Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGU.R 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Listasjóður atvinnulífsins var stofnaður í gær Takmark- ið að efla nútíma- myndlist STOFNFUNDUR Listasjóðs at- vinnulífsins var haldinn á Kjarv- alsstöðum í gær. Takmark sjóðsins er að efla íslenskan markað fyrir nútimamyndlist. Það var Gunnar Dungal, forstjóri Pennans, sem átti hugmyndina að Listasjóðnum. Stofnfélagar sjóðsins, 44 að tölu, skuldbinda sig til að kaupa listaverk eftir núlifandi íslenska myndlistarmenn á tveggja ára fresti. Samkvæmt reglum sjóðsins tengist nafn hvers og eins sjóðsfé- laga ákveðnum kaupmánuði. Sjóðsfélagi kaupir síðan milliliða- laust af þeim listamanni sem val- inn er fyrir þann mánuð. Efling íslensks myndlistarmarkaðs Jóhann Óli Guðmundsson, sljórnarformaður Securitas hf., hélt ræðu á stofnfundinum og sagði m.a.: „Það fer vel á því að fyrirtæki og einstaklingar í at- vinnurekstri taki sig saman á 50 ára lýðveldisafmæli þjóðarinnar og stofni listasjóð sem mun hafa fjárhagslegt afl til að marka spor í íslenska listasögu ef vel tekst til.“ Hann benti siðan á að íslenskur Morgunblaðið/Kristinn NOKKRIR stofnfélagar Lista- sjóðs atvinnulifsins á fund- inum í gær, frá vinstri: Sig- urður Gísli Pálmason Hag- kaupum, Kolbeinn Kristins- son Myllunni, Árni Ól. Lárus- son Skeljungi og Einar Sveinsson Sjóvá/Almennum. Jóhann Óli Guðmundsson Scu- ritas er í ræðustól. myndlistarmarkaður væri ungur og vanþróaður. „Listasmekkur þjóðarinnar er svolítið bundinn við gömlu meistarana og finnst annað oft svolítið óekta. Þetta kemur verst niður á þeim listamönnum sem eru yngri og eru að bijóta sér leið áfram.“ Þetta væri ástand sem stofnfélagar Listasjóðs at- vinnulifsins vildu breyta. í ræðu Jóhanns Óla kom fram að undirbúningsnefnd sjóðsins hefði farið þess á leit við Gunnar Kvaran, forstöðumann Kjarvals- staða, að hann yrði fyrsti formað- ur Listaráðs sjóðsins og varð hann við þeirri ósk. í Listaráði sitja ásamt Gunnari Halldór Björn Run- óifsson kennari við Handíða- og myndlistarskólann, Auður Ólafs- dóttir kennari við Háskóla ís- lands, Hrafnhildur Schram for- stöðumaður Listasafns Einars Jónssonar og Ólafur Gíslason blaðamaður og listgagnrýnandi. 5.0001 af olíu í Húsaví kur höfn Hreinsun með nýjum mengunarvarn- arbúnaði gekk fljótt og vel ALLT að 5.000 lítrar af smur- og svartolíu var dælt upp úr höfninni á Húsavík nýlega, en olían fór í sjóinn þegar verið var að dæla sjó úr lest Mælifells, einu flutningaskipa Samskipa. Að sögn Stefáns Stefánssonar, hafnarvarðar í Húsavíkurhöfn, gekk vel að hreinsa upp olíuna og þakkar hann það mengunarvarnarbúnaði sem nýlega var keyptur hingað til lands. Búnaðurinn fyrir Húsavíkurhöfn er staðsett- ur á Akureyri og var hann fluttur Stefáni var gert viðvart um lekann rétt eftir klukkan þijú aðfaranótt mánudags. Skömmu síðar óskaði hann eftir að fá mengunarvarnarbúnaðinn sendan frá Akureyri og voru gámarnir tveir komnir til Húsavíkur um sex leytið. í millitíðinni ræsti Stefán út nokkra báta til þess að halda utan um olíubrákina með tóg. „Það bjargaði miklu," segir hann. Lítill skaði á fuglalífi Byijað var að dæla upp brák- inni um klukkan átta á mánu- dagsmorgun og var dælt til klukk- an 2.30. Þegar fjaraði út var olían sprautuð af bryggjunni og henni dælt upp. Búið var að hreinsa upp úr flotgirðingunni um kl. 19.00 um kvöldið. segir Stefán. Hann segir að fuglalíf hafi ekki borið mikinn skaða af atvikinu, einhyer brák sé eftir hér og þar í snarhasti til Húsavíkur. í höfninni og eflaust eigi æðar- ugngar eftir að lenda henni. Olían rann úr kjalsoginu Stefán segir að nánast engin ummerki séu eftir lekann í höfn- inni og sé það að þakka nýja meng- unarvarnarbúnaðinum. „Eg hefði ekki boðið í þetta ef hann hefði ekki verið til staðar,“ segir Stefán. Viðbrögðin á Akureyri hafi verið skjót og einnig hafi verðið verið hreinsunarmönnum hliðhollt. Olían rann úr kjalsogi Mæli- fells, sem er undir aðalvél skips- ins. Stefán segir að margir lokar séu á rásinni sem dælt er um. Eigi þeir að hindra að til dæmis olíu sé dælt af skipinu þegar vatni og sjó er dælt úr því, en Stefán segir að svo virðist sem plast- spenna hafi fest í lokanum þannig að hann virkaði ekki sem skyldi. ASÍ telur hækkun launavísitölu hafa keðjuverkandi áhrif Séu útreikningar ASÍ réttir hefur launavísi- tala hækkað meira en laun þorra launþega og skrúfað upp láns- kjaravísitölu, skuldir, vexti og ýmsan annan kostnað en í athugun Omars Friðrikssonar kemur fram að margir vöruðu við tengingu launa við lánskjör á sínum tíma. HAGSTOFA Íslands ætlar að birta greinargerð um samsetn- ingu og breytingar launavísi- tölunnar öðru hvoru megin við næstu helgi en talsmenn stofn- unarinnar fást ekki til að blanda sér í þær umræður og deilur sem staðið hafa yfir undanfarna daga milli forystumanna Alþýðusam- bands íslands og ríkisins um launaþróun undanfarin misseri áður en þær niðurstöður liggja fyrir. Kjarninn í málflutningi for- ystumanna ASÍ er sá að á síðast- Iiðnum 4 árum hafí launavísital- an hækkað um 16,7% eða 1,8% umfram laun á vinnumarkaðinum. At- huganir kjararann- sóknarnefndar leiði í ljós að launahækkanir á almenna vinnumark- aðinum hafi að meðal- tali verið um 14,5%. vísitölunnar umfram það sem almennir 2-3 milljarða hærri lán og greiðslubyrði um almenna Greinargerð Hagstofu birt á næstunni Hækkun það kjarasamningar gefi tilefni til hljóti að stafa af launa- skriði hjá opinberum starfs- mönnum og eða bankamönnum. Hagstofan reiknar og birtir launavísitöluna mánaðarlega og skv. lögum á hún að sýna svo sem unnt er breytingar heildar- launa allra launþega fyrir fastan vinnutíma og er þá átt við breyt- ingar greiddra launa fyrir dag- vinnu, eftirvinnu og næturvinnu að með- töldum starfs- eða launatengdum álögum _________ og kaupaukum. Er hún fundin út mánaðarlega með könnununum sem Hagstofan gerir meðal fyrirtækja, banka, ríkis og sveitarfélaga. Ekki liggja fyrir upplýsingar um bakgrunn vísitölunnar með sama hætti og um samsetningu byggingar- og framfærsluvísitölunnar. Launavísitalan hefur vegið þriðjung í breytingum á lán- skjaravísitölunni frá því í byijun árs 1989. Var sú tenging launa- þróunar við grunn lánskjaravísi- tölunnar mjög umdeild á þeim tíma. Forystumenn verkalýðshreyfingar- innar voru andvígir því að tengja laun láns- kjörum með þessum hætti. Haft var eftir Ásmundi Stefánssyni, þáverandi forseta ASÍ, í Morgunblaðinu að launavísitalan gæti komið mjög mismunandi út fyrir ólíka laun- þegahópa. Launafólk myndi horfa til þess með angist að launahækkun skrúfaði upp láns- Gæti orðið geðþótta- ákvörðun kjaravísitöluna og atvinnurek- endur myndu bregðast harka- lega við þegar þeir sæju fram á að launahækkun ylli jafnfram snöggri hækkun á fjármagns- kostnaði. Taldi hann allar við- miðanir ótraustar og lægju að- eins fyrir hvað varðaði takmark- aðan hluta vinnumarkaðarins og mögulegt væri „að launavísitala geti hreinlega orðið geðþótta- ákvörðun hagstofustjóra". Talsmenn Seðlabanka og við- skiptabanka vöruðu við breyting- unni og töldu að með henni væri farið inn á varasama braut. Hall- grímur Snorrason hagstofustjóri sagði í Morgunblaðinu á þessum tíma að það væri mjög erfitt að reikna út launavísitöluna og hana verði í reynd að áætla að talsverðu leyti. Því væri spurning hvort setja ætti hana inn í grunn lánskj aravísitölunnar. Ef launavísitalan hefur hækk- að um 1,8% umfram það sem kjarasamningar hafa kveðið á um, vegna launaskriðs hjá opin- berum starfsmönnum, eins og forysta ASÍ heldur fram, hefur sú hækkun leitt til 0,6% hækkun- ar lánskjaravísitölunnar. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur ASI, segir að auk þess sé láns- kjaravísitalan grundvöllur að ákvörðunum lánastofnana um nafnvexti. Allar verðtryggðar skuldir í lánakerfinu nemi nú rúmlega 400 milljörðum króna, þannig að 0,6% hækkun lán- skjaravísitölunnar hafí leitt til þess að skuldir og greiðslubyrði landsmanna hafi aukist um tals- --------- vert á þriðja milljarð króna. Auk þessa mið- ast margar gjaldskrár og bótagreiðslur úr _________ ríkissjóði við láns- kjaravísitöluna. Þá er launavísitalan sjálf notuð við út- reikning greiðslumarks fast- eignaveðlána og fylgir leiga íbúðar- og atvinnuhúsnæðis einnig breytingum meðallauna skv. þessari vísitölu. De Grasse Frönsk herskip til Reykjavíkur TVÖ frönsk herskip, freigátan De Grasse og eldsneytisskipið Durance koma til hafnar til Reykjavíkur í dag en hingað eru þau komin til að minnast orrustunnar um Atl- antshafið í síðari heimsstyijöldinni. Æðstu yfirmenn skipanna munu í dag meðal annars heimsækja Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og Hafstein Haf- steinsson, forstjóra Landhelgis- gæslunnar. Þá má geta þess að á morgun klukkan 19 munu lið úr áhöfn skip- anna og „öldungalið“ Vals leika knattspyrnuleik á Valsvellinum. Á laugardag og sunnudag verður almenningi boðið að skoða skipin milli klukkan 14 og 16.30 en þau verða við bryggju að Sundabakka 422 í Sundahöfn. Frönsku herskipin halda frá Reykjavík á mánudagsmorgun. ♦ ♦ ♦ Nýr forstöðu- maður Árnasafns STEFÁN Karlsson, mag. art., hefur verið skipaður forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á ís- landi. Skipunin er frá 1. júlí. Stefán verður forstöðumaður í stað Jónas- ar Kristjánssonar, sem lætur af störfum fyrir aldurs sakir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.