Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 11 Morgunblaðið/Rúnar Þðr Ægir á þurru VARÐSKIPIÐ Ægir hefur ekki getað gegnt hlutverki sínu á miðunum umhverfis ísland sein- ustu daga af eðlilegum ástæð- um, þar sem skipið er í slipp hjá Slippstöðinni Odda á Akur- eyri. Guðmundur Tulinius, for- stjóri Odda, segir að skipið verði öxuldregið, skrokkurinn málaður og það yfirfarið á ann- an hátt. Um hefbundið og nauð- synlegt viðhald sé að ræða. Morgunblaðið/Rúnar Þór ENN er unnið við byggingu kapellunnar en margt bendir til að framkvæmdir stöðvist innan tíðar vegna fjárskorts. Ný kapella og líkhús við kirkjugarðinn Vigsla tefst vegna fjárskorts FRAMKVÆMDIR við nýja kapellu og líkhús við kirkjugarðinn á Akur- eyri stöðvast brátt sökum fjár- skorts, en um 12-15 milljónir króna skortir til að ljúka þeim, eða um 24%-27,2% af heildarbyggingar- kostnaði með innréttingum. Búið er að mála bygginguna að innan og byijað að mála að utanverðu, en allt innbú vantar auk þess sem eftir er að greiða hönnunarkostnað og hefja lóðaframkvæmdir. Séra Birgir Snæbjörnsson, Akur- eyrarprófastur, segir að stefnt hafi verið að vígslu byggingarinnar á vordögum, en sökum fjárskorts muni hún dragast um óákveðinn tíma, jafnvel um ár, nema að nýtt fjármagn fáist. Þetta sé afar baga- legt, þar sem núverandi líkhús við Fjórðungsjúkrahúsið sé of lítið og aðstaðan þar algerlega óviðunandi. Að sögn Benedikts Ólafssonar, formanns kirkjugarðsstjórnar, er heildarkostnaður við kapelluna og líkhúsið um 55 milljónir króna en lokið sé framkvæmdum fyrir um 40 milljónir króna. Hann segir kirkjugarðinn njóta lántrausts en eftir að framkvæmdir hófust hafi tekjuliðir horfið og auknar álögur verið lagðar á kirkjugarða sam- kvæmt lögum. Auk þess hafi verið reiknað með fjárframlagi úr kirkju- garðasjóði en það aðeins verið brot af því sem menn vonuðust eftir miðað við framlög kirkjugarða Ak- ureyrar til sjóðsins. Menn hafi því ekki séð fram á að geta greitt slík lán, hefði þeirrar leiðar verið leitað. Norræn ráðstefna í Skál- holti um Nýja testamentið Selfossi - Norræn ráðstefna um Nýja testamentið og gríska menntun var nýlega haldin í Skálholti. Þátt- takendur voru flestir kennarar við háskóla eða doktorar í guðfræði eða nemendur í doktorsnámi bæði eldri og yngri, alls 58 þar af fimm íslend- ingar. Á ráðstefnunni var safnað saman fræðimönnum við ellefu háskóla Norðurlanda sem rannsaka hvernig grísk menntun höfunda rita Nýja testamenntisins mótar framsetningu þeirra á kristinni trú. Ráðstefnan er haldin flórða hvert ár og nú í fimmta sinn. Fyrsta ráðstefnan var haldin fyrir 20 árum í Danmörku og hefur verið haldin á öllum hinna Norður- landanna en er nú í fyrsta sinn á íslandi. í undirbúningsnefnd eru sex fulltrúar Norðurlandanna og hófst undirbúningur fyrir tveimur árum. Undirbúninginn á íslandi önnuðust Kristján Búason dósent og Jón Svein- björnsson prófessor. „Þetta er merkileg ráðstefna, hún gefur eldri sem yngri mönnum á þessu sviði tækifæri til að hittast og kynnast og þeir fá viðbrögð við því sem þeir eru að gera.,“ sagði Krist- ján Búason. Hann sagði einnig að ráðstefna af þessari stærð gæfi mönnum betra færi á því að kynna sín hugðarefni en stórar ráðstefnur gerðu. Hann sagði að lögð hefði ver- ið áhersla á að fá yngri menn með á ráðstefnuna. Meðal þekktra fræðimanna á ráð- stefnunni má nefna prófessor Lars Hartman í Uppsölum, forstöðumann rannsóknardeildar sænsku kirkjunn- ar, prófessor Birger Olsson í Lundi, prófessor Ragnar Livestad í Osló, prófessor Mogens Muller í Kaup- mannahöfn og professor Lars Aej- meleus í Helsingfors. Bækur þessara manna eru notaðar við kennslu á Norðurlöndunum. Þá má nefna Turid Karlsen Seim professor og deildar- forseta guðfræðideildarinnar í Osló og Sigfred Pedersen lektor í Árósum sem var frumkvöðull þessara nor- rænu ráðstefna. Einnig má nefna prófessor David Hellholm í Osló sem ásamt Birger Olsson voru meðal brautryðjenda í notkun nýrrar mál- vísindalegrar aðferðar við textaskýr- ingu. Meðal dagskráratriða á ráðstefn- unni var guðsþjónusta í Þingvalla- kirkju þar sem nýkjörinn vígslubisk- up, séra Sigurður Sigurðarson þjónar ásamt prófessor Mogens Muller. Leikskólaböm á lýðveldisafmæli Slglufirði - Börn og leikskóla- kennarar á Leikskálum, leik- skóla Siglufjarðar, héldu upp á 50 ára afmæli lýðveldisins með pomp og prakt. Börnin höfðu lagt að baki mikið starf í tilefni af hátíðinni, m.a. æft ýmis ætt- jarðarlög. Þau hönnuðu og út- bjuggu ýmis verkefni, s.s. likan af Islandi og af Siglufirði, sem voru síðan til sýnis fyrir gesti hátíðarinnar. Hátíðin fór fram í blíðskaparveðri á lóð leikskólans sem skreytt hafði verið blöðrum og fánum. Boðið var upp á grillaðar pylsur og þeir sem vildu fengu að spreyta sig á hestbaki. Ýmislegt fleira var til gamans gert auk söngs og sýningar á verkum barnanna. Að sögn Sig- ríðar Hólmsteinsdóttur leik- skólastjóra tókst hátíðin vel og voru börn og fullorðnir ákaflega ánægðir með þennan dag. Samgöngutækjasafn Islands opnað á ný Ekki bara gamlir bílar Egilsstöðum - Aðrar áherslur eru á sýningu Samgöngutækjasafnsins en voru á sýningu þess í fyrra. Nú eru sýndir um 20 bílar ýmiss konar, flugvél og sviffluga og fleira sem tengist flugi. Að auki taka sýningar- gestir eftir því að margir bílanna eru frá stíðsárum; „gemsar og víbonar", en slík tæki voru i notkun hér á landi til skamms tíma. Oðruvísi sýning Samgöngutækjasafn íslands hóf starfsemi á Egilsstöðum á síðasta ári. Þá var sett upp sýning í íþrótta- húsi bæjarins, sem stóð yfir í 5 vik- ur. Að sögn Benedikts Vilhjálmsson- ar, eins forsvarsmanna sýningarinn- ar, komu um 2.000 gestir á þá sýn- ingu, og þóttu það góðar viðtökur. Nú verður sýningin opin í 9 vikur og vonast er til að allt að 5.000 gest- ir líti þar við. Ekki er um sömu sýn- ingu að ræða, því skipt var um gripi og sýningin í heild hefur annað yfir- bragð. Aður voru sýndar flottar drossíur, en nú ber meira á gömlum hertrukkum og munum tengdum flugi. Nýuppgerður „gemsi“ Sýndur er GMC-tnikkur sem var gerður upp í vetur og er hann nán- ast að ö'.lu leyti í útliti eins og þeir trukkar sem amerískir hermenn fluttu inn til landsins á sínum tíma. Einu breytingarnar sem gerðar hafa verið á bílnum eru þær að sett voru aukaljós til að uppfylla skilyrði Bif- reiðaskoðunar. Að auki eru fleiri herbílar á svæðinu, bæði „gemsar og víbonar". Þessir bílar skildu eftir sig mörg spor í samgöngusögu þjóð- arinnar, því þeim var seinna breytt í vörubíla, slökkvibíla, fólksflutn- ingabíla og landbúnaðartæki, allt eftir því hvað hentaði hveijum. Þeir þóttu mjög sterkir og traustir fyrir það vegakerfi sem hér var. Um loftin fljúga flugvélar Sýningargestir taka eftir því að yfir þeim hanga sviffluga, flugvél og drekinn, líkan af landvætti Aust- urlands, enda sýningin helguð flug- minjum að nokkru leyti. Sýndar eru ýmsar söguheimildir um flug, ljós- myndir og meðal annai's einn flug- mótor. Bílalest um bæinn Við opnun sýningarinnar fóru nokkrir bílar í hringferð um bæinn til að vekja athygli á sýningunni. Segir Benedikt fyrirhugaðar ýmsar uppákomur í sumar til að breyta til og eins að skipta um sýningargripi. Meðal annars koma á safnið síðar í sumar mjög gamlir vörubílar. Mark- mið safnsins er að sýna öll tæki, tól og annað sem tengist samgöngusögu landsins, hvaða nafni sem það nefn- ist. Bílar á öllum aldri verða sýndir, vélsleðar, mótorhjól og fjórhjól, sem ekki eiga stóran kafla í sögunni, auk flugvéla og síðar verður skipum gerð skil. Onnur sýning Skotfélag Austurlands hefur sett upp sýningu á sama stað og sýnir gömul skotvopn og tengda muni. Sýning Samgöngutækjasafns íslands og Skotfélagsins er staðsett í íþrótta- húsi Egilsstaða og er opin alla daga kl. 13-18. t !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.