Morgunblaðið - 29.06.1994, Side 41

Morgunblaðið - 29.06.1994, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ1994 41 IDAG Arnað heilla O A ÁRA afmæli. Átt- O U ræður er í dag, Jón Björnsson, fv. frystihús- stjóri á Kirkjubæjar- klaustri. Eiginkona hans var Ingibjörg J. Ásgeirs- dóttir, en hún lést árið 1983. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu, Kirkjubæjarklaustri, laugardaginn 2. júlf, eftir kl. 17. n A ÁRA afmæli. Sjö- f V/ tug er í dag, 29. júní, Hulda G. Filippus- dóttir. Eiginmaður hennar er Árni Kjartansson. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu, Hlaðbæ 18, eftir kl. 17. rj A ÁRA afmæli. I dag f U er sjötug Þóra Guð- rún Þorbjörnsdóttir, Hringbraut 76. Eignmaður hennar var Gunnar V. Jó- elsson sem lést árið 1990. Ljósmynd/GIsli Tryggvason BRUÐKAUP. Laugardag- inn 4. júní sl. voru gefin saman í hjónaband Anne Marie Rosgaard, hjúkr- unarfræðingur frá Lokken á Jótlandi, og Eggert Tryggvason rekstrarverk- fræðingur frá Akureyri. Vígslan fór fram í Furreby kirke á vesturströnd Jót- lands og var prestur séra Jette Margrete Holm. Heimili ungu hjónanna verður í Hjelmarstald 35 í Álaborg. SKAK Ilmsjón Margcir P é t u r s s o n I FRÖNSKU deildakeppn- inni í vor kom þessi staða upp í viðureign rússneska stórmeistarans Vladímirs Epísin (2.675), Belfort, og úkraínska alþjóðameistar- ans A. Rotstein (2.480), sem hafði svart og átti leik. Ljósm. Sigr. Bachmann BRÚÐKAUP. Hinn 14. maí 1994 voru gefin saman í hjónaband í Bústaðakirkju af séra Pálma Matthías- syni, Sigrún Guðmunds- dóttir og Vilhjálmur Þor- láksson. Heimili þeirra er á Langholtsveigi 194, Reykjavík. 29. - Hxe2!, 30. Hxe2 - Rf3+, 31. Kg2 (Ljótur leikur, en 32. Kfl - Ba6 var engu betra) 31. - Hxe2, 32. d5 - Hd2, 33. Hcl - Rd4, 34. Rf6 - Ke7 og með manni undir gafst Epísin fljótlega upp. Hann er helsti aðstoðar- maður Anatólí Karpovs, FIDE-heimsmeistara og tefla þeir báðir fyrir Belf- ort. Evrópumeistarar Lyon- Oyonnaix sigruðu enn einu sinni með yfirburðum í frönsku 1. deildinni. Með morgunkaffinu Áster, ll-Z Að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Ég gleymdi einu ... HOGNIIIREKKVISI STJÖRNUSPA c11ir Franccs I)rakc Ljósm. Sigr. Bachmann BRÚÐKAUP. Hinn 7. maí 1994 voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni af séra Olafi Skúlasyni, Sigrún Tryggvadóttir og Ólafur Briem. Heimili þeirra er í Hlíðarhjalla 74, Kópavogi. ccHANKl l/ANW „ SÁIVANÖASTIM J" KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert stórhuga og leysir vel þau verkefni sem þér er trúað fyrir. Hrútur (21.mars- 19. apríl) Gamalt vandamál þarfnast lausnar í dag. Þú vinnur vel á bak við tjöldin. Varastu óþarfa gagnrýni í garð ætt- ingja í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér berast óvæntar fréttir frá fjarstöddum vini. Þú þarft að einbeita þér í vinnunni í dag. Kvöldið verður ánægjulegt. Tvíburar (21.maí-20.júní) Þér miðar vel áfram í vinn- unni í dag og þér stendur til boða fjármagn til að ljúka verkefni sem hefur setið á hakanum. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Ástvinir vinna vel saman í dag og hlakka til væntanlegs ferðalags. Hafðu stjórn á skapi þínu í samskiptum við ráðamenn. Ljón (23.júlí- 22. ágúst) <ef Þú siglir hraðbyri að settu marki í vinnunni þótt ráðgjafi reynist ekki sannspár. Þú ættir að bjóða heim gestum í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér reynist auðvelt að ná góðurn samningum við aðra í dag, en vinur er eitthvað miður sín. Ástvinir fara út saman. Vog (23. sept. - 22. október) Þér opnast leið til aukins frama og bættrar afkomu í dag. Þú þarft að sýna ástvini mikla nærgætni og umhyggju í kvöld. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Starfsfélagi getur komið leið- inlega fram við þig en að öðru leyti verður dagurinn góður og frístundirnar ánægjulegar. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú nýtur þín betur heima en með þvi að sækja mannfagn- að í dag. Sumum stendur til boða skemmtilegt aukastarf. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú kemur vel fyrir í dag og átt góðar stundir með vinum og ástvini. Kvöldið býður upp á einstakt tækifæri til skemmtunar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þótt einhver í vinnunni valdi þér töfum í dag gengur þér vel að Ieysa vandasamt verk- efni og afkoman fer batnandi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú vinnur markvisst og ákveðið að því að koma áformum þínum á framfæri í dag. Várastu óþarfa aðf- innslusemi í kvöld. Stjörnuspána á a<) lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staó- reynda. Veldu verblaunatækin frá Blomberq BLOMBERG hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu IF verðlaun fyrir framúrskarandi glæsilega og vandaða þvottavél á stærstu iðn- sýningu Evrópu í Hannover í Þýskalandi. 586 framleiöendur frá 251 landi kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu. Við bjóðum 7 gerðir þvottavéla með 800, 900, 1.200 eða 1.600 snúninga vinduhraða á verði frá aðeinskr. 62.600* stgr. *StaögreiBsluafsláttur er 5%. ///■ Eínar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 TT 622901 og 622900 ÞJONUSTA I ÞINA ÞAGU Viltu gera eitthvað skemmtilegt í sur HVERNIG VÆRIAÐ FAI Par geturðu lært á skíðum hjá traustum kennurum eða lagað stílinn. Þú getur líka rennt þér "uppá eigin spýtur" í skíðabrekkunum. Óþrjótandi gönguleiðir er að finna á þessu stórfenglega landsvæði og tilvalið er að skella sér í heitu pottana síðla dags og slaka á fyrir kvöldvökuna. Allt sumarið (til 24. ágúst) eru námskeiö frá þriggja og upp í sex daga löng, en ekki þarf að binda sig við þau, hægt er að koma hvenær sem er - á eigin bíl eða með Norðurleið sem fer daglega frá 1. júlí, norður og suður Kjöl með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Nánari upplýsingar veita FERÐASKRIFSTOm ÍSLANDS Skógarhlíð 18 sími 91-623300 og umboðsmenn okkar viða um land. vfb SKÍÐASKÓLINN í KERLINGARFJÖLLUM |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.