspp- yrnuleikjunum frá HM. Frómt frá sagt er þar ólíku saman að jafna, að fylgjast með útsendingum Eu- rosport á leikjunum og útsending- um Ríkissjónvarpsins. Það sem gerir gæfumuninn er framlag Bretanna, sem lýsa hveijum leik af slíkri innlifun, þekkingu og húmor, að einatt er unun á að hlýða. Þessu er ekki fyrir að fara hjá íslensku leiklýsendunum og því er það svo, að áhorfendur að út- sendingum Ríkissjónvarpsins fá ekki notið útsendinganna í sama mæli og þeir sem geta notfært sér Eurosport. Raunar vill Víkverji beina þeim vinsamlegu tilmælum til íþróttafréttamanna Sjónvarps, að þeir spari sér umsagnir sínar og leyfi áhorfendum að njóta leikj- anna, án þess að vera stöðugt með óþarfar og innihaldsrýrar umsagn- ir, sem oft eru beinlínis til þess fallnar að trufla. Þeir gætu haft í huga málsháttinn: „Þögn er betri en þarflaus ræða.“ En það gætu vissulega svo fjölmargir aðrir einn- ig — ekki satt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.