Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 23 AÐSENDAR GREIIMAR Hentistefna í hafréttarmálum? II Ólafur Hannibals- „Smugan“ Við stöndum frammi fyrir tveimur skýrt af- mörkuðum og ólíkum vandamálum. „Smugan“, sem við fórum að veiða í í fyrra er óumdeilanlega al- þjóðlegt hafsvæði. Vandamálin þar eru fyrst og fremst sið- ferðilegs eðlis. „Smug- an“ er gat í fiskvernd- arsvæði Norðmanna og Rússa í Barentshafinu. Fiskimenn í þessum löndum líta svo á að son þeir hafi sparað við sig veiðar til að efla stofnana og eiga meiri inni- stæður síðar, líkt og fólk dregur við sig neyslu í dag, sparar, til að efla höfuðstólinn. Þeim finnst hel- víti hart að svo geti aðrir komið inn, tekið ágóðann, ogjafnvel skert höfuðstólinn. Viðhorfin í Norður- Noregi gagnvart „smugu“_-veiðun- um voru þau sömu og á íslandi í gamla daga. Menn litu á íslensku togarana sem veiðiþjófa og neituðu að hafa nokkuð saman við þá að sælda. í annan stað vakti þetta upp spurningar um trúverðugleika Is- lendinga yfirleitt í baráttunni fyrir alþjóðlegri löggjöf um vísindalega verndun fiskimiða og skynsamlega og sjálfbæra nýtingu fiskistofn- anna. íslendingar hafa getið sér gott orð fyrir framlag sitt til al- þjóðahafréttarins á undanförnum áratugum. Þann orðstír er ekki vert að eyðileggja fyrir hæpið tilkall til nokkurra þúsund tonna kvóta á hafsvæðum annarra þjóða. En sem sagt, „Smugan" er al- þjóðlegt hafsvæði og því verður ekki breytt nema með alþjóðlegum samningum. Með góðum vilja mátti segja að íslendingar hefðu — þótt með vafasömum hætti væri — vak- ið athygli á vandamálinu og þeir gátu þá boðist til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um að loka öllum „smugum“ heimshafanna. Hins vegar er mér ekki kunnugt um að þeir hafí tekið upp þá stefnu og sett hana fram á alþjóðavett- vangi. Svalbarði Verndarsvæðið við Svalbarða er allt annars eðlis. Með Svalbarða- samkomulaginu eftir fyrri heims- styijöld fengu Norðmenn aðrar þjóðir til að fallast á lögsögu sína yfir auðlindum eyjarinnar á landi og í allt að 4 rnílur út frá strönd- inni. Árið 1977 færðu Norðmenn einhliða út þessar fjórar mílur í 200 mílur og töldu það eiga stoð í þróun hins alþjóðlega hafréttar. Þeir við- urkenna þó að lagaheimildin er að minnsta kosti ekki ótvíræð. Flestar aðildarþjóðir að Svalbarðasam- komulaginu hafa þó í reynd („de facto“) hlítt lögsögu Norðmanna á svæðinu með því að taka við kvótum sem Norðmenn hafa úthlutað þeim í samræmi við veiðihefðir þeirra á svæðinu. Tilraunir portúgalskra og spænskra útgerðarmanna til að bijóta þetta á bak aftur 1986-’87 runnu út í sandinn og síðan hafa Norðmenn framfylgt lögsögu á svæðinu átakalítið. Vonir þeirra stóðu til þess, að með því móti áynnu þeir með tímanum lögsögu sinni hefð. Norðmenn og Rússar telja nauð- synlegt að halda uppi stjórn fisk- veiða þarna til þess að heildarstjórn- un fiskveiðanna á Norður-Atlants- hafi og í Barentshafi fari ekki úr böndunum, þar eð fiskigöngurnar fari um allt þetta svæði og stoppi ekki við nein landamæri. Norðmenn veigra sér við að stöðva skip á þessu svaéði og færa til hafnar, vegna þess að þeir eru ekki vissir um að norskur dómstóll teldi sig hafa lögsögu í málinu. Hann gæti vísað því frá á þeim forsendum að fiskveiði- lögsagan við Svalbarða Byggist á alþjóðlegu samkomulagi en ekki norskum lögum. Kom- ist erlendar þjóðir hins vegar upp með veiðar þar, hrynur grundvöll- urinn undir stjórnun fiskveiða á svæðinu öllu. Á þeim forsendum telja þeir verulegar lík- ur á að þeir mundu vinna mál, sem hafið yrði gegn þeim, fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Eru nú uppi háværar raddir í Noregi um að nú séorðið tímabært, m.a. vegna ögrana íslendinga, að láta á þetta reyna. Hótunin um kæru til Al- þjóðadómstólsins er því ólíkleg til að hafa þau áhrif að þrýsta á Norð- menn til samninga. Réttur íslendinga En hver er þá réttur íslendinga til fiskveiða þarna? íslendingar und- irrituðu ekki Svalbarðasamkomu- lagið fyrr en í apríl núna um dag- inn. Þeir höfðu ekki uppi nein mót- mæli né nokkurn málatilbúnað 1977 þegar Norðmenn lýstu yfir 200 mílna lögsögunni. Ekki heldur 1986-’87 þegar Spánveijar og Portúgalar voru með aðgerðir á svæðinu. Og þótt réttur Norðmanna sé ekki ótvíræður er vafasamt að það skapi okkur nokkurn rétt. Ef nágranni minn hefur byggt við- byggingu við húsið sitt án þess að fara með það fyrir byggingarnefnd og auk þess liggur vafi á um lög- mæti þinglýsingar á eigninni, getur það gefið mér rétt til að kæra hann. En það gefur mér ekki rétt til að bijótast inn hjá honum og fjarlægja það sem ég helst girnist af innbúinu. Hver verður þá krafa íslendinga nú þegar þeir loksins ætla að viður- kenna Alþjóðadómstólinn í Haag sem verndara smáþjóðanna? Ætla Það væri sneypa fyrir _ > Islendinga, segir Olafur Hannibalsson, að leita á náðir Alþjóðadóm- stólsins til að rífa niður það sem þeir hafa byggt upp. þeir að krefjast þess að að einhliða lögsaga Norðmanna yfir Svalbarða- svæðinu verðir lýst ógild, þannig að svæðið verði aftur opið haf, fyr- ir spánska, pörtúgalska, íslenska togara og raunar allra þjóða kvik- indi — vissulega að ógleymdum tog- urunum frá Belize, Dóminíska lýð- veldinu, Möltu og Kýpur — sem þá gætu farið þarna inn og hreinsað upp svæðið óáreittir á tveimur, þremur árum? Og í raun gert allar verndaraðgerðir á Norður-Atlants- hafssvæðinu tilgangslausar og marklausar. Er þessi þá orðin stefna íslendinga í hafréttarmálum og um vísindalega vernd fiski- stofna? Eða ætlum við að gera kröfu um aðild að stjórnun svæðisins og kvóta úr fiskistofnunum? Og þá með hvaða rökum? Þeim, að togar- arnir okkar fóru stundum nokkra túra fyrir þremur, fjórum áratugum norður að Bjarnarey og allt austur í Hvítahaf á sama tíma og breskir og þýskir togarar voru á miðunum hér heima? Ætlum við að gera hefð- arréttinn að okkar röksemdum — og það á jafnhæpum forsendum og hér eiga við? Og hvaða afleiðingar hefur það fyrir okkur sjálfa? Eða ætlum við að segja bara sannleikann jafn óskemmtilegur og hann er? Að á árunum síðan við fengum óskoraða lögsögu yfir 200 nn'lunum höfum við Islendingar byggt upp einn öflugasta, tækni- væddasta og nýtískulegasta fisk- veiðiflota í heimi — miklu öflugri en þann flota íslenskan og útlend- Belize Dóminíska lýðveldið Kýpur Malta an, sem við á dögum þorskastríð- anna sökuðum um rányrkju — og nú eigum við ekki fisk til að standa undir vöxtum og afborgunum af þessum flota; viljið þið gera svo vel að láta okkur hafa kvóta til frekari rányrkju á ykkar fiskislóð? Til viðbótar þessum flota séum við nú önnum kafnir við að kaupa fyrir slikk af kanadískum bönkum, þau skip sem búin eru að leggja í rúst fiskimiðin við meginland Am- eríku og Nýfundnaland, útbúum þau með flöggum Belize, Möltu, Kýpur og Dóminíska lýðveldisins og sendum þau á fiskislóð nágranna okkar, hvar sem nokkur minnsti vafi leiki á lagalegu réttmæti þeirra verndaraðgerða, sem þeir hafa beitt sér fyrir. Auglýst eftir stefnu íslensk stjórnvöld hljóta að hafa einhveija skynsamlegri pólitík en þetta. En hver er hún? Þau hljóta að hafa eitthvað fram að færa, sem sýnir fram á rétt íslendinga á þess- um hafsvæðum fremur en hæpinn rétt annarra þjóða. Þau rök hafa hins vegar mér vitanlega ekki kom- ið fram í málinu. Hér með er aug- lýst eftir þeim. Það kann að vera að einhvern tíma hefðu ótímabærir úrskurðir Alþjóðadómstólsins getað stöðvað framvindu og þróun alþjóðahafrétt- arins. En nú hlýtur dómurinn að byggjast á hafréttinum eins og hann liggur fyrir, m.a. fyrir atbeina íslendinga. Er þá ekki líklegra að dómurinn telji það fremur í anda laganna að loka öllum „smugum", og að viðurkenna einhliða yfirlýst fiskverndarsvæði, en að binda sig kirfilega við bókstafinn? Öllum sæmilega skynsömum mönnum er ljóst, að ef stjórnun á fiskimiðum heimshafanna á að bera árangur, þá verður hún að vera algjör og án undantekninga. „Smugurnar" eru galli í lagaverkinu, sem Alþjóða- dómstóllinn gæti ákveðið að þyrfti að leiðrétta. Það væri sneypa fyrir íslendinga, eftir það sem á undan er gengið, að enda sinn feril með því að leita á náðir Alþjóðadóm- stólsins til að rífa niður það sem íslendingar hafa byggt upp allt frá lagasetningunni 1948 um vísinda- lega verndun fiskimiða — og tapa því máli. Og raunar eins þótt þeir ynnu það með hártogunum ein- hverra lagaparagraffa — ef það hefði ekki annan árangur í för með sér en að leggja þannig í rúst fisk- verndarsvæði, sem aðrar fiskveiði- þjóðir Evrópu hafa sætt sig við. Þannig lítur þá málið út frá mín- um bæjardyrum séð. Verði þess, samt sem áður krafist að ég fari í stríðið, þótt föðurlandið hafi að mínu áliti rangt fyrir sér, þá mót- mæli ég því að þurfa jafnframt að beijast undir fána Belize, Kýpur, Möltu og Dóminíska lýðveldisins — eða sjóræningjafánanum — og geri á móti þá lágmarkskröfu til ís- lenskra stjórnvalda, að þau leggi rökin fyrir rétti íslendinga á borðið. Höfundur er stóribróðir utanríksiráðherra, en staddurí Ósló um þessar mundir. r Tékkaábyrgð Bankakort 7/7 viðskiptavina Búnaðarbanka, Landsbanka og sparisjóöa: Eins og kom fram viö upphafskynningu á Debetkortum, átti tékkaábyrgð Bankakorta aö falla úr gildi 1. júlí 1994. Nú hefur verið ákveðið að tékkaábyrgð tengd Bankakortum verði í gildi til næstu áramóta. Tékkaábyrgð gildir þó ekki fyrir Bankakort með útrunninn gildistíma. 7/7 viðskiptavina íslandsbanka: Reglur um tékkaábyrgð íslandsbanka verða óbreyttar fram til næstu áramóta. Ákvörðun þessi er tekin til að firra þá tékkareikningseigendur óþægindum, sem enn hafa ekki fengið Debetkort, sem er hið nýja tékkaábyrgðarkort. Nú þegar hefur stór hluti tékkareikningseigenda, eða um 70 þúsund einstaklingar, fengið Debetkort. Sölu- og þjónustuaðilar hér á landi, sem taka við Debetkortum, eru rúmlega 1000. BÚNAÐARBANKL ÍSLANDS ISLANDSBANKI L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna n debet cakort FlÖCUIt KOKT I tlNU SPARISJ OÐIRNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.