Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 13 Góðar gjafir til Stykkis- hólmskirkju Stykkishólmi - Seinustu vikur hafa margar góðar gjafir borist Stykkishólmskirkju. Viktoría G. Blöndal gaf kirkj- unni 100 þúsund krónur, en hún átti 70 ára fermingarafmæli 11. maí sl. Einnig er það minningar- gjöf um foreldra hennar, Ólöfu Helgadóttur og Guðmund Jónsson, sem hér var verslunarmaður í byij- un aldarinnar. Þá komu fermingarbörn sem fermd voru hér fyrir 20 árum og færðu þau, við sérstaka athöfn í kirkjunni, henni 30 þúsund kr. til kaupa á fermingarkyrtlum. Eitt fermingarbarnið er erlendis, Guð- mundur Þorvarðarson, og sendi hann 100 þúsund í sama tilefni. Formaður sóknarnefndar er Robert Jörgensen, sem vill nota tækifærið og þakka f.h. kirkjunnar. Morgunblaðið/Helga Halldórsdóttir Trimmiðbúið þegar aðrir fara á fætur Þingeyri - Á Þingeyri hafa 164 þátttakendur skráð sig í Lýðveldis- hlaup UMFÍ sem hófst 15. maí. Það verður að teljast góð þátttaka í 500 hundrað manna samfélagi. Meðal þeirra duglegustu í þessu hlaupi eru heiðursmennirnir á myndinni, Guðjón Jónsson og Þor- lákur Snæbjömsson, sem báðir eru á áttræðisaldri. Þeir sögðust fara snemma morguns af stað og yfir- leitt búnir að ganga þegar þorpsbúar fara á fætur. Guðjón sagðist yfírleitt fara út fyrir bæinn en Þorlákur kemur við á bryggj- unni. Báðir kváðust þeir þó alltaf koma við á „Oddanum“ til að fylgj- ast með byggingu íþróttahússins. Morgunblaðið/SI Konur gáfu ómunartæki Siglufirði - Stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar bauð öllum konum úr Kvenfélagi Siglufjarðar til sam- sætis föstudaginn 29. maí. Tilefn- ið var afhending sónartækis, sem var gjöf kvenfélagskvenna til sjúkrahússins, að verðmæti tæpar 2,9 milljónir. Á myndinni afhendir Magdalena Halldórsdóttir, for- maður Kvenfélags Siglufjarðar, Andrési Magnússyni, yfirlækni, nýja tækið. Morgunblaðið/Hallgrímur. Ný brú yfir Hraunsfjörð FRAMKVÆMDIR við nýju brúna yfir Hraunsfjörð eru langt komnar. Hagvirki- Klettur sér um framkvæmdir og verður þeim lokið í byijun september. Þessi fram- kvæmd verður til mikilla bóta fyrir íbúa á norðanverðu Snæfellsnesi. Gamla brúin var orðin léleg og aðkoman að henni gat verið hættuleg fyrir ókunnuga bílsljóra. í tengslum við brúarsmiðina verður lagt slit- lag á 5,5 km langan kafla. Þegar stórstreymt er myndast mikill straumur undir brúna. Á myndinni sjást þeir Einar (t.v.) og Davíð virða fyrir sér straumþungann. j Islendingur \ sem keypti sjálfvalsmiða fyrir 200 krónur vann fyrir nokkrum vikum! milljomi? Spilaðu með! Fáðu þér miða á næsta sölustað íslenskrar getspár fyrir kl. 16 á miðvikudag. Röðin kostar aðeins 20 kr. TT€p

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.