Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ1994 33 INGA ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR + Inga Þóra Gunriarsdóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1986. Hún lést í Borgar- spítalanum 22. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Erla Skarphéðins- dóttir og Jón Gunn- ar Harðarson. Syst- ir Ingu Þóru er Kolbrún Gunnars- dóttir, f. 23.6. 1988. Útför Ingu Þóru fer fram frá Bústaða- kirkju í dag. Vegna tengsla minna við Ingu Þóru kynntist ég foreldrum hennar, Erlu Skarp- héðinsdóttur og Jóni Gunnari Harðarsyni, mjög vel. Á þessari kveðjustund sendi ég þeim og litlu Kolbrúnu mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Ég mun geyma minninguna um Ingu Þóru í hjarta mínu Áslaug Sveinsdóttir. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt. Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: Kom til min! Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum hólpin sál með Ijóssins ðndum. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Okkur langar að minnast lítils vinar sem var sólargeisli okkar allra — stórra sem smárra. Þú gafst birtu og yl, þótt mikið fötluð værir, sem seint mun gleym- ast. Þökkum þér öll fallegu árin þín. Elsku Erla, Jón Gunnar og Kolla, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fjölskyldurnar Breiðvangi 17 og Huldubraut 14. Fyrir rúmum tveimur árum þegar ég kom til starfa á dagvistunina Lyngás, sem er fyrir þroskaheft og fötluð börn, kynntist ég lítilli fal- legri stúlku sem hét Inga Þóra. Við höfum átt mikla og nána samleið síðan, eða þangað til fyrir nokkrum dögum er hún lést af slysförum. Ég annaðist Ingu Þóru daglega á Lyngási og frá síðastliðnum ára- mótum tók ég hana heim til mín eina helgi í mánuði, sem stuðnings- aðili fjölskyldu hennar. Inga Þóra var alltaf brosandi og glöð. Hún heillaði alla í návist sinni með brosinu og fallegu augunum sínum. Inga Þóra fylgdist vel með öllu í sínu nánasta umhverfi og ekkert fór fram hjá henni. Hún naut þess að hafa fjör í kringum sig og var einstök félagsvera. Þetta fallega barn veitti öllum sem ná- lægt henni voru mikla hlýju og gleði, þótt svo að hún gæti aldrei tjáð sig. Samt gat hún sagt manni ótrúlega margt með fallegu brúnu augunum sínum. Mig langar að lok- um að kveðja Ingu Þóru með Ijóði Steingríms Thorsteinssonar, sem heitir Vemdi þig englar: Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fógru lykjast þín, líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. Nei, nei, það varla óhætt er englum að trúa fyrir þér, engill ert þú og englum þá of vel kann þig að lítast á. Eríidrykkjiir Glæsileg kafli- hlaðborð Mlegir síilir og mjög g()ð þjónusta. Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR HðTEL LOFTLEIVIR Kær vinkona er látin, svo ung og alltof fljótt. Með þakklæti minn- umst við ánægjulegra samveru- stunda er við fylgdumst að, bæði á Víðivöllum og Lyngási. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá Lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér hugpn sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H.P.) Foreldrum, systur og öðrum ætt- ingjum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð styrki þau í sorg þeirra. Gerða og fjölskylda. Þegar slíkar sorgarfréttir sem þessi berast finnst manni eins og jarðlífið hér sé ekki raunverulegt. Kahlil Gibran lýsir sorginni svo ljóð- rænt en samt svo manneskjulega í eftirfarandi erindi: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er upp- spretta gleðinnar, er oft full af tár- um. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera. Þeim mun dýpra sem sorg- in grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Gleðin yfir að hafa fengið að hafa Ingu Þóru hjá okkur í fjögur ár. Gleðin yfir að upplifa með henni ánægjustundir í leik og starfi. Inga Þóra var yndislegt barn í alla staði. Hennar brotthvarf af þessari jarðnesku tilvist skilur eftir sig sár, sár sem tíminn og góðar minningar lækna. Við biðjum Guð að geyma fjöl- skyldu hennar, Erlu, Gunnar og Kolbrúnu, og veita þeim styrk í þessari miklu sorg. Farðu í Guðs friði. Starfsfólk og börn í leikskólanum Víðvöllum. Þó að brotni þorn í sylgju þó að hrökkvi fiðlustreingur, eg hef sæmt hann einni fylgju: óskum mínum hvar hann gengur. (H. Laxness.) Safamýrarskóli telst fámennur skóli, miðað við aðra grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu. Við sem þar störfum fáum því það einstæða tækifæri til þess að kynnast nem- endum hans. Allir þekkjast með nafni og tákni. Er Inga Þóra kom í skólann vakti hún strax athygli mína. Frá henni stafaði sérstök útgeislun, lífsgleði og hlýja. Ævinlega var stutt í fal- lega brosið hennar. í vor kenndi ég bekk Ingu Þóru og fékk þá tæki- færi til þess að kynnast henni nán- ar. Að öllu óbreyttu átti hún að vera minn umsjónarnemandi næsta vet- ur. En skjótt skipast veður í lofti. Ljós hennar slokknaði óvænt hinn 22. júní sl. Foreldrum, systur og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. í hug og hjarta mun minn- ing um yndislega stúlku lifa. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (Matth. Jochumsson). Oddný Dóra Halldórsdóttir, sérkennari, Safamýrarskóla. Þegar ég byrjaði að vinna á sér- deild Víðivalla í ágúst 1990, var ég svo lánsöm að fá að kynnast Ingu Þóru. Fljótlega varð hún svo það barn sem ég bar mesta ábyrgð á. Ég man þegar ég sá hana fyrst. Hún var svo geislandi glöð og svo ofsalega falleg og með þessi augu sem sögðu svo margt. Við áttum saman yndislegar stundir á Víðivöllum og einnig þar fyrir utan, því ég gerðist fljótlega stuðningsforeldri fyrir hana og var það fram að síðustu áramótum. Þessum samverustundum gleymi ég aldrei því hún gaf manni svo mikið með sínu fallega brosi og glettnis- legu augum. Fljótlega varð Inga Þóra eins og ein úr fyölskyldunni, því hún fór oft með mér til foreidra minna og systkina og alltaf snerist allt um hana. Ég man oft þegar ég fór með hana út í göngu, hvað fólk sem mætti okkur horfði mikið á hana því hún var svo falleg, og þá var ég svo stolt, því ég þóttist eiga hana. Elsku Inga Þóra, ég þakka þér fyrir þá gleði sem þú veittir mér, en ég veit að þú ert stundum hjá mér og núna getur þú það sem mig langaði svo að kenna þér. Elsku Erla, Jón Gunnar og Kol- brún, við Hafþór sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur, einnig foreldrar mínir og systkini og fjölskyldur þeirra. Gráttu ekki af því að ég er dáin ég er innra með þér alltaf þú hefur röddina hún er í þér hana getur þú heyrt þegar þú vilt. Þú hefur andlitið ljkamann. Ég er í þér. Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt. Allt sem er eftir af mér er innra með þér. Þannig erum við alltaf saman. (Barbro Lindgren) Sigríður Hrund. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ólafIu bjarnadóttur frá Ólafshúsum, Vestmannaeyjum. Bjarney Erlendsdóttir, Victor Urani'usson, Erla Ólafía Gísladóttir, Grímur Gi'slason, Laufey Jóhannsdóttir, Viktor Björn Victorsson og barnabarnabörn. Gísli Grímsson, Huida Jensdóttir, Kristinn Grímsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Ingvar Hreinsson, t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGRÍMURJÓN BENEDIKTSSON bifreiðarstjóri, Laugateigi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Arndís Stefánsdóttir, Richard Ásgrímsson, Stefán Ásgri'msson, Hulda Halldórsdóttir, Benedikt G. Ásgri'msson, Sólrún Höskuldsdóttir, Fríða Sigurðardóttir, Gunnar Aðalsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LÝÐUR SIGMUNDSSON, Vallarbraut 1, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 19. júní, verður jarðsunginn frá Óspakseyrar- kirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Akraneskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 14.00. Vigdís Matthíasdóttir, ingveldur Sveinsdóttir, Guðni Jónsson, Edda Lýðsdóttir, Finnbogi Sigurðsson, Jóhanna Lýðsdóttir, Hlynur Eggertsson, Sigmundur Lýðsson, Þorgerður Benonýsdóttir, Ingþór Lýðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hluttekningu og hlýhug við fráfall og útför eiginkonu minnar og móður okkar, UNNAR JÓNSDÓTTUR. Úlfar Þórðarson og fjölskyldur. t innilega þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls og jarðarfarar SIGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Melum. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, ERLENDAR Þ. MAGNÚSSONAR Höfðabraut 3, Akranesi. Ellert Erlendsson, Ásiaug Valdimarsdóttir, Hafsteinn Erlendsson, Birgir Þór Erlendsson, Guðrún Elsa Erlendsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS JÓNSSONAR loftskeytamanns, Birkimel 8a. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar Borgarspítalans. Gréta Austmann Sveinsdóttir, Jón Kristjánsson, Björg Sveinbjörnsdóttir, Steinvör Jónsdóttir, Kristján Valur Jónsson. Lokað Höfum lokað í dag, miðvikudag, eftir hádegi, vegna jarðarfarar INGU ÞÓRU GUNNARSDÓTTUR. Rafeindatækni hf., Tunguhálsi 5, sími672740.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.