Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 35 HEGGUR (PrunusPadus) EIN ÞEKKTASTA helgisögn heims, sögnin um aldingarð- inn Eden og hvernig stóð á því að mann- kynið hraktist þaðan, hefur löngum orðið mönnum uppspretta vangaveltna og heila- brota. Grasafræðingar hafa jafnvel brotið heilann um sannleiks- gildi þessarar sagnar. Þeir hafa einkum velt fyrir sér skilningstré góðs og ills og epli Evu. Var þetta raun- verulega epli - Malus - eða var þetta kannske Prunus? Vitað er, að ræktun ýmissa aldintijáa af Prunus-ætt- kvísiinni var útbreidd á sagnasvæði Biblíunnar. Um það vitnar meðal annars orðið kirsiber, en latneskt heiti þess, Prunus cerasus, er dreg- ið af heiti héraðsins Kerasus í Litlu-Asíu. Þar var stunduð mikil kirsibeijarækt þegar fyrir Krists- burð. Prunus-ættkvíslin, sem tilheyrir rósa-ættinni, hýsir um 400 tegund- ir, sem eru ræktaðar ýmist vegna aldina, blómfegurðar eða sérkenni- legs barkar, eins og þeir sáu, sem tóku þátt í Frakklandsferð GÍ síðastiiðið sumar. Ættkvíslinni er oft skipt í deildir, sem stundum eru kenndar við þekktustu einstaklinga hverrar tegundar, svo sem möndlu- eða ferskjudeild, aprikósu-, kirsi- beija-, plómu- og heggdeild. Þessi upp- talning sýnir hversu margar góðar ávaxta- tegundir eru af Prun- us-ættkvíslinni, en blómfegurð hennar er iíka rómuð. í Asíu og þó einkum Japan hef- ur kirsibeijatréð - sa- hura - skipað háan sess í skáldskap, trú- arbrögðum og menn- ingu almennt. Ástríðufull tilbeiðsla kirsibeijablómsins endurspeglast í jap- anskri list. Ræktun hins japanska skraut- kirsibers barst til Evr- ópu um 1830. Á íslandi hefur einn meðlimur Prunus-ættkvíslarinnar reynst vel. Heggur - Prunus padus - hefur verið ræktaður hér síðan um alda- mót. Náttúrulegt vaxtarsvæði heggs er Norður- og Austur-Asía og Evrópa, en heggur vex t.d. villt- ur um allan Noreg alveg upp í um 1.250 m hæð. Villtur heggur vex í rökum og næringarríkum jarðvegi en hann þrífst vel í venjulegri garð- mold. í heimahögum nær heggur 15-20 m hæð en hér á landi verð- ur hann 6-8 m. Hann er bæði greina- og blaðauðugur. Blöðin eru nokkuð stór, egg- eða öfugegg- laga, ydd, fjaðurstrengjótt, fín- hrukkótt og sagtennt. Börkurinn er dökkbrúnn og hefur frekar óþægilegan þef. Blómin eru hvít BLOM VIKUNNAR 293. þáttur HEGGUR í blóma. og ilma sætlega, nánast með möndlulykt. Þau sitja mörg saman í drúpandi klasa. Blómhlífin er 5- deild, margir fræflar en ein fræva. Aldinið er svart steinaldin. Hegg- ber eru bæði notuð í saft og líkjör á Norðurlöndum. Heggurinn mynd- ar mikið af rótarskotum, sem þarf að fjarlægja, eigi að rækta hann sem stakt tré. Sjálf hef ég góða reynslu af fjölgun hans með rótar- skotum en eins má fjölga hegg með sáningu. Heggurinn er mjög skuggþolinn en blómgast því betur þeim mun meiri birtu sem hann nýtur. Falleg- asti heggur sem ég hef séð stóð við norðvesturhorn Tjarnarinnar í Reykjavík. Hann var sjálfsagt frá því um aldamót, 8-10 m hár og um mánaðamótin júní-júlí ár hvert stóð hann í blóma, draumfagur í sínu hvíta, ilmandi blómskrúði. Hann varð að víkja fyrir Ráðhúsi Reykjavíkur. Annar rómaður hegg- ur stóð við Laugaveg. Hann stóð oft í blóma 17. júní. Konu þekkti ég, sem tók árlega þátt í skrúð- göngunni niður Laugaveginn þenn- an dag og leit þá sérstaklega eftir blómgun heggsins. Sjálf hef ég átt hegg í liðlega 15 ár. Hann er gróð- ursettur í sv-hluta lóðarinnar í nán- ast metradjúpri blöndu af hrossa- skít og leirmold og hefur blómstrað vel síðustu 8 ár, þótt hann njóti aðeins síðdegissólar. Mér finnst heggurinn mjög harðger, þótt reyndar þurfi að fylgjast vel með honum og úða í maðksumrum. Síðari hluta vetrar er unnt áð kaupa afskornar greinar í blóma- verslunum af ýmsum vorblóm- strandi runnum. Þeirra á meðal er Prunus triloba - rósamandla, sem er alþakin fagurbleikum, fylltum blómum snemma vors. Á síðustu árum hefur bygging ýmiss konar garðskála orðið mjög vinsæl. Gróðrarstöðvar hafa komið til móts við eigendur slíkra skála t.d. með innflutningi fagurblóm- strandi tijáa af Prunus-ættkvísl- inni. Sjálf freistaðist ég til þess í fyrra að kaupa plómutré. í vor bar það eitt hvítt blóm. Nú dreymir mig um að feta í fótspor Evu, for- móður minnar, og freista karls míns með fallegu „epli“ í fyllingu tímans. < S.Hj. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Dregið í aðra umferð í Bikarkeppninni Dregið hefir verið í 2. umferð bikar- keppninnar og spila eftirtaldar sveitir saman: Georg Sverriss., Rvík. - Guðm. Ólafsson, Akranesi. Sparisj. Keflav., Suðum. - Karl G. Karlss., Sandg. Sigmundur Stefánsson, Rvík - Jósep smiður, Rvík. Anna ívarsdóttir, Reykjavík. - Glitnir, Reykjavík. Guðjón Stefánss. Borgam. - Magnús Magnúss. Ak. Bjöm Theódórsson, Rvík. - Landsbréf, Rvík. FBM, Reykjavík - Ólafur Steinason, Selfossi. SPK, Rvík - S. Árm. Magnússon, Reykjavík. VÍB, Reykjavík - Sparisjóður Siglufj., Siglufirði. Dan Hansson, Rvík. - Tryggingamiðstöðin, Rvik. Halldór Sverriss. Rvík. - Birgir Ö. Steingrímss. Rvík. Hjólbarðahöllin, Reykjavík - Roche, Reykjavík. Ragnar T. Jónasson, ísafirði - BSH, Húsavík. Gunnarstindur, Stöðvarf. - Kjöt og fiskur, Hafnarf. Esther Jakobsd Rvik - Eðvarð Hallgrímss, Bessasthr. Halldór Svanbergss., Rvík. - Agnar Arason, Rvík. Sumarbrids í Reykjavík Ágætt þátttaka var um síðustu helgi í sumarbrids. Á föstudeginum mættu 20 pör til leik. Úrslit urðu: N/S: EggertBergsson-GuðlaugurNielsen 260 Rúnar Einarsson-Haraldur Gunnlaugsson 245 Ragnheiður Tómasdóttir-Hanna Friðriksdóttir 241 A/V: Baldur Bjartmarsson-Guðmundur Þórðarson 268 ErlendurJónsson-ÞórðurBjömsson 223 Hjálmar S. Pálsson-Kjartan Jóhannsson 222 Á sunnudag var spilað kl. 14 (einn riðill). Úrslit urðu: Una Árnadóttir-Kristján Jónasson 131 Guðrún Óskarsdóttir-Agnar Örn Arason 120 BjörnÁmason-GuðjónBragason 117 Um kvöldið kl. 19 var einnig einn riðill. Úrslit urðu: Óli Björn Gunnarsson-V aldimar Elíasson 263 Guðlaugur Sveinsson-Lárus Hermannsson Páll Þ. Bergþórsson-Þórður Sigfússon 236 Björn Þorláksson-Andrés Ásgeirsson 235 Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 234 Þessa viku verður fylgst grannt með gangi mála í Finnlandi,þar sem landsliðin í Opnum- og kvennaflokki heyja baráttuna á NM. Stöðulisti hangir uppi og nýjustu fréttir munu berast fyrir kl. 19 hvert kvöld. Sumarbrids er spilað allað daga vik- unnar (nema laugardaga) og hefst spilamennska kl. 19. Á fimmtudögum er einnig spilamennska kl. 14. Alls er því boðið upp á spilamennsku 8 sinnum í viku. Allt áhugafólk um keppnisspila- mennsku er velkomið í Sigtún 9 (hús Bridssambandsins) til þátttöku í sum- arbrids 1994. Fyrsta silfurstigamótið Laugardaginn 25. júní var haldið fyrsta silfurstigamót sumarsins í Sig- túni 9. Þessi mót eru öllum opin, spil- uð eru 42-44 spil og helmingur keppn- isgjalda, sem er 1.500 kr. á_ par, fer í peningaverðlaun á mótinu. Á laugar- daginn spiluðu 19 pör og sigurvegar- ar, einu stigi á undan öðru sætinu, urðu Óli Björn Gunnarsson og Eyjólfur Magnússon, með 293 og fengu í verð- laun 17.200 kr. í næstu sætum voru: 2. Ragnheiður Nielsen - Hjördís Siguijónsd. 292 3. Björn Theódórsson - Sigurður B. Þorsteins. 284 4. AronÞorfinnsson-Guðm.Pétursson 281 Næsta mót verður haldið laugar- daginn 9. júlí og byrjar kl. 12. Skrán- ing og nánari upplýsingar eru á skrif- stofu BSí fyrir hádegi í síma 91- 619360 Bikarkeppni BSI Síðasti spiladagur fyrstu umferðar Bikarkeppni BSÍ var sunnudaginn 26. júní. Áður óbirt úrslit eru eftirfarandi: Sv. Roche, Reykjavík, vann sveit Halldórs Aspar, Sandgerði, með 127 Imp gegn 63 Imp. Sv. Karls G. ' Karlssonar, Sand- gerði, vann sv. Þrastar Ingimarsson- ar, Kópavogi, með 89 Imp gegn 60 Imp. Sv. Ólafs Steinasonar, Selfossi, vann sv. Brynjars Olgeirssonar, Tálknafirði, með 120 Imp gegn 67 Imp. Sv. Estherar Jakobsdóttur, Reykja- vík, vann sv. L.A. Café, Reykjavík, með 93 Imp gegn 33 Imp. Sv. Sigmundar Stefánssonar, Reykjavík, vann sv. Gunnars P. Hall- dórssonar, Höfn, með 152 Imp gegn 52 Imp. Sv. Sparisjóðs Siglufjarðar, Siglu- firði, vann sv. Haraldar Sverrissonar, Reykjavík, með 176 Imp gegn 58 Imp. Sv. Georgs Sverrissonar, Reykjavík, vann sv. Þórólfs Jónassonar, Húsavík, með 144 Imp gegn 78 Imp. Dregið verður í aðra umferð mánu- daginn 27. júní. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Spilaður var tvímenningur fimmtu- daginn 23. júní sl. Efstu pör: Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 260 Ingibjörg Stefánsdóttir - Fróði B. Pálsson 249 Inga Jónsdóttir - Stefán Halldórsson 233 Guðmundur Samúelss. - VilhjálmurGuðm.sson231 Meðalskor 210 Sunnudaginn 26. júní mættu 11 pör. Sigurleifur Guðjónsson - Þorsteinn Erlingsson 17 7 EggertKristinsson - Viggó Nordquist 176 Gunnþórunn Erlingsd. - Þórleifur Þórarinsson 172 KarlÁdólfsson-EggertEinarsson 171 Meðalskor 165 Nýtt Þmgvallakort í TILEFNI af lýðveldisafmælinu hafa Landmælingar íslands gefið út nýtt sérkort af Þingvöllum. Kortið, sem er prentað beggja vegna á örkina, sýnir annars veg- ar meginhluta þjóðgarðsins í mæli- kvarðanum 1:25.000. Þar hafa sérstaklega verið merktar inn gönguleiðir og reiðvegir, auk ann- arra gagnlegra upplýsinga fyrir þá sem njóta vilja sem best fagurr- ar náttúru Þingvalla. Hins vegar er loftmynd af svæð- inu ásamt helstu örnefnum og texta um Þingvelli eftir Björn Th. Björnsson. Kortið er prentað í átta litum með hæðarskyggingu. Doktor 1 fornleifafræði BJARNI F. Einarsson varði doktorsritgerð í fornleifafræði við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð þann 28. maí sl. Andmælandi var dr. Diethlev Dall-Mahler frá Kaupmannahöfn. Bjarni varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976 og hóf nám í fornleifafræði við Gautaborgarhá- skóla árið 1978, þar sem hann lauk fil.kand.-prófi árið 1982. Sama ár hóf hann doktorsnám við fyrr- nefndan skóla. Með grunnnáminu starfaði Bjarni í íhlaupum á ýmsum söfnum í Gauta- borg, bæði sem safnvörður og leið- sögumaður. Árin 1985-87 starfaði Bjarni sem forstöðumaður Minjasafnsins á Ak- ureyri. Frá 1990-1992 var hann stundakennari við Gautaborgarhá- skóla og kenndi þar norræna forn- leifafræði og uppgraftartækni sam- hliða námi. Frá 1990-93 var hann á rannsóknarstyrk frá Gautaborgar- háskóla. Frá 1987 hefur Bjarni tekið þátt í fjölda fornleifarannsókna í lengri eða skemmri tíma í Noregi, Svíþjóð og á íslandi. Voru viðfangs- efnin frá öllum tímaskeiðum norr- ænnar búsetu. Árið 1987 hóf Bjarni fornleifarannsóknir á Granastöðum í Eyjafirði og var þeim rannsóknum framhaldið öll sumur til ársins 1991. Eru þær hluti af doktorsritgerð Bjarna sem ber nafnið: The Settle- ment oflceland, a Crítical Approach. Granastaðir and the Ecological He- ritage. Ritgerðin er gefln út af Gautaborgarháskóla. Hún skiptist í fimm hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um vistfræðilegar kenningar og beitingu þeirra í menningarsögulegum rann- sóknum. Hlutanum lýkur á saman- burði á tveimur svæðum á íslandi og þremur svæðum í Noregi. Annar hlutinn fjallar um íslensk kuml, m.a. dreifingu þeirra, fundartíðni, inni- hald, form og samband þeirra við landnámu. Eldri kenningum um þessa hluti er hafnað og nýrra skýr- inga leitað. Þriðji hlutinn íjallar um rannsóknirnar á Granastöðum. Fjórði hlutinn Ijallar um eldri fornbæjar- rannsóknir hér á landi og þær endur- metnar með tilliti til byggingarefna og gerð- ar. Jafnframt er rætt um norskar rannsóknir sem tengjast þeim ís- lensku og er lokaniður- staða sú að eldri kenn- ingar standist ekki. Hlutanum lýkur á rann- sókn á dreifingu gripa á Granastöðum í þeim tilgangi að varpa ijósi á hið félagslega rými þar. í fimmta hluta eru fylgirit með niðurstöð- um ýmissa greininga og listi yfir fundna gripi. Bjarni er sonur Magneu Huldu Wilhelmsen húsmóð- ur og Kenneth D. Faust verkfræð- ings. Fósturfaðir hans er Alf Wil- helmsen múrari. Systkini á hann tvö, Halldór Einarsson múrari og Ólöf Jónsdóttir húsmóðir. Sambýliskona Bjarna er Elín Elísabet Halldórsdótt- ir sálfræðingur og eru börn þeirra Dagur, 14 ára, og íris Lind, 3 ára. Bjarni F. Einarsson starfar sem forn- leifafræðingur á Árbæjarsafni. ---------» » ♦------ Námskeið í jóga og hugleiðslu SÆN SK-B ANDARÍ SKU hjónin Russel og Gunilla Bradshaw verða 30. júní til 2. júlí með námskeið í jóga og hugleiðslu. Námskeiðið verð- ur haldið í Sri Chinmoy setrinu, Hverfisgötu 76, 2. hæð. Námskeiðið á fimmtudag sendur yfir frá kl. 20-22, föstudag kl. 20-22 og laugardag kl. 15-17 og 20-22. Námskeiðið fer fram á ensku en verður þýtt sé þess óskað. Vel- komið er að sækja hluta námskeiðs- ins eða það í heild. Á námskeiðinu munu þau m.a. fjalla um það hvernig jóga og hug- leiðsla samrýmast guðfræði og sál- fræði auk þess sem farið verður í einbeitingar- og hugleiðsluæfingar. Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfír. Dr. Bjarni F. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.