Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 34

Morgunblaðið - 29.07.1994, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens /-7 \pESS!DÖOÓFOGL E/Z. \A73ÖG HUGSONAELAUS / \y~ Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Jæja þá, svo þú lítur Hvað ef einhver kemur Sendu þá hingað bakvið. grimmdarlega út við að verja inn í garðinn að framan? bakgarðinn. BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 691100 « Símbréf 691329 Utsendingar frá heimsmeist- arakeppninni EFTIR sigur Rúmena á Argentínu í heims- meistarakeppninni trolleruðu sigurvegar- arnir þjálfara sinn Angel Iordanescu Frá Gunnari Ólafssyni: VEGNA frétta um skoðana- könnun, sjálfsagt á vegum Ríkissjónvarpsins í dag, þar sem gortað var af því hve margir hefðu horft á úrslit heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Hafa þessir menn hjá Sjónvarpinu enga sómatil- finningu? Það er fjöldi heim- ila sem ekki greiðir afnot af Stöð 2 og því skárri kost- ur en enginn að horfa nauð- ugur viljugur á (úrslit) heimsmeistarakeppninna(r) í svokölluðu ríkissjónvarpi. Mannréttindabrot Hvernig geta þessir menn hreykt sér af svo og svo mikilli horfun þegar aðeins er um eina stöð að ræða sem allir verða að greiða veruleg gjöld af, hvort sem fólki líkar betur eða verr. Þetta er til ævarandi skammar og efalaust hefði stjórn vor talið þetta til mannréttindabrota, og haft hátt um, á þeim árum sem mest var talað um hversu almenningur í Rúss- landi mætti lúta boðum og bönnum. Er ekki mál til komið að almenning- ur á íslandi, á þessari tækniöld, geti sjálfur valið um þó ekki væri nema einn annan möguleika svo menn séu ekki hálf „skikkaðir" til, vilji þeir horfa á sjónvarp á annað borð, að glápa úr sér augun á mis- góðan fótbolta daginn út og daginn inn eða annað álíka íþróttaefni eftir dutlungum íþróttaáhugamanna stjórnenda sjónvarpsins og borga fullt fyrir. Kúgun Þeir, sem verða og eiga engra annarra kosta völ en að hlusta á það sem þeim er skammtað í gegn um ríkisfjölmiðil sem Ríkissjónvarpið er, rísa ósjálfrátt gegn slíkri kúgun og vilja að sjálfsögðu ákveða sjálfir hvað þeir horfa á eða horfa ekki á. Þegar áhorfendur sjónvarpsins á Islandi verða nánast að sætta sig við (áróðurskenndar) ákvarðanir stjórnar Sjónvarpsins hefði það eflaust verið flokkað undir áróður á árum áður (sem var auðvitað ásamt fleiru, íþróttir og annað sem þótti gott og blessað fyrir landslýðinn) Að auki segir minn smekkur mér að af efni Ríkissjónvarpsins voru aðrir liðir, svo sem bíómyndir og annað dægurefni, af svo lélegu tagi á tímabili fótboltans að ekki var túskiidings virði á að horfa. Þetta er kúgun. GUNNAR ÓLAFSSON, Traðarlandi 14, 105 Reykjavík. Ungir atvinnuleys- ingjar búnir til Frá Birni S. Stefánsson ÞAÐ ER í afleysingum á sumrin að margt ungt fólk fær starfsreynslu sem gerir það starfhæft einnig utan sumarleyfatímans. Á Norðurlöndum er mikið atvinnuleysi ungs fólks. Ég er sannfærður um að því veldur að nokkru stutt sumarleyfi skólafólks, kennara og nemenda. Þar mótar fjöidinn orlofstíma sinn með tilliti til þess að skólar eru ekki lokaðir nema tvo mánuði og tekur orlof á sama tíma. Þess vegna er mikið um að starfsemi, þótt ekki sé beint háð starfsemi skólanna, leggst niður um hásumarið. Hér á landi er minna um þetta, heldur dreifist orlofstíminn meira og skörðin verða svo Jreifð að starfseminni er haldið gangandi árið um kring. Fyrir vikið þurfa fyr- irtæki að ráða í skörðin á sumrin. Það gerir ungu fólki með litla starfs- reynslu auðveldara að afla sér henn- ar og verða þannig gjaldgengt á vinnumarkaði árið um kring en verð- ur í löndum með lengra skólaár. Áþján Þetta er sannfæring mín, en mál- ið þarfnast nánari athugunar. Hún virðist í fljótu bragði geta verið fólg- in í því að ganga úr skugga um það, til að mynda í Noregi, hvort ekki sé líklegt að lenging sumarleyfa skóla þar mundi leiða til fleiri at- vinnufæra ungs fólks og yfirleitt betri nýtingar atvinnutækja. Annað þykir mér líklegt að athug- un mundi leiða í ljós, það er að hin- ar björtu vorvikur á Norðurlöndum norðanverðum (í Noregi í Þrænda- lögum og norðar) reynist ódrjúgar til náms. Þá sé skólasetan áþján án árangurs. BJÖRN S. STEFÁNSSON Kleppsvegi 40, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.