Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994__________________________ AÐSENDAR GREINAR Fiskveiðiréttindi á Svalbarðasvæðinu ÞESSAR LÍNUR eru skrifaðar í fram- haldi af fregnum síð- ustu daga um þau átök sem átt hafa sér stað milli íslenskra togara og norskra varðskipa á fiskvemdarsvæðinu við Svalbarða. Þau átök voru alvarlegs eðlis eins og alþjóð veit og sjópróf munu leiða í ljós allar staðreyndir málsins. Það sem hér fer á eftir er ekki ítar- leg lögfræðileg grein- argerð um réttarstöð- una í deilunni, sem þó er full ástæða til að taka sem fyrst saman. Fjallað er hér hinsvegar um nokkra mikil- væga þætti málsins í ljósi þess sem gerst hefur á miðunum. Þar ber vitanlega hæst spuming- una um það hvaða rétt íslensk skip hafa til veiða á þessu svæði. Strax skal tekið fram að hér er við örðugra mál að fást en á síð- asta ári þegar íslendingar hófu veiðar í Smugunni. Þá rak Norð- menn í rogastans og töldu að þar færu íslendingar með ólögum á hendur sér. Þeim var bent á að Smugan væri óumdeilanlega úthaf og á engan hátt undir norskri lög- sögu. Af reglum alþjóðaréttar og samkvæmt Hafréttarsáttmálanum hefðu öll ríki fijálsan rétt til veiða á úthafinu ef þau gættu þess að stunda þar ekki rányrkju. Sú rök- semd virðist að mestu hafa komist til skila og Norðmenn hafa nú látið af stóryrtum yfirlýsingum um ólög- legar veiðar íslenskra skipa í Smug- unni. En hvað þá með Svalbarðasvæð- ið? Það svæði er mörgum sinnum stærra en Smugan og þar eru miklu gjöfulli fiskimið. Hængurinn er hins vegar sá að þar er réttarstaða þjóða til veiða ekki jafn ljós og í Smug- unni. Það er ástæðan til þess að íslensk stjómvöld vöruðu i fyrra íslensk skip við því að sækja á mið- in þar og þá aigjörlega á eigin ábyrgð. Nú em veiðar íslenskra Gunnar G. Schram iiinr Alinnréttingar : -J ffcf Hönnum og smíðum eftir þínum hugmyndum t.d. skápa, afgreiðsluborð, skilti, auglýsingastanda, sýningarklefa o.mfl. • m i • Faxafeni 12. Sími 38 000 skipa þar þó hafnar og því er nauðsynlegt að skýra í nokkram orð- um hver er réttur þeirra þar. Sjálftaka Norðmanna og mótmæli Meginatriði málsins era þessi. Árið 1920 gerðu 40 þjóðir með sér samning um Sval- barða sem þá tilheyrði engu ríki. Kjarni hans var sá að á Svalbarða skyldu þau öll hafa jafnan rétt til þess að veiða á landi, vinna auðlindir í jörðu og stunda fiskveið- ar í landhelginni sem þá var 4 míl- ur. Einhveiju ríki varð að fela um- sjón með framkvæmd samningsins, ríkisyfirráð, og Noregur varð fyrir valinu sem nálægasta ríkið á svæð- inu. Síðan gerist það 1977 að Noreg- ur lýsir einhliða yfir 200 sjómílna fiskivemdarlögsögu umhverfis Svalbarða — án þess að bera það undir hin samningsríkin. Með því tóku Norðmenn sér tvenns konar vald: Að setja fískverndarreglur á svæðinu og rétt til að úthluta veiði- kvóta þar til annarra ríkja. Þessari gjörð var harðlega mótmælt af sum- um samningsríkjanna svo sem Bret- landi, Sovétríkjunum og EB og önn- ur rííri héldu áfram veiðum á Sval- barðasvæðinu í fullu trássi við regl- umar, svo sem Spánn, Grænland og Færeyjar. Útilokun samningsríkja á Svalbarðasvæðinu óheimil Kjarnaspurningin er því þessi. Var Norðmönnum heimilt 1977 að leggja einhliða undir sig þessi víð- áttumiklu hafsvæði umhverfis Sval- barða í ljósi þess að öll samningsrík- in 40 verða að teljast eiga þar jafn- an rétt til veiða? Sá réttur náði árið 1920 að vísu aðeins til land- helginnar en sú lögjöfnun liggur beint við að þegar þjóðarétturinn heimilaði ríkjum að færa fiskveiði- landhelgina út í 200 sjómílur hefði sá réttur átt að gilda fyrir öll samn- ingsríkin á Svalbarðasvæðinu en ekki aðeins Noreg einan. Þá lögskýringu má styðja sterk- um rökum og á henni hlýtur krafa íslenskra skipa til veiðiheimilda á svæðinu að byggjast, þar sem ís- land er nú aðili að Svalbarðasamn- ingnum. Það er ekki aðeins að við og mörg önnur ríki vefengi þessa sjálftöku Norðmanna á miðunum við Svalbarða. í merku fræðiriti sem út kom 1992 eftir norskan fræði- Viðgerðir á öllum tegundum af töskum. Fljót og góð þjónusta. TÖSKU- VIÐGERÐIN VINNUSTOFA SlBS Ármúla 34, bakhús Sími 814303 Atvinnurekendur og skólastjórar ath Fataskáparnir, töskuskáparnir og nemenda- skáparnir fást hjá okkur. íslenskt handverk - einstök gæði FoymtKnsía í 60 ór flEOFNASMHMAN Hóteigsvegi 7 sími 21220. í merku fræðiriti Geir Ulfstein og Robin Churchill er niðurstaðan sú, að Svalbarðasamn- ingurinn hljóti að gilda á 200 sjómílna svæðinu, segir Gunnar G. Schram, og telur óheimilt að mismuna samningsþjóðunum. mann Geir Ulfstein og breska haf- réttarfræðinginn Robin Churchill komast þeir að þeirri niðurstöðu að útilokað sé annað en Svalbarða- samningurinn hljóti að gilda á öllu 200 sjómílna svæðinu, bæði fyrir hafið og landgrunnið. Af því mundi leiða að ekki væri heimilt við stjórn- un fiskveiða á svæðinu og setningu fiskiverndarreglna að mismuna samningsþjóðunum þar að neinu leyti, þótt Norðmenn sem umsjónar- ríki setji formlega reglurnar. Þeir ganga hinsvegar ekki svo langt að segja að allar samnings- þjóðirnar eigi þar einnig svipaðan rétt til fiskveiða. En ályktun um fiskveiðirétt sýnist óhjákvæmileg afleiðing þessarar röksemdar- færslu. Þá myndi ekki reynast unnt að útiloka íslendinga frá svæðinu, þótt vart væri hægt að gera þá kröfu að allar þjóðir ættu að fá jafnstóran kvóta. Eðlilegt væri að við þá úthlutun væri m.a. tekið til- lit til fiskveiðaþarfa ríkjanna, ná- lægðar þeirra við miðin og afla- reynslu í fortíðinni. Á grundvelli þess myndu íslend- ingar eiga kröfu til nokkurs afla- hlutar. Slík niðurstaða myndi með öðrum orðum þýða að íslendingar yrðu ekki lengur eina þjóðin við Norður- Atlantshaf sem engan veiðirétt hef- ur í Barentshafi og á Svalbarða- svæðinu. í ljósi þess að þar hefur þorskkvótinn verið ákveðinn hvorki meira né minna en 700.000 tonn á þessu ári sést einnig hve ósann- gjörn og fráleit þessi útilokunar- stefna Norðmanna gagnvart íslend- ingum er í raun. Samningar viturlegasta leiðin Eftir að norsk-íslenski síldar- stofninn hóf aftur í sumar göngur sínar um úthafið hingað til lands þurfa Norðmenn að semja við ís- lensk stjórnvöld um stjórnun hans á úthafssvæðinu. í öðru lagi hafa Norðmenn átölulaust veitt tugi þús- unda tonna úthafskarfa á Reykja- nesbrygg rétt utan íslensku 200 sjómílna markanna síðustu ár. Strandríkinu (íslandi) verður senn heimilt samkvæmt alþjóðareglum að hafa forystu um að setja kvóta á þær veiðar og þá þurfa Norðmenn að biðja um gott veður. Loks má minna á að ýmsir íslenskir fiski- fræðingar telja að Norðmenn of- veiði rækjustofninn á Dhombanka sem þeir leigja af EB og kemur úr grænlenskri lögsögu. Er hér að nokkru um sameiginlegan stofn ís- lands og Grænlands að ræða. Um þær veiðar þarf að semja. Samningar milli íslendinga og Norðmanna um þessa margþættu fískveiðihagsmuni þjóðanna beggja era því eina viturlega leiðin. Ella bíður Alþjóðadómstólsins suður í Haag það verkefni að fá Svalbarða- deiluna í sínar hendur. Höfundur er prófessor í þjóöarétti ojr forseti lag-adeildar Háskóla lslands. GUÐRÚN S. Guðmundsdóttir, Halldís Gunnarsdóttir, Efemía Gísladóttir. Ekki vilji fyrir lengingn skólaársins FORELDRAR 6 og 12 ára grann- skólabarna vilja ekki lengja skólaár- ið með því að skerða sumarfrí bama sinna. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem þrír kennarar gerðu á vordögum. Kannað var við- horf foreldra 6 og 12 ára barna til skóladags og skólaárs. Tekið var 500 manna úrtak úr þjóðskrá víðs vegar af landinu og svörun var 63,4%. Verkefna- og námsstyrkja- sjóður Kennarasambands íslands veitti styrk til verkefnisins og fag- lega ráðgjöf veitti Rannsóknar- stofnun uppeldis- og menntamála. Áberandi er að mikill meirihluti, segja þær Guðrún S. Guðmunds- dóttir, Halldís Gunn- arsdóttir og Efemía Gísladóttir, vill enga breytingu á skólaárinu. Lengd skólaárs Foreldrar voru spurðir um hversu langt þeir vildu hafa skólaárið. Áberandi er að mikill meirihluti aðspurðra vill hafa skólann í níu mánuði, það er að segja enga breyt- ingu á skólaárinu. Um 74% að- spurðra eru þessarar skoðunar. 4,2% 1,15% 13,88% 4,42% B 9 mánuðir □ 9 'h mánuður aukna viðveru barna í skólum virt- ust foreldrar ánægðir með lengd skóladagsins. Þegar svör við spurn- ingunni um hvenær dagsins foreldr- ar vildu að barnið mætti í skólann voru skoðuð, kom í ljós að flestir foreldrar 12 ára bama, eða 91%, vildu að þau mættu milli kl. 8 og 9 og kæmu heim milli kl. 14 og 15. Foreldrar sex ára barna höfðu hins vegar skiptar skoðanir á því hvort barnið mætti milli kl. 8 og 9 eða milli kl. 12 og 13. Meirihluti foreldra sex ára barna taldi þó gott að barnið byijaði milli kl. 8 og 9 en 37% vildu að börnin mættu eftir hádegi. 60% foreldra vilja að sex ára börnin séu fyrir hádegi í skólanum og um 37% eftir hádegi. Tæpur helmingur vill að börnin séu búin í skólanum á bilinu frá kl. 12 til 14. Að- eins 25% foreldra vilja að börnin séu til kl. 17 í skólan- [g 10 mánuðir ^ 10*/2 mánuður [g Annað 13,9% vilja að skólinn verði tíu mánuðir og enn færri völdu aðra möguleika eins og sést á skífurit- inu. Foreldrar vora einnig spurðir að því hvort nýta mætti skólaárið betur miðað við að það væri áfram 9 mánuðir. Í ljós kom að aðeins 25% vildu láta kenna á starfsdögum kennara og skólafrídögum. Kom það á óvart hve fáir völdu þann möguleika að nýta skólaárið betur. Foreldrar vora spurðir um hvort þeim fyndist æskilegt að stytta sumarfríið í sex vikur og hafa að auki vetrarfri í eina til tvær vikur. Yfírgnæfandi meirihluti taldi óæskilegt að stytta sumarfríið og taka upp vetrarfrí, eða 75%. Lengd skóladags Þegar foreldrar voru spurðir um hvort þeir væru ánægðir með lengd skóladagsins kom í ljós að um 74% foreldra eru ánægð. í ljósi þess að háværar raddir hafa verið um um. Hvað ræður afstöðu til lengri skóladags og skólaárs? Foreldrar voru spurðir um hvað mestu máli skipti varð- andi lengd skóladagsins. Fram kom að vinna foreldra skipti ekki miklu máli, aðeins 15,7% töldu svo vera. Til athugunar Niðurstöður könnunarinnar gefa til kynna að foreldrar eru ánægðir með lengd skólaárs og skóladags. Mikil umfjöllun hefur verið í fjöl- miðlum í vetur um gæslu, vistun, heilsdagsskóia og einsetinn skóla og því hefði mátt gera ráð fyrir að stærri hópur foreldra gerði kröfur um lengingu skóladags og skólaárs. Mjög sterk vísbending kom fram í könnuninni um einsetinn skóla. Nið- urstöðurtölur eru á bilinu 70-80%. Af hverju vill stór hópur foreldra hafa langt sumarfrí og ekki lengri skóladag? Er ekki tímabært að spyija foreldra nánar um vilja þeirra í skólamálum? Höfundar eru grunnskólakennarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.