Morgunblaðið - 29.07.1994, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sundhöll-
in brotin
og bætt
MIKLAR endurbætur standa nú yfir
á Sundhöllinni í Reykjavík. Veggir
hallarinnar eru illa farnir vegna
frostskemmda og verða þeir steyptir
upp að nýju að hluta. Áætlað er að
veija 50 milljónum króna til verksins
á þessu og næsta ári. Verkið er hluti
af átaksverkefni á vegum borgarinn-
ar og vinna m.a. menn af atvinnu-
leysisskrá við það.
Unnið hefur verið að múrbroti á
veggjum Sundhallarinnar undanfar-
inn mánuð. Mikill hávaði hefur fylgt
þessu og er nánast útilokað að halda
uppi samræðum í karlasturtunum.
Guðmundur Kjerúlf, sundlaugavörð-
ur, sagði að þrátt fyrir þessi óþæg-
indi haldi fastagestirnir áfram að
koma í laugina. Hann sagði að sum-
ir hefðu haldið tryggð við Sundhöll-
ina í nærri 50 ár og létu hávaðann
ekki trufla sig. Vegna breytinganna
hefur heitu pottunum verið lokað og
sagði Guðmundur að gestir sem sótt
hafa í pottana hefðu eðlilega farið
annað.
í þessum áfanga verður gert við
austurvegg og suðurvegg Sund-
hallarinnar. Heitu pottarnir verða
lagfærðir. Þá verða gerðar endur-
bætur á sólskýli og þau sameinuð,
en fram að þessu hafa konur og
karlar ekki fengið að sóla sig saman
í Sundhöllinni. Hugmyndir eru um
að setja upp gufubað við hlið heitu
pottanna, en ákvörðun um það hefur
ekki verið tekin enn þá.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VERIÐ er að laga veggi Sundhallarinnar í Reykjavík, en þeir
eru illa farnir vegna frostskemmda.
Oddrún Krisljánsdóttir með 15 punda nýgenginn hæng sem hún
veiddi á Silver Blue nr.8 í Stekkjarfljóti í Norðurá í vikunni.
Loka-
spretturinn
hefst senn
ÞAÐ ER sama misskipting á afla-
brögðum í gangi og verið hefur og
fer eftir landshlutum. Ljóst er að
þetta verður ekki eitt af bestu veiði-
sumrunum, en víða stefnir þó í að
það verði viðunandi, einkum Suð-
vestan-, Sunnan- og Vestanlands.
Aðeins fáar ár norðanlands og
austan standa í stað miðað við síð-
asta sumar og vafamál hvernig
þeim reiði af á lokasprettinum. Við
erum þá að tala um Vesturdalsá og
Svartá.
Gengur vel í Grímsá...
„Það gengur vel hérna þessa dag-
anna og það er nóg af laxi. Á þess-
ari stundu eru komnir 717 laxar á
land sem er mjög gott miðað við
hve illa veiðin fór af stað. Þetta
er einkum smálax, 4 til 8 pund,
en það eru að veiðast 12 til 14
punda fiskar af og til,“ sagði Gunn-
ar Jónsson okkur í veiðihúsinu við
Grímsá í gærdag. 1. ágúst bytja
maðkveiðimenn að bleyta færi í
ánni á ný og sagðist Gunnar reikna
með því að þá myndu tölurnar
breytast hratt, að minnsta kosti í
byijun.
„Þetta verður ekkert bingósumar,
en við getum þó ekki kvartað yfir
Norðuránni. Þar hafa veiðst rúm-
lega 1100 laxar og það er nóg af
físki í ánni. vel hefur veiðst að
undanförnu," sagði Jón Gunnar
Borgþórsson framkvæmdastjóri
SVFR í samtali í gær. Á dögunum
gerðist það, að vel þekkt veiðihjón,
Guðlaugur og Guðrún Bergmann
veiddu 19 laxa á einni og sömu
vaktinni, alla við Glitstaðabrú og í
Hraunbollum.
Mikill lax í Haffjarðará...
„Það er gaman að þessu núna,
veiðin hefur gengið mjög vel og
það er mikið af laxi. Og hann er
enn að ganga. Ég tók einn í Gretti
í morgun og hann var svo lúsugur
að það sá varla í bakið á honum,“
sagði Páll G. Jónsson á bökkum
Haffjarðarár í gærdag. Hópur sem
lauk veiðum 19. júlí fékk 78 laxa
og voru þá komnir um 380 laxar
á land. „Algengt er að það veiðist
10 til 15 laxar á dag,“ bætti Páll
við.
Hallar í 800...
Ágæt veiði hefur verið í Ytri Rangá
að undanförnu, oftast þetta 30 til
40 laxar á dag og er nú áin farin
að „halla í 800 laxa“ eins og leigu-
takinn Þröstur Elliðason orðaði
það. í fljóti bragði virðist hún vera
DANSKUR ferðamaður féllst í gær
á að greiða sekt að upphæð 15
þúsund krónur fyrir að hafa ekið
utan vega við Hvannalindir á föstu-
daginn var. Landvörður í Herðu-
breiðarlindum kærdi Danann fyrir
meintan utanvegaakstur fyrr í þess-
á svipuðu róli og Grímsá og Laxá í
Kjós.
Kjósin „í lagi“
„Þetta er allt í lagi, það er Iax
nánast út um allt, kannski ekki
mikið magn, en alls staðar eitt-
hvað. Við erum að fá þetta 10 til
15 fiska á dag, en vatnið er að
minnka og það gæti róast á næst-
unni. Á móti kemur, að enn er að
koma inn nýr fiskur. Þá er miki!
hreyfing á laxinum. Ósbreiðan í
Bugðu var til dæmis pökkuð af fiski
eitt kvöldið í vikunni, en morguninn
eftir voru aðeins fáir fískar eftir.
Sennilega hefur laxinn farið upp í
vatn,“ sagði Jón I. Pálsson leið-
sögumaður við Laxá í Kjós. Hann
hafði ekki tölu haldbæra, en fregn-
ir herma að veiðin nemi nærri 700
löxum.
ari viku. Lögreglan á Seyðisfirði tók
manninn síðan tii yfirheyrslu í
fyrradag þegar hann hugðist fara
úr landi með Norrænunni. Upphæð-
in var ekki ákveðin hærri þar sem
sönnunargögn þóttu ekki nægilega
traust.
Sektaður fyrir
utanvegaakstur
Slysavarnir um verslunarmannahelgi
Fólk anar oft út
í ár án þess að
kanna aðstæður
Slysavarnafélag ís-
lands hefur nú fyrir
þessa verslunar-
mannahelgi sem fyrr varað
ferðamenn við akstri yfir
ár á hálendisvegum, en
þessa dagana eru þeir allir
að opnast. Undanfarna
daga hafa verið allmörg
útköll björgunarsveita
vegna fólks sem lent hefur
í vandræðum með bíla sína
í ám, en mjög mikill snjór
var á hálendinu og mikill
vöxtur hefur því verið í
ánum vegna mikilla hlýinda
upp á síðkastið. Hálfdan
Henrysson deildarstjóri
björgunardeildar Slysa-
varnafélags íslands segir
að sérstaklega hafi orðið
óhöpp undanfarið við Núps-
vötn, en ástæður óhapp-
anna hafi allt of oft verið
vegna vanþekkingar viðkomandi
á hegðun straumvatna og ofmats
á getu bílanna. Biýnir Slysa-
varnafélagið fyrir ferðamönnum
sem ætla að fara yfir óbrúaðar
ár að kanna vaðið vel áður en
ekið er af stað, og hafa í huga
að hjólför á bakkanum tákna ekki
endilega að þar sé óhætt að aka
út í ána. Aka skal skáhalt undan
straumi og velja landtöku áður
en lagt er út í ána, og þá ber að
hafa í huga að jökulár eru að jafn-
aði heldur vatnsminni á morgnana
en að kvöldi.
„Það er mikið í ánum núna og
með tilliti til reynslu fyrri ára
erum við svolítið smeykir við
þetta. Það hafa árlega orðið óhöpp
vegna aksturs yfir ár, og þau fleiri
en eitt og fleiri en tvö. Algengast
er að fólk ani út í árnar án þess
að kanna vöð og aðrar aðstæður,
og þá oft á illa búnum bílum, og
einnig er það mjög algengt að
fólk reyni að fara yfir ár sem
ekki eru færar þeim bílum sem
það er á. Ef fólk er á ferð á einum
bíl er mjög nauðsynlegt að það
bíði eftir að aðrir bílar komi áður
en það fer yfir ár. Annað hvort
til að fylgjast með þeim fara yfir
eða þá að menn hafi samvinnu
og hjálp sé til staðar ef eitthvað
kemur upp á.
- Hvernig á fólk að bera sig
að þegar það kemur að vöðum
yfír ár á hálendinu?
„Regla númer eitt og sjálfsögð
venja er að vaða vöðin áður en
ekið er út í ána og þá sérstaklega
ef menn eru eitthvað smeykir um
að vaðið geti verið varhugavert.
Það er mikið minna um að þetta
sé gert í dag en áður fyrr/og t.d.
í Þórsmörk sér maður þetta ekki
mikið gert. Þar er reyndar oft
mikil traffík og alveg
sjálfsagt að bíða eftir
öðrum ef menn eru ein-
bíla. Sjálfur hef ég
tvisvar sinnum farið inn
í Þórsmörk núna á
Brýnt að hafa
öryggisbúnað
í bátum í lagi
núna
skömmum tíma og í annað skipti
var mjög lítið vatn í ám, en í
Hálfdan Henrysson
►Hálfdan Henrysson deildar-
stjóri björgunardeildar Slysa-
varnafélags Islands er fæddur
19. september 1943 í Reykjavík.
Hann lauk prófi frá farmanna-
deild Stýrimannaskólans 1967
og ári síðar lauk hann prófi frá
varðskipadeild skólans. Hálf-
dan var háseti hjá Landhelgis-
gæslunni frá 1960, en eftir að
hafa útskrifast úr Stýrimanna-
skólanum var hann stýrimaður
á varðskipum Landhelgisgæsl-
unnar til ársins 1985, en einnig
var hann kafari hjá Gæslunni
og sprengjusérfræðingur frá
1978. Eftir störf hjá Landhelg-
isgæslunni var hann fulltrúi hjá
Siglingamálastofnun í tvö ár,
en frá 1987 hefur hann verið
deildarstjóri björgunardeildar
Slysavarnafélags Islands.
nýlega í svona óhappi í Núpsvötn-
um barst hundruð metra niður
eftir ánni, og var mikið lán að
hann valt ekki á hliðina."
- Er eitthvað fleira sem þú
myndir vilja brýna fyrir fólki
vegna ferðalaga um verslunar-
mannahelgina?
„Siglingar á vötnum og sjóferð-
ir á skemmtibátum eru sífellt að
færast í vöxt og því nauðsynlegt
að brýna fyrir fólki að fara var-
lega í þeim efnum. Gæta verður
þess að hafa sjálfsagðan öryggis-
búnað um borð í lagi, t.d. björg-
unarbelti og björgunarbáta ef
þeir eru til staðar. Þá á skilyrðis-
laust að láta vita um ferðir sínar,
og það sama á reyndar við um
þá sem eru á ferðalögum á landi.
Ágæt regla er að skilja eftir upp-
lýsingar um ferðaáætlun heima
hjá sér eða hjá einhverjum öðrum,
þannig að eitthvað sé fylgst með
_________ ferðum fólks. Hvað
siglingarnar varðar þá
hefur bátaeign farið ört
vaxandi undanfarin ár.
Yfirleitt þarf litlar
áhyggj'ui' að hafa af
seinna skipti voru aðstæður orðn-
ar gjörbreyttar og verri, og á ein-
um staðnum þorði ég ekki annað
en að bíða eftir öðrum bíl.“
- Hvernig er háttað merking-
um við vöð á hálendinu?
„Yfirleitt eru merkingar við
vöð, og allavega á hálendinu þar
sem er einhver uinferð að gagni.
Þar er mönnum einmitt bent á
þessar varúðarregiur, nefnilega
að fara gætilega og vera á vel
búnum bílum með kveikjubúnað
og annað varið. Það er aðallega
sá búnaður sem bilar og ef sand-
ur er í botninum þá er fljótt að
grafa undan bílum ef þeir stöðv-
ast úti í miðri á. Bíll sem lenti
seglbátunum því þeir virðast vera
mjög vel í stakk búnir og örygi
hjá þeim í fyrirrúmi að minnsta
kosti svona yfirleitt. En síðan er
mikið um hraðbáta sem ekki eru
vel búnir, og í þá vantar meðal
annars bæði björgunarbelti og
fjarskiptabúnað. Samkvæmt
reglugerðum á allur slíkur búnað-
ur að vera til staðar, en þetta eru
oft bátar sem geymdir eru á landi
allan veturinn og settir einu sinni
til tvisvar á sjó á sumrin. Það er
erfitt að fylgjast með þessum
bátum og illmögulegt fyrir Sigl-
ingamálastofnun að hreinlega vita
um þá. Það er því ástæða til að
brýna fyrir fólki að hafa öryggis-
búnað um borð í bátum í full-
komnu iagi.“