Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Meðal blindra er hinn ein- eygði kóngur ÞANN 10. júní birt- ist ágæt grein Aldísar Sigurðardóttur dönskulektors í Morg- ... unblaðinu. Tilefnið voru viðbrögð manna við greininni „Glans- myndir“ sem birtist í danska vikublaðinu Weekendavisen og vitnað var í í Mbl. 4. júní. Aldís varpar þeirri spurningu fram hvort óstinn viðbrögð fólks staðfesti ekki hrein- lega innihald níðgrein- arinnar. Hún vitnar t.d. í viðtal við Björn Th. Björnsson, sem birst hafði viku áður í sama blaði, en þar setur Björn spurningarmerki við sögulegan geislabaug íslensku -ý þjóðarinnar. Þar sem ég var ein þeirra íslendinga í Danmörku sem lét glansmyndagreinina fara fyrir brjóstið á mér langar mig til að gera grein fyrir minni óánægju. Gaman var og gott að ummæli Björns skyldu ná íslenskum augum. Hann tekur fyrir atriði, sem hljóm- að geta óþægilega fyrir þá íslend- inga sem aldrei hafa orðið fyrir þeirri ertingu að þurfa að velta fyr- ir sér þjóðerni sínu og sögu. Nú ætti að vera tímabært að endur- - v skoða þann skólalærdóm um þjóð- ina og sögu hennar, sem okkur var færður á fyrstu áratugum lýðveldis- ins. Af kynslóð kennara, sem upp- lifði rigninguna á Þingvöllum 1944 og óttaðist dönskuslettur meira en sjálfa pestina. Karlmannsnafnabun- an, ártölin og skólaljóðin dugðu skammt þegar stigið var út fyrir skólalóðina. Ekki jók á sögulega skarpskyggni okkar þegar við tók dægurþras vinstri og hægri manna, sem ásökuðu hverjir aðra um lygar og föðurlandssvik í nafni þjóðfrelsis og hins eina sannleika. Margra alda yfirráð ijarlægra valdamanna setur að sjálfsögðu mark sitt á sjálfstraust og sjálfs- þekkingu þjóðar. Nú á lýðveldisaf- * mælisárinu ætti því að vera tíma- bært að rétta úr andlega kútnum, m.a. með því að kljást við goðsagn- ir sem við löptum með móðurmjólk- inni og aldrei hafa verið leiðréttar. Hátíðlegar ræður um styrk okkar og einstaka sögu duga okkur engan veginn á tímum þegar þjóðernis- eða öllu heldur þjóðfrelsishug- takið er til endurskoð- unar víða um heim. Til þess að þurfa ekki ein- att að telja okkur sjálf- um trú um að við séum fljótust, duglegust, skemmtilegust og sæt- ust í heimi þurfum við að líta vandlega í Barm okkar og gjarnan með hjálp fijórra eg fróðra manna eins og Bjöms Th. Björnssonar. Viðbrögð mín og annarra manna í Dan- mörku við skrifum Ul- riks Hoys er því ekki vegna þess að ekki megi hrófla við viðkvæmri sjálfsmynd Islendinga. Hafið hug- fast að greinin er ekki skrifuð með íslenska lesendur í huga heldur er hún birt í dönsku vikublaði. Fáir lesenda þess þekkja nokkuð til ís- Það er kjánaskapur og ábyrgðarleysi af svo vönduðu og virtu blaði sem Weekendavisen, segir Erla Sigurðar- dóttir, að bregðast við upplýsingaskyldu sinni á þann hátt sem raun varð. lensks lands og þjóðar. Yfirborðs- legar lýsingar blaðamannsins, mannfyrirlitning og sleggjudómar valda því ómæidum skaða. Undir- tónn greinarinnar kemst ekki til skiia í frásögn Mbl. af henni en þar virtist góðlátlegt grín vera á ferð- inni. Þannig er því miður ekki farið. Glansmyndagrein Ulriks Hoys hefði kannski verið sök sér ef hún hefði verið skrifuð fyrir íslenska lesendur þeim til skemmtunar og umhugsunar. En þegar greinin kemur inn í taisvert tómarúm í meðvitund danskra lesenda fer gamanið að kárna. Erla Sigurðardóttir Humarhátíð Höfn. ÞESSA dagana er allt í fullum gangi við undirbúning humarhátíð- ar sem haldin verður á Höfn í Hornafirði 1.-3. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður og má þar nefna að Byggðasafnið verður með lýðveldissýningu alla dagana J.J. Soul Band í Kringlu- kránni HIJÓMSVEITIN J.J. Soul Band Ieikur í Kringlukránni í kvöld, mið- vikudaginn 29. júní. í hljómsveitinni eru breski söngv- arinn J.J. Soul, Stefán Ingólfsson sem leikur á bassa, Ingvi Þór Kor- máksson, hljómborð, Þórður Árna- son, gítar, og trommuleikarinn Trausti Ingólfsson. Tónlistin sem hljómsveitin flytur er eins konar blúsbræðingur og öðru hveiju villist með lag af bossanova-ætt, segir í fréttatilkynningu. í Horaafirði og hestar yerða ætlaðir bömum á því svæði. í Pakkhúsinu verða sölu- sýningar á handverksmunum ein- staklinga, einnig myndlistarsýning og krá verður opin þar við. Einnig verða íþróttakeppnir af öllu tagi jafnt á Sindravöllum sem við höfn- ina og ber þar hæst aflraunakeppni á Borgeyjartúni. Svo verður boðið upp á bátsferðir og Ieikfélagið verð- ur með götuleikhús (karnival). Hát- indur hátíðarinnar er svo humar- veislan við höfnina seinnipart laug- ardags en þar geta menn bragðað þetta lostæti sem kemur svo mikið á land hér. Útimarkaður verður á laugardegi og skemmtanir laugar- dags- og sunnudagskvöld og verður dansað fram á nætur. Hátíðin fer að mestu leyti fram á hafnarsvæðinu og verður inn- gangurinn að svæðinu um humar- troll í fullri stærð og geta menn þá borið augum þetta veiðarfæri sem skaffar þessa gómsætu afurð. Humarhátíðin var haldin í fyrsta skipti sl. sumar og sýndu viðbrögð að grundvöllur er fyrir slíkri hátíð vondandi árlega. ísland kemst sjaldan í danskar fréttir, þrátt fyrir að fréttaritari Ritzaus Bureau sendi héðan dagleg- ar fréttir. ísland er að sjálfsögðu ekki miðpunktur alheimsins en oft væru fréttir héðan vel þegnay, ekki bara með tilliti til þess fjölda íslend- inga sem búsettur er í Danmörku, heldur tengjast þessar þjóðir á ýmsan hátt. Þær starfa saman á alþjóðavettvangi og eiga sér að mörgu leyti sameiginlega sögu. Þær fáu fréttir sem berast sjá því einar um að móta mynd Islands í vitund danskra blaðalesenda. Og sú mynd er vægast sagt dularfull þegar haft er í huga að það eru helst fegurðardrottningar, krafta- karlar eða blessaður bjórinn sem rata inn á síður danskra dagblaða. Þá er söguáhugi Dana lítill og munar þá lítið um að rugla saman íslendingum og Færeyingum. Það er því kjánaskapur og ábyrgðarleysi af svo vönduðu og virtu blaði sem Weekendavisen, að bregðast við upplýsingaskyldu sinni á þann hátt sem raun varð þegar blaðamannsómyndin var send út af örkinni til að gera íslensku þjóðinni skil. Ulrik Hoy getur að sjálfsögðu leyft sér að snerta kaun þjóðar sinn- ar, því þar geta lesendur sett stað- hæfingar hans í samhengi við eitt- hvað sem þeir þekkja fyrir. Þegar ijallað er um aðrar þjóðir verður t.d. að hafa í huga að það eru ekki bara tungumálin sem eru ólík, held: ur einnig allt annað táknmál. I mörgum verslunarháskólum er far- ið að kenna menningarskilning til að greiða fyrir alþjóðlegum við- skiptum og samskiptum. Þannig kemst Evrópubúi hjá því að móðga japanskan viðskiptavin að ósekju og íslendingur lærir að fá sér rúg- brauð á undan franskbrauðinu und- ir dönskum borðum. Ulrik Hoy hef- ur ekki gefið þessu neinar gætur né reynt að þýða það íslenska sem fyrir sjónir bar til að auka skilning sinn eða lesenda sinna. Þetta er ekki fyrsta úttekt Ulriks Hoys á norrænum grannþjóðum og því ekki um séríslenskt móðgunar- mál að ræða. Það virðist vera orðin tíska hjá danskri „intelligentsiu“ að úthúða nágrönnum sínum. í bók- menntaársriti norrænu ráðherra- nefndarinnar skrifar danski menn- ingarvitinn Carsten Jensen t.d. að Norðmenn þjáist af andlegri hægðateppu. I hita leiksins tekur hann landakortið sér til aðstoðar og líkir Noregi við þarma, þar sem allur saurinn hefur teppst á Suður- landinu. Fimmta herdeildin Við sem höfum haft tækifæri til að sjá land okkar og þjóð úr fjar- lægð höfum oft hangið í limbó milli gráturs og hláturs yfir séreinkenn- um þjóðar vorrar, okkar sjálfra. Þar ber hæst sveitamennskuna í nei- kvæðri merkingu þess orðs, t.d. þröngsýni, hreppapólitík, kjafta- gang, tvískinnung gagnvart börn- um og þetta sífellda unggæðings- lega sjálfshól sem mig grunar reyndar að spretti af minnimáttar- kennd fámennrar og „nýfrjálsrar" þjóðar. En rétt eins og Laxness bauð þjóð sinni dús má ná vissu umburð- arlyndi í garð fólksins síns. Ekki síst þegar haft er hugfast að hver þjóð hefur sinn djöful að draga. Jafnvel Danir með alla sína kosti eiga sér sinn heimóttarskap. Því má ekki gleyma og látum oss ekki falla í þá gryfju að vega okkur sjálf og meta með áhöldum annarra en okkar sjálfra. Samanber fram- reiðslustúlkuna sem sagði: „Sko, þarna marsérar verkalýðurinn," þegar henni var litið út um giuggann 1. maí. Við sem úti búum erum ekki síð- ur fulltrúar þjóðar okkar en Vigdís, Hólmfríður, Linda og Björk. Við þurfum að geta svarað fóiki af ein- hverri skynsemi þegar spurt er um land og þjóð. Glansmyndagrein Ul- riks Hoys gerir okkur erfiðara fyrir en ella. Höfundur er ritstjóri og búsett í Dnnmörku. V erkefnasmið- ir á villigötum • MIG RAK í roga- stans við lestur fréttar í Mbl. fyrir nokkru um fyrirhugað „mekka“ matreiðslu sem rísa ætti við Grandaveg. Um var að ræða „frá- bæra“ hugmynd nokk- urra aðila um _að breyta vöruhúsum SÍF í þró- unarstöð fyrir tilraunir í þágu atvinnulífsins, útflutningamöguleika, tilraunir með fjölda- framleiðslu á tilbúnum réttum til útflutnings sem byggja ætti inn í skemmunum. Reykja- víkurborg leggi fram ijármagn, Háskólinn hlynntur verk- efnum og vísindamenn samþykkir um þörfina fyrir nákvæmlega þetta módel. Kunnugir upplýsa að áætlun sé um kr. 270.000.000-300.000.000 tilkostnað í þetta verkefni. Almenningssjóðir - áhættufé Undirrituðum finnst að fyrir löngu sé kominn tími til þess að snúa af þeirri óheillabraut sem farin er í þessu landi að kjörnir fulltrúar al- mennings séu sífellt að finna farveg ýmsum möguleikum til hreinnar só- unar á almannafé sem þeim er treyst fyrir. Þessi grímuklæddi kommúnismi er um það bil að koma þjóðarskuld- um við útlönd yfir hættumörk. Greiðslubyrði af erlendum lánum rýra alla möguleika til nýrrar sóknar í atvinnulífi og heildar opinber skatt- heimta er gjörnýtt. Vegna þessarar þróunar undan- farin ár er nú svo komið að raunveru- leg einkafyrirtæki bæði stór og smá eru horfin, eða deyjandi og að auki mörg hver í verulegum erfiðleikum. Ekki vantar tækifærin á end- urnýjun og nýsköpun framleiðslu- þátta. Það sem vantar er öruggt og vinsamlegt rekstrarumhverfi, um- hverfi þar sem atvinnuskapandi framleiðsla og þjónustufyrirtæki eru lofuð og njóti velvildar opinberra aðila og almennra vinsælda launa- fólks. Afnám skatta og gjalda á at- vinnureksturinn er besta leiðin til þess að endurskapa hér á landi ný atvinnutækifæri með útrýmingu at- vinnuleysis og öflugan íslenskan at- vinnurekstur að höfuðmarkmiði. Hvað er hagræðing? Til þess að reyna að sporna við þeirri áráttu að stöðugt sé verið að velta upp hugmyndum hvernig eyða á fjármunum almennings í þessu landi vil ég fara þess á leit að fjár- málayfii-völd geri kröfu um að skil- greind sé þörfin, hvort um sé að ræða raunveruleg verkefni, á hvern hátt á að greiða gæluverkefni. Hver á að borga brúsann? Gerð verði grein fyrir arðsemi verkefnis og krafa um að leitað verði álits þeirra aðila í þjóðfélaginu sem máiið er skylt. Einstaklingar, samtök þeirra eða þróunarfélög eru betur í stakk búin eðli málsins samkvæmt að takast á við verkefni sem standa þeim nær. Varðandi nýtt matvælatilrauna- musteri ber að upplýsa að í dag eru til opinberar matvælarannsóknar- stofnanir, m.a. Iðntæknistofnun, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknir HÍ og ef til vill margar fleiri. Hvað varðar tilraunaeidhús þá er nauðsynlegt að minna á að í Reykja- vík eru tugir eldhúsa fyrir fjölda- framleiðslu, hverra nýting pr sáralít- il eða mjög vannýtt. Þetta eru t.d. eldhús veitingahúsa, veislueldhús einstakra matreiðslu- manna o.fl., o.fl. Það kallar ekki á aukakostnað, þar er fyrir hendi fag- fólk sem getur hæglega tekið að sér einstök verkefni. Og grundvallar- spurning er, ef fé er fyrir hendi, vegna hvers er það ekki nýtt í mark- aðsþróun og markaðsrannsóknir? Ef verkefnin eru fyr- ir hendi sem ekki hefur komið fram enn, þá er ég sannfærður um það að aðstaða til tilrauna- framleiðslu á matvæl- um, tilbúnum réttum og þess háttar er til staðar og væri kærkomið tækifæri fyrir þá sem aðstöðuna eiga til betri nýtingar Ijárfestinga sinna. Borgarar þessa lands eiga kröfu um það við borgaraflokkana að spurt verði á hvers kostnað? Hver á að borga? Á að auka skatta? Þegar hugmyndahressir full- trúar almennings eða embættismenn gera tillögur um enn nýjar arðlausar stofnanir. Snyrtilegar vörugeymslur SÍF geta verið nýttar á margan hátt betur og með minni tilkostnaði. Afleiðing Ferlið er í raun einfalt, umfram- eyðsla hins opinbera hefur aukið mjög eftirspurn eftir lánsijármagni, hækkað vexti og haldið uppi háu Þessi fjárfestingargleði opinberra aðila er því miður ekki í samræmi við þá ábyrgð, segir Haukur Hjaltason, sem sömu aðilar gefa sig út fyrir að bera og lamar allt ein- staklingsframtak. vaxtastigi sem í raun hefur brennt upp eigið fé fyrirtækja og almenn- ings og gert þúsundir einstaklinga eignalausa, íýrt möguleika á ný- sköpun atvinnulífsins og tækifærum einstaklinga. Síðan er gripið til sí- hækkandi skatta til þess að greiða vaxtabyrði ríkissjóðs. Benda má á örlítinn vonarneista sem kemur fram hjá ijármálaráðu- neyti. Fjármálai'áðherra, Friðrik Sophusson, hefur sett fram áætlun um að eyða fjárlagahalla á þremur árum. Flestir vildu væntanlega sjá hallalaus fjárlög og strax á þessu ári en áætlun íjármálaráðherra virð- ist þó vera raunhæft markmið. Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins Raunhæfasta ábending um bruðl- þróun undanfarinna ára og afleið- ingu kemur fram í Morgunblaðinu í kosningabaráttunni til borgarstjórn- ar, en í Reykjavíkurbréfi er einmitt fjallað um þessa hættulegu stjórn- lyndu stefnu sem hægt er að kalla sjálfseyðingarstefnu og kemur fram í sívaxandi þörf hins opinbera fyrir lánsfé eða hækkun skatta, þetta er afleiðing sóunar á almannafé án arðsemiskröfu en áhrifin eru skelfi- leg fyrir atvinnulífið. Bæði vextir og skattar verða óviðráðanlegir kostnaðarþættir hjá fyrirtækjum og einstaklingum sem endar í eignaupp- töku. Reykjavíkurbréfið bar mikil- væg skilaboð til allra og þá sérstak- lega þeirra sem láta sér annt um þjóðfélagsmál. Það skýrði þó ekki frá einum aðalkjarna stefnu frú Margrétar Thatcher, en það var af- nám skatta á atvinnurekstur, í þeim tilgangi að minnka atvinnuleysi. Stjórnmálaumræðan þarf að fjalla um langtímamarkmið, heildaryfir- sýn, ráðdeild og aðhaldssemi í opin- berum rekstri og alvöru atvinnu- stefnu. Höfundur er framkvæmdastjóri. Haukur Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.