Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MINNINGAR Er þorandi að spyrjast fyrir um launamál? í ÞVÍ atvinnuástandi sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár, eru mikil tækifæri fyrir .. hvers konar spillingu. Þegar samdráttur verð- ur í þjóðfélaginu og ráð- stöfunarfé dregst sam- an kemur það trúlega fyrst niður á því fjár- magni sem fólk notar til þess að njóta hinna fjölbreyttu „menningar- auka“ sem boðið er uppá. Þegar bjórinn var leyfður hér á iandi, má segja að það hafi orðið bylting í einum menn- ingarþætti okkar, þ.e. veitingahúsa- menningunni. Fjöidi veitingahúsa spratt upp, eins og gorkúlur, út um allan bæ, án tillits til þess hvort rekstrargrundvöllur væri fyrir dæm- inu. Það hefur óneitanlega vakið furðu mína, eftir allar þær hrakfarir sem lánastofnanir hafa gengið í gegnum á undanförnum árum vegna ógætilegrar útlánastarfsemi, að enn skuli fást lánsfjármagn til vonlausr- ar atvinnustarfsemi, í stað þess að beina þessu fiármagni til gjaldeyris- skapandi atvinnutækifæra, sem þjóðfélaginu eru svo mikilvæg, til raunhæfra bóta á atvinnu- og efna- hagsástandinu. ' Það sem má segja að sé sam- merkt með flestum sviðum atvinnu- lífsins, er að gripið er fyrst til skerð- inga á launalið rekstursins, um Ieið og samdráttur verður, eða ef menn vilja fá meira í eigin vasa. Verktaki en ekki launamaður Eitt af því sem margir rekstrar- aðilar gera, til þess að ná niður launakostnaði við rekstur sinn, er að plata ungt og óreynt fólk til þess að starfa sem verktakar, eða svo- nefndir „undirverktakar“. Allar þær „verktakagreiðslur" sem undirritað- ur hefur orðið var við, eiga það sam- eiginlegt að vera það lágar að þær eru langt fyrir neðan að skila þeim lágmarkslaunum sem heimilt er að greiða. Þetta er því markviss aðgerð til þess að hafa af unga fólkinu okk- ar þau laun sem því ber með réttu, samkvæmt gildandi kjarasamning- um. Þegar svo bætt er við þessa launaskerð- ingu allri þeirri rétt- indaskerðingu sem fylgir því að vera ekki skráður sem launa- maður, er afar ljóst að í þessari „verktakavit- leysu“ er verið að leika ljótan leik, sem trúlega stangast oft á við lög. Það er sorglegt að horfa upp á að fjöldi ungmenna skuli vera dreginn út í ’umhverfi rekstraraðila, án þess að hafa til þess nokkra þekkingu. Verða svo bitbein innheimtu- aðgerða ríkissjóðs, með tilheyrandi aukakostnaði, vegna þess að viður- kenndum leikreglum var ekki fylgt. Leikreglum sem þetta unga fólks þekkti ekki og gat því ekki varast. Ungt og óreynt fólk er platað, segir Guðbjörn Jónsson, til að starfa sem verktakar eða und- irverktakar, sem oft skila ekki lágmarks- launum. Það er vissulega gagnrýnivert að opinberir aðilar skuli stuðla að þess- um framgangi, með útdeilingu rekstrarleyfa, þ.e. virðisaukaskatts- númera, til aðila sem enga þekkingu hafa á rekstrarmálum, og hafa eng- an aðila sér við hlið sem slíka þekk- ingu hefur, og gæti borið ábyrgð á rekstrinum að þessu leyti. Til hvers er þá menntun bókhaldsmanna, við- skipta- og rekstrarfræðinga, ef eng- an með slíka kunnáttu þarf til rekst- urs fyrirtækis? Annar þáttur, sem ekki síður er alvarlegur, er sú árátta sumra sem reka fyrirtæki, að greiða svokallað „jafnaðarkaup" fyrir alla vinnu. Það kaup er yfirleitt mun lægra en yfir- vinnukaup, en svolítið hærra en dag- vinnukaup. Gallinn á þessu er bara sá, að flestir sem vinna á slíkum Guðbjörn Jónsson í í OKKAR HÖNDUM ER VARAN ÖRUGG SEHDIBIÍASrÓDIIV Hf C25050 Borgartúni 21 105 Reykjavík fax 625050 launum, vinna meirihluta vinnutíma síns í yfirvinnutíma, þ.e. á kvöldin og um helgar. Launaskerðing er því veruleg í flestum tilvikum. Jafnaðar- kaup er heldur ekki til í neinum kja- rasamningum. Þriðja atriðið til lækkunar eðlilegs launakostnaðar er svo að greiða vinnu sem eingöngu er framkvæmd á kvöldin og um helgar, með dag- vinnukaupi að viðbættu svonefndu vaktaálagi. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, og enn ein leiðin til þess að hafa réttmæt laun af launafólki. Þegar litið er til þess að launataxt- ar hér á landi eru það lágir að laun almenns verkafólks duga ekki til framfærslu, er það atvinnurekend- um til mikils vansa að vera með slíka skollaleiki, til þess að lækka launin enn frekar. Ef þú kvartar verðurðu rekin Að standa þétt saman um rétt- inda- og kjaramál, er hlutur sem tvær kynslóðir íslendinga hafa ekki þurft að glíma við, þ.e. það unga fólk sem nú er að koma út á vinnu- markaðinn og foreldrar þess. Atvinnuframboð hefur verið slíkt, að launamaðurinn hefur verið í hlut- verki þess sem velur, en vinnuveit- andinn í hlutverki þess sem selur. Þannig hefur launamaðurinn í raun getað valið úr þeim atvinnurekend- um sem hann vildi vinna hjá. Nú er þessari stöðu snúið við, með viðvarandi atvinnuleysi. Nú er það launamaðurinn sem er kominn í hlutverk seljandans. Hann þarf að sannfæra atvinnurekandann um að hann sé akkúrat rétti aðilinn í starf- ið. Þetta er hlutverk sem tvær kyn- slóðir íslendinga kunna ekki og er eitt af þeim vandamálum sem fólk á vinnumarkaðinum þarf að glíma við, ásamt því að skynja styrk sam- stöðunnar, til þess að standa vörð um grundvallarréttindi sín. Þetta ástand á vinnumarkaði hef- ur framkallað ástand sem ég hef kallað „hræðslu- og ógnunar- ástand". Þar er alið á þeirri hræðslu hjá launamanninum, að ef hann kvarti yfir launum eða aðbúnaði verði hann bara rekinn. Þetta er afar dapurlegt, með tilliti til þess að þetta bitnar mest á unga fólkinu, sem hvorki hefur reynslu né þekk- ingu á félagslegum réttindum sínum og verður því of oft fórnarlömb þeirra misvitru manna sem slíkum aðferðum beita. Gegn þessu þarf að vinna markvisst og hratt, svo þessi vinnubrögð eitri ekki um of hugsana- gang unga fólksins okkar, eða þeirra sem í slíku lenda. Vakandi athygli Vert er að hvetja alla sem þessi mál snerta, til þess að leita upplýs- inga um réttarstöðu sína, hjá því stéttarfélagi sem sér um samninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Ef for- ráðamenn ungmenna hafa vakandi athygli í þessum málum er trúlega hægt að koma í veg fyrir tjón af þessum sökum. Vert er að hvetja fólk til þess að draga ekki of lengi að leita upplýsinga um sín mál, því mikið er um að atvinnufyrirtæki skipti um rekstraraðila og kennitölu. Við slík umskipti er liklegt að réttur tapist, ef ekki hefur verið brugðist við áður en starfsemi hætti. Dragið því ekki of lengi að leita svara við spurningum um réttarstöðu í launa- og kjaramálum, annaðhvort ykkar sjálfra eða ungmenna á ykkar veg- um. Höfundur er skrifstofumaður. ANTON SIG URÐSSON + Anton Sigurðs- son var fæddur á Seyðisfirði sonur hjónanna Alex- öndru Alexanders- dóttur og Sigurðar Þorsteinssonar í Bjargholti. Hann lést í Reykjavík 21. júní síðastliðinn. Al- bróðir hans er Einar Sigurðsson járn- smiður, hálfsystkin sammæðra Sigur- laug Sigurjónsdótt- ir, Agúst Sigurjóns- son og Sigurbjörn Siguijónsson, sem öll eru látin fyrir nokkrum árum, og hálf- systir samfeðra Oktavía Sig- urðardóttir, látin fyrir alllöngu. Anton ólst upp á Seyðisfirði fram um tvítugsaldur en vann eftir það lengst af verkamanna- vinnu syðra, m.a. á Keflavíkur- flugvelli, við fiskvinnslu í Vest- mannaeyjum og hjá Skipaút- gerð ríkisins við Reykjavíkur- höfn. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu í dag. ANTON Sigurðsson var röskleika- maður til vinnu þegar hann vildi það við hafa, en framan af ævi tóku Iífsnautnir oft á tíðum toll af starfs- þrekinu. Það átti sjálfsagt sinn þátt í að hann festi aldrei ráð sitt þó honum þætti alla tíð gaman að hjala við konur og þeim við hann. Á síð- ari árum var Anton stakur reglu- maður, en öryrki vegna slyss. Hann vann samt í allmörg ár fyrir verka- mannafélagið Dagsbrún. Þeir sem þekktu Anton Sigurðsson sem ungan mann minnast þess hve glæsilegur hann var, hávaxinn og kraftalegur, dökkur á brún og brá. Litaraftið hafði breyst á síðari árum, en enn var hann mikill á velli og róm- sterkur. Hann var oft á ferli um bæinn, ekki síst á þeim árum sem hann vann hjá Dags- brún og vafalaust mörgum eftirminnileg- ur, því að hann var ófeiminn að taka menn tali og gerði ekki mannamun, lá hátt rómur og var ræðinn og gamansamur. Anton var tryggur vinum og frændum og var gott til vina og kunningja. Ungum frændsystkinum þótti viðburður þegar Toni frændi kom í heimsókn, því að oft hafði hann smágjafir meðferðis, og hann ræddi við börnin á jafnræðisgrund- velli, gerði að gamni sínu og talaði hærra en aðrir menn. Anton var frábitinn hvers konar tildri og við- höfn og hefði vísast þótt lítil þörf á því að hans væri minnst í dag- blaði, en þessar línur eru settar á blað til að þakka fyrir skemmtilegar samverustundir. Tilveran verður dálítið fátæklegri þegar ekki er lengur von á Tona í heimsókn né heldur á maður von á því að vera ávarpaður með hans sterku raust og spurður tíðinda skáhallt yfir Laugaveginn. Vésteinn Olason. JÓN FRÍMANNSSON + Jón Frímann Frímannsson fæddist á Stóru-Reykjum í Flókadal 12. mars 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 6. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Siglufjarðar- kirkju 10. júní. ER MÉR barst sú frétt, að Jón mágur minn væri látinn, reikaði hugrinn ósjálfrátt til bernsku og unglingsáranna í Skagafirði og Siglufirði. Fáir eru mér minisstæðari en Jón, frá þessum árum, hann var alltaf svo gamansamur, en jafnframt traustur persónuleiki, sem ég bar alltaf mikla virðingu fyrir. Ég kynnt- ist Jóni fyrst um 1940 er systir mín Auður og hann hófu búskap og giftu sig. Mér er minnisstætt þegar hann byggði þeim lítið heimili stofu og eldhús, sem viðbyggingu við bæinn okkar á Undhóli í Oslandshlíð. Efniv- ið fékk hann úr húsi, sem hann keypti til niðurrifts að Saurbæ í Kolbeinsdal og flutti hann efnið að Undhóli. Hann var mjög góður smið- ur og hagsýnn. Var unun að sjá hve allt lék í höndum hans. Að þessu verki vann hann að mestu einn og vandaði hann til þess eins og kostur var. Ég minnist ferðanna inn í Kol- beinsdal með Jóni, er hann var að vinna þar, og að smíði þessa litla heimilis. Hann var alltaf að segja mér frá ýmsu skemmtilegu eða spennandi, sagnir um Hreðuklettinn uppi í fjallinu ofan við Saurbæ, sagn- ir af Barðs Gátt o.fl. og mér fannst alltaf ævintýralegt að heyra hann segja frá. Ég á margar góðar minningar um Jón, bæði frá þessum tíma og síðar, er við áttum tíma saman á Siglu- firði. Hann var sannur vinur. Því miður kom síðar langur tími er við vorum mjög fjarri hvor öðrum, en leiðir okkar lágu saman, síðast fyrir þremur árum, þá kom hann alltaf á móti mér með sínu hlýja brosi og glettni í augum. Viðmót hans var sérstaklega aðlaðandi og ailtaf var hann reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd, ef til hans var leitað og oft kom sú hjálparhönd óumbeðin. Jón Frímannsson var Fljótamaður í húð og hár, fæddur þar, og ólst upp, elstur 16 systkina hjá foreldrum sínum að Austara-Hóli í Flókadal. Auðvitað var hann kallaður Nonni eins og allir góðir Jónar á íslandi og þekktu flestir hans kunningjar hann með því nafni. Fyrir tilstilli Jóns dvaldi ég nokk- urn tíma á heimili foreldra hans að Austara-Hóli og fékk því að kynnast föður hans Frímanni Guðbrandssyni og konu hasn Jósefínu og mörgum af systkinu. Þetta er mér en minnis- stæður tími. Þessi kynni af fjölskyldu hans staðfestu enn frekar, á hve traustum grunni hann stóð sem per- sóna. Þetta stóra heimili, sem hann kom frá, var bæði skemmtilegt og traust. Jón og Auður bjuggu fyrst á Undhóli, en fluttu síðar út í Fljót, og voru meðal annars að störfum að Barði í Fljótum og síðar að Hraunum. Að lokum lá svo leiðin til Siglufjarðar þar sem þau hafa búið í áratugi. Jón stundaði ýmis störf, sem ég kann ekki að rekja til hlítar. Þó man ég að hann starfaði við byggingu Skeiðsfossvirkjunar, en lengst af mun hann hafa starfað á vegum SR á Siglufirði. Hann lifði síldarævin- týrið eins og það var í raun - þá var Siglufjörður stór bær. Ég sá aðeins endinn á því, en ég get hugs- að mér, hve vel Jón hefur notið sín í því umhverfi þegar spennan ríkti og hlaðin skip komu til hafnar dag eftir dag. Jón og Auður eignuðust fimm börn, sem öll eru uppkomin. Þau eru Pála Hólmfríður, Alfhildur Hjördís, Dagbjört, Birgir og Guðbrandur. Þau hafa erft marga góða kosti frá föður sínum, sem nú er horfinn. Ég sendi þeim Auði systur minni innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls Jóns Frímannssonar og bið guð að styrkja þau í hinum mikla harmi er sækir þau nú heim. En munum alltaf: „Hann skildi eftir ljós í ganginum," gangi lífsins, sem við öll förum um. Þar verður alltaf birtan og hlýjan, sem fylgdi honum. Jóhannes Gísli Sölvason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.