Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Utgáfutónleikar
Nýttfrá
1000
andlit-
umog
Kombóinu
HUÓMSVEITIN 1000 andlit
hélt útgáfutónleika á nýrri plötu
á Gauki á Stöng í síðustu viku.
Um er að ræða fyrstu plötu
hljómsveitarinnar og hefur hún
að geyma tíu lög, sem sum hver
hafa komið áður út á safnplötum.
í kjölfarið mun hljómsveitin
leggja upp í tónleikaferðalag um
landið næstu mánuði. Sigrún
Eva Ármannsdóttir er söngkona
hljómsveitarinnar en aðrir með-
limir eru Cecilía Magnúsdóttir,
Birgir Jóhann Birgisson, Eiður
Amarsson, Ari Einarsson og Jó-
hann Hjörleifsson.
Sama kvöld hélt Kombóið út-
gáfutónleika á Tunglinu. Söng-
kona hljómsveitarinnar er Ellen
Kristjánsdóttir og aðrir meðlimir
eru Birkir Baldursson, Þórður
Högnason og Eðvar Lárusson.
Kombóið mun leikar víðs vegar
í sumar og kynna plötuna sem
inniheldur níu frumsamin lög
ásamt einu lagi eftir Tom Waits.
Er ný mynd um James Bond tímaskekkja?
Veröld Waynes 2
-----------------IH
Á ÚTGÁFUTÓNLEIKUM 1000 andlita voru þau Valgeir Vil-
hjálmsson, Hafþór Sveinjónsson, Glódís Gunnarsdóttir og
Höskuldur „í Spor“.
SIGRÚN Eva, Halla Birgisdóttir, Birgir Jónann Birgisson og
Berglind Þorfinnsdóttir.
Morgublaðið/Jón Svavarsson
Á ÚTGÁFUTÓNLEIKUM Ellenar Kristjánsdóttur voru þau
Inga Birna Magnadóttir, Steinunn Jónsdóttir, Sigríður Árna-
dóttir, Sunna Björk Þórarinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson.
GUÐRÚN Valsdóttir, Þórgunna Þórarinsdóttir, Þórunn Þór-
arinsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir.
►MARGIR hafa velt því fyrir sér hvernig viðtökur
næsta James Bond-myndin, Gullna augað, muni hljóta,
nú þegar dagar kalda stríðsins eru liðnir. Myndin
virðist þó hafa hljómgrunn meðal fólks og hefur þeg-
ar vakið mikið umtal, þó að handritið að myndinni
sé ekki einu sinni fullskrifað. Ekki eru allir á sama
máli um valið á Pierce Brosnan í hlutverk Bonds, en
íslendingar þekkja hann kannski helst sem montið
kyntröll úr kvikmyndinni „Mrs. Doubtfire". Heyrst
hafa raddir um að hann sé of gamall fyrir hlutverk-
ið. Fleiri hafa orðið til að benda á að engin leið sé
að finna jafn reyndan leikara og þó tiltölulega óþekkt-
an eins og Brosnan, en hann lék svipað hlutverk í
þáttunum Remington Steele.
Gaith elskar Björk, segir að hún sé ekki mann-
leg, annaðhvort sé hún geimvera eða dúkka
sem Jim Henson (Prúðuleikararnir) hafi búið til.
► JIM Carrey sló alls óvænt í gegn
með leik sínum í kvikmyndinni Ace
Ventura. Hann segir þó að það
hafi tekið sig langan
tíma að ná athygli í
Hollywood. „Eg
hef verið viðloð-
andi Los Angeles
í tólf ár og á
þeim tíma spurði
fólk aftur og aft-
ur hvenær ég
ætlaði að sanna
mig. Þegar ég
var átján ára gam-
all tróð ég upp á sviði
í Toronto í Kanada og
þá var því spáð að ég yrði
jafn vinsæll og Johnny Carson og
Richard Pryor innan sex mánaða.
Fólk beið með öndina í hálsinum en
þegar ekkert gerðist sögðu allir að
ég hefði klúðrað mínu síðasta tæki-
færi.“ Þannig hefur ferillinn geng-
ið upp og niður hjá Carrey þar til
á síðasta ári. Hann segist vera
feginn því að hafa fengið svona
langan aðlögunartíma: „Fyrir
tíu árum hefði ég aldrei getað
staðið undir því álagi sem er
á mér núna.“
Jim
Carrey
búinn að ná
fótfestu í
Hollywood