Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Alfons Toppur á jökulinn Ólafsvík - Snæfellsjökull nýtur mikilla vinsælda ferðamanna um þessar mundir. Samgöngur þangað eru orðnar góðar, og ekki tiltöku- mál að fara á toppinn og njóta stór- fenglegs útsýnis. Þessi ungu börn bjuggu til sinn eigin topp á jökul- inn og virðast ánægð með árangur- inn. Reynt að treysta rekstur Þor- geirs og Ellerts og Krossvíkur Akranesi - Nýkjörinn bæjarstjórn Akraness kom til fyrsta fundar þriðjudaginn 13. júni sl. og á þeim fundi kynntu fulltrúar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags mál- efnasamning nýs meirihluta. Á fundinum var Guðbjartur Hannesson, oddviti Alþýðubanda- lags, kjörinn forseti bæjarstjórnar til eins árs og Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs. Gísli Gíslason var endur- kjörinn bæjarstjóri til loka kjörtíma- bilsins. Flokkarnir hafa hvor um sig þijá bæjarfulltrúa. Helstu málefni sem hinn nýi meirihluti mun vinna að eru í atvinnu- og orkumálum, en þessir málaflokkar voru mest í umræðunni í kosningabaráttunni. í atvinnumálum er lögð áhersla á að allt verði gert til að halda starfsemi Þorgeirs _& Ellerts hf. gangandi í bænum. í þeim tilgangi verður skip- uð nefnd flokkanna sem vinni með bæjarfulltrúum um lausn málsins. í málefnum Krossvíkur hf. er sömu- leiðis lögð áhersla á áframhaldandi rekstur útgerðar og fiskvinnslu og skipaður starfshópur til að vinna að því verkefni ásamt bæjarfulltrú- um. í báðum þessum fyrirtækjum er síðan reiknað með að hlutur Akranesbæjar verði seldur þegar atvinna og fjárhagur þeirra verði tryggður. Í orkumálum er lögð áhersla á lækkun orkuverðs og skip- aður starfshópur til að leita leiða til að slíkt geti orðið. Af öðrum málaflokkum má nefna, að stefnt er að endurskoðun bæjarmálasamþykktar. Nefndum verður fækkað og færð saman verk- efni með það að markmiði að gera alla stjórnun markvissari. í skóla- málum verður unnið að stefnumót- un í málefnum grunnskóla og byggður verði leikskóli í eldri bæn- um á kjörtímabilinu. Lokið verði e-hluta Grundaskóla og unnið að lokafrágangi skólalóða. Þá verður hafínn undirbúningur við að gera grunnskóla einsetna. Fyrsta gestastofan á friðlýstu landsvæði Gestastofa Si g- ríðar í Brattholti opnuð við Gullfoss Laugarvatni - Ný gestastofa kennd við Sigríði Tómasdóttur í Brattholti var opnuð með formleg- um hætti ofan við Gullfoss 19. júní sl. í gestastofnunni er sett upp sýning „Náttúrutúlkun" sem skýrir á skemmtilegan og fallegan hátt hina stórbrotnu náttúru í kringum Gullfoss og þau umbrot sem áttu sér stað við mótun hennar. Gestastofan er kennd við bar- áttukonuna Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríður barðist í fjölda ára fyrir því að íslendingar eignuð- ust aftur fossinn eftir að hann komst í hendur erlendra aðila sem vildu virkja hann í þágu iðnaðar- uppbyggingar. f umsjón Landverndar Gestastofan sem er sú fyrsta sinnar tegundar á friðlýstu land- svæði á íslandi er teiknuð af Tryggva Tryggvasyni arkitekt en uppsetningu og hönnun vegg- spjalda var í höndum auglýsinga- stofunnar A-plús, en Ebba Salvör Diðriksdóttir og Árni Tryggvason sáu um þá vinnu. Umsjón með verkinu af hálfu Landverndar hafði Sigrún Helgadóttir líffræðingur. Sigrún er einnig höfundur náttúru- túlkunarinanr sem þama er sett upp. Markmiðið með náttúratúlkun sagði Sigríður vera að auka virð- ingu fólks fyrir umhverfi sínu. Hún á að tengja fólk umhverfinu, koma til fólksins og vera grípandi og umfram allt höfða til tilfinninga þess. Hvergi getið í skólabókum Umhverfisráðherra, Ossur Skarphéðinsson, opnaði gestastof- una með formlegum hætti og minntist hinnar ötulu baráttukonu Sigríðar í Brattholti sem þrátt fyr- ir sitt stórvirki við að ná Gullfossi úr höndum útlendinga, væri hvergi getið í skólabókum Islandssögunn- ar, frekar en annarrar þögullar baráttu íslenskra kvenna gegnum aldirnar. Gullfoss ásamt landsvæði um- hverfis fossinn hefur verið friðlýst- ur síðan árið 1979, landið næst fossinum er gefið íslenska ríkinu 1974 og 1976. Árið 1945 var foss- inn sjálfur seldur ríkinu. Morgunblaðið/AH Við vígslu útsýnisskífunnar á Gammabrekku komu saman þrjár prestsdætur ásamt núverandi og fyrrverandi sóknarpresti. F.v. sr. Stefán Lárusson sóknarprestur í Odda 1964-1991, Guð- rún Svava Stefánsdóttir, Jakobína Erlendsdóttir Þórðarsonar er þjónaði í Odda 1918-1946, Tinna Sigurðardóttir og sr. Sigurður Jónsson núverandi sóknarprestur. Utsýnisskífa reist á Gammabrekku Hellu - í tengslum við hátíða- höld Rangárvallahrepps 18. júní sl. vegna 50 ára afmælis Lýðveldisins íslands var vígð útsýnisskífa á Gammabrekku hjá Odda á Rangárvöllum. Gammabrekka, sem er 41 metra hár hóll, er kunn af kvæði séra Matthíasar Joc- humssonar, „Á Gamma- brekku“, en séra Matthías var sóknarprestur í Odda 1880- 1886. Útsýnisskífan er reist að til- hlutan Oddafélagsins en Rangárvallahreppur og hér- aðsnefnd Rangæinga stóðu straum af kostnaði við gerð hennar og uppsetningu að mestu leyti. Skífuna hannaði Jakob Hálfdánarson tækni- fræðingur, en þess er vænst að skífan verði gestum Odda- staðar til fróðieiks og ánægju og mun auka hróður hins forna frægðarseturs í framtíðinni. Að lokinni stuttri athöfn og nokkrum ávörpum sem flutt voru við þetta tækifæri var hátíðarmessa í Oddakirkju. Morgunblaðið/Jóhannes Næstu jarðgöng í Reyðarfirði? Morgunblaðið/Björn Blöndal NÝJA hreyflinum komið fyrir í rússnesku vélinni í flugskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli. í viðgerð eftir fjög- urra mánaða bið Reyðarfirði - Framtakssamir aðilar hafa reist jarðgangna- munna í Reyðarfirði sem á stendur „Næstu göng“. Munninn var verkefni nemenda í 8. bekk grunnskóla Reyðarfjarðar í svo- kallaðri Umhverfisviku sem var í lok síðasta skólaárs. Nemendur völdu sér það verkefni að kanna áhrif jarð- gangna á umhverfið og smíðuðu jarðgangnamunna í fullri stærð. Þeir nutu til þess aðstoðar kenn- ara sem síðastliðið haust kom frá Noregi þar sem hann kynnti sér jarðgangnagerð að sögn skólastjóra grunnskólans Nemendur komust að þeirri niðurstöðu að jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar væru styst, hagkvæmust og auðveidust í framkvæmd, vegna fárra jarðlaga, af þeim valkostum sem fyrir lægju um jarðgöng á Austurlandi. A Ihuga að fá stærri Baldur Stykkishólmi - Ferjan Baldur hér á Breiðafirði hefur haft mikil umsvif það sem af er árinu og kannski ekki síður að vetrinum. Þótt flesta daga sumars séu tvær ferðir dag virðist alltaf vera not fyrir fleiri. Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Baldurs, sagði við fréttaritara að jafnvel svo væri komið málum að byijað væri að íhuga hvort ekki þurfti fyrr en seinna að endurnýja skipið, þ.e. fá stærra skip sem tæki fleiri bifreið- ar. Þessi feija tekur um 20 og er það oft ekki nóg og sumir verða þá að bíða flutnings. Eftir því sem árin líða eykst ferðamannastraumur hér um Breiðafjörð og fólk sem á leið til Vestfjarða notar sér í ríkum mæli að stytta sér leið með því að fara með Baldri. Keflavík - Viðgerð stendur nú yfir í flugskýli Flugleiða á rússnesku Boeing 727-100 ’ flugvélinni sem varð að nauðlenda á Keflavíkurflug- velli eftir flugtak í febrúar í vetur. Engir farþegar voru um borð í vél- inni, sem er innréttuð að hætti auðkýfinga. Hún var á leið frá Bandaríkjunum til Tartarstan með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Áhöfnin afþakkaði að vélin yrði afísuð áður en hún hóf sig til flugs að nýju með þeim afleiðingum að ísing sogaðist inn í hreyfla vélarinn- ar við flugtak og mátti litlu muna að illa færi. Skipta þarf um einn hreyfil af þrem og gera verulegar lagfæringar á hinum tveimur. Að sögn Valdimars Sæmundssonar, deildarstjóra sölu- og skipulags- deildar tæknisviðs Flugleiða, er áætlað að verkið taki um vikutíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.